Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. DV kyirnir 1. deildarlidin í knattspymu: Víðir • Lið Víðis í Garði sem leikur í 1. deild í sumar. DV-mynd Páll Ketilsson „Reykjavíkurfélögin og Akranes eru iíkleg til afreka í sumar“ - segir Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis í Garði „Þetta íslandsmót leggst alveg þokkalega í mig og mína menn. Ég held að mér sé óhætt að segja að við komum ágætlega vel undirbúnir til leiks og við erum bjartsýnir á sumar- ið,“ sagði Haukur Hafsteinsson en hann þjálfar lið Víðismanna í Garði sem í sumar leikur í þriðja skipti í 1. deild. Haukur er snjall þjálfari og þeir eru margir sem telja að hann muni ná góðum árangri með lið Víðis í sum- ar. „Við þurfum auðvitað að hafa mikið fyrir hlutunum“ „Mínir menn eru nú þegar komnir með þó nokkra reynslu af því að leika í 1. deildinni og í sumar ná þeir von- andi að nýta sér hana. En það er ljóst og ég vona að leikmenn liðsins hafi gert sér grein fyrir því að þeir verða að hafa verulega mikið fyrir hlutunum í sumar. Lið Víðis hefur verið í sókn og ég tel að leikmenn liðsins hafi þeg- ar sannað að þeir eiga heima í deild- inni.“ Byrjuðu í leikfimi og styrktaræf- ingum „Það má segja að við höfum hafið æfingar um mánaðamótin janúar febr- úar. Þá vorum við í leikfimi og styrktaræfingum en fórum síðan út um páskana. Síðan fórum við í keppn- isferð til Vestur-Þýskalands og náðum þar þolanlegum árangri. Við lékum að vísu gegn liðum sem standa 1. deild- arfélögum hér að baki en engu að síður er það skoðun mín að þessi ferð hafi gefið okkur mikið.“ „Boltinn alltaf að verða betri ogbetri“ - Att þú von á að knattspyman í sum- ar verði betri eða verri en hún var til dæmis í fyrra? „Mér hefúr fundist að boltinn hér sé alltaf að verða betri og betri með hverju keppnistímabilinu sem líður. Það hefur verið viss stígandi í þessu og án vafa hefur knattspyman verið á uppleið. Þá má ekki gleyma því að í sumar bætast ný nöfn í þetta hjá okkur og þessir leikmenn, sem leika í deildinni í sumar en vom ekki með í fyrra, eiga án efa eftir að koma með nýtt blóð í þetta. Áhorfendur eiga ör- ugglega eftir að fjölmenna á leikina í sumar og það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir yrðu mun fleiri en í fyrra. Þetta íslandsmót verður ömgglega mjög skemmtilegt." „Reykjavíkurliðin og Akranes í toppbaráttunni“ - Hvaða lið koma svo til með að beij- ast um sigurinn í 1. deild? „Ég held að Reykjavíkurfélögin 'verði mjög sterk í sumar og einnig er greinilegt að Skagamenn em sterkir. Þeir eiga ömgglega eftir að blanda sér vemlega í toppslaginn í sumar og lið þeirra er mjög líklegt til afreka. Hvað okkur varðar þá stefnum við ekki að einhveiju ákveðnu sæti. Við munum taka hvem leik fyrir í einu og svo verður árangurinn bara að koma í ljós. Það er hins vegar ljóst að við stefhum að betra sæti í deildinni í ár en í fyrra,“ sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis. • Haukur treysti sér ekki til þess að spá fyrir um endanlega röð liðanna að keppnistímabilinu loknu. Fýrst 8. sæti, þá það 7. en hvað gerist nú? Árangur Víðismanna hefúr ef til vill ekki verið til að hrópa húrra fyrir þau tvö ár sem liðið hefur leik- iðí 1. deild en hinu er ekki að neita að liðinu hefúr farið mikið fram og margir em þeirrar skoðunar að það hafi þegar sannað tilverurétt sinn í 1. deild. Víðir hefur aldrei sigrað í 1. deild og sömu sögu er að segja um 2. deild- ina. Hins vegar varð liðið tslands- meistari í 3. deild árið 1982. Fyrsta árið sem Víðir lék í 1. deild slapp það naumlega við fall og hafn- aði að lokum í 8. sæti. Árið eftir varð fallbaráttan einnig allsráðandi en liðið náði þó að hækka sig um eitt sæti frá árinu áður og hafhaði í 7. sæti. • Víðismenn hafa einu sinni átt markakóng í deildarkeppninni í knattspymu. Það var árið 1981 er Daníel Einarsson skoraði 25 mörk. TVeir hurfu á braut en þrir nýir komu Tveir leikmenn hafa yfirgefið her- búðir Víðismanna frá því í fyrra en þrír nýir leikmenn komið í þeirra stað. Þeir Mark Duffield og Helgi Bentsson em horfiiir á braut. Duffi- eld leikur með KS frá Siglufirði í sumar en Helgi gekk að nýju yfir í Keflavík. • Þeir sem koma nýir inn í lið Víðis em Sævar Leifsson, Björgvin ^Björgvinsson og Hjálmar Hallgríms- son. Sævar Leifsson lék með KR í fyrra en Björgvin, sem er bróðir Sig- urðar Björgvinssonar hjá ÍBK, lék með Keflavík í fyrra. Þá lék Hjálmar Hallgrímsson með Grindvíkingum í fyrra en hann þykir mjög efhilegur leikmaður. Allir þessir þrír leikmenn ættu að geta styrkt lið Víðis mikið og jafnvel ná þeir að fylla þau skörð sem þeir Duffield og Helgi skildu eftir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.