Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 13 Erlend bóksjá Vörn Möltu SIEGE: MALTA 1940-1943. Höfundur: Emle Bradlord. Penguin Books, 1987. Eyjan Malta á Miðjarðarhafi hefur um aldir verið bitbein stór- velda. Frægt er umsátur Súleiman Tyrkjasoldáns árið 1565 þegar hin- ir kristnu „Möltu-riddarar“ vörðu eyríki sitt af einstæðum dugnaði og hugvitssemi. í síðari heimsstyrj- öldinni gerðu ítalir og Þjóðverjar ítrekaðar tilraunir til þess að ná Möltu á sitt vald, einkum með sí- felldum loftárásum. Hefur Malta það sér til frægðar að hafa í því stríði orðið fyrir meiri loftárásum en nokkur annar staður á jarðríki. Emle Bradford hefur ritað þekkta bók um umsátrið mikla árið 1565 en hér tekur hann fyrir vöm Möltu gegn ítölum og Þjóð- verjum árin 1940-1943. ítalir urðu fyrstir til að varpa sprengjum á eyna en fengu síðan aðstoð þýska flughersins enda vom þeir ekki færir um hemaðaraðgerðir hjálp- arlaust þar frekar en annars staðar. Hetjuskapur íbúanna, sem segja má að hafi búið meira og minna neðanjarðar í þrjú ár, var engu minni en til dæmis Lund- únabúa þótt minna hafi verið um Möltubúa fjallað. Þessi bók bætir þar úr með hinum mestu ágætum. Grunaður um morð THE NARROWING CIRCLE. Höfundur: Julian Symons. Penguin Books. 1987. Dave Nelson er lofað starfi rit- stjóra nýs tímarits um sakamál sem útgáfufyrirtækið sem hann vinnur hjá er að hleypa af stokk- unum. En þegar til á að taka er tilkynnt að keppinautur hans hafi fengið ritstjórastólinn. Nelson bregst illa við og lætur þung orð falla í garð keppinautarins, fer síð- an á vit Bakkusar og gleðikonu. En morguninn eftir, þegar hann mætir til vinnu, hefur keppinaut- urinn verið myrtur og liklegasti sökudólgurinn er, auðvitað, Nel- son sjálfur. Honum gengur erfið- lega að sanna hvar hann var um kvöldið og ekki bætir úr skák þeg- ar upp kemst að kona hans var viðhald hins myrta. Julian Symons, sá klóki glæpa- sagnahöfundur, hefúr hér komið söguhetju sinni í harla erfiða stöðu. Spumingin er hvort Nelson tekst að sanna sakleysi sitt og þá hvemig. „The Narrowing Circle" er ein margra bóka sem nú eru gefnar út að nýju undir samheitinu „Penguin Classic Crime“. í þeim flokki eru yfirleitt aðeins sögur úrvalshöfunda á sviði sakamála- sagna. Þessi veldur vissulega ekki vonbrigðum. Ostýrilátur snillingur ORSON WELLES. Höfundur: Ðarbara Leamlng. Penguin Books, 1987. „Orðið snillingur var það fyrsta sem ég heyrði hvíslað í eyra mér þegar ég var enn i vöggu,“ segir Orson Welles í viðtali við höfúnd þessarar ævisögu. Og hann bætti við: „Mér datt aldrei í hug að ég væri ekki snillingur fyrr en ég varð miðaldra!“ Hvað sem öðm líður fer ekki á milli mála að orðið snillingur á við um Orson á fyrstu áratugum ævi hans. Tuttugu og fimm ára að aldri hafði hann unnið þau afrek sem enn halda nafni hans á lofti sem leikari og leik- stjóri, bæði á leiksviði og i þeirri kvikmynd sem margir telja enn að sé eitt mesta afrek kvikmyndasögunnar, Citizen Kane. En Orson var óstýrilátur snillingur og stundum reyndar sjálfs sín versti óvinur. Af þeim sökum, og vegna and- stöðu hatrammra óvina og