Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚL'Í 1987.
Fréttir
Hugmyndir um
kaup á
öldósagleypum
- hugsanleg lausn á mengunawanda
„Nágrannar okkar á Norðurlönd-
unum hafa fundið nokkuð góða
lausn á öldósavandmálinu. í Svíþjóð
til dæmis er lagt sérstakt gjald ofan
á dósimar, en fólk getur síðan losað
sig við þær, raeð því að skila þeim í
þar til gerðar vélar sem eyða dósun-
um og skila fólki gjaldinu til baka
fyrir hverja dós,“ sagði Gísli Gisla-
son framk væmdastj ó ri Náttúru-
verndarráðs sem í samstarfi við
HoUustuvemd ríkisins leitar lausnar
á mengunarvanda hér á landi, til-
komnum með stóraukinni sölu á
gosdrykkjum í einnota dósum.
Að sögn ólafs Péturssonar hjá
Mengunarvörnum nkisins hefur
þessi lausn komið til umræðu og
þykir einna vænlegasti kosturinn af
þeim sem ræddir hafa verið en ák-
vörðun um kaup á slíkura vélum
hefur ekki verið tekin enn.
írá fyrirtækinu sem við kaupum dós-
ir af sem munu kynna þessar vélar
. fyrir okkur,“ sagði Ragnar Birgisson
forstjóri Sanitas h.f. en gosdrykkir
frá því fyrirtæki eru nú eingöngu
seldir í dósum. „Við þurfum að kom-
ast að niðurstöðu um hver á að
standa imdir kostnaðinum af svona
vélum, en það er til skoðunar. Það
er ljóst að einhver lausn verður að
finnast á að losna við dósimar, sala
á gosdrykkjum hefúr margfaldast
eftir að farið var að nota þessar nýju
umbúðir. Hugarfarsbreyting verður
líka að eiga sér stað, svo fólk hendi
þessum dósum ekki út í náttúrunni,
vélamar leysa ekki allan vandann.
Þess vegna erum við að fara sif stað
með auglýsingaherferð í samstarfi
við Hollustuvemd og Náttúruvemd-
arráð. þar sem brýnt er fyrir fólki
að henda dósum ekki á víðavangi."
„Við höfum skoðað þetta dæmi -BTH
lauslega og í haust er von á mönnum
Sól hf. kynnir nýja vélasamstæðu:
Islenskir gosdiykk-
ir í plastdósum
Sól hf. hefúr nú fest kaup á nýrri
vélasamstæðu sem framleiðir plastum-
búðir og tappar á þær næstum hverju
sem verða vill, svo sem fram hefúr
komið í DV.
„Það eru margir útlendingar komnir
til landsins til að fylgjast með þessu
og þar á meðal formaður Alþjóðasam-
taka plastverkfræðinga,“ sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson.
Þegar er hafin framleiðsla á gosvatni
til útflutnings og er kaupandi frá Hol-
landi nýfarinn heim með sýnishom af
framleiðslunni. Einnig verða fram-
leiddir gosdrykkir í vélinni og segist
Davíð ætla að koma með alveg nýja
vömtegund.
- En er ekki djarft að fara inn á þenn-
an gosmarkað?
„Auðvitað er það svo, en þú veist
nú hvemig við Davíðamir erum í
slagnum við Golíatana. Nei, annars
þykir mér ómögulegt hvemig við lát-
um erlenda auðhringi ráða markaðn-
um héma og dengja yfir okkur vöm
sem þá dreymir ekki um að selja er-
lendis. Diet Coke, Diet Pepsi og Tab
em með efni sem ekki er sett í úti í •
Bandaríkjunum, sakkarín. Þetta er
Vélasamstæðan sem getur framleitt
alit mögulegt verður talsvert f lóknari
en þessi. Hún á að senda sérhann-
aða islenska gosdrykki inn á
markaðinn.
lítilsvirðing og hroki. Mér þykir þar-
að auki þjóðþrifamál að koma með
íslenskt vatn til útflutnings," segir
Davíð og bætir því við að hann verði
með sérhannaða íslenska gosdrykki
og einnig sykurlausa með engu sakka-
ríni.
