Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Æskuvíman Þeir söfnuðu grimmt á Bylgjunni um daginn fyrir vímulausri æsku. Það var myndarlegt og ánægjulegt átak. Fyrirtæki og einstaklingar sameinuðust í örlæti til að styðja góðan málstað. Fer ekki á milli mála að þjóðin vill beina þessum vágesti frá sér enda held ég að fátt hafi sést áhrifaríkara í sjónvarpinu heldur en pilturinn sem í óvitaskap sínum varð vímugjöfunum að bráð. Slikar mynd- ir snerta hverja viðkvæma sál og vekja hvem sómakæran borgara til meðvitundar um hinar hræðilegu afleiðingar freistingarinnar. Þetta getur hent þitt bam eða mitt bam segir hver við annan og vítin eru til vamaðar. Mig undrar það sífellt þegar fréttir berast um uppljóstran smygls á fíkniefnum. Undrun mín stafar ekki af árvekni löggæslumanna heldur af hinu að til séu neytendur í landinu fyrir allt þetta magn, að markaður skuli vera fyrir hass og amfetamín, kókaín og heróín og hvað allur þessi ósómi heitir. Sjaldan sé ég nokkurn mann undir áhrifum þessara eitur- efna og aldrei er mér boðið upp á þennan munað. Getur það verið að maður sé svo utan við hringiðuna, svo grænn og einfaldur, að maður taki ekki eftir eiturvímunni allt í kring? Eða lifi í svo vernduðu um- hverfi að fíkniefhin flæði út og suður í undirheimunum án þess að maður verði þess var? Einhver hlýtur neysl- an samt að vera, einhvers staðar dafnar markaður fyrir fíkniefiiin úr því menn leggja það á sig að kaupa bílhlöss af hassi og annað eins af kókaini til að smygla því inn fyrir landsteinana. Sjálfsagt er smygl- góssið, sem lögreglan nær í, aðeins brotabrot af því sem hingað berst og kemst alla leið til þeirra sem eft- ir því sækjast. Forboðnir ávextir Forboðnir ávextir hafa löngum verið freisting. Að gera það sem ekki má. Storka umhverfinu. Þetta byrjar á strákapörunum: hringja dyrabjöll- unni og hlaupa burt, brjóta perumar í ljósastaurunum, hanga aftan í bíl, svindla sér inn á skemmtistað á fölsku nafnskírteini, reykja í laumi. Unglingar drekka brennivín um ald- ur fram, meir af ævintýramennsku en löngun, og ég man eftir því frá mínum skólaárum að nokkrir töffar- ar höfðu það fyrir sið að falast eftir hálfflösku í leigubíl og stökkva síðan út úr bílnum á næsta götuhomi án þess að borga. Sá sem var snjallastur í þessum leik var kallaður Bannister af því að hann hljóp svo hratt. I höfuðið á Bannister hinrnn breska sem varð fyrstur manna til að hlaupa míluna undir fjórum mínútum. Þessi fífldirfska þótti í frásögur færandi. einkum vegna þess að þeir dmkku ekki vínið sjálfir. Glæfi'aleikurinn varð náttúrlega helmingi skemmti- legri vegna þess að þannig ögmðu þeir bæði siðseminni og lögunum. Allt em þetta virðulegir borgarar í dag en söm var þeirra freisting og samur var hinn forboðni ávöxtur í augunum á þeirri kynslóðinni sem hinni sem nú gengur á vit vímuefn- anna. Ekki skal því neitað að margur jafnaldrinn varð Bakkusi að bráð og endaði sinn feril áður en hann byijaði, í óreglu og aumingjaskap. Þetta var áður en sérffæðingamir vom búnir að finna það út að drykkjuskapur væri sjúkdómur en ekki vesalmennska. Á hinn bóginn er líka rétt að taka fram að langflest- ir sluppu með skrekkinn og varð ekki meint af bemskubrekunum. Mestu prakkararnir hafa jafnvel komist til æðstu metorða. Strákapör og fitl við tiltölulega saklausar