Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. JULI 1987.
Atviimumál
Fiskmarkaðurinn í Hull:
Fjórðungur starfsmanna
var viðriðinn fiskstuld
„Þetta var, ekki mikið magn sem
fannst við lögregluleitina ef miðað er
við þann fisk sem seldur var á mark-
aðnum þennan dag, eða 70Ó kíló, en
alls voru seld um 5Q0 tonn þennán
dag. Við vitum að daglega er eim
hveiju magni af fiski stolið af starfs-
mönnum og við.-vonum að þessar.
lögregluaðgerðir verði mönnum viti
til vamaðar, því þeir 27 menn af 100
starfsmönnum sem viðriðnir voru
fiskstuldinn hafa allir verið reknir,"
sagði Aðalsteinn Finsen fram-
kvæmdastjóri fisksölufyrirtækisins
Brekkes í Hull, í samtali við DV.
Aðalsteinn sagði að forsaga þessa
máls væri í raun löng. Alltaf hafi ve-
rið uppi grunsemdir um að svo og svo
miklu magni af fiski væri stolið bæði
við löndun og kössun fisks á mörkuð-
unum í Betlandi. Hann sagði að
starfsmenn fisksölufyrirtækjanna
væru alltaf með menn á vakt til að
reyna að fyrirbyggja þjófnað. Samt
væri aldrei hægt að koma alveg í veg
fyrir hann, en það kæmi í veg fyrir
að heilu kössunum væri stolið.
Fisksölufyrirtækin og löndunarfé-
lagið fengu lögregluna í lið með sér
og voru óeinkennisklæddir lögreglu-
menn á vakt í nokkrar vikur, en fundu
ekkert. Aðfaranótt síðastlíðins þriðju-
dags var svo mikil aðgerð í gangi en
ekkert fannst. Ákveðið var að lei,ta í
bifreiðum starfsmanna þegar þeir fóru
heim úr vinnu og þá kom í ljós að 27
menn höfðu stolið 700 kílóum af fiski
og 12 þeirra mun meira magni en það
sem hægt var að kalla að fá sér í soð-
ið. Starfsmenn uppboðsmarkaðarins
eru 100.
Þessir 27 menn voru allir hand-
•teknir og þeír settir í varðhald en hefur
nú öllum verið sleppt. Kæra á þá hef-
ur ekki verið gefin út en þeim hefur
öllum verið sagt upp vinnunni á mark-
aðnum. Að sögn Aðalsteins voru engir
fiskkaupendur viðriðnir þennan þjófn-
að, heldur virtist sem menn væru að
ná i fisk fyrir sjálfa sig.
Aðalsteinn sagði að hér hefði ekki
bara verið um íslenskan fisk á mark-
aðnum að ræða, heldur fisk frá ýmsum
löndum og öðrum stöðum í Bretlandi.
„Eftir að hafa látið lögregluna fylgj-'
ast með þessu máli i 4 vikur held ég
að um stórfelldan þjófnað á fiski sé
ekki að ræða. Ég er einnig sannfærður
um að lögregluaðgerðin gerir starfs-
menn hrædda og við verðum lausir
við þennan smáþjófnað í bili, hvað sem
það nú endist," sagði Aðalsteinn Fins-
en.
-S.dór
Ríkismat sjávarafurða:
Astandið svipað og
við bjuggumst við
- segir Halldór Ámason forstjori
Ríkismat sjávarafurða hóf í byrjun
júní úttekt á hæfhi fiskvinnslustöðva
til að framleiða gæðavöru undfr kjör-
orðinu Fiskvinnsla til fyrirmyndar.
Þessi úttekt mun standa fram í sept-
ember og síðan verður lögð fram
skýrsla um ástandið i október. Mun
fiskvinnslustöðvum verða gefnar
stjömur eftir því hve hæfar þær teljast.
„Það hefur fátt komið okkur á óvart
enn sem komið er og ástandið svipað
og við áttum von á,“ sagði Halldór
Ámason, forstjóri Ríkismatsins, í sam-
tali við DV. Hann sagði að mikilvæg-
ast við þessa úttekt væri að eftir hana
væri ástand hvers húss til skjalfest og
að Ríkismatið myndi bjóða fram að-
stoð til þeirra sem þyrftu að kippa
ákveðnum hlutum í lag. Áhersla vrði
lögð á að lagfæra strax það sem teld-
ist með öllu ófært en gera áætlun um
lagfæringu og uppbyggingu annars
sem þyldi bið en þyrfti að laga.
„Hæfni fiskvinnslustöðvanna ræðst
fyrst og fremst af hreinlæti og búnaði.
svo og ytra og innra umhverfi, gæða-
vitund stjómenda og starfsfólks ásamt
notkun gæðakerfa.“ sagði Halldór
Ámason.
-S.dór
Fiskmarkaðirnir erlendis:
Botnverð í
Þýskalandi
- og breski markaðurinn er undir kostnaðarverði
„Verð fyrir karfa og ufsa á mörkuð-
um í Þýskalandi er alveg á núlli um
þessar mundir, aðeins lágmarksverð
hefur fengist fyrir fiskinn að undan-
förnu,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson
hjá Landssambandi útvegsmanna í
samtali við DV í gær. Ögri RE seldi í
Þýskalandi í síðustu viku, mest karfa,
og fékk að meðaltali 36,23 krónur fyr-
ir kílóið. Vilhjálmur sagði að engar
sölur væru bókaðar í Þýskalandi
næstu tvær vikumar, enda ekki
árennilegt að selja fyrir þetta verð.
Ástandið er litlu skárra í Bretlandi.
Þar var meðalverð fyrir þorsk úr gám-
um í síðustu viku 45,96 krónur fyrir
kílóið en alls vom seld 1250 tonn af
gámafiski á breska markaðnum.
Fjögur íslensk skip lönduðu í Bret-
landi í vikunni sem leið og fengu þau
48,71 krónu að meðaltali fyrir kílóið.
Aflinn var nær eingöngu þorskur.
Þetta er lágt verð og telja menn sig
þurfa að ná 50 krónum að meðaltali
fyrir kílóið til þess að borgi sig að
selja fiskinn út. Búist er við að mark-
aðirnir, bæði í Bretlandi og Þýska-
landi, verði daufir næstu vikumar eins
og vanalega yfir sumarmánuðina.
-S.dór
..^
Tuttugu og sjö af eitt hundraö starfsmönnum fiskmarkaöarins i Hull voru handteknir fyrir aö stela 700 kílóum af fiski og fela
i bifreiöum sinum. Hér sjást nokkrir starfsmenn markaðarins að störfum en myndin var tekin í vor er leið. DV-mynd S.dór
NÝ SINGER
SAUMAVEL
er nú komiri á markaðinn, hún er létt, einföld í notkun
og það sem betra er hún er á ótrúlega lágu verði,
aðeins kr. 12.800,- það gerist ekki lægra. .
kr. 12.800.-stgr.
ifiPSIS
|8||s:í0gi.
!:
i, w
.......Mt#-' ;V
'
-
J
1
ISAMBANDSINS
ÁR/JkítA3 SlMAR 687910 6812 66
TÆKNILEGAR UIM’I YSINGAR
• Friáls armur • Siálfvirk SDÓIun
• Blindfaldur • Bcinn saumur
• Teygjusaumur i. d. • Zikk-zakk
tyrir jogging galla o.ll. • Siálfvirk hnappagölun
• Smæðarslilling