Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
17
Lesendur
Hart var barist um þingsætin en núna er hörkuslagur um ráðherrastólana.
Stjómarmyndun:
Deilt um ráðherraembætti,
ekki kaupleiguíbúðir
Agnar Jónasson skrifar:
Það má með sanni segja að aðdrag-
andi þeirrar nýju ríkisstjómar sem nú
verður senn mynduð, sé bæði langur
og viðburðaríkur. Það ætti því að geta
verið nokkuð góð forsenda fyrir langri
og farsælli setu hennar þegar búið er
að vinsa úr öll aukaatriði og agnúa
sem vafist hafa fyrir.
Eitt er það líka sem kann að hafa
mikil áhrif á líf og starf þessarar
stjómar og það er að í ráðherraemb-
ætti veljist sem mest nýir menn sem
ekki em bundnir af fordómum um að
breytingar séu alltaf til hins verra.
Það virðist einmitt hafa verið helsti
ásteytingarsteinninn innan hvers
flokks að koma sér saman um hvaða
ráðuneyti flokkamir fengju og síðan
hvaða menn ættu að fara með ráðu-
neytin.
Það er vita vonlaust að bjóða fólki
upp á það í fréttum að mál eins og
t.d. þetta „kaupleiguíbúðarmál“ þeirra
Alþýðuflokksmanna sé svo umdeilan-
legt að það tefji fyrir smiðshögginu
um endanlega stjómarmyndun.
Vísast er að allir flokkamir þrír
hafi komið sér saman um að eitt
ákveðið mál sé svo stórt og umdeilt
að það valdi deilum. Það kemur sér
vel fyrir alla þrjá flokkana að hafa
eitt mál sem ásteytingarstein, svo að
flokkamir hafi meiri tíma til að setja
niður deilumar sem upp hafa komið
vegna ráðherraefna flokkanna.
Sagði ekki í einhverri spánni hér
fyrr á árinu að í kjölfar kosninganna
myndu upphefiast deilur innan þess-
ara þriggja flokka af þessum sökum
og þetta væm væntanlegir stjómar-
flokkar? Deilumar myndu verða mest
áberandi í Alþýðubandalagi og Fram-
sóknarflokki fyrir kosningar og í
Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki eftir
kosningar. Hvað er ekki komið á dag-
inn?
En þessar deilur, þótt leynt fari, em
staðreynd. Og þótt látið sé svo heita
að menn t.d. hlaupi af þingflokks-
íúndum, eins og Karvel gerði og
kannski fleiri í öðrum flokkum, þá er
það ekki vegna þess að þeim finnist
sinn flokkur afskiptur með þvi að fá
ekki eitthvert ákveðið ráðuneyti. Það
er yfirvarp.
Astæðan er miklu frekar sú að sami
þingmaður er óánægður með að hann
skuli ekki vera inni í myndinni sem
ráðherraefni.
Yfir allt þetta er reynt að breiða með
sléttu og felldu yfirbragði og málin
jafnvel ekki rædd á þingflokksfundum,
en reiðin kraumar undir niðri.
Þetta eiga þó formenn flokkanna
ekki að láta á sig fá. Því meiri breyt-
ingar og endumýjun á ráðherraefnum,
þeim mun líklegra er að stjómin verði
farsæl og starfsöm. Þeir gömlu geta
ekki eignað sér eitt eða annað. Það
verður öllum flokkunum þremur af-
farasælast að fá sem flesta nýja
ráðherra.
Æfingar
Fimur skrifar:
í umræðum stjómmálaflokkanna
varðandi lágmarkslaun hafa hin
ýmsu hliðarfríðindi lítið verið rædd
að þessu sinni. Félagsmálapakkar
em greinilega ekki lengur í tísku
eins og þeir vom nú annars ágætir
til síns brúks.
Nú ættu verkalýðsfélögin að knýja
á um að vinnuveitendur liðki til með
starfsmönnunum þannig að líkams-
æfingar af einhverju tagi verði
daglegt nauðsynjaverk ekki síður en
margt annað. I Kína og Japan hafa
menn fyrir löngu gert sér grein fyrir
mikilvægi þess að starfsfólkið haldi
heilsunni til þess að starfsgetan
skerðist ekki. Þar er leikfimin í há-
vegum höfð á vinnustöðum.
Væri ekki ráð að koma inn í samn-
ingana næstu að vinnuveitendur
sæju fólki sínu fyrir lágmarksæfing-
um vikulega? Það mætti leysa með
leikfimikennara á vinnustað, að-
gangskortum á þjálfunarstöðvar og
svo mætti lengi telja. Tilhögun af
þessu tagi gæti leitt til þess að færri
vinnustundir töpuðust í vöðvabólgu-
köstum og öðrum nútímakvillum -
með greinilegum ávinningi beggja
af tilhöguninni.
á alla vinnustaði
Fimur vill fimleika í félagsmálapakkann.
KENNARAR- KENNARAR
Kennara vantar við grunnskólann Stokkseyri næst-
komandi skólaár. Kennsla yngri barna og ensku-
kennsla.
Upplýsingar í símum 99-6300, 99-3244 og 99-3267.
NORÐUR KJÖL
Á HESTUM
Nokkur laus pláss í fimm daga hestaferð norður Kjöl
11/7 - 16/7. Góðir hestar, fullt fæði. Nánari upplýs-
ingar í síma 95-6013 eftir kl. 17.00 daglega.
Hestasport, Skagafirði.
Umboðsmenn óskast
Þekkt fyrirtæki á sviði fataframleiðslu og innflutnings
óskar eftir umboðsmönnum á eftirtöldum stöðum:
Akranesi, Borgarnesi, Patreksfirði, Bolungarvík,
Blönduósi, Siglufirði, Húsavík, Hellu (Hvolsvelli), Sel-
fossi og Keflavík. Áhugasamir vinsamlegast sendi
nafn, heimilisfang, síma og nánari upplýsingar í póst-
box 139, Kópavogi.
VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI
Barmahlíð
Reykjahlíð
*****#***##*■»
Aragötu
Oddagötu
Hörpugötu
Fossagötu
Fálkagötu
Arnargötu
****#**#**•«
Hagamel
Viðimel
************* ***********************
Ránargötu Sunnuflöt, Garðabæ
Bárugötu Markarflöt, Garðabæ
Grettisgötu
Klapparstig 35—út
Frakkastig 10-16
Laufásveg
Miðstræti
Bókhlöðustig
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Simi 27022
PV
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fuUri ferð
Skilafrestur í bílagetraun
er til fimmtudags.