Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 19 Popp Uppspretta í eyðimörk Píanistinn Joe Jackson er ráða- mönnum A&M útgáfunnar ráðgáta. Allt frá því hann komst á mála hjá þeim hefvir hann annað veifið komið fram með plötur sem út frá markaðs- sjónarmiðum eru út í hött. Nægir þar að nefna plötuna Jumpin’ Jive þar sem j asssveiflan var í hávegum höfð. Þannig var það um daginn að Joe Jackson gekk inn í höfuðstöðvar fyr- irtækisins og tilkynnti að hann ætlaði að gera nýja plötu. Gott og vel. Gamanið fór hins vegar heldur að kárna þegar hann útskýrði að platan ætti eingöngu að vera leikin og á henni yrði fátt sem ætti minnstu möguleika á vinsældalistum. Jackson minnist fyrstu viðbragða stjórnanda A&M með hryllingi. „Við settumst niður á skrifstofu í Los Angeles, ég og fimmtíu manns frá fyrirtækinu. Þannig sat hópurinn í rúmlega klukkustund og hlustaði, gjörsamlega steinrunninn. Síðan klöppuðu allir kurteislega og gengu út.“ Viljastyrkur „Vitanlega stóð mér ekki á sama,“ segir Jackson ennfremur. „Síðan þetta gerðist hef ég verið á stöðugum fundum með stjórn fyrirtækisins og reynt að benda á leiðir til að kynna plötuna á hinum almenna markaði." Joe Jackson sækir á brattann. Platan er allavega komin út, hvað svo sem A&M rrienn hafa tautað upphátt eða í hljóði. Hún heitir því táknræna nafni, Will Power. „Ég held að platan sá ágætur prófsteinn á stöðu hljómplötuiðnaðarins í dag,“ segir Jackson sposkur. „Hljómsveit- in, sem aðstoðaði mig, er eins konar sambland af big bandi og rokkhljóm- sveit. Tónlistin er líka eftir því.“ „Eðlilegur hlutur“ Þótt Jackson komi útgáfufyrirtæki sínu enn á óvart kippa fylgismenn hans sér ekki upp við neitt. A undan hafa komið alls konar plötur, allt frá venjulegur dægurpoppi til sveiflunn- ar á Jumping’ Jive, eins og áður var vikið að. Jackson hefur auk þess unnið að kvikmyndatónlist og Will Power dregur nokkur dám af því. Platan er samstætt tónverk, tónlistin er fremur hæg og mjög myndræn. Platan stendur þó vissulega fvrir sínu ein sér. Sjálfum finnst Jackson ferill sinn í tónlistinni ekki svo harla óvenju- legur. „Fyrir mér er þetta allt saman eðlilegur hlutur og í raun sönnun þess hve poppið spannar vítt svið. Reyndar hlusta ég ekki á neinar af eldri plötunum minum, nema Jump- in’ Jive. Hún fær mig ennþá til að brosa,” segir Joe Jackson. Hin hliðin Helgarpopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson Bandaríska rokksveitin REM sendi í vikunni frá sér plötu. Ekki er sú plata ný. Hún er ekki beint gömul heldur. Á henni er að finna lög sem geymd hafa verið á b-hliðum smáskífanna REM í gegnum árin. Platan heitir Dead Letter Office og inniheldur auk þess útgáfu fjór- menninganna af Velvet Under- ground lögunum Femme Fatale og Pale Blue Eyes. Það síðasta sem heyrðist frá REM er það fyrsta sem þeir láta frá sér eftir að vinsældir Caravan Of Love gengu yfir. í þessu lagi Houstmartins kveður við breyttan tón hvað trommuleikinn varðar. Við settið er nýjasti liðsmað- ur sveitarinnar, Dave Hemingway, sem áður lék með The Velvetones í Hull. Forveri hans. Hugh Whitaker. sem hætti í Houstmartins í mars. sýnir nú á sér nýjar hliðar. Hann hefur hafið nám við jassdeild tónlist- arskólans í Hull. Hvar annars staðar? var smáskífulagið Superman sem reyndar var líka að finna á seinustu breiðskífu þeirra, Lifes Rich