Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 17 Dagskrá Ríkisútvarpsins EÍNN CADÍLLAC/mÍckI SELJÍ-Ð ÞÍDTRABAMT Mtí> AFBO»?6UMUn ?• tBAR.fc'A- H£ÍMÍLI U PTn Þegar ég kom heim úr vinnunni kvöld eitt í síðastliðinni viku var konan mín að reyna að drepa flug- ur í svefnherberginu og lætin í henni voru svo mikil að ég þakkaði guði fyrir að hafa verið fjarverandi meðan leikurinn stóð sem hæst en þegar ég kom til sögunnar var kon- an mín orðin talsvert móð enda búin að lemja alla veggi svefn- herbergisins með Alþýðublaðinu án þess að hafa annað upp úr krafs- inu en að eyðileggja blaðið. - Þessar helvítis flugur sækja svo Háaloft Benedikt Axelsson í ljósið, sagði konan mín og lamdi Alþýðublaðinu enn einu sinni í vegginn. Nú gætu einhverjir haldið að þessi bardagagleði konunnar minnar væri ónauðsynleg en það er öðru nær, konan mín hefur það nefnilega fyrir sið að lesa heims- bókmenntirnar um svipað leyti og aðrir þegnar landsins fara að dreyma um hæsta vinninginn í lottóinu eða hæsta vinninginn í happaþrennu Háskóla íslands. Um tólfleytið á kvöldin læðist hún inn í rúm eftir að hafa þvegið upp, ryksugað, skúrað og þurrkað af og fer að lesa Nóru Ephron eða Fay Weldon eða Garþía Markes. - Veistu hvað helvítið gerði? sagði konan mín þegar ég bað hana í guð- anna bænum að fara ekki svona illa með Alþýðublaðið, - hún hlammaða sér niður á blaðsíðu tvö hundruð sjötíu og fjögur með slíkum gaura- gangi og það munaði minnstu að ég fengi hjartaáfall, ég skal sko al- deilis kaupa flugnaeitur á morgun, bætti konan mín við þegar hún hafði gjöreyðilagt Alþýðublaðið mitt og hent því frá sér eins og það væri Þjóðviljinn eða Mogginn. Þegar við áttum heima við þjóð- veg sjö hundruð og ellefu lærðum við að umgangast flugur. Við kom- umst til dæmis fljótlega að raun um það að flugur sækja í ljós og þess vegna kveiktum við alltaf frammi á gangi ljósið á vorin áður en við fórum að sofa og þökkuðum fiskiflugunum fyrir komuna sem við mættum á leiðinni inn í svefn- herbergi. Einstöku sinnum brást þessi hernaðarlist og þá sagði konan mín gjarnan: - Vesalings flugan er ábyggilega annaðhvort blind eða sofandi, ekki drepa hana fyrr en hún vaknar. - Það er mikið að hún skuli ekki fara fram á að ég skreppi með hana til augnlæknis áður en ég stúta henni, hugsaði ég þá og náði í Moggann því að það er eiginlega eina blaðið sem vinnur nokkuð örugglega á flugum. En þótt einkennilegt megi virðast er ekki sama með hvaða blaðsíðu maður drepur þessi grey, ég komst að raun um það þarna við þjóðveg- inn að það er algjörlega vonlaust að reyna að drepa fiskiflugu með leiðarasíðunni og um leið og maður fletti upp á dánarfregnum og jarð- arförum vaknaði kvikindið og flaug umsvifalaust út um gluggann. Hins vegar drap ég ófáar blindar og sofandi flugur með dagskrá Rík- isútvarpsins. Dagskráin Konan mín var sem sagt orðin æst þarna um daginn og af því til- efni bauðst ég til að aðstoð hana við morðin á flugunum, sem voru jafnvel hrifnari af Garþía Markes en hún, og fór fram í eldhús að ná í Moggann en á okkar heimili er allt á sínum stað nema táningur- inn. Þegar ég kom til baka var konan mín lögst upp í rúm með Garþía Markes og um leið og ég tók mér stöðu á svefnherbergisgólfinu með dagskrá Ríkisútvarpsins í höndun- um bað ég konuna mína að loka nú munninum á sér í svo sem tíu sekúndur ef hún gæti á meðan ég væri að myrða flugurnar. - Annars gæti svo farið að þær dyttu upp í þig, sagði ég við konuna mína. Að svo búnu horfði ég fast og lengi á fluguna á veggnum og eftir að hafa miðað á hana vel og vand- lega lét ég höggið ríða af. - Hittir ekki, sagði konan mín án þess að líta upp úr Markes þeg- ar flugan flaug suðandi um svefn- herbergið. - Undarlegt, hugsaði ég, - getur verið að dagskrá Ríkisútvarpsins sé að hraka og það í þessari bull- andi samkeppni? Kveðja Ben.Ax. ____________________________________44 Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega eríítt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi það að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá Sjónvarpsbúðinni, Höfðatúni 2: vasaút- varpstæki með segulbandi (verðmæti 3.000,- kr.), vasadiskó (verðmæti 2.300,- kr.) og plötustatíf (verðmæti 900,- kr.). í öðru Helgarblaði héðan í frá birtast nöfh hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta Helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: Átta breytingar - 44, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera Sigrún Guðmundsdóttir, Syðra-Langholti, 801 Selfoss (vasaútvarpstæki með segul- bandi, kr. 3.000,-), Nanna Eiríksdatter, Melgerði 11, 200 Kópavogi (vasadiskó, kr. 2.300,-) og Hilmar Guðjónsson, Vest- urási 51, 110 Reykjavík (plötustatíf, kr. 900,-). Vinningamir verða sendh’ heim. NAFN ....... HEIMILISFANG PÓSTNÚMER . ÞVl FLEIRI V?t STERKARI Búsett I Baratta Ivrtr « búsetuj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.