Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Ýmislegt Tónleikar í íslensku óperunni Um miðjan næsta mánuð mun Kristinn Sigmundsson bregða fyrir sig betri fætin- um, brýna raust sína og taka þátt í söngkeppni ungra óperusöngvara. „Singer of the WorkT'. Keppni sú er haldin á tveggja ára fresti á vegum BBC útvarps- stöðvarinnar í Cardiff í Wales. Af þessu tilefni mun Kristinn. ásamt Jónasi Ingi- mundarsvni. halda tónleika í íslensku óperunni nk. sunnudag. 24. maí kl. 20.30. Á efnisskránni verða sönglög og aríur eft- ir Richard Strauss. Wolf. Ives. Hageman. Griffes. Mozart. Wagner. Verdi. Giordani. Gounod og Bizet. Þar á meðal eru verk íem Kristinn er að undirbúa fyrir keppn- ina. Allur ágóði af tónieikunum rennur til Islensku óperunnar. Söguferð til Þingvalla Sögufélag Kjalarnesþings gengst fyrir söguferð til Þingvalla laugardaginn 23. maí nk. Lagt verður af stað frá Hlógarði í rútu kl. 13 og áætlað að koma til baka um kl. 17. Leiðsögumaður verður Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti í Þingvalla- sveit. Auk þess sem hann rekur sögu Þingvalla mun hann fræða fólk um jarð- sögu og náttúrufar staðarins. Gengnar verða ótroðnar slóðir Fólk er beðið um að taka með sér nesti. Júgóslavneskur ... sellósnillingur hjá Tónlistarfélaginu Síðustu tónleikar Tónlistarfélagsins í Reykjavík verða haldnir í íslensku óper- unni, Gamla bíói, laugardaginn 23. maí kl. 14.30. Þar mun ungi sellósnillingurinn Valter Despalj spila á 300 ára gamalt hljóðfæri. smíðað i Cremona af Gianbatt- ista Rogeri, tónlist eftir Beethoven, Schumann, Lukas Foss og Brahms. Píanó- leikarinn, sem einnig er júgóslavneskur, heitir Arbo Valdma. Valter Despalj hefur unnið til margra verðlauna og hefur leikið einleik með flestum frægustu hljómsveit- um heims og haldið tónleika um allan heim. Alls staðar þar sem hann hefur kom- ið fram hefur hann vakið gífurlega athygli og hlotið lof fyrir óaðfinnanlega tækni og sjaldgæfar tónlistargáfur. Á sunnudag munu listamennirnir fara til Isafjarðar og halda tónleika þar í sal grunnskólans fyr- Jr Tónlistarfélag Isafjarðar og hefjast þeir -i^ónleikar kl. 17. Nokkrir aukamiðar verða til sölu við innganginn í íslensku óper- unni á laugardagstónleikana. Kvenfélag Kópavogs Spiluð verður félagsvist nk. mánudag. 25. maí. og hefst kl. 20.30. í Félagsheimilinu. Allir velkomnir. Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni verður haldinn laugardaginn 30. maí kl. 14 í Hátúni 12,1. hæð (félagsheimili Sjálfs- bjargar). Dagskrá: venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Astra í nýtt húsnæði Á 10 ára afmælinu flutti fyrirtækið ASTRA í nýtt húsnæði að Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. Fyrirtækið séhæfir sig í iðnaðarhurðum, fjarstýrðum bílskúrs- hurðaopnurum, hliðum fyrir bílastæði. iðnaðarplasthengjum og iðnaðarryksug- um, ásamt fleiru. Handboltaskóli Handboltaskóli Per Skárup’s og Fram 1987 verður 25.-29. maí nk. í íþróttahúsi Álfta- mýrarskóla. Skólinn verður tvískiptur. fyrir og eftir hádegi. KI. 9 12 verða dreng- ir fæddir 1971 74 og kl. 13 16 stúlkur fæddar 1972-1975. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði í handknattleik. s.s. sókn, vörn. markvarðaþjálfun. skotaf- brigði. boltatækni og margt fieira. Til- kynna má þátttöku alla virka daga í síma 35033 og 34792 milli kl. 16.30 og 18. Einnig í síma 74430 (Heimir) og 656637 (Brynjar). Gjald. kr. 2000,- fyrir þátttakanda. greiðist við upphaf kennslu. Háskólafyrirlestur Peter Kemp. lektor í heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla. fjytur opinberan fyrirlestur í boði heimsþekideildar Há- skóla íslands sunnudaginn 24. maí 1987 kl. 15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um kenningar franska heimspek- ingsins Pauls Ricoeurs um frásagnir og tíma sem hann setur fram í ritverki sem nýlega er komið út í þremur bindum. bæði á frönsku og ensku. Peter Kemp er þekkt- ur danskur fræðimaður og heimspekingur og hefur hann áður flutt fyrirlestra hér á landi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Litli skátadagurinn Sunnudaginn 24. maí nk. mun Bandalag íslenskra skátc gangast fyrir miklum há- tíðarhöldum í Öskjuhlíð. Dagurinn ber vfirskriftina „litli skátadagurinn" og er ætlaður skátum á aldrinum 7-10 ára. Margt verður sér til gamans gert og má þar meðal annars nefna þrautabraut, metasvæði, íþróttakeppni, varðeld. útield- un, söng glens og gleði. Dagskráin hefst kl. 11 og er áætlað að henni ljúki kl. 17. Kl. 15.30 hefst varðeldur með söng og skemmtiatriðum og eru borgarbúar hvatt- ir til að koma þá upp í Öskjuhlíð og taka þátt í dagskránni. Gullni Haninn í röð heimsþekktra matarstaða Veitingahúsið Gullni Haninn hefur fyrir skömmu verið samþykkt sem fullgildur félagi í samtökunum „Chaine des Rotisse- urs". Samtök þessi eru ein virtustu sinnar tegundar í heiminum og þvkir aðild að þeim mikill heiður fvrir þá sem hana hljóta. Aðild er aðeins veitt þeim veitinga- stöðum sem uppfvlla strangar kröfur um matargerð. framreiðslu og þjónustu en samtökin gera ítarlega úttekt á viðkom- andi veitingastað áður en útnefning á sér stað. Gullni Haninn mun nú skarta hinu heimsþekkta skjaldarmerki á dvrum sín- um og öllum matseðlum enda hafa þeir matarlistamenn Birgir Jónsson og Brynjar ' Eymundsson náð hér langþráðum áfanga. Gullni Haninn er að Laugavegi 178. Börn í bílum þurfa vörn Umferðarráð hefur látið búa til veggspjald um örrygisbúnað fvrir börn í bílum. Vegg- spjaldið er m.a. sent á dagvistunarheimili, heilsugæslu- og lögreglustöðvar. Spjald- inu er ætlað að vekja athygli almennings á því að nú er völ á góðum öryggisbúnaði fvrir alla aldurshópa. Á sl. fimm árum hafa að meðaltali 47 börn slasast árlega sem farþegar í bílum. Ekkert þeirra var í bílstól eða bílbelti. Árið 1986 slösuðust 45 börn yngri en 7 ára í umferðinni, og 2 lét- ust. Mörg þeirra slösuðust sem farþegar í bílum. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa, og draga úr öðr- um, ef börnin hefðu verið nægjanlega vel varin. Börn í bílum eiga rétt á þeirri vernd sem notkun öryggisbúnaðar veitir þeim. Vegabréfsáritun til Frakklands Utanríkisráðuneytið vill að marggefnu til- efni minna á að Islendingar þurfa að hafa vegabréfsáritun til Frakklands við komu þangað. Áritun fæst yfirleitt ekki á landa-' mærastöðvum eða á frönskum flugvöllum. Sækja ber um áritun til franska sendiráðs- ins, Túngötu 22, 101 Reykjavík, sími (91) 17621. Opnunartími 9-12 og 13.30-17.30, mánudaga til föstudaga. Afgreiðslutími fyrir áritanir er tveir til þrír virkir