Page- ant. IRS-útgáfan hefur ekkert látið uppi hvort ný plata sé væntanleg frá hljómsveitinni á árinu. Önnur fjögurra manna rokksveit, sem reyndar rekur ættir sínar til Hull á Bretlandi, lætur nú á ný í sér heyra. Nýjasta lag The Housemart- ins heitir Five Get Over Excited og REM-b lögin á plötu. Einn á uppleið Ýmsir veðja á Terence 'l’rent D’Arby sem næstu soulstjörnu í dæg- urlagaheiminum. Nýlega fikraði hann sig upp breska vinsældalistann með laginu If You Let Me Stay. Utan þess hefur D’Arby ekki verið sérlega áberandi, nema hvað hann hitaði upp fyrir Mick Hucknall og félaga í Simply Red á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Pilturinn rekur ættir sínar til New York. Faðir hans var predikari og móðir hans gospelsöngkona. Reynd- ar leit lengstum út fyrir að tónlistar- hæfileikar hans fengju einungis útrás í slagsmálum. Pilturinn lærði ungur box og vann til verðlauna í léttvigt. „Ég átti ekki um neitt að velja“ segir D’Arby. „Þegar ég var lítill var ég svo aumur að jafnvel stelpurnar í hverfinu börðu mig. Það var annaðhvort að hrökkva eða Terence Trent D’Arby lemur frá sér. stökkva. Ég valdi boxið til að verja mig.“ Næsta tækifæri Eftir velgengninni í löglegum handalögmálum skráði pilturinn sig í herinn. „Ég var í sömu herdeild og Elvis Presley." segir D'Arbv með stolti þó heldur hafi honum leiðst vistin hjá Sam frænda. Eftir það þvældist hann um Evrópu vítt og breitt og settist loks að á Englandi. „Það er frekar stutt siðan ég bvrj- aði að hlusta á soultónlist. Hér áður fyrr hafði ég mest gaman af Journev og Van Halen. Nú hef ég vandaðri smekk. Patsv Cline, A1 Green og Sam Cooke eru í mestu uppáhaldi hjá mér núna, sérstaklega Sam Cooke. Ég leyfi mér reyndar að kópera Wond- erful World á tónleikum. Það er hrífandi lag.“ Terence Trent D’Arby tekur salla- rólegur þeim frama honum hefur hlotnast fram að þessu. „Mig langar að gera betur en ég geri mér grein fyrir að það getur tekið tíma. Ég bíð rólegur eftir næsta tækifæri.” 1 HAFNARFJÖRÐUR - GANGSTÉTTIR Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagningu steyptra gangstétta sumarið 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnar- firði, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. júní kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur Garðhúsgögn til sýnis og sölu um helgina að Ásbúð 96, Garðabæ, simi 43702. Lukas D. Karlsson, heildverslun ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI FÓSTRA ÓSKAST Á BARNAHEIMILI Fóstru vantar á skóladagheimilið Brekkukot sem stað- sett er við Holtsgötu í Reykjavík. Um 100% starf er að ræða og þyrfti umsækjandi að geta hafið vinnu strax. Upplýsingar gefur yfirfóstra í síma 19600-260 alla virka daga frá kl. 9.00-15.00. STARFSMAÐUR ÓSKAST Á BARNAHEIMILI. Starfsmaður óskast á barnaheimilið Brekkukot (börn á aldrinum 3-6 ára). 100% vinna. Þetta er ekki sumar- afleysingastarf. Umsækjandi þyrfti að vera 20 ára eða eldri. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 19600-250 alla virka daga frá kl. 9.00-15.00. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR - VÖKNUN Hjúkrunarfræðing vantar á vöknun, dagvinna. Upplýs- ingar gefnar á skrifst. hjúkrunarforstjóra, síma 19600-300, alla virka daga frá kl. 9.00-15.00. B0ÐA RAFGIRÐINGAR til afgreiðslu strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.