Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLl 1987.
Erlend myndjá
Þau gömlu að brotna?
„Fimmtán gegn þrjátíu, eru þau gömlu að brotna?" spyr textinn á vegg-
spjaldinu hér að ofan þar sem gefið er í skyn að veldi tennisstjömunnar
Martinu Navratilovu sé nú að hrynja undan sókn Steffi Graf sem skotið
hefur upp á stjömuhimin þessarar íþróttagreinar með ógnarhraða. Steffi er
aðeins átján ára gömul en Martina hins vegar orðin þrítug svo keppni
þeirra getur vart farið nema á einn veg. Ef til vill er það þess vegna sem
Steffi ræðst af slíkri einbeitni á boltann meðan Navratilova krýpur á kné
og kreppir hnefana í örvæntingu.
Navratilova á langan og frækinn feril að baki en eins og aðrir verður hún
að sætta sig við að aðrir taki við. Hún er þó ekki fallin enn og búast má við
að hún veiti Steffi keppni áfram, þótt á kné sé fallin, eða þar til hún liggur flöt.
Herinn í nýju hlutverki
Herinn í Suður-Kóreu hefur nú fengið nýtt hlutverk eftir að hafa staðið
í átökum við stúdenta og aðra stjómarandstæðinga um nokkurra vikna
skeið. I stað þess að standa gráir íyrir jámum og vopnaðir táragasbyssum
gagnvart heift almennings hafa þeir tekið sér kústa og slöngur í hönd og
vinna nú að því að hreinsa upp eftir öll lætin. Ekki illa til fundið þvi herinn
er af yfirvöldum flestra ríkja talinn þjónustustofnun við almenning þótt
fæstir stjómmálamenn veiti kenningunni yfir í verkin á þennan hátt.
1'
Með afa og ömmu í sumarsólinni
Seint verður það fullþakkað að eiga inni við Middlekerke í Belgíu í síðustu góðviðri gengið yfir Evrópu undan-
afa og ömmu. Þau eru oft til með að viku. Ekki er að sjá annað en allir fama daga sem er íbúum álfúnnar góð
nenna að gera með manni hitt og þetta aðilar hafi unað sér vel enda hafa tilbreytingeftirrysjóttsumartilþessa.
sem pabbi og mamma geta ekki gefið
sér tíma til.
Meðan mamma flatmagar, útbíuð í
sólarolíu, er hægt að plata ömmu út
á árabát. Henni fatast ekki áralagið,
gömlu konunni. Reri ef til vill til fiskj-
ar í eina tíð. Auðvitað er þó vissara
að halda sér fast í bátinn. Og gæta
þess að fara ekki of langt frá landi því
eins og amma er farkosturinn kominn
til ára sinna og farinn að láta á sjá.
Sú var líka tíðin að afi gegndi því
merka hlutverki að gæta manns með-
an pabbi var að vinna. Nú er það
auðvitað brey tt því í samræmi við j afh-
réttishugmyndir nútímans liggur
pabbi við hlið mömmu, jafnklístraður
af sólarolíu og hún. En afi er jafnþarf-
ur fyrir því og nennir öðrum fremur
að spekúlera í undrum þeim sem finna
má á ströndinni. Hann skilur líka að
maður verður að fá að þreifa á hlut-
um, jafnvel smakka á þeim, til þess
að skilja heiminn.
Þess má svo geta að amman er
spönsk og róðrarferðin var farin á litlu
vatni í almenningsgarði í Madrid. Af-
inn var hins vegar staddur á strönd-