dagar. Tímaritið MAD á íslensku Forsaga - útgáfa, Kópavogi, sendir nú frá sér fyrsta eintakið af tímaritinu MAD. Valið efni frá tuttugu ára tímabili úr bandarísku grín-ádeilublöðunum MAD er uppistaðan í þessu blaði, auk íslensks kafla um leiðtogafundinn í Höfða. Einung- is 5-10% af efni bandarísku blaðanna þótti henta fyrir íslenska markaðinn svo ljóst er að í framtíðinni mun hlutur inn- lends efnis fara vaxandi í blaðinu en fimm tölublöð hafa nú verið skipulögð. Ritstjórn blaðsins er í höndum Páls P. Daníelssonar og Björns Karlssonar er jafnframt hefur umsjón með íslenskri þýðingu, en hann bjó um árabil í Bandaríkjunum. Bragi Einarsson teiknaði íslenska kaflann og Þórarinn E. Þórarinsson sá um útskot. Blaðið er ofsettprentað á góðan pappír í sama broti og bandarísku blöðin, heldur þykkara þó eða 56 síður. hjá prentsmiðj- unni Steinmark í Hafnarfirði. MAD blaðinu verður dreift í allar bókabúðir á landinu auk allra helstu blaðasölustaða og kostar kr. 219 með söluskatti. Æskan 4. tbl. Æskunnar er komið út. Aðalviðtalið er við Þorgils Óttar Mathiesen hand- knattleikskappa en á veggmynd eru þau Halla Margrét Árnadóttirog ValgeirGuð- jónsson. I starfskynningu er sagt frá hjúkrunarfræðinámi. „Að sjá og finna í stað þess að heyra" er heiti annarrar greinarinnar í flokki um íotluð börn. Heyrnleysingjaskólinn er heimsóttur og skólastjóri hans. Einnig er rætt við tvö heyrnarlaus börn með aðstoð túlka. Birtar eru tvær sögur aukaverðlaunahafa í sam- keppni Æskunnar og rásar 2. Fjallað er um dans og rætt við þrjú ungmenni sem góðum árangri hafa náð. I þessu blaði lýk- ur framhaldssögunni Spúka eftir Kristínu Steinsdóttur en systir Kristínar. Iðunn, segir frá Lóu litlu sem nú setur sig í spor öskubusku. Elías Kr. Þorsteinsson, 10 ára, greinir frá áhugamálum sínum. Þá eru hinir föstu þættir á sínum stað. Utgefandi Æskunnar er Stórstúka íslands, IOGT. Ritstjórar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason. íslandmót grunnskólasveita iskák1987 Stjórn skáksambands íslands hefur ákveð- ið að íslandsmót prunnskólasveita í skák 1987 fari fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Grensásvegi 44 46, Reykja- vík, dagana 28. 30. maí nk. Umferðar- taflan verður þannig: Fimmtudagur 28. maí kl. 19: 1.. 2. og 3. umferð. Föstudagur 29. maí kl. 19: 4.. 5. og 6. umferð. Laugar- dagur 30. maí kl. 14: 7., 8. og 9. umferð. Þátttökutilkynningar skal senda til Skák- sambands íslands í pósthólf 1674, 121 Reykjavík, fyrir 26. maí nk. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksam- bands íslands alla virka daga kl. 13-16 og hjá umsjónarmanni keppninnar, Ólafi H. Ólafssyni, s. 11971. Listaverk í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Arnarflug hefur fært Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar að gjöf afsteypu af Erninum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Bygging- arnefnd flugstöðvarinnar hefur þegið gjöfina og ráðgerir að koma henni fyrir þar í júlí nú í sumar. Örninn er tæplega metra há stytta af íslenska haferninum og er álitið að aðeins séu til þrjár afsteypur af þessu verki. Fjölskyldudagur Sigl- firðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Kirkjuhvoli, Garðabæ, sunnudaginn 24. maí kl. 15. Athygli er vakin á messu I