Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 9 ILáttu okkur um þetta!| Tökum aö okkur hreingeningar og ræstingar á öllu húsnæöi. Veitum hreinlætisráögjöf og gerum hreinlætis- áætlanir fyrir fyrirtæki og stofnanir. 1 I a*i M ■ ■ ntí Notum sérhæfö efni sem enginn notar. | EMfl Olsal hf sgú7 Aðbúnaður t nýju flugstöðinni er ólíkt skemmtilegri en í þeirri gömlu sem var fyrir löngu búin að lifa sitt fegursta. En aldrei er svo að ekki megi bæta aðstöðuna enn meira. DV-mynd KAE í nýju flugstöðinni: Mætti betur fara Nýja flugstöðin á Keflavíkurflug- velli er smekklega úr garði gerð en þar má þó finna ýmsa hnökra sem ætti að mega sníða af með góðum vilja. Má þar fyrst nefna til þegar farþegar aka farangri sínum út á bílastæðin fyrir utan byggingana þá er þangað mjög ógreiðfær leið með farangur- skerrumar. Fyrir utan er mikil „stéttaskipting". Fyrst kemur svona stétt og síðan hin- segin og ójafn halli á milli þeirra. Við komu til landsins má sjá farþega klöngrast með farangurskerrumar þama yfir með heilmikilli fyrirhöfn. Hentugra að greiða aðeins á einum stað Annað sem mætti einnig betur fara í þessari annars glæsilegu flugstöð er fyrirkomulagið í frihafharversluninni. Fyrirkomulagið í versluninni, svona til upplýsingar fyrir þá sem ekki hafa farið þar um, er á þann veg að hver vörutegund er seld sér, eins og t.d. peysur, slæðui' og slifsi, ilmvötn og snyrtivömr, myndavélar og postulíns- styttur. Áfengi, tóbak og sælgæti em afgreidd á einum stað. Þetta er raunar sama fyrirkomulag og var í gömlu frihöfhinni. Það væri hins vegar til hagræðis fyTÍr neytendur ef þeir gætu greitt innkaupin í einu lagi í stað þess að greiða jafnóðum á hverjum stað. Langsamlega flestir greiða fvrir þessi viðskipti með krítarkorti og það er því heilmikil töf ef verslað er í mörgum deildum og tíminn oft naum- ur þegar- farþegar em rétt ófamir út í vél. -A.BJ. Atta hundruð ára afmæli í Travemunde Boðið er upp á meira en sextíu uppá- komur og hátíðir í tilefni af 800 ára afinæli Travemúndeborgar í Norður- Þýskalandi. Hluti hátíðahaldanna hefst á aðaltorgi borgarinnar helgina 29.-31. maí. Af öðrum viðburðum má nefna hafn- arhátíð dagana 12.-14. júní. Þá verða átta jasstónleikar á laugardögum í júlí og ágúst og ótal önnur tónlistartil- boð. Það sem ber einna hæst er Flugelda- tónlist Hándels, flutt af 130 ungmenn- um sem verða á fljótandi palli. Skotið verður upp flugeldum um leið og tón- verkið er flutt. Þessi mikla sýning verður 15. ágúst. Nánari upplýsingar má fá hjá Km-verwaltung Travemunde, Strand- promenade lb. D-2400. HL-Trave- múnde. Sumarfargjöld innan Norðurlandanna íslendingum gefst nú kostur á, í fyrsta sinn, að kaupa hér á landi ódýr sumarfargjöld á flugleiðum SAS innan Norðurlandanna. Þetta eru PEX-far- gjöld sem eru 75 % ódýrari en venjuleg fargjöld og 25-35 % ódýrari en lægstu fargjöld sem hafa verið í gildi undan- farið á viðkomandi flugleiðum. Sumarfargjöldin verða í gildi frá 1. júlí til 15. ágúst nema í Danmörku. Þar gilda þau frá 16. júnf til 1. ágúst. Farseðill, sem keyptur er á þessum kjörum, gildir í einn mánuð frá brott- farardegi og eina skilyrðið er að' viðdvöl sé a.m.k. tvær nætur eða ein nótt ef það er nóttin milli laugardags og sunnudags. Síðasta