öfundar- manna, nýttist snilligáfa hans ekki til nýrra afreksverka síðari áratugi ævinnar. Til þess að vinna sér inn peninga lék hann þess í stað gjaman í kvikmyndum annarra og birtist þannig síðari tíma kvikmyndahúsa- gestum sem feitur kall í fremur ómerkilegum myndum. Hvílík sóun hæfileika! Hrífandi ævisaga Barbara Leaming, sem er prófessor í leikhús- og kvikmyndafræðum í New York, hefur skrifað í einu orði sagt hrífandi ævisögu þessa vandræðasnill- ings, enda varði hún til þess mörgum árum. Eftir síendurteknar tilraunir tókst henni einnig að fá Orson til ítar- legra samtala um ævi sína. Án þeirra endurminninga hefði ævisagan orðið til muna fátæklegri. Auk þess bregður Leaming með skemmtilegum hætti inn í söguna frásögnum af tilraunum sín- um til að komast í samband við Orson Welles og ýmsum upplýsingum um samtöl þeirra. Orson, sem fæddist árið 1915, var alinn upp af móður sinni og heimilis- vini sem taldi hann snilling frá bamæsku. Orson reyndi alla tíð að uppfylla þær væntingar. Sigrar í New York Hugur hans beindist þegar á ungl- ingsárum að leikhúsinu. Sem leikari náði hann góðum árangri, f\rst í Du- blin, þar sem hann var peningalaus á ferð og vildi með leik sínum vinna sér inn fyrir lífsnauðsynjum, og síðar í New York - ekki hvað síst í útvarpi, en rödd hans naut sín afar vel í þeim miðli. Alvörutækifæri til þess að sýna hvað hann gat fékk hann hins vegar árið 1935 - þegar hann var tvítugur. Þá setti bandaríska ríkisstjómin á lag- gimar ríkisstyrktar leiksýningar til þess að skapa atvinnu fyrir leikara sem fóm illa út úr kreppunni. Orson var vegna kunningsskapar við John Houseman, sem starfaði við þetta verkefrii fyrir ríkisstjómina, falið að stjóma uppsetningu leikrits hjá svert- ingjaleikhúsi í Harlem. Sú sýning varð eftirminnileg í meira lagi. Orson um- breytti Hamlet Shakespeares: notaði svarta leikara í öll hlutverk, færði at- burðarásina til Haiti og nýtti þá möguleika sem sú breyting gaf til óvenjulegrar sviðsmyndar og tónlist- amotkunar. Orson sló í gegn bæði hjá gagnrýnendum og almennum leikhús- gestum. Hann varð „konungur Harl- em“. Orson fylgdi þessum sigri eftir með öðrum: óvenjulegri og rínsælli upp- setningu á söngleik og mjög sérstæðri og áhrifamikilli sýningu á Faust-leik- riti Marlowe. Þannig sýndi hann öllum að sigurinn með Hamlet-sýning- unni vai’ engin tilviljun. Welles hætti hjá ríkisleikhúsinu vegna ágreinings um uppsetningu verks sem hafði of róttækan boðskap að geyma fyTÍr stjómvöld og stofnaði sitt eigið leikhús. Þar setti hann upp góðar sýningar en vegna þeirrar stefnu að hafa miðaverð mjög lágt fór fyrirtækið á hausinn. Þetta var Merc- ury-leikhúsið. Mars og Hollywood En Mercury-flokkurinn hlaut sess í leiklistarsögunni engu að síður, þótt af öðm tilefni væri - sem sé fyrir flutn- ing leikgerðar Orson Welles á skáld- sögunni um innrásina frá Mars eftir H. C. Wells. Svo sem frægt varð trúðu margir hlustendur því að um raun- vemlega atburði væri að ræða og hlutust þar af margháttuð vandræði. Leaming færir að því nokkur rök að Orson hafi ekki komið þau viðbrögð jaínmikið á óvart og hann vildi