Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaárið 1987-1988. Innritun fer fram dagana 1 .-4. júní að báðum dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám (námssamn- ingur fylgi umsókn nýnema.). 2. Grunndeild bókiðna. 3. Grunndeild fataiðna. 4. Grunndeild háriðna. 5. Grunndeild málmiðna. 6. Grunndeild rafiðna. 7. Grunndeild tréiðna. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókagerð. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla- virkjun. 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 17. Almennt nám. 18. Fornám. 19. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn). 20. Rafsuðu. 21. Tæknibraut. 22. Tækniteiknun. 23. Tölvubraut. 24. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 25. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjar- skólanum 1. og 2. júní. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskír- teina. Iðnskólinn í Reykjavik. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Smiðjuvegi 44-D, þingl. eigandi Bílaleigan hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 25. maí kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlánasjóður, bæjarfógetinn í Kópavogi og Jóhannes L.L. Helgason hrl. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Engihjalla 3, 5. hæð D, þingl. eigandi Hall- dóra Guðmundsdóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, mánud. 25. maí kl. 13.30. Uppboðsbeiðendureru Veðdeild Lands- banka íslands, Bæjarsjóður Kópavogs, Brunabótafélag Islands, bæjarfógetinn i Kópavogi, Reynir Karlsson hdl., Asgeir Thoroddsen hdl., Jón Eiríksson hdl., Verslunarbanki íslands, Ingólfur Friðjónsson hdl., Sigurmar Albertsson hdl. og Róbert Árni Hreiðarsson hdl. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Hlaðbrekku 11, neðri hæð, þingl. eigandi Hilmar Adólfsson, fer fram á eigninni sjálfri mióvikud. 27. mai kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn I Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Friðjón Örn Friðjónsson hdl., Iðnaðarbanki Islands hf. og Ingvar Björnsson hdl. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Löngubrekku 1, talinn eigandi Eyvindur Ó. Benediktsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikudaginn 27. maí kl. 13.45. Uppboósbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Kastalagerði 3, þingl. eigandi Angantýr Vil- hjálmsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 27. maí kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru bæjarfógetinn í Kópa- vogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Gjaldheimtan I Reykjavík, Búnaðarbanki íslands, Magnús Norðdahl hdl. og Gjaldskil sf. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Engihjalla 9, 6. hæð F, þingl eigandi Þorgeir Pétursson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 I Kópavogi, miðvikudaginn 27. maí kl. 14.00. Uppboðsbeiöendur eru bæjarfógetinn í Kópavogi og Gjaldheimtan í Reykjavík. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Sæbólsbraut 20, þingl. eigandi Jóhann G. Ásgeirsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, mið- vikud. 27. maí kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð á fasteigninni Engihjalla 11,1. hæð B, talin eigandi Anna M. Jónsdóttir, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, miðvikud. 27. maí kl. 15.50. Uppboðsbeiðandi er Brunabótafélag íslands. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Kvikmyndir Barker leikstýrir Higgins i einu atriðanna. Hrollvekjuhöfundurinn Clive Barker: Svar Breta við Stephen King Undarlegir hlutir gerðust við virðulegt hús í Dollis Hills í norður- hluta London síðasta haust. Ekki aðeins það að menn væru tældir í kærulaust kynlíf og fengju meira en þeir áttu von á heldur var þar einnig hálfrotnað lík á flækingi og hópur ruglaðra pönkara ráfaði út úr veggj- um hússins. Þetta er hluti af hugar- heimi breska hrollvekjuhöfundarins Clive Barker og það er Barker sjálfur sem hefur fest þennan heim á filmu í fyrstu mynd sinni, Hellraiser. Myndin verður tekin til