Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Fréttir lá við árekstri tveggja flugvéla Á miðvikudag munaði litlu að árekstur yrði á milli Fokkervélar frá Flugleiðum og kennsluflugvél- ar. Málsatvik voru þau að báðar vélamar voru í blindflugi ofar skýjum á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Fokkervélin, sem er hraðfleyg- ari, flaug í meiri hæð. Flugstjórinn fékk heimild til að lækka flugið í hæð sem var 1.000 fetum ofar en kennsluvélin flaug í. En það er réttur hæðaraðskilnaður milli flugvéla í blindflugi. Flug Fokkervélarinnar var hins vegar lækkað niður fyrir gefna heimild sem orsakaði það að árekstrarhætta skapaðist. Málið er í rannsókn hjá Flugmálastjórn. -sme Stóðhestssmyglið: Sýndi læknis- vottorð ytra Hestaútflytjandinn, sem smy- glaði stóðhesti til Þýskalands á dögunum, hafði farið með hann í skoðun hjá dýralækni sem var að skoða fleiri hross sem flytja átti út. Þetta vottorð sýndi hann aldrei hér en hefúr getað sýnt það í Þýskalandi því að sýna verður vottorð frá dýralækni fyrir alla hesta sem þangað eru fluttir inn. Þá mun þessi útflytjandi hafa fengið að fylla útflutningsskýrslur sínar út sjálfur en það eiga aðrir að gera. Hér hafa því greinilega verið margar gloppur í kerfinu. Þess má svo geta að eiganda stóðhestsins var greitt með glæsi- legustu gerð af Audi bifreið sem flutt var inn frá Þýskalandí þannig að vel hefur verið greitt fyrir stóð- hestinn. -S.dór Furðusaga af fótbolta Jón G. Hauksson, DV, Akureyrú Sjö ára pilti á Húsavík, Stein- grími Gunnarssyni, varð það á fyrir ári að sparka fótboltanum sínum út í Búðarána sem rennur í gegnum Húsavík. Honum tókst ekki að ná í boltann sem rak hratt til sjávar. Leitað var og leitað en dví miður enginn bolti. En nýlega var hringt í hann frá bænum Krossavík í Þistilfírði. Þar hafði boltann rekið á fjöru. „Það datt alveg af mér andlitið regar konan hringdi og sagðist vera með boltann,“ sagði Gunnar Jóhannesson, faðir piltsins, við DV. „Ég trúði þessu ekki en hélt að það væri verið að gera grín.“ Boltinn er úr plasti. Nafh Stein- gríms er ritað á hann ásamt síma og heimilisfangi. Þetta var uppá- haldsbolti drengsins. „Jú, sonurinn er auðvitað hæstá- nægður. Hann bíður bara eflir boltanum," sagði Gunnar. Hermann hættir Jón G. Haukæan, DV, Akuieyri; Hermann Sveinbjömsson, rit- stjóri Dags á Akureyri, hefur sagt upp störfúm. Hann hyggst flytja suður til Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum DV mun hann þá taka til starfa hjá Sambandinu. Áskell Þórisson, blaðafíilltrúi KEA, hefur verið ráðinn fréttarit- stjóri Dags og Bragi Bergmann stjómmálaritBfjóri, en hann var áður ritstjómarfúlltrúi blaðsins. Hermann hóf störf hjá Degi 1. janúar 1980. DV Efnislegar viðræður ekki enn hafnar - áfram fundað um helgina í uppsiglingu eru mikil fundahöld nú eru að reyna að mynda ríkis- kosningar, hófúst fyrst formlegar hjá fulltrúum flokkanna þriggja sem stjórn. í gær, tæpum mánuði eftir stjórnarmyndunarviðræður. Formlegar stjórnarmyndunartilraunir hófust í gær undir forystu Þorsteins Pálssonar. Á fundinum í gær voru; (frá vinstri) Kjartan Jóhannsson (A), Jón Sigurðsson (A), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Ólafur G. Einarsson (D), Þorsteinn Pálsson (D), Friðrik Sophusson (D), Guðrún Agnarsdóttir (V), Þórhildur Þorleifs- dóttir (V) og fremst Danfríður K. Skarphéðinsdóttir (V). DV-mynd Brynjar Gauti Ekki var samt rætt um efnisleg atriði á fundinum sem stóð frá há- degi og fram eftir degi í gær. Aðeins var ákveðið hvaða vinnubrögðum verður beitt i komandi viðræðum og byrjað var á að setja niður hvaða markmið ríkisstjóm þessara flokka myndi setja sér. Því er ekki ljóst enn hvort þessir flokkar eiga raunhæfan möguleika á að mynda stjóm saman. Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðu- flokki, sagði eftir fundinn í gær að ekkert hefði komið fram enn sem benti til að þessir flokkar gætu ekki náð saman. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, sagði að ýmsar upplýs- ingar þyrfti að fá varðandi efnahags- ástandið og fleira áður en viðræðumar gætu hafist af alvöru. Ekki bjóst hún við að þær upplýsing- ar fengjust að öllu leyti fyrr en eftir helgi. Áfram verður haldið fúndahöldum um helgina og var næsti fúndur boð- aður kl. 13 í dag. Búist er við stöðugum fúndahöldum næstu daga. Hvort ný ríkisstjóm er í burðarliðn- um, eða ekki, skal ósagt látið. Hitt virðist ljóst að allir flokkamir þrír sem að viðræðunum standa taka þátt í þeim af fúllri alvöm. -ES Meðhjálparinn sem kærði sóknarnefndina: Sættir hafa tekist Jón G. Haukssan, DV, Akureyii’ Dómssátt hefur tekist í máli Árna Loga Sigurbjömssonar, fyrrverandi kirkjuvarðar og meðhjálpara á Húsa- vík. Hann stefndi sóknamefnd staðar- ins í fyrra vegna launa. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Árni krafðist þess að fá laun sem hann taldi sig eiga inni hjá sóknar- nefhdinni, 357.000 krónur, auk drátt- arvaxta. Sóknamefnd Húsavíkur taldi sig ekki geta sæst á kröfu Áma með- hjálpara. Ámi fór því í hart og var málið þingfest fyrir bæjarþingi Húsa- víkur fyrir rúmu ári, vorið 1985. Lögfræðingur sóknamefndar var ráð- inn Bjöm Jósef Amviðarson á Akureyr, en lögfræðingur Áma var Hróbj artur Jónatansson úr Rey kj avík. Tilboð og gagntilboð hafa gengið á milli deiluaðila. Nýlega tókust svo sættir. Sóknar- nefnd hefur sæst á að greiða Áma 330.000 krónur og em vextir og verð- bætur þar innifaldar. Þegar málið kom upp var Áma sagt upp starfi af sóknarnefndinni í lok ágúst 1984 en hann hafði unnið um árabil sem kirkjuvörður og meðhjálp- ari. Ráðstefha um Rómar- sáttmála Samband hljómplötuútgefenda hélt í gær ráðstefnu á Hótel Sögu um Róm- arsáttmálann en sá sáttmáli kveður á um alþjóðleg réttindi flytjenda, hljóm- plötuframleiðenda og útvarpsstöðva. Islendingar standa nú einir Norður- landa utan sáttmálans og reyndar erum við í hópi örfárra V-Evrópuríkja sem enn hafa ekki gerst aðilar að hon- um. Af þessum sökum greiða íslendingar ekki erlendum aðilum fyrir opinberan flutning á erlendum hljómplötum og eins fá íslenskir aðilar ekki greitt fyr- ir opinberan flutning á íslenskum hljómplötum sínum erlendis. Aðild íslendinga að sáttmálanum myndi því hafa í för með sér kostnað- arauka fynr íslenskar útvarpsstöðvar á sama tíma og hún myndi vafalaust afla íslenskum útgefendum og flytj- endum aukinna tekna. Aðalræðumenn ráðstefnunnar voru þeir Trevor Pearcy, skrifstofústjóri alþjóðasamtaka hljómplötuframleið- enda, og Sigurður Reynir Pétursson Pétur Pétursson kaupmaður með fallegan fimmtán punda lax úr Hvítá í Borgarfirði. Netaveiði í Hvítá hefur gengið vel. DV-mynd G. Bender Maður handtekinn: Grunaður um ósiðsamlegt athæfi í gær sást til manns í Öskjuhlíð, þegar í stað. Stundu síðar var maður á að um sama mann sé að ræða og hafandi í frammi dónaskap við fólk. handtekinn. Síðast þegar fréttist var haft hefur í frammi dónaskap við Hringt var til lögreglu og hóf h'ún leit veriðaðyfirheyrahann. Grunúl leikur Breiðagerðisskóla. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.