Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1987, Síða 44
48 ' MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1987. Merming Maiglyndi og mannlegur þroski Sigurður Nordal: Einlyndi og marglyndi. Hið íslenska bókmenntalélag, Reykjavík 1986. Sá á kvölina, sem á völina. Eftir því sem mannlegt samlíf verður fjölbreyttara og fleiri ólík markmið keppa um hylli mannanna, verður i vissum skilningi erfiðara að lifa. Um leið og eitt markmið verður fyrir valinu, er öðru hafnað. Menn græða að vísu sumt, en tapa þá öðru. Ég hygg, að um þennan vanda öðrum fremur hafi Sigurður Nordal samið heimspekifyrirlestra þá, er hann flutti við góðar undir- tektir í Bárubúðinni í Reykjavík frá 28. október 1918 til 28. apríl 1919. Þeir hafa löngum verið um- talaðir í íslenskri bókmenntasögu, enda gnæfir Sigurður yfir henni í krafti ritsnilldar sinnar og sál- fræðilegs innsæis. En það var ekki fyrr en að honum látnum sem'þeir voru gefnir út á bók af Hinu ís- lenska bókmenntafélagi, og er heiti hennar „Einlyndi og marglyndi" eins og fyrirlestraraðarinnar. Tværmanngerðir Það er raunar skiljanlegt, að Sig- urður skyldi ekki vilja gefa þetta rit út sjálfur. Það er alls ekki fullfrágengið, sumt orkar þar auð- vitað mjög tvímælis, og annað er greinilega úrelt. Textinn er ekki heldur eins slípaður og sá, sem Sig- urður lét frá sér fara á prenti. En bókin á þrátt fyrir það tvímæla- laust erindi við okkur nútíma- menn, þar sem hún er mikilvæg og líklega ómissandi heimild um hug- myndir og ritskýringaraðferðir Sigurðar jafnframt því sem hún er ákaflega skemmtileg og fróðleg af- lestrar og barmafull af góðum hugmyndum. Sigurður gerir þar grein fyrir tveimur manngerðum, sem geta líka orðið tvær sjálfráðar lífsstefn- ur. Einlyndur maður er sá, sem hefur valið sér eitthvert markmið í lífinu og keppir síðan heill og óskiptur að því. Tvö augljós dæmi eru kaupsýslumaðurinn, sem hugs- ar um það eitt að græða peninga, og vísindamaðurinn, er sekkur sér niður í tilraunir og athuganir í kjörgrein sinni. Marglyndurmaður er hins vegar sá, sem gerir ekki að fullu upp á milli markmiða, heldur fæst við margt í einu. Hann lifir íjölbreyttara lífi en einlyndi mað- urinn, en hann nær ef til vill ekki sama árangri, þar sem hann ein- beitir sér ekki að neinu einu sviði. Mér er ekki grunlaust um, að Sigurður hafi að einhverju leyti verið að lýsa eigin reynslu í þessum fyrirlestrum, þar sem hann stóð þá ó vegamótum. í honum bjuggu greinilega tveir menn, skáldið, sem var höfundur Fornra ásta, og vís- indamaðurinn, sem hafði samið lærdómsrit um Snorra Sturluson. Hvorugum vildi hann úthýsa með öllu, þótt hann reyndi líklega að breyta sér úr skáldi í vísindamann, en úr spennunni á milli þeirra spruttu að mínum dómi mörg bestu verk hans. Og í ritskýringu sinni síðár á ævinni leitaði Sigurður gjarnan fanga í átökum tveggja manngerða í sálarlífi eins og sama mannsins. Þetta má meðal annars sjá af mannlýsingum þeim í þremur bindum, er Almenna bókafélagið gaf nýlega út eftir Sigurð. Þroski einstaklingsins Þótt Sigurður tali í þessum fyrir- lestrum sem marglyndur maður fremur en einlyndur, gerir hann sér fulla grein fyrir, að marglyndir menn geta setið fastir í sömu spor- um alla ævi, þar eð þeir treysta sér stundum ekki til að velja og um leið að hafna. Sigurður notar þar ýmis ný hugtök til þess að skýra Bókmenntir Hannes H. Gissurarson betur mál sitt. Hann telur til dæm- is, að „framkvæmnin" sé einkenni hins einlynda manns, en við- kvæmnin hins marglynda. Ein- lyndir menn aðhyllast starfshyggju að sögn hans, en marglyndir geta orðið að vafahyggju- og leik- hyggjumönnum og jafnvel gutlur- um, sem taka ekkert alvarlega. Hin siðræna lífsskoðun, þar sem allt lýtur föstum reglum, er af ætt ein- lyndis, en hin listræna stefna styðst hins vegar við marglyndi. Er um allt þetta langt mál og fróðlegt. Hvor tveggja