sýningar í Bandaríkjunum og Bretlandi en Bretar telja kapp^nn sitt svar við hinum geysivinsæla bandaríska hrollvekjuhöfundi, Stephen King, sem nú gerir einnig sínar mynd sjálf- ur. Eftir Barker liggja tvö handrit að kvikmyndum en hann er lítt hrifinn af því hvernig kvikmyndirnar eftir þeim urðu. Og er Barker hitti fram- leiðandann Christopher Figg (að- stoðarleikstjóri A Passage to India) steig hann sín fyrstu skref í að verða leikstjóri. Þetta var snemma árs 1985 og lengi vel áttu þeir félagarnir í erfiðleikum með að fjármagna kvik- mynd þá sem þeir ætluðu sér að gera, byggða á einni af sögum Barkers. Það var ekki fyrr en á síðasta ári, er bandaríska fyrirtækið New World setti fram tryggingu fyrir dreifingu myndarinnar, að hjólin fóru að snú- ast. Bandaríkjamaður í aðalhlut- verk New World setti ekki fram trygg- ingu sína án skilyrða. Meðal annars krafðist íyrirtækið þess að Banda- ríkjamaður færi með aðalhlutverkið í myndinni, eiginmann sem flytur í nýtt hús með seinni konu sinni og kemst að raun um að fasteignasalinn hefur látið ýmislegs ógetið um húsið. Hlutverk þetta hlaut Andrew Robin- son sem áður hefur m.a. leikið geðsjúklinginn í Dirty Harry og að- stoðarmann Walter Matthau í Charley Varrick. Konu hans leikur Clare Higgins í hlutverki sínu. Clare Higgins sem leikið hefur í sjón- varpsmyndum og hinni þekktu mynd Bertolucci 1919. Þriðja aðalhíut- verkið í myndinni, dóttir mannsins af fyrra hjónabandi, er í höndum Ashley Lawrence og er þetta hennar fyrsta kvikmynd. Húsið, sem myndin er tekin upp í, segir Figg vera eins og best verður á kosið, líkist að nokkru húsinu sem notað var í The Amityville Horror og hafði þann kost að vera í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá aðal- stöðvum þeirra félaga, Figg og Barker. Eigandi hússins sagði þeim að þeir mættu breyta því eins og þeir vildu við gerð myndarinnar. Heimsókn Breska kvikmyndatímaritið Films and filming heimsótti upptökustað- inn meðan á gerð myndarinnar stóð. Er fulltrúi tímaritsins, Tim PuPeine, kom á staðinn var verið að taka upp atriði með fjórðu persónunni í kvik- myndinni, bróður eiginmannsins sem álitinn er horfinn. Hryllileg endur- koma hans er eitt af lykilatriðum myndarinnar. Bróðirinn er leikinn af Oliver Smith en Tim segir í frá- sögn sinni að hann sé óþekkjanlegur vegna viðbjóðslegs gervis sem tók þrjá tíma að setja á hann, og læt.ur hann líta út fyrir að vera flóttamann úr helvíti sem sloppið hefur næstum óskaddaður þaðan. Smith segir gerv- ið hins vegar þægilegt í meðförum, það er fyrir utan þau atriði er hann er þakinn slími. Förðunin er í höndum Bob Peck. Hann er yfirmaður 17 manna hóps sem ætlað er að koma martraðar- kenndum hugmyndum Barkers í gagnið fyrir kvikmyndavélarnar. Erfiðasta verkefni þeirra að mati Peck var að skapa Cenobitana, hina pönkuðu djöfla sem „hafa ekki gert upp hug sinn um hvort þeim líkar betur að meiða hvor annan eða aðra“. „Gaman að vinna hér“ Tim ræddi stuttlega við nýliðann í myndinni Ashley Lawrence en hún hefur komst næst því að leika hryll- ingshlutverk er hún kom fram sem ein af nornunum í Macbeth. Hún var mjög ánægð með veru sína í Eng- landi og fannst gaman að vinna með þessum hóp. „Allir eru raunverulegir hér, þeir viðurkenna að kvikmyndagerð er vinna,“ sagði Ashley og spurð um Barker sagði hún: „Hann tekur ekk- ert sem gefið og hann veit nákvæm- lega hvað hann vill enda skrifaði hann verkið upphaflega.“ Barker hefur sínar eigin hugmynd- ir um hvernig vinna beri að kvik- mynd: „Ég trúi því að stíll hafi mikið með hagkvæmni að gera og þá ekki eingöngu í sambandi við peninga,“ sagði hann og bætir því við að sagan sé aðalatriðið. „En hversu heillandi sem sagan er kemur hrollurinn úr ástríðum mannanna. „Ég hef engan áhuga á því að gera hryllingsmynd þar sem hreinar meyjar eru eltar af mönnum með skíðagrímur. Það eru engar hreinar meyjar í minni mynd... og ekki heldur skíðagrímur ef út í það er farið.“ -FRI Clive Barker mundar upptökuvélina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.