Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 23. MAI 1987. .„Önghljóð - önghljóð! Ég er miklu betur að mér i rússneskri hljóðfræði en islenskri." Samúðin er öll með nemendunum Málsnillingar gangast undir íslenskupróf, hluta samræmda prófsins í íslensku sem nem- endur 9. bekkjar grunnskólans tóku fyrr í vor Árni Bergmann var nokkuð ánægður að af - loknu prófi enda hafði hann ástæðu til þess. Það voru hugaðir menn, til í allt, sem játuðust undir að taka sam- ræmda íslenskuprófið sem nemend- ur 9. bekkjar grunnskólans neyddust til að þreyta nú í vor. Þessir þremenningar, sem gert hafa íslenska tungu að lifibrauði sínu, settu þó viss skilyrði fyrir þátttöku sinni, eins og til dæmis að þeir þyrftu ekki að greina málsgreinar í setningahluta eða orðflokka. Sú krafa mátti teljast nokkuð réttmæt þar sem þarna er um að ræða hug- tök og fræðiheiti sem lítið eru notuð af öðrum en skólanemum og íslenskufræðingum. Einnig var sleppt úr prófmu köfl- um sem vörðuðu lesskilning. gjarnan á bókum og bókarköflum sem nemendur 9. bekkjar höfðu les- ið um veturinn en engin trygging var fyrir að okkar menn í íslensku- prófinu hefðu lesið, alla vega ekki síðustu árin eða áratugina. Það kom fram að þremenning- arnir okkar stóðu sig afburða vel í stafsetningu en þegar kom að málfræði og hugtakaheitum fór ögn að harðna á dalnum. Þeir æðr- uðust þó hvergi og hlógu bara að SMÁAUGLÝSINGAR OV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaðstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... 2 70 22 Viö birtum... ÞaÖ ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplö: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Frjálst.óhaÖ dagblaö KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. sjálfum sér þegar allar leiðir virt- ust vera að lokast. Okkar menn í samræmdu prófun- um í íslensku sögðu að þessi raun hefði aukið mjög skilning þeirra á vandamálum níundu bekkinga grunnskólans; það væri hreint ekki svo lítið sem lagt væri á ungling- ana okkar. Þremenningarnir sögðust hafa gengið til þessa prófs með bros á vör en síðan komist að því að ekki væri allt sem sýndist. Ýmis hugtök og orð vöfðust fyrir þeim og íslenskan, sem þeir hafa notað sem stílvopn árum saman, virtist ekki eins þjál og leiðitöm og þeir höfðu álitið til þessa. Okkar menn í samræmdu prófun- um í íslensku voru þeir Árni Bergmann, rithöfundur og ritstjóri Þjóðviljans, Indriði G. Þorsteins- son, rithöfundur og ritstjóri Tímans, og Páll Magnússon, frétta- stjóri Stöðvar 2 og daglegur gestur í stofum stórs hluta íslendinga. Prófdómari og ábyrgðarmaður einkunnagjafar í þessum prófum var íslenskufræðingurinn góð- kunni Guðni Kolbeinsson cand. mag. Ummæli prófdómara Frammistaðan til fyrirmyndar Eftir að Guðni Kolbeinsson próf- dómari hafði farið yfir prófin sagði hann að þremenningarnir hefðu bara staðið sig vel. Stafsetningin var góð hjá þeim en eitthvað voru þeir farnir að ryðga í fræðiheitun- um. Orðrétt sagði Guðni: „Að meðaltali gerir þriðjungur þessara manna klaufavillu í staf- setningu. Ég tel frammistöðu þeirra til fyrirmyndar - enda þótt á stöku stað séu ryðblettir á hug- tukafræðinni. Árni Bergmann: 9,0 Ég kann hljóðfræðina betur á rússnesku „Onghljóð - önghljóð, hvað er nú það? Ég man bara ekkert í sam- bandi við hljóðfræði," sagði Árni Samræmda íslenska prófið I fyrsta kafla