þessi lífsstefna get- ur orðið að óheilbrigðum öfgum, telur Sigurður, en réttast er að sögn hans að reyna að miðla mál- um á milli þeirra. Maðurinn verður að yrkja þessar lífsstefnur eða lyndiseinkunnir á víxl og kemst þá til einhvers þroska. Hann segir í bókarlok: „Og við verðum að muna, að einlyndi og marglyndi eru þættirnir, sem sjálfstæður þroski, þroskinn vegna þroskans, er undinn af... Og rennum við þá augunum yfir hina óendanlegu íjölbreytni lífsins, sjáum við að vísu, að við höfum ekki geta eign- ast margt í samanburði við hana alla, en hafi allir meginþættir eðlis okkar fengið að þroskast á ein- hvern hátt, á réttu skeiði og í skynsamlegum hlutföllum, höfum við eignast mikið.“ Annmarkar á þroskahugsjóninni Ég get ekki tekið undir þá skoð- un, sem Páll Skúlason prófessor hefur látið í ljós í blaðagreinum, að Sigurður Nordal sé tilvistar- spekingur eða existensíalisti. Þótt Sigurður hafi lagt áherslu á vand- ann að velja í fjölbreytilegu mannlífi nútímans, var hann líka þeirrar skoðunar ólíkt þeim tilvist- arspekingum, sem ég þekki, að borgaralegt siðferði væri nauðsyn- legt, enda væri í þvi fólgið reynslu- vit margra kynslóða. Ég held eins og Þorsteinn Gylfason, sem ritar fróðlegan formála að ritinu, að Sig- urður hafi haft einhvers konar þroskakenningu eða hugsjón um hinn vaxandi eða batnandi mann. Þorsteinn minnist þó ekki á það í formálanum, hvaða annmarka má sjá á öllum þroskakenningum, þar á meðal kenningu Sigurðar. Fyrst er þess að geta, að máli skipt- ir, hvað það er, sem á að þroskast. Hvað er það, sem skilur menn frá dýrum? Við þeirri spurningu hefur aldrei fengist óyggjandi svar. I annan stað eru sum markmið, sem menn keppa að, tæplega æskileg. Þeir, sem haldnir eru óviðráðan- legri hvöt til illra verka, svo sem brennuvargar og morðingjar, ættu að mínum dómi ekki að fá að njóta sín í því hlutverki. Og í þriðja lagi kann að vera, að þroski eins manns sé á kostnað annars: hann fái ekki að vaxa nema með því að þrengja að öðrum. Og hvernig á að gera upp á milli þeirra? Nordal, Berlin og von Hayek Þorsteinn Gylfason getur þess ekki heldur í formála sínum, hversu mikill svipur er að sumu leyti með kenningu Sigurðar um ólíkar manngerðir og hugmyndum, sem þeir Sir Isaiah Berlin í Oxford og prófessor Friedrich von Hayek hafa sett fram hvor sínu lagi. I frægri ritgerð um Tolstoy vitnar Berlin til dæmis til eins vísuorðs gríska skáldsins Arkílokosar: „Ref- urinn veit margt smátt, en brodd- gölturinn eitt stórt.“ Broddgöltur- inn er sá, sem hefur eina heildarsýn og fellir síðan tilveruna alla inn í hana. Refurinn sér heiminn hins vegar í mörgum brotum. Að sögn Berlins var einhver broddgöltur í þeim Dante, Platóni, Dostóévskí og Ibsen, en refur í Heródótosi, Erasmusi, Shakespeare, Goethe og Púskín. Greinarmunur von Hayeks (í rit- gerðinni „Two Types of Mind“) á tveimur tegundum vísindamanna er að vísu annar, en ekki með öllu óskyldur. Hann er munurinn á hin- um málsnjalla meistara, sem kann Sigurður Nordal. öll sín fræði, en er ef til vill ekki mjög frumlegur, og gruflaranum, sem alltaf þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Hayek telur, að Bertr- and Russell og Jacob Viner hafi verið í fyrri hópnum, en A. N. Whitehead og Frank H. Knight í hinum síðari. Frumherjar og framfarir Ég get ekki stillt mig um að benda á eina athyglisverða hugmynd Sig- urðar. Hún er í fæstum orðum, að ójöfn tekju- og eignaskipting geti hleypt af stað nauðsynlegum til- raunum og þannig framförum. Sigurður segir: „En jafnvel með því handahófi, sem nú ríkir í skiftingu auðs og valda, er skiftingin að mörgu leyti til góðs. Það eru fátæk- ustu og ríkustu stéttir þjóðfélags- ins, sem halda framsókninni við, meðalstéttin er alltaf vanaföst og siðabundin. Ef allir væru gerðir meðalstéttarmenn, mundi mann- kynið stirðna upp. Eitt af þvi, sem hefur stöðvað framfarir Kínverja, er jöfnuðurinn. Auður þykir lítt eftirsóknarverður, og hver gáfaður drengur á kost á að pota sér upp embættisstigann til hæstu valda. Þar er hvorki auðmannastétt, sem leitar allra úrræða að finna nýjar nautnir, né óánægð stétt með fá- tæka gáfumenn í broddi, sem geta gert stjórnarbyltingu.