vera láta. Eftir sigra í New York sem leikari og leikstjóri lá leiðin til Hollvwood. Orson gerði þar samning sem á*ú <;ng- an sinn líka áður og olli það rmkilli öfund í Hollywood, enda var Orson Welles aldrei litinn þar réttu auga af mörgum áhrifamönnum. Af þessum samningi fæddist kvikmyndin Citizen Kane sem að hluta til er byggð á ævi bandaríska blaðakóngsins Hearst. Uppbygging myndarinnar og gerð var um margt með öðrum hætti en tíðkast hafði í Hollywood, enda er hún enn í dag talin ein af bestu kvikmvndum sögunnar. En hún ávann Orson §and- skap Hearst sem beitti öllum fjölmiðla- mætti sínum til að klekkja á þessum nýja óvini. Hvers vegna? Hvers vegna tókst Orson Welles ekki að fylgja þessum sigrum eftir? Um það hafa verið deildar meiningar. Leaming telur þar hafa mestu skipt sú andstaða sem Orson hlaut í Hollvwood: hann hafi einfaldlega ekki fengið tækifæri til að gera fleiri kvik- myndir sömu gæða. The Magnificent Ambersons, sem næst gengur Citizen Kane af verkum Orson. var misþyrmt að honum fjm’stöddum. þótt hann gerði vmsa góða hluti síðar. fékk hann aldrei þar fjármagn og sjálfstæði sem þurfti til að skapa snilldarverk. Leaming dregur hins vegar ekkert undan þá galla Orson sjálfs sem gerðu samstarf \dð hann erfitt og sem áttu þátt í því að stöðva sigurgöngu hans á miðjum aldri. Þetta er hrífandi ævisaga um óvenjulegan mann. snilling sem hafði unnið öll helstu afrek sín þegar hann náði tuttugu og fimm ára aldri. en var líklega í augum síðari kynslóða fyrst og fremst stór og feitur kall sem lék í lélegum kvikmvndum. Kannski s\-nir það sannleiksgildi þeirra margendur- teknu orða að þeir sem guðimir elska devja ungir? Saga írska lýðveldishersins THE IRA. Höfundur: Tim Pat Coogan. Fontana Books, 1987. Blóöbaðið á Norður-írlandi siðusfu árin (einkum frá siðari hluta sjöunda áratugarins) hafa vakið óhug viða um heim. Margir hafa falliö i valinn, oft á tiðum böm og annað saklaust fólk. Hvers vegna? Skýringar á þessum átökum eiga sér rætur í langri og oft blóðugri sögu Irlands þar sem saman hefur blandast sjálfstæðisbarátta Ira, sem lengi lutu breskum yfirráðum, og hatrömm valdabarátta milli kaþólskra manna og mótmælenda. Þegar Irar fengu loksins sjálfsstjóm eftir síðari heimsstyrjöldina var hluti landsins áfram innan Bretaveldis: Norður-írland eða Ulster. Ýmsir sættu sig aldrei við þessa skiptingu landsins. Þeir róttækustu og öfgafyllstu í þeim hópi ákváðu að berjast fyrir samein- ingu þjóðarinnar með vopnavaldi og stofnuðu Irska lýðveldisherinn (IRA). Hann byggði reyndar á grunni eldri samtaka sem börðust fyrir sjálfstæði írlands. I þessari bók rekur Tim Pat Coogan, þekktur írskur blaðamaður, sögu þess- ara hryðjuverkasamtaka frá upphaf- m AFONTANAOntGlNAL TIM PAT COOGAN THE ERA A new edition of ‘this penetrating study’ THE TIMES inu í byrjun aldarinnar til hatrammra átaka síðustu ára. Hann hefur viðað að sér miklum og merkilegum upplýs- ingum meðal annars frá fynverandi og núverandi IRA-mönnuní. Starfsemi IRA hefur gengið í bvlgj- um. Stundum hafa samtökin í reynd verið úr sögimni að öllu leyti nema nafninu til. En eftir