Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 20
20 . LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Vísnaþáttur Vínið, ástin og tárin Vín og ástir eru þau yrkisefni sem oftast koma fyrir í ljóðabókum og kviðlingum. Jafnvel í bók bókanna er hvort tveggja lofsungið. Von er það, unaðsgjafi þeim sem með kunna að fara, örlagavaldar til góðs og ills, uppspretta hamingju og harma. Nú byrjum við á gömlu kvæði sem sumir vilja jafnvel eigna séra Stefáni Ölafssyni í Vallanesi. Hann var höf- uðskáld sinnar tíðar, 1619 eða svo til 1688. En aðrir prestar geta hafa kom- ið við sögu þessa Ijóðs. Gott hefur þeim þótt að minnast þess að höfund- ar kristninnar fordæmdu ekki víndrykkju. En líklega hefur það verið öðruvísi meðhöndlað í Gyðing- alandi en á Norðurlöndum. Þess sjást glögg dæmi í opinberum heim- ildum að ofdrykkja og óleyfilegt kvennafar hefur orðið mörgum prest- um dýrt. Þess ber að minnast að í gömlum kvæðum var ekki eins gætt nákvæmni í stuðlasetningu og við viljum hafa fyrir reglu í þessum pistl- Drykkjukvæði Lánið drottins lítum mæta, lét hann ölið hjörtun kæta, vínið gjörði viskan sæta að virða skyldi sorgir bæta. Vel í Kana vatni sneri, vill að allir glatt sér geri, óhóf forðist, en þó veri ölteitir og skemmtun beri. 'Vel sá þetta viskan dýra, vínið gerði rekka hýra, vildi því svo vald hans stýra, vegsömum hans nafnið skíra. Gaf náttúrur guð því margar, gleður menn og lúa fargar, veikum mönnum við það bjargar, vel í soltna lífi tjargar. Vínið trega tungu týnir, tapar sorg tii dirfsku brýnir. Vínið drottins vald oss sýnir: - Verum kátir,-bræður mínir. Kenna vill það köppum snjöllum Kristur, þann vér Drottin köllum, vera guð í himna höllum, hafa vald yfir skepnum öllum. Rekkar þiggi reglu mína, rétt vil eg þeim kenna og sýna. Látum aldrei lof hans dvína, leikur hann svo við sauði sína. Æra guði æ sé framin, og vegsemd af öllum samin. Fólkið ungt og fullaldra menn fagna rómi lofgjörð. Amen. Mark stúlkunnar Vinnukona séra Stefáns bað pilt á bænum að marka fyrir sig lamb. Gamansamur guðsmaðurinn gerði úr erindi hennar þrjár vísur. Og bætti þar við frá sjálfum sér mein- Vísnaþáttur lausum orðum, en ekki laust við að vera grófum. Þorngrund mælti, þar er hún sat, þekk við lundinn geira: Hamarskoru og gloppugat gerðu í hægra eyra. Hamarinn mér í greipar gekk, það gæfumarkið fína. Eitt ég gat að erfðum fékk og allar systur mínar. Mér er ekki að missa tamt, þótt margra kindur deyi. Svo er mitt gatið gæfusamt, því grandar refurinn eigi. Stökur og Ijóðabrot Nú koma vísur nær okkar tímum og þó í allmiklum íjarska. Sumt eru lausavísur, sumt úr lengri kvæðum. Sigurður Breiðfjörð: Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna, að halda kvenna hjörtum frá honum, sem þær vilja unna. Tryggðin há er höfuðdyggð, helst ef margar þrautir reynir, hún er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir. Þegar ég tók í hrundar hönd með hægu glingri, fannst mér þegar eg var yngri, eldur loga á hverjum fingri. Gísli Brynjúlfsson: Víst er að skærra vínið er en vötnin tær, en fagurskærri finnast mér, þó brúnaljós, er brosir mær. Við skulum drekka vínið tært á vinafund. En meyjaraugað muna skært þó alla vora ævistund. 1979 gaf Sigrún Fanndal frá Sauð- árkróki út ljóðabókina Við arininn. Þaðan hef ég leyft mér að taka eftir- farandi stökur. Gleðja ljóðin muna minn meðan blóð í æðum rennur. Léttur óður enn er þinn, andans glóð á vörum brennur. Glösin tæmd að loknum leik. Líðan slæm er manna. Svona er að vaða í villu og reyk á valdi freistinganna. Orku úr læðing leysa má lukku til og sorgar. En axarsköft þeim æðstu hjá almenningur borgar. Ólöf Sigurðardóttir Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoða’ann, horfa í ennis eldinn þinn, inn í kvenna voðann. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. Heímílístækí sem bíða ekki! ísskiipur tivottavcl purrkari etdavcl frystikisti Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. TAKMARKAÐ MAGN ... I MftSS a þessum kjorumjj ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 siml 687910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.