Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot. mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Úr búð í Björgvin Samanburður Verðlagsstofnunar á verði í Björgvin og Reykjavík er mikið áfall stuðningsmönnum frjálsrar samkeppni. Komið hefur í ljós, að við sambærilegar aðstæður hefur markaðnum ekki tekizt að færa íslenzk- um neytendum lægra vöruverð með frjálsri álagningu. Heildsölum eru ekki lengur haldbærar röksemdirnar frá samanburðinum við Glasgow í fyrra. Björgvin er á stærð við Reykjavík og er einnig tiltölulega afskekktur staður. Lítið vörumagn og langar flutningsleiðir gera þennan samanburð því ekki of óhagstæðan Reykjavík. íslenzkar heildsölur gera að meðaltali 20% óhag- kvæmari innkaup en tíðkast í nágrenninu. Sennilega er rétt sú skýring verðlagsstjóra, að þetta stafi af um- boðslaunum erlendis, sem hafi haldið velli, þótt fyrir- tækin geti náð sínu í frjálsri álagningu innanlands. Hin gamla álagningaraðferð umboðslauna er neyt- endum þung í skauti. Hún hækkar nefnilega grunninn, sem aðrar prósentur leggjast á, svo sem í tollum, vöru- gjaldi og álagningu í heildsölu og smásölu. Hún átti að hverfa samkvæmt formúlu frjálsrar álagningar. Samanburðurinn sýnir líka, að frjálsa álagningin er há í krónum, þótt hún líti ekki illa út í prósentum. Með undangengnum prósentum ofan á prósentur er búið að hækka grunninn svo mjög, að lág álagningarprósenta getur verið í krónum talið hærri en innkaupsverðið! Hin hörmulega frammistaða íslenzkrar heildsölu hef- ur endurvakið hugmyndir um aukið aðhald, jafnvel verðlagshöft í gamla stílnum. Augljóst er, að hingað til hefur hin frjálsa verzlun ekki megnað að skila viðskipta- vinunum þeim árangri, sem að var stefnt. Bent hefur verið á, að á ýmsum sviðum ríki enn hálf- gerð einokun í innflutningi og að hugsanlega sé um að ræða samtryggingu nokkurra heildsala á öðrum sviðum. Samkvæmt formúlu frjálsrar verzlunar hefðu nýir aðilar átt að geta séð sér hag í að rjúfa þessa fjötra. Ef til vill hafa neytendur ekki verið nógu duglegir við að gæta hagsmuna sinna með því að verzla þar, sem hagkvæmast er. En þeir hafa þó sýnt í viðskiptum við stórmarkaði, sem státa sig af tilboðsverðum, að Hag- kaupsstefnan á hljómgrunn meðal íslenzkra neytenda. Formaður Neytendasamtakanna hefur stungið upp á afmörkuðum verðlagshöftum á þeim sviðum, þar sem okrið í heildsölunni er grófast. Hann telur það geti orð- ið til viðvörunar hinum, sem næstir standa í okursaman- burðinum. Og sýnt er, að eitthvað þarf að gera. Forseti Alþýðusambandsins hefur lagt fram enn rót- tækari og rökréttari hugmynd. Hún er, að á þessum okursviðum verði ákveðið hámarksverð út úr búð í Reykjavík, sem skuli vera hið sama og út úr búð í Björg- vin. Milliliðirnir geti svo bitizt um skiptingu teknanna. Önnur aðferð gæti einnig orðið til hjálpar. Hún felst í að auka verðmæti þess varnings, sem ferðafólki sé heimilt að hafa með sér til landsins. Þannig má veita íslenzkum kaupmönnum viðvörun með því að flytja meira af verzluninni úr landi til góðra kaupmanna. Nú reynir verulega á talsmenn og baráttumenn frjálsrar verzlunar í landinu. Á þeim hvílir kvöðin að finna leiðir til að láta hugsjón þeirra leiða til lægra vöruverðs og meiri vörugæða í þágu neytenda. Annan tilgang hefur frjáls verzlun ekki og á ekki að hafa. Umfram allt þurfum við þó tíðari og fjölbreyttari samanburð Verðlagsstofnunar á frjálsri verzlun í út- löndum og svokallaðri frjálsri verzlun hér á landi. Jónas Kristjánsson J.R. og David Steel Menn hafa lýst honum sem húm- orslausum vinnuhesti. Hann hefur verið kallaður J.R., John McEnroe og Dr. Dauði. Hann greiðir sér í opinberum veislum og skapofsinn og frekjan valda því að samverkafólk hefur neitað að vinna með honum og bílstjórar ríkisstjómarinnar vildu ekki aka honum þegar hann var ráðherra. Þessi náungi heitir David Owen og er leiðtogi breska jafnaðar- mannafíokksins. Hann er annar tveggja Davíða sem eru í forystu Bandalags frjálslyndra og jafhaðar- manna (BFJ). Hinn heitir David Steel og er leiðtogi Frjálslynda flokksins. Hann hefur miklu geð- þekkari ímynd en nafni hans en ekki minna hörkutól í pólitík. Hann er búlduleitur, skemmtilegur og kurt- eis. Fleira skilur þá félaga að en útlit og ímynd. Steel er leiðtogi gamals, rótgróins flokks, sem eitt sinn réð Bretlandi, og stendur fyrir