Dósirnar brenna
„Það hefúr ekki ennþá verið ná-
kvæmlega ákveðið hvaða gosdrykki á
að framleiða en það verður ljóst á
næstu 14 dögum,“ sagði Davíð.
Gosið verður á sérstaklega gerðum
plastdósum framleiddum í vélasam-
stæðunni og þær verður hægt að
brenna og hreinsa landið þannig af
óþrifnaði. „Ég vona að fólk geri sér
grein fyrir því sem allra fyrst þegar
það fer í útilegur að brenna þessar
dósir þegar þær verða tómar en láti
þær ekki liggja út um allt, það er auð-
velt að losna við þær,“ sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson.
-JFJ
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóósbækur ób. 10-14 lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 13-16 Ab
6 mán. uppsögn 14-20 • Ib
12mán. uppsögn 15-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25-27 Ib
Ávísanareikningar 4-12 Ab
Hlaupareikningar 4 8 Ib
Innlan verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2
6 mán. uppsogn Innlán meðsérkjörum 2.5-4 Ab.Úb
10-23,9
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6-6,5 Úb.Vb.
Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb
Danskarkrónur 8,5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv) 23-28,5 Lb.Úb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 25-26 eða kge
Almenn skuldabréf 24-29,5 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 24,5-30 Úb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Aö 2.5árum 6.75-8 Úb
Til lenqri tíma 6,75-8 Úb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 21-24 Úb
SDR 7,75-8,25 Bb.Lb,
-Bandarikjadalir 8,75-9.25 Úb.Vb Bb.Lb.
Sterlingspund 10-11,5 Sp.Vb Bb.Lb.
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 Vb Bb.Lb,
Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb
Lífeyrissjóðslán 5-6.75
Dráttarvextir 36
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júlí 1721 stig
Byggingavisitala 320 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júni
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestim
arfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,1561
Einingabréf 1 2,151
Einingabréf 2 1,276
Einingabréf 3 1.328
Fjölþjóðabréf 1.030
Kjarabréf 2,152
Lífeyrisbréf 1,081
Markbréf 1,068
Sjóðsbréf 1 1,053
Sjóðsbréf 2 1.053
Tekjubréf 1,211
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 112 kr.
Eimskip 255 kr.
Flugleiðir 175 kr.
Hampiöjan 114 kr
Hlutabr.sjóðurinn 114 kr
Iðnaðarbankinn 137 kr
Skagstrendingur hf. 350 kr.
Verslunarbankinn 120kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánarl upplýslngar um peningamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
Viðtalid
,Látúnsbarkinn“ galvaskur i kjötinu hjá SS í Glæsibæ í gær.
Átti alls ekki von á því að vinna
- segir Bjami Arason „látúnsbarki1
„Maður er alveg í skýjunum, það
er fullt af fólki búið að hringja í mig
í dag og óska mér til hamingju með
sigurinn," sagði Bjami Arason „lát-
únsbarki", en Bjami sigraði í
Látúnsbarkakeppni Stuðmanna sem
haldin var í Tívolí í Hvergerði um
helgina.
„Mér líður alveg frábærlega vel,
en ég var mjög stressaður fyrir
keppnina og átti alls ekki von á því
að vinna. Margir hinna söngva-
ranna voru betri en ég og þetta voru
allt góðir söngvarar," sagði Bjami.
Bjami starfar í sumar í kjötaf-
greiðslu Sláturfélags Suðurlands í
Glæsibæ en hann stundaði nám í 9.
bekk Arbæjarskóla í vetur og með
skólanum syngur hann í hljómsveit
og leikur á trompet með Lúðrasveit
Arbæjar og Breiðholts og einnig með
Lúðrasveit verkalýðsins.
„Ég er búinn að læra á trompetinn
í sex ár og er í Tónlistarskóla
Reykjavíkur," sagði Bjami. „Ég
byrjaði að syngja fyrir ári síðan og
er í danshljómsveit sem heitir Vax-
andi. Þetta er mjög vaxandi hljóm-
sveit en við erum sex sem erum í
henni. Svo höfum við líka umboðs-
mann sem tekur að sér að bóka
okkur fyrirfram. Við höfum spilað
víða, í flestum skólum borgarinnar
og líka í Sjónvarpinu og í Broad-
way. Við í hljómsveitinni erum úr
Árbæ, Breiðholti og Kópavogi,"
sagði Bjami.