prófsins er hugað að staf- setningu eftir upplestri. Þessi kafli prófsins gildir 15 %. í öðrum kafla prófsins er kom- ið að beygingum, orðflokkum, orðmyndun- um, setningafræði og hljóðfræði. Þessi kafli prófsins gildir 35 %. í þessum kafla eru eftirtaldar spurningar og er krossað við þær spurningar sem lagð- ar voru fyrir þremenningana okkar: X 1. Felldu mannanöfnin, sem í svigunum standa, rétt inn í eftirfarandi málsgreinar:' Ég sagði (Unnur) að koma í veisluna hjá (Signý) um helgina. Viltu fara til (Sigþór öm) og láta hann vita. X 2. Greindu föll orðanna sem eru í svig- um í eftirfarandi málsgrein: Við sáum mörg (nýfædd) börn á fæðingardeild (spítalans). X 3. Strikaðu undir þau orð í eftirfarandi setningum sem standa í lýsingarhætti þá- tíðar: Mér var mjög vel tekið hjá liðinu og það kom mér vissulega á óvart hve leik- menn voru mér hjálplegir. Til að mynda var mér strax fylgt til framkvæmdastjórans sem bauð mér í mat. Um síðustu helgi lék ég þokkalega en hef þó oft leikið betur. X 4. í eftirfarandi málsgrein eru sagnorð í viðtengingarhætti. Hvaða hlutverki gegn- ir viðtengingarháttur þar? Væri ég duglegri við bréfaskriftimar fengi ég fleiri svör. 5. Greindu orðin, sem eru í sviga, í eftir- farandi málsgrein, í orðflokka: Síðastliðið ár (verður) (lengi) í (minnum) haft (vegna) leiðtogafundar (og) aðgerða (hvalfriðunar- manna). X 6. Myndaðu þrjú orð af sagnorðinu að aka, með eða án hljóðbreytingar. Ekki má nota nema einu sinni sama stofninn af sögn- inni. X 7. Myndaðu lýsingarorð af eftirtöldum nafnorðum: þögn, synd, Svíi. X 8. Skrifaðu eftirfarandi texta og lag- færðu málfar án þess að merking raskist: Unglingar hafa um marga valkosti að velja í tómstundum svo að þeim vantar tíma til að §inna öllu sem í boði er. 9. Til hvaða setningarhluta teljast orðin, sem eru í sviga, í eftirfarandi málsgreinum: Vélarnar (verða reyndar) á morgun. Ræðumenn skýrðu stuttlega (afleiðingar) af stefnu stjórnvalda. 11. Hver eftirfarandi skilgreininga á best við frumlag? () Frumlag er fallorð sem stendur með andlagi og segir hvað einhver gerir. () Frumlag er í nefnifalli og skýrir sagn- fyllinguna nánar. () Frumlag er fallorð í nefnifalli. () Frumlag er nafnorð í nefnifalli og tákn- ar oft geranda. X 12. Skiptu eftirfarandi málsgrein í setn- ingar með lóðréttum strikum og skrifaðu á línuna fyrir ofan hana hvort þær eru aðal- setningar eða aukasetningar: Ekki verður sagt að um auðugan garð sé að gresja um heimildir þegar kanna skal viðhorf íslendinga til móðurmálsins að fornu. X 13. Breyttu beinni ræðu í eftirfarandi málsgreinum í óbeina ræðu: Stúlkan spurði kennarann hvernig honum liði. „Prýði- lega,“ svaraði hann, „enda á ég mesta gæðahúsbónda.“ X 14. Dragðu hring um þá stafi í eftirfar- andi málsgrein sem tákna önghljóð: fönn net lögur sumar kúla bið X 15. Skrifaðu tvö orð sem í eru nefhljóð. Dragðu hring um þá stafi sem tákna þau: X 16. Strikaðu undir þau orð í eftirfar- andi málsháttum sem borin eru fram á mismunandi hátt eftir landshlutum: Það er hverjum kunnast er hann kaupir dýrast. Ekki er bagi þó bróðir sé nefndur. Mennt er máttur. í þriðja hluta prófsins er lesskilningur kannaður. Þar sem þama er að miklu leyti byggt á texta og bókum sem nemendur eiga að hafa lesið í vetur slepptum við þeim hluta prófsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.