Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. 21 dv Lesendur Rógburður um Albert Kjósa menn í stað flokka Margrét Sigurðardóttir hríngdi: Mér finnst mun æskilegra að fólki gefist kostur á að kjósa menn en ekki flokka, kosningar eru hvort eð er farnar að snúast um persónur en ekki málefhi. Það eru oft einstaka menn í stjómmálaflokkunum sem maður gæti vel hugsað sér sem forsvara fyrír þjóðavskútunni en kærir sig hins vegar ekki um marga aðra í flokknum. Slíkt hefur að minni bestu vitund reynst mjög vel er- lendis. Hvað segja lesendur um það? Erkosið um málefni eða persónur? María Þorsteinsdóttir hringdi: Allt þetta moldviðri í kringum kosningamar, en kosningabarátt- an virðist vera farin að snúast aðallega um persónur Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmunds- sonar í stað málefha flokkanna, varð til þess að gömlum Skagfirð- ingi kom i hug visa eftir Svein frá Elivogum sem ort var þegar hann gekk fram hjá tveimur konum sem vom að rífast um ágæti eigin- manna sinna. Sveinn sagði: Ég vil heyra andsvör full og því keyra í hróðrarletur. Hvor er meira kvennagull Kúa-Geiri eða Hlöðu-Pétur? Andrés Sighvatsson, 0298-4407, skrifar: Varla hefur verið hægt að fletta einu einasta Morgunblaði án þess að rek- ast þar á eina eða fleiri greinar með persónulegu níði um Albert Guð- mundsson. Rógurinn um hann er síðan orðinn enn meiri eftir að hann gerðist leiðtogi Borgaraflokksins. Það er ófogur iðja sem þessi hjörð skrifara stundar í þessu blaði. Þeir munu ekki hafa erindi sem erfiði og að lokuin munu vopnin snúast í hönd- um þessara rógbera og beinast að þeim sjálfum. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Þessir menn hika ekki við að reyna að stela mannorðinu af Albert ef þess er kostur. Það að leiðrétta þurfti lítil- lega skattframtal hans vegna smá- vægilegra mistaka eða gleymsku eins og kemur fyrir fjölda manns á hverju ári er notað sem átylla til þess að reyna að ræna Albert ærrmni. Þessir skrifar- ar virðast ekki hafa tekið skýringar Alberts til greina sem ætti náttúrlega best að vita sjálfur hvað hann hefúr hugsað og gert. Að lokum vil ég hvetja fólk til þess að kjósa ekki endilega af gömlum vana eins og margir hafa eflaust gert gegn- um árin heldur skoða vandlega það sem í boði er og greiða atkvæði samkvmt lífsskoðun sinni. Kynnið ykkur vel stefhuskrá Borgaraflokks- ms. „Mistök Alberts eru notuð sem átylla til þess að reyna að ræna hann ærunni." Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Asparfelli 8, 6. hæð E, þingl. eigandi Sigfús Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, föstud., 24. apr. '87 kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykajvík, Veðdeild Landsbanka íslands, Valgeir Kristinsson hrl„ Ævar Guðmundsson hdl. og Andri Árnason hdl. ___________Borgarfógetaebættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð á fasteigninni Leirubakka 28, 2.t.h„ þingl. eigandi Heiða Guðjónsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, föstud. 24 apr. '87 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðarbanki ís- lands, Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands og Verslunarbanki íslands hf. ___________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Jörfabakka 26, 2.t.h„ þingl. eigandi Steinn Kjartansson, fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. haeð, föstud. 24. apr. '87 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. _________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni írabakka 32, 2.t.v„ þingl. eigandi Kristján S. Sverrisson o.fl„ fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlið 6, 3. hæð, föstud. 24. apr. '87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan I Reykjavik og Veðdeild Lands- banka íslands. __________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Háaleitisbraut 37, 2.f.m„ þingl. eigandi Kristín Elíasdóttir, fer fram I dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. haeð, föstud. 24. apr. '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. HRINGIÐ í SÍIVIA 27022 MILLIKL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ '■ •‘iilllú‘lHUI. w *um;■"M> 'lllll' ‘llltll '///'■ A 7//////'" '///. .illlllll" -lH" Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstoja happdrættisins í Valhöll er opin alla daga kl. 09.00-22.00. DREGIÐ 24. APRÍL 1987 Stórglæsilegir vinningar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar 20 húsbúnaðarvinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.