“ Sigurður heldur áfram: „Það er hægt að benda á marga ljósgeisla, sem falla frá höllunum í hreysin, en aldrei hefðu tendrast ef ekki hefðu verið til nema tóm hreysi, jafnvel þó að þau þá hefðu orðið dálítið skárri. Sögurnar íslensku og þjóðvísurnar dönsku eru góð dæmi bókmennta, sem skapaðar hafa verið af höfðingjum en síðan orðið kærasta skemtan alþýðunn- ar. Til þess að kaupa málverk og höggmyndalist þarf menn með pen- ingaráð, en alþýðin fær afsteypur og eftirmyndir fyrir lítið verð. Skiftingin í ýmsar stéttir, líka efna- menn og fátæklinga, er verkaskift- ing á ófullkomnu stigi, Framtíðin verður að laga agnúana, en hún verður að halda stefnunni.“ Prentvillur og pennaglöp Frágangur bókarinnar er smekk- legur og látlaus. Prentvillur eru ekki margar, en þó fleiri en búast mátti við, þar sem miklu var greini- lega kostað til ritstýringar og prófarkalestrar og útgáfan styrkt myndarlega af Vísindasjóði: til dæmis eru leiðinlegar prentvillur á bls. 142 og 229. Átakanleg penna- glöp eru ennfremur á bls. 223, þar sem bersýnilega er ruglast á Hrafna-Flóka og Þórólfi smjör. En þrátt fyrir slíka smágalla er þetta mjög eigulegt rit og Hinu íslenska bókmenntafélagi til sóma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ungir norrænir einleikarar Ungir norrænir einleikarar: Tónleikar Hak- ans Rudners og Eriks Karlbergs í Norræna húsinu 12. april. Efnisskrá: Béla Bartók: Rapsódia nr. 1; Maurice Ravel: Sónata; Johannes Brahms: Sónata i d-moll op. 108. í annað sinn er haldið úti tónleika- röð undir heitinu Ungir norrænir einleikarar. Fyrstir til að koma fram hér á landi að þessu sinni voru sænski fiðluleikarinn Hakan Rudner og píanóleikarinn Erik Karlberg. Ekki veit ég hvort það er vegna víð- sýni Dana eða af því að þeir hafi ekki sjálfir frambærilegt ungt tón- listarfólk að þeir senda útlendinga sem fulltrúa sína, ekki aðeins nú, heldur einnig síðast. Ættu að sýna lit Látum allar vangaveltur um þjóð- emi og stöðu ákveðinna þjóða í tónlistarmálum liggja á milli hluta að sinni og snúum okkur að tónleik- unum og flytjendum þeirra. Það vakti athygli mína að hvorki síðast né nú virtist þeim uppálagt að flytja norræn verk. Það er líka kannski dálítið frekt að grípa fram fyrir hend- ur listamanna við val á verkefhum, Tórfist Eyjólfur Melsted en þeir kepptu nú einu sinni að þátttöku á norrænum vettvangi og þó svo að þeim falli betur að spila eitthvað annað fyndist mér að þeir ættu að sýna lit. Ekki átakaleikinn einan Ekki þurfti lengi að hlusta til að finna út að Hakan Rudner væri hörku fiðlari. Þeim tökum sem hann tók Bartók rapsódíuna strax í byrjun taka engir aukavisar. Hann hefur mikið skap og hikar ekki við að taka á og gefa allt fyrir mikilúðlegan leik. En hann leikur þó hvergi gróft og tæknilegur bakgrunnur er pottþétt- ur. Ekki em kostir hans bundnir við átakleik einan, því að i Ravel sýndi hann að hann kann vel fínu streng- ina að strjúka. Til Ravel sónötunnar, sem þeir léku, er sífellt vitnað vegna andante moderato kaflans sem er blús. Oftast em djassáhrifin í henni stórlega ofinetin, einfaldlega af því að þeir sem tíðast vitna til þeirra hafa sjaldnast hundsvit á djassi. Hakan Rudner og Erik Karlberg kunnu þó að skammta þennan eilitla djassblæ í hæfilegu magni og gerðu ekki meira úr honum en efni stóðu til. Brahms gerðu þeir á sama hátt hin bestu skil. Séu aðrir þáttakendur (og það er fiill ástæða til að ætla að svo sé) í tónleikaröðinni af sömu gráðu má hiklaust mæla með henni sem úrvals tónleikaröð. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.