Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 42
46 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Miklar breytingar næsta kjörtímabil „Verði stjórnarsamstarf óbreytt að loknum kosningum, sem ailt útlit er fyrir, þá mun frjálshyggjan dafna áfram með öllum þeim skelfilegu afleið- ingum sem hún hefur í för með sér.. Það er mikið að gera hjá þeim sem vasast í framboðsmálum þessa dag- ana. Ekki hefur í langan tíma orðið eins mikið fjaðrafok í stjómmálum og varð í lok þessa kjörtímabils. Á íslandi hefur fjórflokkakerfið verið nokkuð stöðugt þó alltaf öðru hvoru hafi komið fram nýir flokkar og framboð. Þeir flokkar hafa ekki átt langa sögu. Lengst lifðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna og áttu stærstan þingflokk þeirra sem komið hafa utan fjórflokkakerfisins. Það er jafnframt eini flokkurinn sem átt hefur aðild að ríkisstjórn. Nú standa hins vegar mál með þeim hætti að fleiri hreyfingar og annars konar eru á ferðinni. I fyrsta lagi er að alvarlegur klofhingur er í Sjálfstæðisflokknum sem eru vissu- lega tímamót. Sá klpfningur er vegna afstöðu manna til persóna en málefhaágreiningur lítill. Reynt er að gera ágreining út af frjálshyggj- unni og helst vill nú enginn kannast við hana. Frjálshyggjan hefur þó vaðið uppi í þjóðfélaginu undanfarin ár í skjóii núverandi stjómarflokka, reyndar ekkert síður í skjóli Fram- sóknar. Forystumenn Borgara- flokksins hafa hlaðið undir hana þó þeir vilji nú sverja hana af sér. Verði stjómarsamstarf óbreytt að loknum kosningum, sem allt útlit er fyrir, þá mun fijálshyggjan dafna áffam með öllum þeim skelfilegu afleiðing- um sem hún hefur í för með sér fyrir fáménnt og dreifbýlt land eins og okkar. Dreifbýlið annars fokks samfélag Hinn flöturinn, sem upp hefur komið í sambandi við framboðin, er þreytan sem vart verður við hjá fólki í dreifbýlinu. Samfara því er einnig ótti gagnvart framtíð byggðar í landinu. Ftjálshyggjuhugsunarhátt- KjáHarmn Kári Arnórsson skólastjóri urinn hefur m.a. komið því til leiðar að þenslan hefur aukist gífurlega á Reykjavíkursvæðinu. Svo til allt fjármagn er sogað þangað og öll raunvemleg uppbygging í landinu fer fram á þvi svæði. Ástand byggð- anna úti á landi er nú að verða svipað og það var í lok sjöunda ára- tugarins þegar til auðnar horfði í mörgum landshlutum. Við skipu- lagningu atvinnulífs í landinu hefur ekki verið litið til heildarinnar. Að- eins hefur verið horft til þess hvar stundargróðinn gæti orðið mestur. Gámaútflutningurinn er kannski nærtækasta dæmið um þetta. Fólk í dreifbýlinu finnur þetta að sjálfsögðu mjög vel og þá ekki síður hitt hversu það er afskipt. Það finn- ur einnig að það sjálft verður að taka þessi mál meira í sínar hendur. Reykjavíkurvaldið, þar með taldir flestir þingflokkar (einkum og sér í lagi núverandi stjómarflokkar að viðbættum Alþýðuflokki), sinnir ekki málum dreifbýlis. Enn hefur þó ekki tekist að stilla dreifbýlisöflin saman til átaka. Fjármálaafl vantar til slíks átaks. Það sýnist þó liggja fyrir að þessi barátta fólksins úti á landimagnist að loknum kosningum vegna þess að ný viðhorf til þróunar byggðar hljóta að knýja mjög á bæði hjá heimamönnum sjálfum svo og stjórnvöldum. Það má ekki líðast að þjóðinni sé tvískipt með þeim hætti sem óbeint hefur verið gert síðustu ár og fólk í dreifbýlinu búi við mun lakari þjóðfélagsaðstöðu en