sumar notfærðu 125 þúsund farþegar sér þessi sumarfargjöld. í nú einnig í gildi hér á landi sumar verður framboð sæta á þessum kjörum takmarkað við 150 þúsund og að auki 14 þúsund sæti til viðbótar á leiðunimi til Finnlands. Að meðaltali eru 30 sæti á boðstólum með hverju SAS-flugi innan Norðurlandanna á þessum kjörum. Sala þessara fargjalda hófst hér í byrjun maí. Upplýsingar veita ferða- skrifstofurnar, Flugleiðir og skrifstofa SAS. Dæmi um verð Frá Kaupmannahöfn til: Álaborgar, 510 dkr., ca 2.960 íkr. Árósa 425 dkr., ca 2.470 íkr. Stokkhólms 600 dkr.. ca 3.480 íkr. Osló 600 dkr., ca 3.480 íkr. Bergen 700 dkr.. ca 4.060 ikr. Helsinki 1.000 dkr.. ca 5.800 íkr. Frá Stokkhólmi til: Kiruna 700 skr.. ca 4.360 íkr. Kaupm.hafnar 600 kr.. ca 3.730 íkr. Osló 600 skr.. ca 3.730 íkr. Helsinki 700 skr.. ca 4.350 íkr. Frá Osló til: Kaupm.hafnar 600 nkr.. ca 3.510 íkr. Stokkhólms 600 nkr.. ca 3.510 íkr. Helsinki 1.000 nkr.. ca 5.850 íkr. Frá Bergen til: Osló 500 nkr.. ca 2.925 íkr. Kaupm.hafnar 700 nkr„ ca 4.100 íkr. I ölhmi tilfelhmi er um að ræða far fram og til baka. Tónlistarsumar í Lubeck í sumar er boðið upp á einstaklega skemmtilega tónlist í Lúbeck. í júnf, júlí og ágúst verða í þesari gömlu Hansaborg hvorki meira né minna en 116 hljómleikar og aðrar uppákomur fyrir tónlistarunnendur. Ástæðan fyrir þessiun allsnægta- tónleikum er að þremur tónlistarhá- tíðimi, Buxtehude-hátíðinni. Norður-þýskum dögum og tónlistar- hátíðinni í Slésvík-Holstein hefur verið slegið saman í eina risahátíð. Af frægum gestum, sem koma fram í sumar, má nefna hljómsveitarstjór- ana Leonard Bernstein, Giuseppe Sinopoli og Claudio Abbado og ein- söngvarana Dietrich Fischer-Diskau. Hermann Prey og Justus Frants. Frekari upplýsingar fást hjá Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6D, 1620 Köbenhavn V. «■ búi Landbúnaðarsýningin í Reiðhöllinni í Víðidal 14.-23.ágúst yyy hugmyndasamkeppni Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára 1987. Þess verður m.a. minnst 14.-23. ágúst með landbúnaðar- sýningunni BÚ '87 í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík, ogumhverfi hennar. BÚ '87 og Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsa af bessu tilefni eftir hugmyndum aö nýrri atvinnustarfsemi í sveitum Helst eróskaö er eftir alls konar nýjum tillögum aðléttri, einfaldri en arðvænlegri atvinnustarfsemi sem einstaklingargeta hafiðog stundað í hlutastarfi við þau skilyrði sem nú eru í sveitunum. Veittar verða viðurkenningar eins og hér segir: 1. verðlaun kr. 150.000 2. verðlaun kr. 75.000 3. verðlaun kr. 25.000 Sigurvegarar eiga eftir sem áður höfundarrétt tillagna sinna. Dómnefnd skipa: Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refstað í Vopnafirði, Leifur Kr. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Skilafrestur hugmynda er tiM.ágúst 1987. keppnisgögn ásamt nánari upplýsingum um hugmyndasamkeppnina og sýningarhaldið veitaframkvæmdastjóri BÚ '87, Magnús Sigsteinsson og blaðafulltrúi sýningarinnar, Ólafur H. Torfason hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Aðsetur: Bændahöllinni, 107 Reykjavík. S: 91-19200, 20025. Einkunnarorð BÚ '87 verða: "máttur lífs og moldar"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.