Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Side 43
I MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Menning Jesús Kristur Hvers vegna þurfli Jesús að deyja? Agne Nordlander, Korsets mysterium, EFS-törlaget, 2. utg., Stokkhólmi 1983. Á öllum tímum og ekki síst á föst- unni og þegar páskar fara í hönd hafa kristnir menn spurt sig hvers vegna Guð hafi þurft að bregðast svo harkalega við synd mannsins. Bókmermtir Gunnlaugur A. Jónsson Gat hann ekki verið dálítið mann- legri og horft framhjá vandamál- inu? Og hvers vegna gat hann ekki látið nægja að fyrirgefa? Hvers vegna þurfti Jesús að deyja á kross- inum? Var friðþægingardauði hans nauðsynlegur? Sænski biskupinn og guðfræði- próf jssorinn Gustaf Aulén skrifaði árið 1930 hók um friðþæginguna sem þekkiual^g^pskri þýðingu undir titlinum Chrístus Victor. Sú bók hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem eitt af hinum sígildu verk- um guðfræðinnar. Það kann því að sýnast í mikið ráðist hjá sænska guðfræðidoktornum Agne Nord- lander að taka til meðferðar sama efni og Aulén. Nordlander, sem er rektor við Johanneslunds guð- fræðistofnunina í Uppsölum, hefur áður sýnt að honum er ekki síst lagið að skrifa þannig að almenn- ingur skilji og ef marka má orð hins kunna guðfræðiprófessors, Gustafs Wingrens, þá er það heldur sjaldgæfur hæfileiki hjá sænskum guðfræðingum samtímans. Krossinn og nútímamaður- inn Tilgangur Nordlanders með þess- ari bók er að veita leikmönnum aðstoð við lestur Biblíunnar eða sjálfrar þungamiðju Biblíunnar, þ.e. krossdauða Jesú. Hann segist hafa reynt að skrifa þannig að tólf ára börn gætu skilið. Þrír fyrstu kaflarnir fjalla um réttarhöldin yfir Jesú, um hvernig litið var á kross- festingar í rómverska ríkinu og um viðbrögð lærisveinanna við dauða Jesú og upprisu. Þungamiðju bók- arinnar er að finna í köflum 4-9 þar sem höfundurinn kynnir guð- fræðilega túlkun sína á píslarsög- unni og krossdauða Jesú. Nordlander sýnir á sannfærandi hátt hvernig Nýja testamentið sjálft notar fimm ólíkar myndir til að skýra dauða Jesú á krossinum: fórn, endurlausn, barátta - sigur, friðþæging og fyrirmynd. í lo- kakafla bókarinnar, „Krossinn og nútímamaðurinn“, glímir höfund- urinn við spurninguna um hvernig fagnaðarerindi krossins nái til nú- tímamannsins. Höfundurinn er bjartsýnn á að kristin trú eigi eftir að styrkja stöðu sína á næstu öld. Hann sér mörg dæmi þess að oftrúin á mátt náttúruvísindanna sé að minnka og siðferðilegar og trúarlegar spurningar verði sífellt brýnni við að leysa vandamál mannkynsins. Áfram leyndardómur Þó svo að bókin sé skrifuð fyrir almenning og jafnvel fyrir ungl- inga þá er hún samtímis byggð á traustum fræðilegum grunni og sjálfstætt innlegg í hina sífelldu guðfræðilegu umræðu um frið- þæginguna. Hún byggir á sjálf- stæðri og nákvæmri vinnu með hinn gríska texta Nýja testament- isins og stenst fyllilega þær kröfur sem gerðar eru til kennslubókar í guðfræði á háskólastigi. Allt útlit bókarinnar og ytri frágangur eru og mjög til að auka á aðdráttarafl hennar. Nafn bókarinnar gefur vís- bendingu um að þrátt fyrir að höfundurinn ætli sér að skýra tal Biblíunnar um krossinn þá verði það ætíð að loknum öllum skýring- um eftir sem áður leyndardómur sem ekki er fyllilega í mannlegu valdi að skilja eða skýra heldur einungis að lofa og þakka. Gunnlaugur A. Jónsson PfTTA TKVÆÐI SKILAR ARANGRI! 47 • Atvinnuleysisbætur • Námsstyrk til 20 ára kvenna án tillits til tekna aldurs fyrir börn öryrkja maka og látinna • Mæðralaun til 18 ára • Niðurfellingu símgjalda aldurs sem varð stjórnar- frumvarp aldraðra á stofnunum • Barnalífeyri allra barna • Námsáætlun á dagvistar- slysabótaþega heimilum • Lengingu fæðingarorlofs • Breytingar á rétti til setu í vegna fleirbura óskiptu búi • Þýðingarsjóð íslands • Nefnd um listskreytingu Hallgrímskirkju Þessi mál fengust ekki afgreidd á síðasta þingi: •' Embætti barnaumboðs- • Hækkun sjúkradagpen- manns inga • Tillaga um notkun blý- lauss bensíns • Breyting á lögræðislögum varðandi sjálfræðissvipt- mgu Kjósfu G-listann!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.