Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 31 Heimsins stærsta herðatré og tveggja metra blýantur Stefán Geir Karlsson er ekki nema rétt meðalmaður á hæð og ekkert sérstaklega þrekinn. En hann hef- ur samt hannað, og látið smíða, stærra herðatré en áður hefur sést. Fyrir vikið kemst hann líklega í heimsmetabók Guinness. Stefán heldur sína fyrstu lista- verkasýningu í Viðeyjarnausti úti í Viðey, dagana 6.-28. júní. Á sýn- ingunni, sem Stefán nefnir „Út úr skápnum", verða bæði málverk og skúlptúrar sem unnir eru úr málmi og tré. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem listamaður heldur sýningu úti í Viðey. Við spurðum Stefán hvort Viðey væri ekki of afskekktur staður fyr- ir listaverkasýningar. „Viðey er ekki afskekktari staður en svo að þangað komu um tuttugu þúsund manns á síðastliðnu sumri. Nú er verið að stórbæta alla að- stöðu úti í eyjunni. Þar verður starfrækt greiðasala og í sumar verða fastar ferðir þangað á hverj- um virkum degi og oft á dag yfir helgar. Það er þess vegna engin ástæða til svartsýni." Stefán býr í Revkjavík ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann hefur sveinspróf og meistara- próf í plötusmíði og ketilsmíði og hann lauk prófi í skipatæknifræði árið 1973. Stefán kenndi í nokkur ár við Iðnskólann og Tækniskól- ann í Reykjavík. Hann var um fimm ára skeið teiknistofustjóri hjá Stálvík en starfar nú hjá tækni- deild Siglingamálastofnun ríkisins. Næst spurðum við Stefán hvort nám í plötusmíði og ketilsmíði kæmu listamanninum að einhverj- um notum. „Já. alveg tvímælalaust. í þessu námi hef ég lært flatarmáls- og rúmteikningar. að ógleymdum al- mennum iðnteikningum. sem hafa reynst mér ómissandi í þessum verkefnum mínum." „Annars hófst þessi árátta nún á því að ég gaf kunningja mínum. Guðbergi Auðunssvni mvndlistar- manni, afmælisgjöf. Gjöfin var sleikipinni sem var i stærra lagi. Ég varð mér úti um netakúlu og kústskaft. festi skaftið við kúluna og málaði hana. Síðan pakkaði ég kúlunni inn í sellófan eins og lög gera ráð fvrir. Áður en ég vissi af var svo sleikipinninn kominn á samsýningu á Kjarvalsstöðum." ,.í upphafi var þetta tómstunda- iðja sem hafði þann tilgang að lífga svolítið upp á heimilið. Núorðið get ég hins vegar ekki neitað því að ég hef áhuga á því að verða viður- kenndur fullgildur listamaður. Það er fyrst og fremst þessi atburðarás sem ég er að vísa til með heiti sýn- ingarinnar: „Út úr skápnum". ég ætla að sýna hluti sem hafa hingað til hafnað inni í skáp." Að lokum spurðum við Stefán hvort hann vildi skilgreina verk sín eins og listamönnum er tamt. „Ég hef engan sérstakan áhuga á því. Öll sjálfstæð listaverk verða að standa fyrir sínu án einhverra listfræðilegra leiðbeininga. Ég gæti hins vegar vel sa;tt mig við að vera kallaður „gamaldags popp- ari", enda er ég afskaplega hrifinn af popplistamanninum Claes Old- enburg." „Þú ert þá ekki að boða neitt sérstakt með verkum þínum?" „Ætli ég sé ekki fyrst og fremst að reyna að skemmta fólki. Ég hef tekið eftir því að börn hafa afskap- lega gaman af þessum verkum mínum. Þarf þá frekari vitna við?" Stefán fær ekki svar við spurn- ingu sinni svo hann bætir við athugasemd: „Sjáðu til. allir hlutir og verk eiga sína sögu og hafa sitt að segja. ef við nennum að hlusta eftir því. Þetta herðatré mitt er t.d. nákvæm eftirlíking af mjög vönd- uðu herðatré sem Jón nokkur Jónsson frá Bergi á Búðum í Fá- skrúðsfirði smíðaði á sínum tíma og gaf föður mínum. Mitt herðatré. sem er smíðað úr járni og tré. er tileinkað föður mínum en hann er trésmiður og ég járnsmiður. Auk þess má svo geta þess að herðatré gegna yfirleitt veigamiklu en vand- þakklátu hlutverki og inna sitt hlutverk af hendi í þögn og þolin- mæði lokuð inni í skáp." Að þeim orðmn sögðum kveður Stefán Geir Karlsson sem eftir nokkra daga heldur út í Viðey með blýanta. herðatré og sleikipinna af stærstu gerð. Stefán Geir með herðatréð góða við hina stóru eftirmynd þess. Tréverk stóra herðatrésins var unnið af Gunnari Geirmundssyni en hann hefur smiðað fleiri góða gripi eins og t.d. heimsmeistaraskákborðið sem þeir hösluðu sér völl á, Fischer og Spasski. -KGK Stefán Geir mundar blýantinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.