að breskt herlið var sent til Norður-írlands á ný í lok sjöunda áratugarins í kjölfar hat- ramrnra átaka milli kaþólskra manna og mótmælenda þar hefur írski lýð- veldisherinn. eða svokallaður ..Pro- visional"-armur hans. blómstrað sem aldrei fyrr. Má reyndar fullyrða að hann sé öflugasta hreyfing htyðju- t'erkamanna í heiminum í dag. Eins og aðrar hreyfingar pólitískra öfgamanna heftu- írski lýðveldisherinn oft á tíðum verið upptekinn af innri deilum og átökum milli manna og ólíkra stefna. Coogan rekur ítarlega þær deilur um pólitísk steínumál og haráttuaðferðir. Þessi bók er náma upplýsinga um írska lýðveldisherinn og þá manngerð sem þar er í fararbroddi og telur til- ganginn helga meðalið. Jafnframt veitir Coogan greinargóðar upplýsing- ar um þær pólitísku, trúarlegu, þjóð- emislegu og efiiahagslegu ástæður sem liggja að baki hannleiknum á Norður-írlandi. Umsjón Elías Snæland Jónsson „Skúbbið mikla SCOOP. Höfundur: Evelyn Waugh. Penguin Books, 1987. Enski rithöfúndurinn Evelyn Waugh er mörgum að góðu kunn- ur fyrir vel gerðar skáldsögur. Hérlendis mun „Brideshead Revis- ited“ líklega best þekkt vegna sjónvarpsmyndaflokks sem gerður var eftir þeirri sögu. En skemmtilegustu skáldsögur Waugh eru af öðru tagi. Hann var háðfugl hinn mesti í mörgum sagna sinna og meinfyndinn. Margir þekkja þannig makalausa sögu hans um útfararsiði í Amer- íku, „The Loved One“. í þessari skáldsögu, „Scoop“. frá árinu 1938, tekur Waugh enska blaðamenn og blaðaútgefendur til bæna. Hann byggir að hluta til á revnslu sinni sem fréttaritari ensks blaðs í Abyssiníu. þ.e. Eþíópíu. þegar ítalir vom að leggja það land undir sig á fjórða áratugnum. og samskiptum sínum við enska blaðakónga þess tíma. Þótt þær fyrirmyndir, sem höf- undurinn hafði að helstu persón- um sögunnar. séu ekki lengur til staðar og lesendur geti því ekki lengur lesið hana sem lvkilskáld- sögu um þekkt fólk í samtímanum, heldur hún fullu gildi sem ýkt. gamansöm ádeila á keppni fjöl- miðla um fréttir. Metsölubækur Bretland 1. James Herbert: THE MAGIC COTTAGE. (2) 2. Catherine Cookson: THE MOTH. (1) 3. John Le Carré: A PERFECT SPY. (3) 4. Barbara Taylor Bradford: HOLD THE DREAM. (6) 5. Judith Krantz: l’LL TAKE MANHATTAN. (-) 6. James A. Mlchener: TEXAS. (6) 7. Bryan Forbes: THE ENDLESS GAME. (-) 8. Clive Cussler: CYCLOPS. (7) 9. Harvey, Marilyn Diamond: FIT FOR LIFE. (4) 10. Daie A. Day: PLATOON. (-) (Tölur Innan svlga tákna röö viðkomandi bókar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 1. John le Carré: A PERFECT SPY. 02. Sue Miller: THE GOOD MOTHER. 3. Robert Ludlum: THE BOURNE SUPREMACY. 4. Dana Futler Ross: WISCONSIN! 5. Arthur C. Clarke: THE SONGS OF DISTANT EARTH. 6. Janet Dailey: THE GREAT ALONE. 7. Dick Francis: BREAK IN. 8. Andrew M. Greeley: GOD GAME. 09. Gerald A. Browne: STONE 588. 10. M. Weis, Tracy Hlckman: THE MAGIC OF KRYNN. Rit almenns eðlis: 1. Bill Cosby: FATHERHOOD. 2. JAMES HERRIOT’S DOG STORIES. 3. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELEO. 4. Judith Vlorst: NECESSARY LOSSES. 5. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.