Bjami keppti fyrir hönd Reykja-
ness í Látúnsbarkakeppninni og
sigraði í undanúrslitunum í keppni
sem haldin var í Stapa. „Umboðs-
maðurinn valdi þennan stað og
skráði mig í keppnina þar. Við höfð-
um verið að spila kvöldið áður og
ég ætlaði að taka þennan sunnudag
sem keppnin var haldin rólega og
slappa af. Umboðsmaðurinn hringdi
þá til mín til að segja mér það að
ég ætti að syngja um kvöldið í Stapa
með Stuðmönnum," sagði Bjami.
Hann söng lagið „Slá í gegn“ í
keppninni en það er gamalt Stuð-
mannalag og má segja að nafn
lagsins hafi orðið að áhrínisorðum í
úrslitunum. „Ég ætlaði fyrst að
syngja „Taktu til við að tvista" en
ákvað síðan að taka þetta lag frekar
því að röddin nýtur sín betur í því
lagi. Hún kemur betur út í rólegu
lögunum," sagði Bjami.
„Ég vona bara að við í hljómsveit-
inni fáum eitthvað að gera út á
þetta, en við erum ekkert bókaðir á
næstunni. Að vísu verð ég með Stuð-
mönnum í Húsafelli um verslunar-
mannahelgina. En við í hljómsveit-
inni Vaxandi erum með gott
dansprógramm og erum með lög allt
frá Persley og upp í það nýjasta í
dansmúsíkinni í dag,“ sagði Bjami
„látúnsbarki" Arason að lokum.
-ój
Biskupstungnaafréttur:
„Ekki í
meiri hættu
en áður“
„Ég get ekki séð að afrétturinn sé í
meiri hættu en síðustu ár. Vissulega
hafa verið miklir þurrkar en það rigndi
mikið yfir helgina svo ástandið er mun
skárra eins og er,“ sagði Gísli Einars-
son oddviti í Biskupstungnahreppi um
Biskupstungnaafrétt, en ástand hans
hefur verið talið óvenju slæmt vegna
þurrka og uppblásturs, um leið og
upprekstur fjár á hann er að hefjast.
„Mér finnst þetta óþarfa áhyggjur,"
sagði Gísli „enda hjálpast allt að með
að snúa við þeirri hættulegu þróun
sem áður ógnaði afréttunum. Sauðfé
hefúr fækkað um helming hér í sveit-
inni á tíu árum, úr 15 þúsund í 7-8
þúsund, upprekstur fer fram mun
seinna og réttir eru fyrr. Auk þess
hefur verið gert stórátak i Land-
græðslu á þessum slóðum. Ég er ekki
að segja að ástand Biskupstungnaaf-
réttar sé eins og best verður á kosið
en allar aðstæður hafa snúið þróun-
inni við, þar sem beitarálagið hefúr
minnkað stórlega. Afrétturinn hefur
litið verr út en þetta “.
-BTH
Mikil ölvun
við akstur
Fjölmargir ökumenn vom teknir öl-
vaðir við akstur um nýliðna helgi,
sérstaklega á laugardagskvöldið sem
var ansi annasamt hjá lögreglunni.
Nokkur óhöpp urðu í umferðinni
vegna ölvunaraksturs. Ekið var á
staur á Suðurlandsbrautinni og þurfti
að draga bílinn í burtu. Á föstudags-
kvöldið var stolnum bíl ekið á staur á
Grettisgötunni og tókst ökumanni að
komast undan.
-Ró.G
Siglufjorður:
Allharður árekstur
Guðmundur Daviðssan, DV, Siglufirði:
Allharður árekstur varð á veginum
út í Strákagöng aðfaranótt laugar-
dags. Báðir bílamir skemmdust
verulega, en óveruleg meiðsli urðu á
fólki. Þess má geta að vegurinn út í
Strákagöng, sem lagður var bundnu
slitlagi fyrir um fjórum árum, er að-
eins 4,55 metrar á breidd.