þétt- býlið. Ný félagsleg staða Fleiri hræringar em einnig í sam- félaginu. Nú um hríð hafa kaup- deilur verið miklar hjá opinberum starfsmönnum. Þar hefur kerfi, sem reynt hefur verið að þröngva upp á menn um langan tíma, spmngið. Jafnlaunastefhan, sem átti að vera lausn á launamun, varð til þess að mismunun í launum varð meiri en dæmi em til áður. Þetta kerfi, sem leiddi til þess að láglaunahópunum fjölgaði jafnt og þétt, féll mjög vel að frjálshyggjunni. Þannig urðu þeir sem beittu sér fyrir þessu bestu bandamenn þeirra sem þeir vildu beita sér mest gegn. Vinnuþrælkun, sem jafrian fylgja lélegri afköst, varð svarið til að lyfta tekjunum. Þetta kerfi hefur nú rofiiað og um leið vakið launafólk til umhugsunar og aðgerða. Mest vakningin hefur orðið í röðum ríkisstarfsmanna. Þeir hafa allt í einu fundið til þess að þeir eru afl sem á að hafa sitt að segja um þróun kjara og verðlags í landinu. Stóm samflotin em um garð gengin hvað varðar það meginhlutverk að hafa einhliða vald til að semja. Hlut- verk þeirra er hins vegar mjög mikið ennþá í samfélaginu en það þarfhast nýrrar skilgreiningar. Kennarasam- tökin riðu á vaðið og tókst að vekja fólkið. Að mörgu leyti var það eðli- legt því þar var samstæðasti hópur- inn. Ríkisstarfsmenn þurfa nú að sameinast í einu bandalagi, ekki til að fara með samningsmál, því samn- ingar framtíðarinnar munu meir og meir bindast vinnustöðunum, heldur til þess að hafa áhrif á mótun stefnu i atvinnu- og efnahagsmálum. í þeim efnum hafa ríkisstarfsmenn verið algerlega sniðgengnir til þessa. Þetta er þáttur sem stjómvöld kom- ast ekki hjá að taka tillit til. Snúist verður til vamar gegn óhóflegu vinnuálagi jafnframt baráttu fyrir meiri framleiðni. Verðbólgu verður ekki til lengdar haldið niðri með ein- hliða niðurgreiðslu launþega. Þar verður að leita annarra leiða. Ein- leikur ASÍ og VSÍ er úr sögu eða öllu heldur er þeim kafla sögunnar nú lokið. Nýjar vinnuaðferðir koma tii. Kári Amórsson „Það sýnist þó liggja fyrir að þessi bar- átta fólksins úti á landi magnist að loknum kosningum vegna þess að ný við- horf til þróunar byggðar hljóta að knýja mjög á bæði hjá heimamönnum sjálfum svo og stjórnvöldum.“ Fyrir alla muni heimamann Nú dregur til tíðinda í íslenskum stjómmálum. Við erum í þann mund að ganga að kjörborði. Hvað er svona merkilegt við það? Jú, nú eig- um við þess kost að kjósa um tvo Sjálfstæðisflokka. Enginn, sem vill tryggja áframhaldandi frelsi ein- staklingsins, þarf nú að skila auðu eða kasta atkvæði sínu á glæ. Nýtt afl hefur litið dagsins ljós - komið til sögunnar. Hér ræðir um Borgara- flokkinn - S-listann. Talsvert hefur það verið gagnrýnt að menn hafi „rokið upp til handa og fóta“ þegar er fréttist af tilurð Borgaraflokksins og lýst yfir stuðningi við þetta nýja framtak Alberts Guðmundssonar og hans fjölmörgu stuðningsmanna - án þess að prentuð stefnuskrá hafi legið á borðinu. Þetta er þó ekki merki um fljótfæmi manna eða hugsunarleysi heldur ber vott um óbilandi trú og það mikla traust sem Albert Guðmundsson nýtur meðal þúsundanna. „Ekki er hægt að kjósa Albert Guðmundsson nema í einu kjör- dæmi“ hafa sumir bent á - réttilega - í málflutningi sínum og í þvi skyni reynt að læða því inn hjá Tólki að það sé út í hött að kjósa S-listann annars staðar en í Reykjavík. Því er til að svara að Borgaraflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum - og fólkið, sem leiðir S-listann á hin- um ýmsu stöðum, hefur sömu hugsjón að leiðarljósi og efsti maður á lista Borgaraflokksins í Reykjavík. Það mun berjast fyrir auknu frelsi, uppbyggingu atvinnuveganna, KjáUariiin Þorsteinn Valgeir Konráðsson nemi í prentiðn bættri heilbrigðisþjónustu, aðgengi- legra skólakerfi. Síðast en ekki síst er það yfirlýst stefna Borgaraflokks- ins að hann muni taka sérstakt tillit til þeirra, sem mega sín minna, svo sem fatlaðra - sjúkra - lífeyrisþega. Lífsgæðin ofariega á blaði Það er raunar mín persónulega trú að Borgaraflokkurinn muni ekki aðeins hafa málefni þessa fólks, sem setið hefur eftir í kapphlaupinu um lífsgæðin, ofarlega á blaði, heldur mun úrlausn til handa því hafa al- gjöran forgang. Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri leiðir S-listann í Suðurlandskjör- dæmi. Ég held að ekki sé ofsagt þótt ég fullyrði að þar fer maður sem nýtur almenns trausts. Ég trúi því að Sunnlendingar þakki honum far- sælan feril í málefnum námsfólks - svo og í öðrum störfum fyrir kjör- dæmið, sem til heilla hafa horft - og setji ex við Ess-listann. Nú er kjörið tækifæri að sýna þakklæti í verki. Þorsteinn Pálsson lýsti því yfir í viðtali nýlega, þegar hann var spurð- ur álits á skoðanakönnun sem framkvæmd var í Suðurlandskjör- „Þessi málflutningur Þorsteins Pálssonar er ekki smekklegur. Engin skoðanakönnun undanfarið hefur gefið vísbendingu um að D-listinn fái þrjá menn i Suður- landskjördæmi...“ dæmi (þar sem hann - Þorsteinn - er efsti maður D-listans), að Borgara- flokkurinn hefði enga möguleika á manni, en hins vegar gæti hann dregið úr líkum á að þriðji maður D-listans kæmist inn. Þessi málflutn- ingur Þorsteins Pálssonar er ekki smekklegur. Engin skoðanakönnun undanfarið hefur gefið vísbendingu um að D-listinn fái þrjá menn í Suð- urlandskjördæmi en tveir taldir nokkuð öruggir. Hins vegar hefur Borgaraflokkurinn öll skilyrði til að koma manni að - og jafhvel rúmlega það. Ég hvet því stuðningsmenn Borg- araflokksins að láta ekki áróður út i bláinn hafa áhrif á sig á kjördag og bið þá lengstra orða að vinna vel - en umfram allt drengilega að glæsi- legri kosningu Óla Þ. Guðbjartsson- ar. Málsvari í löggjafarsamkom- unni Einhvem veginn hefur það líka verið álit mitt að það sé mikilvægt fyrir sérhvert kjördæmi að hafa heimamann sem málsvara á löggjaf- arsamkomunni. Mann sem lifað hefur og hrærst í því kjördæmi sem hann býður sig fram fyrir - og þekk- ir vanda fólksins, þörf og væntingar. Og með tilkomu Borgaraflokksins er val allra sjálfstæðismanna auð- velt, ekki síst þeirra sem óánægðir hafa verið - en einnig hinna fjöl- mörgu sem hafa verið tvístígandi og þess vegna setið heima eða ljáð öðr- um flokkum atkvæði sitt vegna ósættis við forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki má heldur gleyma því fólki sem ekki heíúr verið alls kostar á- nægt með gömlu flokkana en samt sem áður veitt þeim stuðning. Borg- araflokkurinn er aílið sem allir ættu að geta sameinast um. I dag er því S-listinn lausnin: - svo einfalt er það. Þorsteinn Valgeir Konráðsson. „Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri leiðir S-listann í Suðurlandskjördæmi. Ég held að ekki sé ofsagt þótt ég fullyrði að þar fer maður sem nýtur almenns trauts.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.