Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 25 Sérstæö sakamáJ Rósa Jones. Leslie Jones. Luton sem er á Suður-Englandi. Allan daginn lét Leslie Jones eins og ekkert óvenjulegt hefði gerst. Þegar klukkan var orðin fimm hringdi hann til bróður síns og frænda og bað þá að hitta sig við verksmiðjuna. Hann ætlaði að bjóða þeim heim svo hann gæti boðið þeim upp á drykk ásamt Rósu í tilefni S. Valentínusardagsins. Komið við í blómabúð Á heimleiðinni bað Leslie um að komið yrði við í blómabúð svo hann gæti keypt blóm handa Rósu og skrifað á S. Valentínusarkort til hennar. Svo var haldið áfram heim. Er þeir þremenningarnir komu að útidyrunum stífnaði Leslie. „Það hlýtur eitthvað að vera að,“ sagði hann. „Það virðist hafa verið brot- ist inn hér.“ Mennirnir þrír flýttu sér upp á efri hæðina og inn í svefnherberg- ið. Þar sáu þeir Rósu andvana í rúminu. Við hlið hennar stóð hálf- tómur tebolli. Það leyndi sér ekki að hún hafði verið kyrkt. Mennirn- ir þrír voru sammála um að brotist hefði verið inn og ræningjarnir myrt Rósu. Yfirkominn af sorg lagði Leslie Jones blómin á líkið af konu sinni. Bróðir hans hringdi svo á lögregluna. Lögreglan í fyrstu sammála Lögreglan var í fyrstu sammála þremenningunum um að ræningjar hlytu að hafa verið á ferð. Leslie sagði henni líka að Rósa hefði ve- rið á lífi þegar hann hefði farið til vinnu um sjöleytið um morguninn. Sérfræðingar og læknar voru nú kvaddir til og það leið ekki á löngu áður en Peter Jerreat komst að þeirri niðurstöðu að frásögn Lesli- es gæti ekki staðist. í fyrsta lagi reyndist ekkert te í maga þeirrar látnu. I öðru lagi sást að flísamar úr útidyrahurðinni, sem sprengd átti að hafa verið upp, lágu allar öðrum megin hennar. Einhverjar hefðu átt að berast inn fyrir ef ræningjar hefðu verið á ferðinni. Það sem varð Leslie þó endanlega að falli var líkamshiti þeirrar látnu. Hann var allt of lágur til þess að hún hefði getað verið á lífi um sjöleytið um morguninn. Snjöll aðferð Læknarnir vissu hver hitinn var í svefnherberginu. Þá gengu þeir út frá því að líkamshiti Rósu hefði verið um 38 stig er hún kom heim um nóttina. Hann var aðeins 16 stig er líkið var skoðað. Stór plastpoki var nú fylltur af 38 stiga heitu vatni og honum kom- ið fyrir í rúmi Rósu. Síðan var þess beðið að hiti vatnsins lækkaði í 16 stig. Það liðu fjórtán stundir þar til vatnið hafði kólnað í 16 stig. Það þýddi að Rósa Jones gat ekki hafa verið kyrkt eftir klukkan sjö um morguninn. Hún hlaut að hafa verið myrt á milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina. Yfirheyrslur Nú hófust yfirheyrslur yfir Leslie. Var nú reynt að hrekja frásögn hans lið fyrir lið. Honum var bent á að ummerkin á útihurðinni væru önnur en þau sem búast mætti við ef ræningjar hefðu verið á ferðinni og brotið hana upp. Þá var honum bent á að ekkert te hefði fundist í maga konu hans og hann beðinn að gefa á því skýr- ingar. Þá vafðist honum tunga um tönn. Loks var honum skýrt frá niður- stöðu læknanna sem gert höfðu tilraunina með vatnið í plastpok- anum. Það eina sem lögregluna skorti á þessari stundu var raunveruleg ástæða til þess að Leslie hefði myrt konu sína. Hún varð þó fljótlega ljós. Réttarhöldin hefjast Er réttarhöldin yfir Leslie Jones hófust í Aylesbuiyréttinum í jan- úar síðastliðnum hafði ástæðan þegar komið fram. Vinir Rósu höfðu komist á snoðir um ástarsamband Leslies og Lindu. Ákæruvaldið hélt því svo fram í réttinum að það hefði verið ástæð- an til þess að Leslie hefði ákveðið að myrða konu sína og villa um fyrir lögreglunni. Hann hefði síðan ætlað sér að kvænast Lindu. Jafnframt var lagður fram vitnis- burður fólks sem hafði heyrt til Leslies á kránni er hann hafði lýst því yfir nokkru fyrir morðið að það kæmi senn að því að Rósa hætti að taka þátt i maraþonhlaupum. Peter Jerreat læknir lýsti því svo hvemig rannsókn hans og annarra lækna hefði leitt í ljós að Rósa hefði ekki verið á lífi klukkan sjö um morguninn þann 14. febrúar 1986 eins og Leslie hefði haldið fram. Þá skýrði tæknisérfræðing- urinn Brian Elliot frá því að ummerkin á hurðinni í húsi þeirra hjóna hefðu ekki verið eðlileg og reyndar hefði það sem gert hefði verið við lásinn ekki nægt til þess að hægt hefði verið að komast inn í húsið um útidyrnar. Kviðdómend- ur voru fjórtán stundir að komast að niðurstöðu. Hún var á þá leið að Leslie Jones væri sekur um að hafa myrt konu sína, Rósu. Það má teljast kaldhæðni að vin- ir Rósu skuli hafa fullyrt að hún hefði umsvifalaust skilið við mann sinn hefði hún komist að því að hann héldi fram hjá henni. Hún hefði verið trúuð og einlæg ung kona sem hefði ekki trúað á hjóna- band sem einkenndist af framhjá- haldi. Það hefði því verið algjör óþarfi fyrir Leslie að myrða hana. Hann hefði einungis þurft að segja sannleikann og biðja um skilpað. Leslie Jones fékk ævilangan dóm. mc ðlAR, Thursday, January 29,1987 VALENTINE DAY KILLER HUSBAND GETS UFE THE HUSBAND of marathon girl Rosa Jones was jailed for life yesterday for her Valentine’s Day murder. Fitter Leslie Jones, 28, plotted what he thought was the perfect crime and tried to hoodwink detectives, a court heard. Jones made up a bizaire “ beat the clock ’’ alibi but his own timing trapped him. He strangled 26-year-old Rosa with the flex from her bedside lamp and then calmly made it look as if she’d been killed by a sex attacker. He banged iemmy marks onto thelr íront door to make it appear as ií' an intruder had broken in. Forced .. no emotion Then Jones went ofT to work as normal—retuming home that aftemoon with a Valentine's card for Rosa. Jones told Aylesbury Crown Court that Rosa— who ran the London marathon in 1985—was alive when he left for work at 7 a.m. But pathologist, Doctor Peter Jerreat, said that an examination of Rosa's body showed she must haVQ- been killed before then. Forensic scientist, Brian EUiot, told the court that marks on the front door were not enough for the' lock to have been forced. After nearly 14 hours, the- jury found Jones of Layham Drive, Luton, gullty by a mqjority of 11 to one. Frásögn „The Star“ af málinu í janúar siðastliðnum. Lampasnúran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.