Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Fréttir Kennaramir á fiskvinnslunámskeiðunum: Launin ekki komin enn - þeim tveim sem kvörtuðu ekki boðið á námskeið kennara í fiskvinnslu Finnur Ingólfeson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðlierra, sagði í sam- tali við DV fyrr í þessari viku að þá vseri nýbúið að senda þeim kennur- um, sem áttu inni margra vikna laun og £erðapeninga hjá ráðuneytinu, launin. Pétur Geir á ísafirði, sem á inni um 100 þúsund krónur hjá ráðu- neytinu, sagði í gærdag síðdegis að hann hefði enga peninga fengið enn. Þá sagði Pétur það ósatt hjá Finni Ingólfesyni að ekki heföi verið búið að semja um ferðapeninga. Það var neytisins fyrir það fólk sem kennir námskeiðið. Sagði Pétur í gær að allt frá gengið við Gissur Pétursson, á fiskvinnslunámskeiðunum. Þeim hann hefði til þessa kennt mest allra þann er hefiir umsjón með fisk- Pétri Geir og Vilhjálmi Ólafesyni, manna á þessum námskeiðum en sér vinnslunámskeiðunum. sem töluðu við DV á dögunum og heföi ekkert boð borist. Það sama Um þessa helgi verður haldið nám- hafa kvartað mest yfir því að fá ekki sagði Vilhjálmur 1 fyrradag í sam- skeið á vegum sjávarútvegsráðu- launin sín greidd, var ekki boðið á tali við DV. -S.dór Rögnvaldur Björnsson, starfsmaður áfengisverslunarinnar við Snorrabraut, með nokkrar áfengistegundir sem hverfa af markaðnum. DV-mynd Brynjar Gauti Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Tegundum fækkar Ýmsar tegundir áfengis, sem til sölu hafa verið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, hafa verið að hverfa af sjónar- sviðinu undanfarið og hefur „aðdáend- um“ ýmissa þeirra tegunda brugðið illa þegar sú staðreynd hefur blasað við. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR, var ákvörðun um að fækka tegundum í Ríkir.u tekin á síðasta ári. Sagði Höskuldur að ákveðið hefði verið að hætta að selja þær tegundir sem minnst hefur verið selt af og voru í framhaldi af því fellar af skrá 22 teg- undir af viskíi, 4 tegundir af vodka, 9 tegundir af koníaki, 4 tegundir af brandíi, 3 tegundir af gini, 5 tegundir af séniver, 10 tegundir af líkjörum og fleira. Ástæða þessa er hagræðing vegna geymslu og lagers. Tegundimar falla úr sölu ein af annarri eftir því sem þær seljast upp en birgðimar eru ekki endumýjaðar. Ýmsar þekktar tegundir falla af skrá en þó oft ekki nema ákveðnar pakkn- ingar. Sem dæmi má nefna að stórar flöskur af Remy Martin V.S.O.P. kon- íaki falla af skránni, það er 3ja lítra og 'A gallons flöskur, og sama er að segja um Haig’s viskí, en þar falla af skrá 1 gallons og 'A gallons flöskur, enda þótt tegundin sem slík „lifi“ af að öðm leyti. -ój Aöalfundur Sólumiðstöðvarinnar: Tillaga um breytingu á stjórnkerfinu var felld - tillögu um breytingar á atkvæðaskiptingu vísaö tíl sfjómar Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- í tillögunni er gert ráð fyrir að 20% frystihúsanna í gær var felld tillaga atkvæða skiptist jafiit milli félags- sem gerði ráð fyrir verulegum breyt/ manna, 40% skiptist milli félaga eftir ingum á stjómkerfi Sölumiðstöðvar- útflutningsmagni og 40% miðist við innar. Aftur á móti var samþykkt eignahlut manna í Sölumiðatöðinni. tillaga um að fela stjóm Sölumið- Stjóm Sölumiðstöðvarinnar er falið stöðvarinnar að vinna að breyting- að vinna að þessu máh á næsta um á atkvæöaskiptingu innan starfeári. samtakanna. -S.dór Þyriuflugstjórinn af Vædderen heiðraður Jan Rasmussen, þyrluflugstjóri af Vædderen, var í fyrradag sæmdur þjónustumerki SVFÍ úr gulli fyrir frá- bært afrek við björgun fimm áhafnar- meðlima af ms. Suðuiiandi á jóladag sl. Eiginkona og foreldrar Jóns Snæ- bjömssonar, 1. stýrimanns, vom viðstödd athöfnina en þau bám flug- stjóranum kveðjur og þakkir frá