Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 6
Útiönd LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. Helmingur fjáiiaga Nícaragua til vamarmála Þvotta- vél sem notar ekkert þvotta- efni Japansk fyrirtæki hefur harrnað nýja þvottavél sem notar ekkert þvottaefoi. Heldur fyrirtækið því fram að vél þessi hreinsi bæði bet- ur og fljótar en venjulegar þvotta- vélar. Þessi nýja vél, sem hönnuð er af japanska fyrirtækinu JAC, þríf- ur fatnað á sama hátt og skart- gripagerðarmenn þrífa eðalsteina, með hátíðnihljóðbylgjum. Ekki hefur enn verið ákveðið hvert markaðsverð þessarra véla verður, en talið er að fyrstu eintök- in komi til með að kosta um fimmfalt verð venjulegrar þvotta- vélar. Vélar þessar, sem byggja á sömu grundvallaraðferð og gullsmiðir nota til að hreins demantshringa og gleraugnasmiðir til að þrífa gleraugu, eru ekki komnar á mark- að enn. Frumgerð liggur þó fyrir í verksmiðjunni í Japan og vonast er til að fyrstu vélamar komi á markað innan farra mánaða. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 10-12 Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-20 Ib 12mán. uppsögn 14-25.5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 22 24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb 6 mán. uppsögn Innlán meó sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb 10-22 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5.5-6.25 Ib Sterlingspund 8-10.25 Ab Vestur-þýsk mörk 2.5-4 Ab Danskarkrónur 9-10.25 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22.5 26 eða kge Almenn skuldabréf(2) 21 27 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 21-24.5 Bb.Sb Utlán verötryggö Skuldabréf Að2.5árum 6-7 Lb Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb.Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 16.25-26 Ib SDR 7.75-8.25 Bb.Lb. Úb Bandaríkjadalir 8-8.75 Bb.Sb Sterlingspund 11.25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 30 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala mai 1662 stig Byggingavísitala 305stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april HLUTABRÉF •Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 110 kr. Eimskip 246 kr. Flugleiðir 170kr. Hampiðjan 114 kr. Iðnaðarbankinn 124 kr Verslunarbankinn 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema I Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum. - íslendingar geta orðið að liði í Nicaragua. Er þá fyrst og fremst um að ræða að miðla af þekkingu varðandi fiskveiðar og nýtingu jarðhita. Þetta fullyrðir Svíinn Björn Lindh sem hingað er kominn til að segja frá stuðningi hinna Norður- landanna við Nicaragua. Á morgun flvtur hann erindi á ráðstefnu um Nicaragua sem nokkrir stjórn- máiaflokkanna, verkalýðshreyf- ingin og ýmis önnur samtök standa að. Sjálfur hefur Björn Lindh dvalið eitt og hálft ár í Nicaragua þar sem hann starfaði á vegum ungra sænskra sósíaldemókrata. Vann hann sem sjálfboðaliði að byggingu félags- og námsmiðstöðvar fyrir ungt fólk í Nicaragua. - Unga fólkið hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í Nicaragua, segir Björn. Það var unga fólkið, sumt jafnvel enn á barnsaldri, sem barð- ist við þjóðvarðliðið í borgarastyrj- öldinni 1978 til 1979. Og eftir að lýðræði komst á var það unga fólk- ið sem tók þátt í baráttunni gegn ólæsi og fór út á landsbyggðina til að kenna bændum. í Nicaragua verða unglingar her- skyldir sautján ára gamlir og þeir sem falla í baráttunni við kontra- skæruliða eru flestir úr þeirra röðum. - Kosningarétt fá unglingar í Nic- aragua við sextán ára aldur og má líta á það sem viðurkenningu fyrir allt sem þeir hafa lagt af mörkum. í Svíþjóð eru það margs konar samtök sem styðja Nicaragua. Sænska ríkið veitir einnig tals- verðaii fiárstuðning. Helmingur af fiárlögum Nicaragua fer til varnar- mála og er efnahagur landsins mjög bágborinn. - Mikilvægast er að halda allri framleiðslu í gangi en því miður hafa margar framkvæmdir verið lagðar á hilluna, greinir Björn frá. Sem dæmi um aðstoð Svía nefnir Björn að námsbækur handa nem- endum í Nicaragua eru prentaðar i Svíþjóð. En það eru ekki bara Svíar sem veita sandínistum í Nic- aragua stuðning. Þótt ótrúlegt megi virðast taka Bandaríkjamenn þátt í ýmsum verkefnum í landinu. Flest Vestur-Evrópuríki veita landinu einnig stuðning auk Aust- ur-Evrópulanda og Kúbu en þar er það ríkið sem hlevpur undir bagga. Björn leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé, og ekki síst fyrir litlar þjóðir, að sýna að þær sætti sig ekki við íhlutun Bandaríkja- manna í Nicaragua. - Bandaríkjamenn brjóta alþjóð- leg lög og hér er um að ræða rétt allra ríkja gagnvart stórveldum, segir Björn að lokum. Björn Lindh með námsbækur handa börnum í Nicaragua en þær eru prentaðar i Sviþjóð. Hann mun á morgun flytja erindi um stuðning Norð- urlandanna við Nicaragua á ráðstefnu þar sem meðal annars verður fjallað um stuðning íslendinga. DV-mynd BG Nautabanar leggja sig oft í hættu við íþrótt sína eða atvinnu eftir þvi hvernig á það er litið. Tilgangur sportsins er sá að hafa nautið undir en stöku sinnum hefur boli betur og svo virtist ætla að verða í Madrid í gær. Tuddi kom þá hornunum i fjanda sinn. Nautabaninn, Lucio Sandin, slapp ómeiddur frá tilræðinu en mikið skelfingar ósköp hlýtur þetta að hafa verið óþægilegt augnablik. simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.