Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 15 „Jæja, það er gott að þetta er búið. Ég er „Almáttugur, það hljóta að vera kennarar „Jæja, ég vona að ég þurfi ekki að lenda „Eg man ekki til þess að hafa nokkurn tíma orðinn ol gamall og grár til að taka þátt í sem sömdu þetta þróf. Ég nota málið bara í svona hremmingum aftur.“ á ævinni heyrt minnst á önghljóð!" svona leikjum." til að koma skoðunum mínum á framfæri." Bergmann niðursokkinn í ís- lenskuprófið sitt. „Ég lærði nefnilega hljóðfræðina á rússnesku og það hjálpar mér lít- ið í þessu prófi. Annars finnst mér stafsetningin auðveld í prófinu og einnig sumir hlutar málfræðinnar. Aðrir hlutar hennar sýnist mér felast í einhverj- um fræðiheitum eða formúlum sem krökkunum eru kennd, en við hin- ir, sem ekki erum nýskriðnir út úr skóla, eigum erfiðara með að henda reiður á.“ Árni sagði að prófið í heild væri býsna erfitt og að hann skildi vel hræðslu unglinganna við sam- ræmdu prófin. Þegar kom að þeim kafla prófsins sem fólst í lesskilningi sem þeir þremenningarnir áttu að sleppa, sagði Árni að Indriði G. hefði nú getað bjargað sér vel á Gísla sögu Súrssonar sem þar var fyrst til umfjöllunar. Indriði hefði jú skrif- að handritið að Útlaganum, sem byggðist á Gísla sögu. Árni gerði eina klaufavillu í staf- setningarhlutanum. Hann skrifaði orðið rigndi vitlaust, eða „ringdi“. Árni var með fallbeyginguna á hreinu í fyrstu tveim spurningun- um, lýsingarháttur þátíðar brást honum en hann hafði skilgreining- una á viðtengingarhætti. Það vafðist ekkert fyrir Árna að mynda nafnorð af sagnorðum eða lýsing- arorð af nafnorðum og að sjálf- sögðu lagfærði hann brenglaðan texta á besta máta. Setningaskipanin vafðist ekki fyrir honum og að breyta beinni ræðu í óbeina var leikur einn. Þrátt fyrir eigin efasemdir hafði hann önghljóðin á hreinu svo og aðra hljóðfræði. Árni stóð sig þvi með mestu prýði og einkunn prófdómarans er 9,0. Indriði G. Þorsteinsson: 7,0 „Ég er bara „truck- driver“ í íslensku“ „Ég nota íslenskuna allt öðru vísi en þessir kennarar. Ég kann engin fræðiheiti eða hugtök. Ég skrifa bara málið og beiti því burtséð frá þvi hvað einstök orð eða setningar- hlutar heita,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson þegar hann leit á ís- lenskuprófið sem fyrir hann var lagt. „Ég er enginn íslenskufræðingur, ég er bara „truckdriver“ í málinu, keyri á því sem ég kann án þess að hafa áhyggjur af því hvað það heitir. Ég segi bara eins og kerling- in sem fór í tvíburaskírnina þegar hún var spurð hvað börnin hefðu verið látin heita. „Önnur var skírð Elsa og eitthvað en hin var skírð eitthvað og eitthvað!" „Föllin? Hvað heita þau aftur? Já, nefnifall - þolfall þágufall og eignarfall! Já, þessi orð eru í þágu- falli og eignarfalli! Jæja! Byrjar þetta nú! Lýsingar- háttur þátíðar og viðtengingar- háttur! Ég er nú alveg búinn að steingleyma hvað það er - ef ég hef þá nokkurn tíma vitað það. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað önghljóð er?“ Þegar Indriði hafði lokið sínum hluta prófsins leit hann á spurning- arnar sem hann fékk að sleppa. „Sagði Árni að ég hefði forskot á sig vegna Gísla sögu? Helvítis karl- inn - og hann með sína rússnesku,“ sagði Indriði og skellihló. „Krakkarnir þurfa að vera helv... vel inni í hlutunum til að geta leyst þessi verkefni," sagði Indriði þegar hann afhenti úr- lausnir sínar. Indriði leysti stafsetningarverk- efni sitt villulaust af hendi. Þegar kom að málfræðinni fór málið að versna. Fallbeygingarnar hafði hann nánast réttar, en hann var alveg blankur í lýsingarhætti þá- tíðar og viðtengingarhætti. Honum tókst sæmilega upp við myndun nafnorða og lýsingarorða en við lagfæringar málfars tókst honum stórvel upp. Setningaskipanin vafðist fyrir Indriða svo og öng- hljóðin en í annarri hljóðfræði gekk honum vel. Frammistaða Indriða er því ekk- ert til að skammast sín fyrir og einkunn prófdómarans er 7,0. Páll Magnússon: 9,0 „Þettaersko skelfileg raun“ „Signý? Hvernig beygist nú Signý? Mér finnst svo ljótt að segja Signýju og ég segi bara eins og Laxness þegar hann var spurður hvers vegna hann sleppti ekki ypsi- loni úr sinni stafsetningu. Hann sagði ástæðuna þá að Eyjafjörður væri svo ljótur án ypsilons og þess vegna yrði stafurinn að fá að fljóta með,“ sagði Páll Magnússon í upp- hafi íslenskuprófsins. Hann skipti þó um skoðun og fallbeygði Signýju rétt. „Lýsingarháttur þátíðar! Þið voruð búnir að lofa að það yrði enginn lýsingarháttur! Jæja, þá. Og önghljóð! Hvað í veröldinni er nú það? Er það þegar tungan snert- ir góminn? Eða - nei, þetta er alveg öfugt! Eða... Nefhljóð! Það hljóta að vera hljóð sem koma út um nefið. Já...“ Þegar Páll hafði lokið prófinu baðst hann undan því að þurfa að lenda í slíkri raun aftur, samúð hans væri öll með krökkunum sem lent hefðu í þessum hremmingum. En Páll stóð sig mjög vel. Staf- setningin var hnökralaus svo og fallbeygingarnar. Og gagnstætt því sem hann áleit sjálfur var hann með lýsingarhátt þátíðar og við- tengingarhátt á hreinu. Sagnorða- og lýsingarorðamyndunin var í lagi hjá honum svo og lagfæring mál- fars, en eitthvað vafðist setninga- skipanin og hljóðfræðin fyrir honum. Að öllu samanlögðu var þetta prýðisgóð frammistaða hjá Páli og einkunn prófdómarans er 9,0. DUNDUR- ÚTSALA á RIO bómullargarni Verð aðeins kr. 42,00/50 gr - eða kr. 294,00 í þessari peysu. Þú getur valið úr 30 litum. Fallegar uppskrift- ir fylgja garninu. Mundu að Stahl’sche Wolle. er vestur-þýsk gæðavara. Inqrid JK-póstverslun, sími 24311. Póstsendum. Hafnarstræti 9, s. 621520. ^^HÚSGÖGN í barna- og unglingaherbergið Opið til kl. 16 í dag í öllum deildum E EUPOCARD J JSLm Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.