Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. 3 Fréttir Úrelding fiskiskipa: Verða að sökkva 20 milljóna króna báti „Við þessu er svo sem ekkert að segja. Menn eru sammála um að fiskiskipastólinn megi ekki stækka og við 'erum með 30 ára gamlan 47 lesta bát og höfum áhuga á að fá okkur nýjan 67 lesta bát og þar með verðum við að sökkva okkar báti. Hann var smíðaður 1956 og var allur gerður upp fyrir 2 árum. Eg veit um jafirstóran bát sem er 10 árum eldri sem er til sölu og það eru settar á hann 26 milljónir króna. Ég er viss um að við gætum fengið 20 til 25 milljónir fyrir okkar ef við mættum selja hann,“ sagði Magnús Guð- laugsson í Ólafsvík í samtali við DV. Magnús og félagar hans í Enni hf. í Ólafsvík eiga bátinn Auðbjörgu SH og eftir að hafa tekið úr honum vél- ina, spilið og siglingar- og fiskileitar- tæki munu þeir sökkva honum þegar nýr bátur, sem þeir hafa pantað í Póllandi, kemur til landsins í haust. Sá bátur verður að mestu fullbúinn nema hvað þeir setja sjálfir vél, spil og siglingartæki í hann. Pólski bát- urinn mun kosta 8,2 milljónir króna eins og þeir taka við honum en þeg- ar allt, sem til þarf, hefur verið sett í hann verður kostnaðurinn um 20 milljónir króna. Verkalýðsfélagið Eining: Lýsir sig andvígt stofnun samtaka fiskvinnslufólks - en telur koma til greina að deildarskipta verkalýðsfélögunum Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Ein- ingar á Akureyri var samþykkt ályktun þar sem félagið lýsir sig and- vígt þeirri hugmynd sem komið hefur frarn um að stofha sérstakt landssam- band fiskvinnslufólks. Segir í ályktuninni að ef farið yrði inn á þá braut að kljúfa einstakar starfsstéttir út úr Verkamannasam- bandinu yrði erfitt að sjá fyrir hvem enda það tæki. Er því spáð að þá myndi Verkamannasambandið leysast upp og eftir stæðu sundruð sérsam- bönd. 1 ályktuninni er hvatt til þess að halda ijórðungssamböndunum saman í stað þess að fara út í stofnun fleiri sérsambanda með höfuðstöðvar í Reykjavík. Síðan segir í ályktuninni að trúnað- arráð Einingar telji koma til greina að stofna sérstakar deildir fiskvinnslu- fólks og ef til vill fleiri starfsstétta innan stærstu verkalýðsfélaganna en telur þó að fara beri að því með gát og ekki sé rétt að^deildarskipta fá- mennum félögum. Það gæti orðið þeirra banabiti. 1 Einingu em alls 3.665 félagar, 3.117 aðalfélagar og 578 aukafélagar. Konur eru 2.356 en karlar 1.339. Eining er ekki eitt þeirra verkalýðsfélaga þar sem meirihlutinn vinnur við fisk- vinnslu. -S.dór Margir fleiri fiskibátar í nokkuð góðu ástandi munu á næstu misser- um fara sömu leið og Auðbjörg SH. Eigendurnir munu sökkva þeim til þess að geta keypt sér ný skip. Það má því segja að mikil verðmæti fari í hafið af mannavöldum með þessum bátum. -S.dór n Jeep í JEEP WAGONEER OG CHEROKEE fara saman gæöi, glæsilegt útlit, þægindi og kraftur á þann hátt að hann á engan sinn líka. JEEP WAGONEER OG CHEROKEE Stödutakn nútímans. Opið í dag kl. 1-5. n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. UMBOÐIÐ Smiójuvegi 4, Kopavogi, simar 77200 - 77202. rjr*m BIACK&DECKER Garðáhöldunum Kantskerar í úrvali Verð frá kr. 3.943,- Við eigum einnig fyrir- liggjandi stærri sláttuvél- ar og ýmis gæðaáhöld. Útsölustaðir um land allt. . — Jorsteinsson &1ohnson ARMÚLA1 - SIMI 68-55-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.