Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987. List Guðrúnar $. Urup korain - alltaf fersk Hrökkva eða stökkva, - segir Þórður Ásgeirsson í N Vikuviðtalinu en hann fer úr /spfni olíuviðskiptum í jógúrtfraraleiðslu. - Sumir stjómarmenn hjá Olíuversluniimi hafa líklega verið orðnir svo þyrstir í pen- inga eða búnir að finna svo rnikla peninga- lykt að þeir ákváðu að selja sín bréf, jafnvel á þvi lága verði sem í boði var, og með þeim hætti sem raunin varð á, segir Þórður Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, með- al annars um söluna á Olís í lok síðasta árs. Svo segir hann frá hvainum og Baulu. Si GuðrÚM Sigurðardóttur Urup myndlistarmanns Sovéska stórstjaman Alla Pugatjova Nautaat á Spáni Nafn Vikunnar: Komelíus Sigmundsson forsetaritari Síðasti villti kondórinn í Bandaríkj- unum er nú kominn í dýragarð. Síðasti kondórinn í gæslu- varðhaldi Síðasti „frjálsi“ kondórinn í Banda- ríkjunum er nú kominn undir lás og slá. Að sögn bandarískra náttúru- fræðinga er þetta í fyrsta skipti í fimmtán þúsund ár sem hvergi í ger- völlum Bandaríkjunum má sjá þennan tignarlega konung hræ- gammanna svífa vængjum þöndum (vænghafið er um þrír metrar) í leit að æti. Síðasti villti kondórinn var veiddur í Kaliforníu og var það liður í áætl- unum um að endurreisa stofninn. Alls eru nú 27 kondórar á lífi í Bandaríkjunum, allir í dýragörðum í San Diego og Los Angeles. Þar er reynt að koma kondórunum saman og er tölva notuð við makavalið. Viðkoman hjá kondórum er ekki mikil en hvert par eignast að meðal- tali eitt egg á tveggja ára fresti. Sé eggið fjarlægt og því komið fyrir í útungunarvél verpir kvenfuglinn yfirleitt öðru eggi að skömmum tíma liðnum. Kondór-sérfræðingarnir segja að ef illa gengur að koma fuglunum til þá komi vel til greina að reyna gervi- frjóvgun og væri útkoman því eins konar glasa-kondór. Ekki hefur enn verið gripið til slíkra aðgerða. Kondórinn hefur átt erfitt upp- dráttar í gegnum aldirnar. Indíánar veiddu kondóra og fórnuðu þeim guðunum til lofs og dýrðar. Hvíti maðurinn skaut fuglana vegna þess að þeir voru stórir og tígulegir, auk þess sem fjaðrir kondórsins voru eft- irsóttar. Nú seinni árin hefur þó „menningin“ sótt harðast að kond- órnum með mengun sinni og skor- dýraeitri. Það eru ekki allir sammála þessari friðunaraðgerð náttúruverndar- manna í Bandaríkjunum. Margir halda því fram að með því að loka kondórana í dýragörðum og ala unga fugla þar upp sé saga hins villta kondórs öll. Þegar engir villtir kon- dórar eru eftir til að kenna ungling- unum að bjarga sér í náttúrunni þá verði lífsbaráttan fuglunum um megn þegar og ef þeim verður sleppt aftur. Frost- þurrkuð gæludýr! Margir taka ótrúlega miklu ástfóstri við gæludýrin sín. Það eru jafnvel til svekktir eiginmenn sem halda því fram að ef eiginkonan ætti að velja á milli þeirra og heimiliskattarins væri eiginmaðurinn látinn fara. Það hefur víða tíðkast að gæludýr séu stoppuð upp þegar þau deyja. „Þannig getum við alltaf haft Snata hjá okkur og munað hvernig hann leit út.“ Bandaríkjamenn hafa komið sér upp nýrri tækni í varðveislu dauðra gæludýra. Skepnurnar eru settar í sérstaka frystiklefa þar sem skrokk- arnir eru frostþurrkaðir. Þessi aðferð er mjög að ryðja sér til rúms og brátt verður enginn í Bandaríkjunum maður með mönnum nema hann eigi frostþurrkaðan kött. Þessi aðferð sparar uppstoppurum mikla vinnu, það er bara að setja dýrið í frystiklefann og láta það dúsa þar nokkra mánuði. Og verðið fyrir einn frostþurrkaðan mjása er um tuttugu þúsund krónur. Hver vill ekki hafa gæludýrin hjá sér um aldur og ævi, jafnvel þó þau séu frostþurrkuð? Hvað skal nú taka til bragðs? AUt á floti „Því skyldi hann ekki fara í gang? Skyldi kveikjan hafa blotnað?" virð- ist þessi óhamingjusami bíleigandi í Parker í Colorado í Bandaríkjunum, Hank Battjes, vera að hugsa. Mikið óveður geisaði í Colorado fyrir nokkrum dögum, stormur og óhemju úrkoma og urðu víða mikil flóð eins og til dæmis í Parker. Ekki er vitað um mannskaða af völdum óveðursins en miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og eignum vegna flóðanna. Við skulum vona að Hank sé nú búinn að sætt- ast við bílinn sinn, kominn úr vöðlunum og sestur glaðbeittur und- ir stýri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.