Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. 25 DV Dægradvö] Fæddar og uppaldar í miðbænum og vesturbænum. Laufey Svava Brandsdóttir og Áslaug Agnarsdóttir með Álfrúnu og Nínu. Torfan heppn- aðist vel Þeir sem alla tíð hafa búið í mið- bænum bera til hans sterkari taugar en aðrir. Þannig er einmitt ástatt um Laufeyju Svövu Brandsdóttur sem ólst upp á Vesturgötunni og býr þar enn. Sem ung stúlka sagðist hún hafa unnið í Björnsbakaríi við Hall- ærisplanið. Áslaug Agnarsdóttir hafði svipaða sögu að segja því hún hefur alla tíð átt heima í miðbænum. Þær sögðust alveg endilega vilja halda gömlu húsunum og gera þau upp því það fylgdi þeim sérstakur blær og andi sem þær vildu ekki að hyrfi. Máli sínu til áréttingar nefndu þær hversu vel húsin á Torfunni hefðu heppnast. -D.H. F r amþróun verður að halda áfram Einn fundargesta var Halldór Þor- steinsson sem býr í Þingholtunum, kunnur fyrir að reka þar málaskóla. Hann keypti hús í Þingholtunum fyrir tuttugu árum og lét gera það upp og sagði húsið hafa fengið nýjan svip og öðlast nýtt líf enda hefði fólk orðið undrandi á breytingunni á út- liti hússins. Halldór sagðist vilja varðveita hús sem hefðu byggingarsögulegt gildi en aftur á móti taldi hann það full- mikla þröngsýni að halda í hvert einasta hús. „Ef framþróun á að halda áfram verða einstaka hús að víkja en það verður að vega það og meta hverju sinni. Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvaða hús mér fmnst eiga að standa og hver ættu að víkja.“ Halldór sagðist vera fylgjandi húsfriðun í stórum dráttum. -D.H. Halldór Þorsteinsson er fylgjandi því að varðveita flest hús en bendir á að það sé fullmikil þröngsýni að varðveita hvert einasta hús. DV-mynd BG Götur Höfundar leggja til að meðfram flestum götum verði gróðursett há tré er gefa myndi götunum hlýlegri svip (til dæmis ösp). Götulýsing verði bætt og lægri ljósastaurar notaðir, samanber nýj- an svip á hluta Laugavegar. Hluti Austurstrætis verði gleryfir- byggður eftir miðri götu. Komið verði fyrir fleiri listaverkum á götum og torgum. í alla staði verði götur og gönguleiðir gerðar vinalegri, hlý- legri og fjölbreytilegri. Samkvæmt skipulaginu er talið óhjákvæmilegt að eftirfarandi hús víki til að heildarmynd skipulagstil- lögunnar nái fram að ganga: Lækjargata 2, 4, 6A og 8 Austurstræti 8, 10, 20 og 22 Aðalstræti 3, 4, 7 og 16 Hafnarstræti 2, 21, 23, 17 og 19 Tjarnargata 3C, 5B og 11 Suðurgata 3A Vallarstræti 4 Hús Pósts & síma (Sjálfstæðis- húsið) við Thorvaldsensstræti í tillögunum er gert ráð fyrir mun fleiri breytingum eins og til dæmis að beina götulífi á Hallærisplanið sem þá héti Borgarplanið, möguleika á bifreiðastæði undir Austurvelli, lagfæringu á bakka Tjarnarinnar og fleira sem of langt mál yrði að telja upp. Þá sem fylgst hafa með þessum málum undanfarin ár grunar að þrátt fyrir tillögur og góðan vilja í upp- hafi verði minna úr framkvæmdum eins og oft hefur viljað brenna við. Flosi Olafsson leikari talaði m.a. um flugvöllinn í Reykjavik sem hann sagði vera hina mestu skipulagsleysu. DV-mynd BG |Jj f ? » f F; m "'k:,. * m ... svo verður Tjörnin flutt upp í Arbæ Meðal þeirra sem tóku til máis á fundinum var Flosi Ólafsson leikari. Hann kom víða við í ræðustúf sínum um ástand skipulagsmála í miðbæ Reykjavíkur og fáraðist yfir því „smekkleysi sem virðist ætla að loða við skipulagningu Reykjavíkur". Honum varð tíðrætt um Tjörnina ásamt þeirri byggð sem á að rísa í nálægð hennar eins og t.d. ráðhúsið og svo vitnað sé í hans eigin orð: „Það á að klastra öllu draslinu ofan í Tjörnina og flytja svo Tjörnina upp i Árbæ, eða hvað?“ Síðan fór ræðumanni að hitna í hamsi er hann beindi orðum sínum að flugvellinum í Reykjavík sem hann sagði að væri alltof plássfrek- ur. ofboðsleg slysagildra. valdur að stórvægilegri hávaðamengun upp á hvern dag og að hann væri flatur minnisvarði um skipulagslevsi. -D.H. Jú, þetta er sami maðurinn! S ÞETTA ER OTRULEGT Nu eru komnir hartoppar fra Amenku með flettuðum festingum, sem er algjör nýjung hérálandi. JL Þeir haggast ekki, hvað sem á gengur. HARSNYRTISTOFAN Og hreytingm hán er hreint ótrúleg. ^ RÍ'IK'IM Við verðum með erlendan sérfrceðing á stofunni ncestu daga. HRINGBRAUT 119 «22077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.