ffeistingar koma ekki að sök meðan þau gera ekki mein. Og seinna lærir maður að ffeistingin er aðeins spennandi meðan hún er bönnuð og ærslin em skemmtileg meðan þau em saklaus. En hvar em mörkin milli vímu og voða? Hvenær eiga menn að segja stopp? Hvað er það sem ræður því hvort ögmnin við heilladísina helst innan mar- kanna eða verður ævarandi mar- tröð? Næsta fórnarlamb Alvaran segir til sín þegar ein- staklingurinn er orðinn að þræli hins spillta, þegar ávani fíkninnar gerir manninn að leiksoppi. Gaman- ið fer að kárna þegar óvitaskapur æskunnar er orðinn að sjúklegri þörf, þegar gáskafullur félagsskap- urinn veslast upp í ósjálfbjarga öryrkja í mannsmynd. Enginn veit að morgni hver verður orðinn að fórnarlambi ofdrykkju og óreglu að kveldi. Bara vegna þess að hann tók einu glasi of mikið. Bara vegna þess að hann sat lengur að sumbli en aðrir. Lítum á stúdentahópinn sem út- skrifast, æskuna sem þrammar um strætin glöð og tápmikil. Getur það verið að í þeim hópi leynist bráð eit- m-sins, ungur piltur eða stúlka. sem eigi eftir að fara í hundana f\TÍr eig- in tilverknað? Leiki sér að eldinum þangað til hann læsir sig um huga og hönd og verði ekki slökktur fyrr en eftir stendm útbrunnið skar? Allt er þetta því sorglegra þegar það er haft í huga að æskuárin eru unaðs- legur tími - tími sem fæstir kunna að meta af því að á unglingsárum er okkur ekki gefinn þroski til að skilja lífíð til fulls. Við vitum það yfirleitt ekki fyrr en of seint hvers Ellert B. Schram virði æskan er. Hún er óþolinmóð eftir að fullörðnast. hún er bráðlát í kæti sinni. hún er ómeðvituð imi áhyggjulevsi sitt. Þess vegna hamast hún við að leita einhvers sem hún heldm- að sé hinimi megin við fjall- ið. hinimi megin við táningsárin. þegar hamingjan er þvert á rnóti innan seilingar. liggur í lófa æsku- mannsins. Af hverju leitar ungt fólk ein- hverrar gervivímu þegar stærsta og mesta víman er einfaldlega í því fólg- in aðvera ungur enn? Getur það verið að við sem eldri enmi vanrækj- um að innræta æskunni lífsgleðina? Eða veitiun við svo slæmt fordæmi að unga fólkið afvegaleiðist? Rétt er það að fullorðið fólk nevtir víns í óhófi, temur sér þann ósjð að hafa glas við hönd þegar fagnaðui' er haldinn. Fullorðna fólkið ber ábvrgð á uppeldi barna sinna, kennir því hegðunarmunstrið og hvað höfðingj- arnir hafast að hinir ætla sér leyfist það. Er nema von að ungt fólk og unglingar glepjist til notkunar á vímuefnum þegar það sér fullorðna fólkið hampa flöskunni og tóbakinu eins og lífselexír hinnar sönnu ham- ingju? Ekkert mál, ekkert mál Við getum í sjálfu sér friðað sam- viskuna með göfugmannlegum fjársöfnunum til þeirra sem hafa orð- ið vímugjöfunum að bráð. Við getimi hrósað okkm- af riðleitni til að bjarga baininu sem dottið er ofan í bmnninn. Og fengið okkm- svo einn sjúss til að skála fyrir göfuglyndinu og samviskunni. Krakkamir geta kampakátir hist í næsta paitii og fíflast með fjárausturinn til vímu- lausrar æsku - fengið sér i nösina og komist í rús. Allt í fínu lagi með mönmiu og pabba. þau fatta ekki að syndin er í þeirra eigin húsi. Þar að auki er ég ekki vandamálið heldur kannske hinir. Mér er óhætt. ég er bara að fá mér skammt til að kom- ast i stuð í kvöld - og kannski aftur á morgun ef það var gaman í gær. Svo hætti ég í haust þegal skólinn