Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. 11 DV Hækka lágmarkslaun Brasilíska ríkisstjómin íhugar nú að hækka lágmarkslaun í landinu vegna ótta um að bágborin kjör láglaunamanna muni valda írekari óeirðum. Lágmarkslaun í Brasilíu em nú fjömtíu og fimm dollarar á mánuði, eða sem nemur um liðlega eitt þúsund og sjö hundmð íslenskum krónum. í síðustu viku kom til mótmæla um þrjátiu þúsund manna í Rio De Janeiro í Brasilíu vegna hækk- unar á strætisvagnafargjöldum. Grýttu mótmælendur strætisvagna og kveiktu í þeim. Vikuna þar á undan réðust mótmælendur á strætisvagn í Rio þar sem Jose Samey, forseti landsins, var meðal farþega. Þessi tvö atvik þykja benda til þess hvers geti verið að vænta ef efnahagsörðugleikar Brasilíu versna enn frá því sem nú er. Verðbólga í Brasilíu er nú yfir eitt þúsund prósent á ársgmnd- velli. í síðasta mánuði fiysti ríkis- stjóm landsins laun til þriggja mánaða. Richard Von Weizaecker, forseti Vestur-Þýskalands, kom í gær í opinbera heimsókn til Moskvu. Þetta er fyrsta heimsókn forsetans til Sovétríkjanna. Andrei Gromyko, foseti Sovét- ríkjanna, tók á móti starfsbróður sínum á flugvellinum í gær en búist er við að Weizaecker eigi viðræður við marga sovéska ráða- menn meðan á dvöl hans stendur. Heimsókn Weizaecker mun vara í sex daga. Ráðist á hjalparlest Ráðist var á lest bifreiða 'sem flutti matvæli og hjálpargögn í Mozambique á laugardag. Bif- reiðalestin var frá v-þýskuhjálpar- stofnuninni Deutsche Welthun- gerhilfe og vom það skæruliðar, sem studdir em af Suður-Afríku, sem réðust á hana. Að sögn talsmanna hjálparstofn- unarinnar vom hermenn frá Zimbabwe lestinni til vamar. Felldu þeir og særðu nokkra af skæmliðunum. Drengur jarðsettur í gær fór fram í ísrael jarðarför Tal Moses, sex ára drengs sem á sunnudag lést af brunasárum er hann fékk í aprílmánuði síðast- liðnum þegar bensínsprengju var varpað á bifreið Qölskyldu hans. Móðir Tal brann til bana í ár- ásinni. Faðir hans og þrettán ára bróðir brenndust einnig mikið en em að ná sér. Útlönd BHreið íransks sendi- manns sprakk í loft upp Lögreglumaður virðir fyrir sér flak bifreiðarinnar sem sprakk i Madrid i gær. Talið er að sprenging hafi orðið i bensintanki hennar. Símamynd Reuter Fjórir menn slösuðust í gær þegar bifreið i eigu íransks sendiráðsmanns sprakk í loft upp í íbúaðahverfi í Madrid, höfuðborg Spánar. Að sögn talsmanns spænskra stjómvalda var talið að um slys hafi verið að ræða. Þeir sem slösuðust í sprengingunni vom eigandi bifreiðarinnar, starfs- maður utanríkisþjónustu Iran, ökumaður hans og gangandi vegfar- andi. Hinir slösuðu vom fluttir á sjúkra- hús þar sem þeir fengu meðhöndlun vegna taugaáfalls og lítilsháttar meiðsla. Að sögn talsmanns stjómvalda er því sem næst útilokað að sprengingin hafi verið af völdum hryðjuverka- manna. Lögreglan í Madrid beinir rannsókn sinni einkum að þeim mögu- leika að sprenging hafi orðið í elds- neytisgeymi bifreiðarinnar. Vitni að atburðinum bera að spreng- ingin hafi brotið rúður i nærliggjandi byggingum og að kviknað hafi í bif- reiðinni. I maímánuði síðastliðnum stóðu skæmliðar úr aðskilnaðarhreyfingu Baska fvrir þiem sprengingum í Madrid. I þeim sprengingum létust einn og níu særðust. Undanfarið hafa orðið sprengingar víða á Spáni þótt atvik það er varð í Barcelona hafi vakið einna mesta athygli. Þar sprengdu Baskar sprengju í bifreiða- geymslu við stórverslun í borginni og urðu fjölda manns að bana. ,MEÐ SEX ITAKINU ... og fer létt með það Nú fdstallir drykkirnirfrá Sanitas f handhægum sex-pakkningum r#i Sanitas STRIK/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.