Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987. Sviðsljós Sigurður Þorsteinsson, forstöðumaður Vinnuskóla Kópavogs, stendur hér hjá nokkrum af þeim fötiuðu unglingum sem vinna í Vinnuskólanum. Ágóði hátiðarinnar rann í ferðasjóð fatlaðra unglinga i Kópavogi sem halda til Danmerkur í sumarbúðir um miðjan júli. Fjör í þágu fatlaðra í byrjun júlí á hverju ári halda krakkarnir í Vinnuskóla Kópa- vogs veglega grill- og skemmti- hátíð í Hlíðargarði í Kópavogi. Ollum ágóða af hátíðunum er varið til góðgerðarmála og í ár eru það fatlaðir unglingar í Kópavogi sem njóta góðs af, en þeir ætla í sumarbúðir í Dan- mörku um miðjan júlí. Á hátíðinni, sem haldin var í 6. skiptið sl. fimmtudag, var margt til gamans gert, s.s. stultukapp- hlaup, boltakast, minigolf, gúmbátaróður á tjörninni o.fl, o.fl. Krakkarnir í vinnuskólan- um sáu sjálfir um allan undir- búning. Þeir smíðuðu bekki, borð og leiktæki, settu upp söl- utjöld og stóðu fyrir ýmiss konar uppákomum. Mikill fjöldi sótti hátíðina og skartaði garðurinn sínu fegursta í tilefni dagsins. Hér er hún komin, röndótta mærin, sem Laddi söng svo blíðlega um. Hún var ein þeirra sem sáu um að mála viðstadda i öllum regnbogans litum. Þessir upprennandi golfarar máttu varla vera að því að lita upp. Minigolf- ið, sem þeir standa þarna við, er eins og allt annað sem á boðstólum var, verk krakkanna sjálfra. Allir gátu fengið ókeypis skreytingu og nýttu krakkarnir sér það óspart. Það var lika skrautlegt um að litast á svæðinu, krakkar af öllum stærðum og gerðum i margs konar litum og búningum. Ölyginn sagði... Paul Newman hefur gaman af að leika sé- í kappakstri. Um daginn munað; litlu að hann færi i sína síðustu ferð á Nissan 300ZX turbo bíln- um sínum. Hann missti stjórn á bílnum og vafði honum utan í vegg. Betur fór en á horfðist og Paul slapp heill á húfi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemst I hann krappan í kapp- akstri, alls 5 sinnum hefur hann nálgast hlið himnaríkis. Paul ætlar þó ekki að hætta þessum glæfraskap í bráð. „Ég er mun betri en ég var í fyrra og ég vil þvi ekki hætta núna. Þegar mér byrjar að fara aftur i íþróttinni hætti ég," segir Paul og er kok- hraustur. Don Johnson Já, hvort sem þið trúið því eða ekki þá er þetta hjartaknúsarinn frægi, Don Johnson úr Miami Vice. Þessi mynd var tekin árið 1975 þegar Don, þá 26 ára gamall, var að syngja á franskri kvikmyndahátið. Annars er það helst að frétta af Don að hann er byrjaður aftur með gömlu kærustunni og barnsmóður sinni, Melanie Griffith. Þau eru orðin yfir sig ástfangin að nýju og Don innsiglaði sambandið nýlega með því að gefa henni veglegan demantshring. Michael J. Fox hefur allan varann á og er þegar búinn að semja erfðaskrá sína. Michael á 4 systkini og ef eitt- hvað kemur fyrir hann þá stendur það svart á hvítu hvað hvert þeirra á að fá. Michael er aðeins 25 ára og ef hann heldur áfram á sömu velgengnisbraut verður hann líklega að end- urnýja erfðaskrána á 6 mán. fresti!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.