félögum Jóns. Þau færðu flugstjóran- um að gjöf íslenska værðarvoð sem þakklætisvott fyrir afrek hans. Jan Rasmussen þyrluflugstjóri er nú við störf um borð í danska eftirlitsskip- inu Ingólfi sem liggur við biyggju í Reykjavíkurhöfh þessa dagana. Skipherrann á Ingólfi var einnig við- staddur athöfhina en hann á marga vini í Reykjavík þar sem kona hans er af íslenskum ættum. KGK A myndinni eru, f.v.: Snæbjörn Asgeirsson, Guðrún Jónsdóttir, Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, P.B. Rieper skip- herra, Jan Rasmussen þyrlufiugstjóri, Soffia Guðmundsdóttir og Hannes Þ. Hafstein, forstjóri SVFÍ. Burðarþolsskýrslan: Hrikalegar niðurstöður og kalla á úrbætur - segir skipulagsstjóri ríkisins Á fundi borgarstjómar í fyrrakvöld var tekin til umræðu burðarþols- skýrsla félagsmálaráðherra. Tillögur um úrbætur og aðgerðir vom fluttar á fundinum, bæði frá meirihluta og minnihluta borgarstjómar. Tillögun- um var vísað til borgarráðs. Byggingafulltrúinn í Reykjavík sætti mikilli gagnrýni borgarstjómar- fulltrúa. DV náði ekki sambandi við byggingafulltrúann til að bera þessa gagnrýni undir hann. Haft var sam- band við Stefán Thors, skipulagsstjóra ríkisins, en skipulagsstjóri á að fylgj- ast með starfi bygginganefhda um land allt. Stefán var spurður hvort embætti skipulagsstjóra hefði ekki bmgðist í ljósi niðurstaðna burðarþolsskýrsl- unnar. Stefán sagði að það mætti segja það samkvæmt laganna hljóðan. Að þeir hefðu átt að fylgjast betur með en það væm takmörk fyrir hvað 10 manna stofnun næði að gera. „Hrikalegar niðurstöður og kalla á úrbætur, það þarf að stórauka eftirlit með veitingu byggingaleyfa." Þetta vom viðbrögð Stefáns Thors þegar hann var inntur álits á niðurstöðum skýrslunnar. Þegar Stefán var inntur eftir hvemig úrbætur hann sæi fyrir sér sagði hann. „Ég skal ekki segja hvort það er á færi Rannsóknastofh- unar byggingariðnaðarins, bygginga- fulltrúa eða skipulagsstjóra eða þá að til komi ný stofnun sem færi yfir allar teikningar." Hann bætti við að það mætti helst ekki henda að útreikning- ar með teikningum fylgdu ekki, þó færi þetta eftir aðstæðum hverju sinni. Landlæg drullusokkadýrkun I umræðunni hefur verið deilt á bygg- ingafulltrúann í Reykjavík, hönnuði og fleiri. Einn þeirra sem hefur gagn- rýnt hönnun er Gunnar Torfason ráðgjafarverkfræðingur. í erindi, sem Gunnar flutti á námstefhu á vegum endurmenntunamefndar Háskólans, gagnrýndi hann hönnun. Hér á eftir fer hluti af erindi Gunnars: „Hér em starfandi á gráa markaðn- um fjöldi tæknimanna, aðallega þó tæknifræðingar og byggingafræðing- ar, en innan um em einnig verkfræð- ingar og arkitektar, sem taka að sér stærri hús og flókin mannvirki, án þess að hafa til brunns að bera þá lág- marksþekkingu eða reynslu sem nauðsynleg er til slíkra verka. Þegar um er að ræða húsateikningar, það sama gildir yfirleitt einnig um lagna- teikningar - verður niðurstaðan í versta falli klúður, illa leystar heildar- lausnir, dýrar og óhagkvæmar deili- lausnir. En þegar um er að ræða fusk í hönn- un burðarvirkja horfir málið öðm vísi við og ekki eingöngu verið að misnota fjármuni verkkaupans. Hér er ef til vill verið að stofna mannslífum í hættu með rangri notkun efna, röngum álagsforsendum og óvirkum burðar- efhum. Sérstök hætta er fólgin í vankunnáttu við hönnun gegn lárétt- um kröftum, vindkröftum og jarð- skjálftum. Þessir menn em hættulegir umhverfi sínu. Virkasti hópurinn af slíkum fúsk- urum er ekki stór, kannski innan við 20 manns. Flest nöfhin þekkja bygg- ingafulltrúamir á höfuðborgarsvæð- inu og væri því leikur einn að stöðva þetta fusk í gegnum skrifstofur embæt- tanna. En einnig hér er ríkjandi landlæg dmllusokkadýrkun og linka.“ -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.