byrjar. Ekkert mál. ekkert mál. Þetta er garnla sagan imi að vera sjálfs sín herra í aganum þangað til húsbóndavaldið flytur sig imi set. vímugjafinn tekiu' foiystima. Þá byrjar ógæfan. leitin eftir næsta skammti. svitinn og taugaveiklunin. hræðslan. máttleysið. örvæntingai'- fidl fíknin eftir meiru. meim. þangað til allt er orðið um seinan. Og bam- ið er dottið ofan í. Hvað vitimi við imi þessa baráttu einmana sálar? Hvað megimi við vera að því að fylgjast með stráknum eða stelpunni sem lifa í sínum eigin heimi? Verða þati ekki að fá að rasa út, krakkamir. eins og við í gamla daga? Sjálf enmi við líka upptekin af því að skála og skemmta okkur því að við höfum jú lært það með aldrinum að lífið er stutt og ekki veitir af tímanum til að gera sér glað- an dag. Þitt barn? Samt verður ekki framhjá því gengið að einhvers staðar em kúnn- amir fyrir dópmangarana. Einhvers staðar er æskufólk að læðupokast með hassið og amfetamínið og kóka- ínið. Ef það er ekki mitt bam þá er það þitt bam. Bömin okkar allra sem við tókum stolt á móti úr móður- kviði, hugguðum í vöggu, hossuðum á hnjánum, leiddum í skólann forð- um daga - strákurinn og stelpan sem líkist okkur í útliti og ber nafiiið okkar og ættannót fi-am i næstu kynslóð og mátti ekki af okkur sjá. Við fengum ekki einu sinni fi-ið í svefnherberginu vegna þess að þau vildu hjúfra sig í koddann og sofna við hliðina á pabba og mönnnu. Hvar var allt í einu litli eftirlæt- issnáðinn. uppáhaldið þitt og kossa- knúsarinn? Það hafði að \dsu tognað úi' homun og leiðir höfðu skilist eft- ir fenninguna. vegna þess að vinnan kallai' og sjónvarpið tefrn- og sam- skiptin hafa átt sér stað á milli matar og frétta. Táningurinn var líka kom- inn í eigin félagsskap. upptekinn á kvöldin. hættur að brosa af aðdáun þegai' pabbi sagði brandara. Fussaði í staðinn að gamaldags aulafyndni og afskiptasemi. En samt - samt getur það ekki verið að bamið okkm' sé orðið að dópista eftir allt sem við höfuni gert fyrir það. Ekki harnið okkar. okkai' eigið afkvæmi sem hafði verið alið upp í gegnum og góðum siðum. Kannski hin. krakkamir ffá óreglu- heimilunum. vanch'æðabörnin. sukkpöddumar á Hlemrni. Þeir em jú alitaf að hirða einhveija utan- garðsvesalinga á Hlenmii sem hefur farið inn tmi annað eyrað og út um hitt vegna þess að þær fréttir hafa ekki komið okkur við. Af þvi að það eru hin börnin. ekki mitt bam eða þitt bam. Eða hvað? Já. við styðjum vímulausa æsku. Friðum í okkur samviskuna. Gefum aura í söfnun. Vorkennum veslings aimiingjunum. sem ekki hafa sálar- þrek og viljastyrk til að bægja ffá sér dópinu. Vísum þvi á bug að vandamálið komi okkur við að öðm levti - meðan við sleppum sjálf eins og í gamla daga. Ekki urðu ffeisting- arnar okkur að falli. Og hvað er þetta krakki. er til of mikils mælst að þú standir þig eins og mér tókst? Sumarið er að koma og blómin að springa út. Vorilmurinn angar og víman af lífinu bíður þín ókeypis í andrúmsloftinu. Allt í kring sitja tækifærin á næsta leiti. Heilbrigðri sál i hraustum líkama er ekkert að vanbúnaði að njóta þess sem vorið býður þegar náttúran lifhar og gervi- þarfirnar em hégómlegar og óþarfar. Framtíðin blasir við. Það er bara eitt að: bamið þitt er dottið ofan í bmnninn og það er of seint að byrgja hann. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.