Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 29 DV kynnir 1. deildar liðin í knattspymu: KR „Við KR-ingar erum orðnir alveg banhungraðir í titil“ - segir miðvörðurinn í liði KR, Loftur Ólafsson „Við komum líkamlega betur undir- búnir í íslandsmótið í ár en í fyrra en hvort liðið er síðan í betri æfingu knattspjmulega séð get ég ekkert sagt um. Þetta hefur ekki alveg gengið upp hjá okkur í vor og það er stutt síðan við fengum stóran skell gegn Vals- mönnum. Við emm ekki komnir í gang en þetta verður vonandi fljótt að breytast. Við eigum eftir að fínpússa nokkra hluti og það ætlum við okkur að gera sem fyrst. Annars má ekki gleyma því að það eru ekki æfingaleik- imir í vor eða Reykjavíkurmótið sem gefa stig til Islandsmeistaratitils. Það em leikirnir átján í íslandsmótinu sjálfu," sagði Loftur Ólafsson, mið- vörðurinn sterki í KR, í samtali við DV. „Við höfum fengið góðan liðstyrk“ - Hvemig leggst komandi íslandsmót í þig nú þegar það er nýhafið? „Þrátt fyrir það sem ég sagði áðan leggst mótið mjög vel í mig og við KR-ingar erum bjartsýnir á góðan ár- angur í sumar. Við höfum fengið gífurlegan liðstyrk þar sem þeir Pétur Pétursson og Andri Marteinsson em. Þó má ekki gleyma því að við höfum líka misst Gunnar Gíslason til Nor- egs. Ég held ég geti fullyrt að við eigum eftir að leika vel í sumar. Við höfum mjög gaman af því sem við erum að gera og menn vinna vel saman. Og ég held að það sé mikill hugur í liðs- mönnum að leika sóknarknattspymu í sumar.“ „Valur, ÍA, KR og Fram verða áberandi í toppbaráttunni" - Hvaða lið koma til með að berjast um íslandsmeistaratitilinn að þínu mati? „Ég held að Valur, Akranes, KR og Fram verði mjög áberandi best og í toppbaráttunni í sumar. Þá á ég von á því að baráttan verði erfiðust hjá Víði, FH, KA og Völsungi. Það er allt of snemmt að afskrifa lið Völsungs. Þeir eru með mjög gott lið á Húsavík." - Nú hefur KR ekki orðið íslands- meistari í 1. deild síðan árið 1968 eða í 19 ár. Er ekki mikið hungrið í titil í vesturbænum? „Jú, við erum alveg orðnir ban- hungraðir. Við viljum að sjálfsögðu leggja okkur alla fram í sumar og vonandi tekst okkur að krækja í titil- inn. Við höfum sett stefnuna á topp- inn.“ - Að lokum er það spá um lokaröð: 1.-3. Valur, Fram og KR 4. Akranes 5. Þór 6. Keflavík 7. Völsungur 8. -10. Víðir, KA og FH r"-----------------------------------------------------n ! Þrír sterkirtil KR! J Þrír mjög sterkir leikmenn hafa ugglega eftir að styrkja KR-liðið J I gengið til liðs við KR frá því síð- mikiö. Andri ereinn snjallasti mið- | _ asta íslandsmóti lauk. vallarleikmaður sem leikur hér á ■ | Fyrstan ber auðvitað að nefha landi. | IPétur Pétursson sem lék með • Að lokum má nefna mark- ■ Skagamönnum í fyira og bíða vörðinn Stefán Amarsson en hann I Imargir spenntir eftir þvi að sjá varði mai-k Valsmanna lengstum í I þennan mikla markaskorara leika fyrra. Stefán lék með KR áður en ■ I með vesturbæjarliðinu. hann skipti yfir í Val á sínum tíma I ■ • Andri Marteinsson, sem var en nú er hann sem sagt kominn " | einn af máttarstólpum 2. deildar- heim á ný og reikna má með að | Iliðs Vikings í fyrra, leikur með hann standi í marki KR í flestum . KR-ingum í sumar og á hann ör- leikjum liðsins i sumar. | I. — — — — — — — — — — —__________________________J Nítján frá síðasta titli KR í 1. deild | Það em liðin heil 19 ár síðan KR I varð síðast íslandsmeistari í 1. deild I karla í knattsp.vmu. Alls hafa KR- Iingar orðið 19 sinnum íslandsmeist- arar í 1. deild og árið 1978 vann liðið I Islandsmótið í 2. deild. ■ • Þrú- KR-ingar hafa orðið I markakóngar í 1. deild frá því árið : 1912. F.vrst vai-ð Þórólfur Beck | mai-kakóngur ái-ið 1959 en þá skor- aði hann 11 mörk. Arið eftir varð hann einnig mai-kakóngur með 15 mörk og enn árið 1961 en þá skoraði hann 16 mörk. Baldvin Baldvinsson varð síðan markakóngur árið 1965 og skoraði þá 10 mörk. Síðast áttu KR-ingar mai-kakóng árið sem liðið varð síðast fslandsmeistari í 1. deild. 1968. Þá varð Ólafur Lámsson markakóngur með 8 mörk. • Lið KR-inga, sem keppir í 1. deild íslandsmótsins, ásamt Gordon Lee, þjálfara liðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.