Garðakirkju kl. 14. Prest- ur sr. Arnfríður Guðmundsdóttir frá Hóli. Norsk sýning í Nýlistasafninu og MÍR salnum I gær var opnuð í Nýlistasafninu og MlR salnum norsk sýning. Þetta er liður í skiptisýningaáætlun milli Islands, Sví- þjóðar og Noregs. Hugmyndin er að hvert þessara landa fái að kynnast því sem ung- ir listamenn eru að gera í hinum tveimur löndunum. Þessi sýningakeðja hefur hlot- ið nafnið „Kex“. Leitast var við að velja saman listamenn sem vinna á hinn ólíkleg- asta máta til þess að fá sem mesta breidd. Þannig eru sýnd málverk, skúlptúrar, myndbönd, grafík, hljóðverk, gerningur, bækur o.s.frv. Norsku þátttakendurnir eru Ingrid Book, Svanhild Heggedal, Reidar Kraugerud, Hege Lonne, Gerd Tinglum, Marianne Bratteli, Hilmar Fredriksen og Laila Haugan. Þau dveljast hér á landi meðan á sýníngunni stendur. I tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýning- arskrá og lítil hljómplata. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20 og stendur hún til 7. júní. Sveitakeppni grunnskóla í skák fyrir stúlkur verður haldin í fyrsta sinn sunnudaginn 24. maí. Teflt verður í húsakynnum Taflfé- lags Reykjavíkur, Grensásvegi 44, og hefst mótið kl. 14. Er þetta liður í að eíla áhuga stúlkna á skáklistinni. Verðlaun verða veitt 3 efstu sveitunum. Einsöngstónleikar í Njarðvík- urkirkju Kristín Sædal Sigtryggsdóttir heldur ein- söngstónleika í Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag 23. maí, kl. 16. Píanóleikari er Catherine Williams. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög eftir Brahms, E. Granados, Jean Sibelius, Giuseppe Sarti, Benedetto Marcello, Stefano Do- naudy, Jórunni Viðar, Þórarin Jónsson, Pál Isólfsson, Roger Quilter, og Frank Bridge. Kristín og Catherine Willianis hafa unnið mikið saman á undanförnum mánuðum og héldu m.a. tónleika í Is- lensku óperunni í nóvember sl. Burtfararprófstónleikar Tónlistarskólans í Rvík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna burtfararprófsleika í dag, laugar- dag 23., og sunnudaginn 24. maí nk. í sal skólans að Skipholti 33.1 dag kl. 17 verða tónleikar Laufeyjar Kristinsdóttur píanó- leikara, hún flytur verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Rachmaninoff, Brahms og Ravel. Sunnudaginn 24. maí kl. 18 verða tónleikar Einars Steinþórs Jónssonar trompetleikara. Einar flytur verk eftir Torelli, Hindemith, Arutunian og Clarke. Guðrún Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Haukur Morthens í Skíðaskálanum Hliómsveit Hauks Morthens leikur í Skíðaskálanum í Hveradölum sunnudag- inn 24. maí og næstu sunnudaga. Burtfararprófstónleikar Söngskólans í Rvík Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor 5 nemendur. 3 úr söngkennaradeild og tvo einsöngvara. Burtfarartónleikar þessara nemenda verða sem hér segir: Sunnudag- inn 24. maí nk. kl. 16 í tónleikasal Söngskólans að Hverfisgötu, söngkennar- arnir Theodóra Þorsteinsdóttir, Friðrik S. Kristinsson og Dúfa Einarsdóttir, ásamt píanóleikurunum Láru Rafnsdóttur, Cat- herine Williams og Kolbrúnu Sæmunds- dóttur. Mánudaginn 25. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu, Ásdís Kristmundsdóttir sópran og Guðrún A. Kristinsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 26. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu, Ingibjörg Marteinsdóttir sópran og Jórunn Viðar, píanó. Fimmtudaginn 28. maí (uppstigningardag) kl. 15 skólaslit og kl. 16 lokatónleikar skólans í íslensku óperunni í Reykjavík. Ferðalög Ferðafélagsferðir um hvítasunnu, 5.-8. júní 1. Skagafjörður - Drangey. Gist í svefn- pokaplássi á Sauðárkróki. Einstakt tækifæri til að skoða Drangey með kunn- ugum fararstjórum. Siglingin tekur um eina klst. frá Sauðárkróki út í Drangey sem er ein helsta perla íslenskrar náttúru. 2. Skagafjörðui' - Trölli i Tröllabotnum. Gönguferð með viðlegubúnað í nýlegt sæluhús Ferðafélags Skagfirðinga, Trölla. 3. Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Öræfajökul (2119 m), svokölluð Virkisleið. Gist í svefnpokaplássi á Hofi. 4. Hrútfjallstindar (1875 m). Leiðin sem gengin verður á tindana nefnist „Hafra- fellsleið". Gist í svefnpokaplássi á Hofi. Upplýsingar um útbúnað í ferðir 3 og 4 fást á skrifstofu F.l. 5. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gengið á Snæfellsjökul og einnig farnar skoðun- arferðir á láglendi. Gist í svefnpokaplássi í Görðum í Staðarsveit. 6. Þórsmörk - gönguferðir um Mörkina. 7. Þórsmörk Fimmvörðuháls. Gist í SkagQörðsskála/Langadal. Brottför í allar ferðirnar kl. 20 föstudaginn 5. júní. Pantið tímanlega í hvítasunnuferðimar. Upplýs- ingar og farmiðasala á skrifst. F.í. ÁTH. um hvítasunnuna er ekki leyft að tjalda í Þórsmörk, vegna þess hve gróðurinn er skammt á veg kominn. Athygli er vakin á greiðslukortaþjónustu hjá F.í. Hvítasunnuferðir Útivistar 5.-8. júní 1. Þórsmörk - Goðaland. Gist í Útivistar- skálunum, Básum. 2. Skaftafell - öræfi. Gönguferðir um þjóðgarðinn og skoðunarferðir um Öræfa- sveitina. Gist í húsi. 3. Skaftafell - Öræfajökull. Gengið á Hvannadalshnúk. Gist í húsi. 4. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gist að Lýsuhóli. Sundlaug. 5. Hvítasunnuferð út i buskann. Munið dagsferðir á uppstigningardag 28. maí. 1. kl. 9 Skarðsheiði - Heiðarhorn. 2. kl. 9 Ströndin í Melasveit. 3. kl. 13 Botns- dalur - Glymur. Sjáumst. Útivist. Bridge Sumarbridge 1987 Sumarbridge 1987 fór vel af stað. Sl. þriðjudag mættu 37 pör til leiks og var spilað í þremur riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A) Ámi Loftsson - Sveinn Eiríksson 198 Birgir Öm Steingrímsson - Þórður Bjömsson 188 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 184 Bragi Bjömsson Þórður Sigfusson 182 B) Albert Þorsteinsson - Sigurður Emilsson 179 Óskar Karlsson - Þröstur Sveinsson 178 Halldór Ámason - Jón Viðar Jónmundsson 178 Amína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 172 C Hjálmtýr Baldursson - Steingrímur G. Pétursson 133 Guðni Kolbeinsson - Guðmundur Theodórsson 127 Ágúst Sigurðsson - Njáll Sigurðsson 125 Brynhildur Matthíasdóttir - Fríða Sigurjónsdóttir 113 Spilað verður alla þriðjudaga og fimmtudaga í sumar (einnig á uppstign- ingardag) að Sigtúni 9, húsi Bridgesam- bands Islands. Spilamennska hefst kl. 19.30 í síðasta lagi, en byrjað verður að spila í hverjum riðli um leið og hann fyllist. Öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir og minnt er á að hvert kvöld er sjálfstæð keppni. Umsjónar- menn em Ólafúr og Hermann Lárus- synir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.