Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 7 Eiginkonan hjúkrar þessum eyðnisjúka manni á Fílabeinsströndinni. Hann er þrjátiu og fimm ára gamall, vegur tæplega fjörutíu kíló og er ekki hugað nema nokkuira daga líf. Símamynd Reuter Afríka er hjálpar- vana gegn eyðni Afríkulönd eru, að mati nefndar sem skilaði í gær áliti um sjúkdóminn eyðni, algerlega hjálparvana í barátt- unni gegn þessum vágesti, sökum skorts á fjármagni og vegna hreyfan- leika íbúa þeirra. í skýrslu nefndarinnar, sem sænski og norski Rauði krossinn eiga aðild að, segir að nær engin von sé til þess að það takist að hefta útbreiðslu eyðni í Afríku. Segir skýrslan að áhrifaríkar að- gerðir í þessum efnum krefjist marg- falds þess fjármagns sem Afríkuríki ráði yfir. Aðeins þrjú ríki á meginl- andi Afiíku hafi í raun efni á aðgerð- um gegn eyðni, en þau eru Líbýa, Suður-Afríka og hugsanlega Alsír. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin skýrði frá því í gær að skráð hefðu verið tæplega fimmtíu þúsund tilfelli eyðni í eitt hundrað og tólf löndum. Talsmaður stofhunarinnar sagði að tilfellunum hefði fjölgað um liðlega eitt þúsund undanfamar tvær vikur. Af þessum fimmtíu þúsund tilfellum hafa nær þrjú þúsund verið skráð í Afríkuríkjum. Smith og Wesson sett til Bretlands Breska fyrirtækið F.H. Tomkins tilkynnti í gær að það hefði fest kaup á bandaríska vopnafram- leiðslufyrirtækinu Smith og Wesson sem í eina tíð framleiddi vopn amerískra kúreka en fram- leiðir nú vopn og annan búnað lögreglumanna víða um heim. Breska fyrirtækið sagðist hafa gert kaupin vegna vaxtarmögu- leika vopnaframleiðandans en kaupverðið var um 112 milljónir Bandaríkjadala. Skammbyssur Smith og Wesson hafa um þrjátíu prósent markaðs- hlut á þvf sviði i Bandaríkjunum. Nær sjötíu prósent þeirra eru seld einstaklingum en um þijátíu pró- sent fara til lögreglumanna. Velta Smith og Wesson á fjár- hag8árinu 1985 tö 1986 var um eitt hundrað og sextán milljónir doll- ara en ágóði var um fjórtán millj- ónir. Útlönd Tveir njósnarar handteknir Ríkissaksóknarinn í Vestur- Þýskalandi staðfesti í gær að tveir njósnarar hefðu verið handteknir þar í landi, annar þeirra sagður vera starfsmaður sovésku leyniþjón- ustunnar KGB en báðir njósnuðu fyrir Austur-Evrópuríki. Talsmaður saksóknaraembættis- ins sagði að mennirnir hefðu verið handteknir en neitaði að gefa neitt nánar upp um mál þeirra. Sagði hann það miður að fréttum hefði verið lekið í fjölmiðla frá aðiium sem ekki vissu ÖÚ tildrög þessa máls. Fréttaritin Die Welt og Bild skýrðu bæði frá því að annar njósn- aranna heföi starfað fyrir Sovétríkin, hirrn fyrir Austur-Þýskaland. Sögðu blöðin sovéska njósnarann ganga undir nafhinu Alwin L., vera 42 ára, fiá norðurhluta Þýskalands. Hann þjónaði í skriðdrekavamar- sveitum v-þýska hersins og er talinn hafa starfað fyrir KGB um tíu ára skeið. Hinn njósnarinn var sagður heita Gerhard K., þrítugur, frá borginni Aachen en honum er lýst sem óopin- berum starfsmanni öryggismála- ráðuneytis Austur-Þýskalands. Mun hann hafa ástundað vísindanjósnir fyrir A-Þjóðverja, aðallega á ráð- stefhum og fundum vestrænna vísindamanna. Um helgina sýnum við glæsivagnana frá MAZDA og LANCIA í nýjum, stórglæsilegum 800 fermetra sýningarsal í nýbyggingu okkar að Fbsshálsi 1. Síðustu bílarnir af árgerð 1987 voru að koma til landsins. Komið því á sýninguna og tryggið ykkur bíl STRAX, því aðeins örfáum bílum er óráðstafað. □□□□□ gnCDLjJJ T ; t ^UPDULJ^ arujmijjaniiiHmtg™ BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68-1299.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.