langa pólitíska sögu og stefou. Owen er leiðtogi flokks sem er 6 ára gamall. Flokkurinn hefúr aldrei stjórnað landinu og hefúr ýmist gert tilkall til að vera ný útgáfa af Verkamanna- flokknum eða algerlega nýr flokkur í breskri pólitík. En það sem sameinar nafriana Steel og Owen em m.a. bresku kosn- ingalögin. Þar eru einmenningskjör- dæmi og sá sem fær flest atkvæði vinnur þingsætið. Engin jöfnunar- sæti em notuð. Til að nýta atkvæði flokkanna tveggja, frjálslyndra og jafnaðarmanna, var bandalag þeirra nauðsvnlegt. Það er auk þess vitað að Roy Jenkins, sem var aðalhvata- maður að stotnun Jafnaðarmanna- flokksins og fyrsti leiðtogi hans, hugleiddi um tíma að ganga beint í Frjálslynda flokkinn, án eigin flokk- stofnunar. Margir forystumenn flokkanna núna telja að þeir eigi að sameinast, hvað sem kosningarlögum viðvíkur. Því er augljóslega ýmislegt sem bindur þá saman. Pólitík nóttogdag Nú er bandalagið (BFJ) að ganga út í sína fyrstu raunvemlegu kosn- ingabaráttu. í kosningunum 1983 var samstarf flokkanna svo losara- legt og tíminn til skipulagningar á kosningabaráttunni svo stuttur að starfið fór úr böndunum. John Pardoe, fyrrverandi þing- maður fijálslyndra og kosningastjóri BFJ nú, lýsti því þannig að þegaf hann kom um borð í BFV skútuna 1983 hafi allir sem áttu að skipu- leggja baráttuna verið horfnir út á annes til að berjast fyrir þingsætum. Nú er hins vegar betur búið um hnútana. Ekkert má bregðast. Til marks um áreiðanleika skipulagsins í þetta sinn er hvorki meiri né minni maður en Des Wilson, einn helsti foringi frjálslyndra, yfirmaður næt- urvaktarinnar í kosningamiðstöð- inni i London. Hann tekur við stjórninni kl. 10 á kvöldin og ræður ríkjum til kl. 7 á morgnana. Þá gefúr hann skýrslu til leiðtoganna og blaðafulltrúa flokkanna tveggja um fréttir og greinaskrif í morgunblöð- um og útvarpi og gerir tillögur um viðbrögð. Ekkert má bregðast. Kosningabarátta BFV kostar 2-3 milljónir punda. Thatcher ætlar hins vegar að eyða 20 milljónum. Blóðbað hjá Kinnock BFJ á mikið undir þessum kosn- ingum. Ef það verður langlægst að atkvæðamagni verður það þungt högg á sjálfstraust og baráttuvilja flokksfólksins. Steel og Owen hafa lýst því yfir að óskaniðurstaða þeirra sé sú að hvorki Verkamannaflokkurinn né íhaldsflokkurinn fái hreinan meiri- hluta. Þá verði BFJ í oddaaðstöðu til að semja um ríkisstjóm. Af erlendum vettvangi Guðmundur Einarsson fyrrverandi alþingismaður Voldugir dálkahöfunar, s.s. Peter Jenkins á nýja blaðinu Independent og Geoffrey Smith á gamla Times, hafa hins vegar lýst því að besta útkoman fyrir BFJ sé sigur Thatcher og íhaldsstjóm þriðja kjörtímabilið í röð. Það mun leiða til þvílíks blóð- baðs í Verkamannaflokknum að hann gereyðileggist. Vinstri menn þar muni ásaka hægri menn fyrir að leggja ekki fram raunverulegan sósíah'skan valkost. Hægri menn muni ásaka vinstri menn fyrir rót- tæklingarugl, sem fæli fólk frá flokknum, eins og hefur gerst í ára- tugagömlum verkamannaflokks- virkjum eins og London. Útkoman verði sú að Verkamannaflokkurinn verði áhrifalaus smáflokkur en BFJ taki við sem mótvægið við íhalds- flokkinn í breskri pólitík. Á þetta vilja þeir Steel og Owen ekki heyra minnst. Þótt eins dauði sé annars brauð mega þeir aldrei viðurkenna að eina leiðin fyrir þá félaga til að fá brauðið sé að fót- brjóta sig á leiðinni í bakaríið. Davíðar og Golíatar Þann 11. júní verður kosið í Bret- landi. Þá kemur í ljós hvort Davíð- unum tveim tekst að koma höggi á Golíatana, Thatcher og Kinnock. Hver sem útkoman verður, er ljóst að báðir eru feiknasterkir stjóm- málamenn. Síðan David Steel tók við frjáls- lyndum hefúr flokkurinn aukið fylgi sitt og persónulega er Steel geysivin- sæll með bresku þjóðinni. Þótt af David Owen fari grimmdar- orðið, sem lýst er í upphafi greinar- innar, er hann mikils metinn innan þings og utan. Hann þykir hafa rifið Jafiiaðarmannaflokkinn upp úr lægð eftir kosningamar 1983. í fjöl- miðlum er hann umsvifalaust viðbúinn að vega og meta málefni, innlend og erlend. I þinginu fer orð af honum sem útsjónarsömum pólit- íkus. íhaldsþingmaður orðaði þetta svo að Steel væri slyngari að ná atkvæð- um en Owen drýgri við að nota þau í pólitíska slagnum. Guðmundur Einarsson David Owen, leiðtogi breska jafnaðarmannaflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.