Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 21 fimm eldflaugum að kjarnaofni í Creys-Malville í Frakklandi. Kjarnorkuverið Koeberg við Kap- stadt í Suður-Afríku varð fyrir skemmdum í desember 1982 þegar þjóðfrelsisher Afríska þjóðarráðsins sprengdi þar fjórar sprengihleðslur. Annar af tveim kjarnaofnunum eyði- lagðist. Það eitt kom i veg fyrir stórslys að ofangreind kjarnorkuver voru ýmist í byggingu eða ekki í notkun þegar árásimar á þau voru gerðar. Spiegel/pal Hryðjuverk á atómöld: Komast hermdarverkamenn yfir kjamorkuvopn? Þegar franska lögreglan handtók helstu foringja hryðjuverkasamtak- anna Action directe í febrúar í ár fundust í leiðinni áætlanir samtak- anna um að ræna frönskum sérfræð- ingi á sviði kjamorku, að sögn franska blaðsins Le Point. Þessar áætlanir þykja staðfesta áhuga hryðjuverkasamtaka á að beita enn miskunnarlausari aðferðum til að ná fram sínum markmiðum. Komist hryðjuverkamenn yfir tæki og efni til að smíða þó ekki væri nema litla kjarnorkusprengju gætu þeir haft ráð heilla þjóða í hendi sér. Engin ríkistjóm stæðist hótanir fá- einna manna um að sprengja atóm- sprengju í þéttbýli yrði ekki látið að kröfum þeirra. Ennfremur verður yfirvofandi hætta á að hryðjuverka- menn eða skæruliðasamtök hleypi af stað kjarnorkustyrjöld, viljandi eða óviljandi. Hættan vex á að hryðjuverkamenn taki kjarnorkuna í sina þjónustu. Aukin útbreiðsla kjamorkuvera og kjarnorkuvopna gerir hryðjuverka- mönnum auðveldara að komast yfir þessi drápsmeðul. Þessu heldur Eng- lendingurinn David Fischer fram en Fischer er sérfræðingur um öryggis- vörslu kjarnakleyfra efna og var um tíma staðgengill aðalritara alþjóð- legu kjarnorkustofnunarinnar í Vín. Sérfræðingar sammála David Fischer sat í hálft annað ár í alþjóðlegri nefhd kjamorkuvopna- sérfræðinga, embættismanna og iðnjöfra sem fjallaði um líkurnar á að hermdarverkamenn næðu tökum á kjarnorkunni. Nefndin, Internatio- nal Task Force on Prevention of Nuclear Terrorism, skilaði nýlega ítarlegri skýrslu um efnið. I skýrsl- unni eru nefndar fimm helstu ástæðurnar fyrir aukinni hættu á að hryðjuverkamenn komist yfir og beiti kjarnorku. • Hryðjuverk hafa aukist undan- farin ár og venjuleg vopn verið notuð af æ meira miskunnarleysi. • Æ oftar njóta hryðjuverkamenn stuðnings fullvalda ríkja. • Kjarnorkuvopnum yrði beitt til að ná fram stórkostlegri áhrifum en áður þekkist. • Ekki er lengur hægt að útiloka svartamarkaðsbrask með tæki og tól sem þarf til að smíða kjarnorkuvopn. • Mikilvægasta hættan er sú, samkvæmt skýrslunni, að aukin notkun kjarnorkunnar hversdags- lega, til að mynda til raforkufram- leiðslu, auðveldi hryðjuverkamönn- um að komast yfir kjarnorku í því formi sem gerir mönnum kleift að smíða úr henni kjarnorkuvopn. Kjarnakleyfu efnin úran og plútó- níum eru bæði notuð í hernaðar- og í friðsamlegu skyni. Ovarin kjamorkuver Þó enn sé ekki til þess vitað að hryðjuverkasamtök hafi komist yfir kjarnorkuvopn eða tekist að beita kjarnorkuógnuninni málstað sínum til framdráttar hefur það nokkrum sinnum legið nærri. í skugga Tsjernobylslyssins vita menn hve tortímandi ónýtt kjarnorkuver getur verið. I janúar-1973 hernámu byltingarfé- lagar í argentínska þjóðarhernum kjamorkuver í Atucha í Argentínu. Verðirnir við kjarnorkuverið voru yfirbugaðir og byltingarfélagarnir sprengdu reyksprengjur áður en þeir flúðu. Fimm árum seinna, í mars 1978, stóðu basknesku aðskilnaðarsam- tökin ETA fyrir sprengingu í kjarn- orkuverinu við Lemoniz á Spáni. I janúar 1982 sk,utu óþekktir aðilar Öryggisvarsla við kjarnorkurannsóknarstofu i Vestur-Þýskalandi. Kjarnork- an fer æ viðar og hættan á misnotkun eykst. STRIK/SiA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.