Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Side 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Biyndís Hólm
í 9. sæti
- í Evrópubikarkeppni í sjöþraut kvenna
íþróttir
íslenskir blakmenn hafa ekki
gleymt Ni Fenggou.
Ni Fenggou
til Noregs
Kínverjinn Ni Fenggou, sem ís-
lenskir blakmenn muna vel eftir,
verður líklega þjálfari í Noregi.
Sterk norsk blaldið eru að reyna
að fá hann frá Kína.
Tromsö hefur áhuga á að fá Ni
Fenggou til að þjálfa karlalið sitt,
sem státaði af Noregsmeistaratign
fyrir tveimur árum. Kvennalið
Sandnes sækist einnig eftir Kín-
verjanum.
Ni Fenggou þjálfaði á Islandi á
árunum 1980 til 1982. Hann hafði
mikil og góð áhrif á blakið hér-
lendis. Víkingar fengu hann til
landsins en önnur lið nutu einnig
fæmi hans, þeirra á meðal landslið
karla og kvenna.
-KMU
Kjötfestan
í vöm Villa
seld til Pisa
Paul Elliot, sem var kjölfestan í
vöm Aston Villa á síðasta leik-
tímabili, hefur nú skrifað undir
samning við ítalska fyrstu deildar
félagið Pisa.
Páll flaug til Pisa með einkaþotu
og við komuna þangað sagðist
hann hvorki þekkja haus né sporð
á ítalskri knattspymu og þaðan
af síður kimna deili á sínu nýja
félagi.
„Eg er hins vegar reiðubúinn að
læra,“ sagði garpurinn og var hann
hinn ánægðasti með félagaskiptin.
Kaupverðið var ekki ljóst í gær-
kvöldi. -JÖG
Evrópubikarkeppnin í sjöþraut
kvenna, C-riðli, fór fram í Madrid 4.-5.
júlí. 6 þjóðir sendu 19 keppendur til
• Bryndís Hólm stökk 5,80 m i
Madrid.
Brasilíumenn urðu fyrir einu mesta
áfalli sem þeir hafa orðið fyrir þegar
þeir töpuðu, 4-0, fyrir Chile í S-
Ameríkukeppninni í gær. Þetta er
stærsta tap þeirra um áratuga skeið.
Brasilíumenn þurftu aðeins jafhtefli
leiks. Landslið íslands, með Bryndísi
Hólm í fararbroddi, sigraði frland og
varð í fimmta sæti. Stigin í lands-
keppninni urðu: 1. Noregur 15.419. 2.
Spánn 15.367. 3. Danmörk 15.157. 4.
Grikkland 14.628. 5. ísland 14.396. 6.
írland 12.292.
Röðin í einstaklingskeppninni: 1.
Anne Britt Skjaveland, Noregi 5.525
stig. Norskt met. 2. Lisbet Larsen,
Danmörku 5.261 stig. 9. Biyndís Hólm,
ÍR 4.998. (15,85 sek. 1,66 m, 9,62 m, 5,90
m (langstökk), 37,76 m, 2,25,81 mín.)
13. Birgitta Guðjónsdóttir HSK, 4.896.
(15,88, 1,48, 10,47, 27,00, 5,52, 44,80,
2,19,49). 16. Ingibjörg ívarsdóttir HSK,
4.502. (15,69,1,60,8,97,26,70,5,27,21,26,
2,16,64).
Bryndís Hólm stökk 5,90 m sem er
besti árangur ársins. Ingibjörg og
Birgitta náðu sínum besta árangri í
800 m til þessa. Birgitta náði besta
árangri sínum í ár í spjótkasti, 44,80
m. íslandsmet Birgittu í sjöþraut er
5.204 stig frá 1985. Árangur kvenna-
landsliðsins er sá besti frá upphafi.
-ÓU
til að leika til úrslita en tvö mörk frá
bæði Ivo Basay og Juan Carlos Leiteli-
er slökktu þær vonir. Seinni tvö
mörkin voru skoruð þegar „Brassam-
ir“ voru orðnir einum færri því
Nelsinho var rekinn út af. -SMJ
Meiðsliogveikindi
hrjá KR-inga
Það ætlar ekki af hinum unga og
efhilega knattspymumanni í KR,
Heimi Guðjónssyni, að ganga. Hann
hefur átt við meiðsli að stríða í allt
vor og því ekki getað leikið með
KR-ingum það sem af er tímabilinu.
Hann mætti hins vegar á æfingu í
síðustu viku en þá tóku meiðslin sig
upp og er nú talið ólíklegt að hann
nái að leika með KR-ingum í sumar.
Er það sannarlega skarð fyrir skildi
hjá vesturbæjarliðinu.
Til að bæta gráu ofan á svart veikt-
ist miðvallarspilarinn snjalli,
Sæbjöm Guðmundsson, hastarlega
af hettusótt fyrir stuttu og leikur
hann því ekki með liðinu á næst-
unni. Það em þó gleðitíðindi fyrir
KR-inga að Guðmundur Magnússon
er að koma til og hefur æfingar í
vikunni.
-SMJ
Hrun hjá Brasilíumönnum
• Það er mikil grimmd í svip Agústs Más, sem er hér kominn inn í vítateig Valsmanna. Se
Deildin opiv
- eftir jafntefli Vals (
„Ég tel að við Valsmenn höfum átt betri
möguleika í þessum leik og þrátt fyrir
jafhteflið nú þá koma stigin um leið og
við fórum að skora - ég hef engar áhyggj-
ur af því,“ sagði Ian Ross, þjálfari
Valsmanna, eftir að toppliðin í 1. deild
höfðu skilið jöfh, 1-1, að Hlíðarenda í
gærkvöldi. Leikurinn einkenndist af mik-
illi baráttu enda mikið í húfi fyrir bæði
liðin. Jafnteflið hleypir óneitanlega mik-
illi spennu í deildina en fyrir tveim
umferðum virtist sem Valsmenn ætluðu
að stinga af.
Eins og áður sagði var mikil barátta í
leiknum og fannst sumum nóg um á köfl-
um. „Leikurinn var mjög harður á
tímabili og í um það bil 20 mínútur í fyrri
hálfleik léku liðin eins og lið í neðri deild-
unum, báru greinilega virðingu hvort
fyrir öðru og leikurinn hefur án efa verið
skemmtilegur á að horfa,“ sagði Ian Ross.
Það voru markmenn beggja liða sem
voru í aðalhlutverki í leiknum og gripu
þeir oft vel inn í leikinn. Sérstaklega var
Páll Ólafsson í marki KR sóknarmönnum
Valsmanna skeinuhættur. Jón Grétar
komst til dæmis í dauðafæri á 31. mínútu
en Páll lokað vel. Valur Valsson fékk
svipað færi á 61. mínútu en Páll lokaði
þá aftur vel en minútu síðar átti Hilmar
Sighvatsson þrumuskot í stöngina - þar
sluppu KR-ingar með skrekkinn.
Mark Vals kom á 34. mínútu en þá var
Ágúst Már með boltann inni í eigin víta-
teig. Valur Valsson náði af honum
boltanum og Ágúst „þrýsti“ honum niður
og víti var réttilega dæmt. „Trúlega hefur
þessi vítaspymudómur verið réttur,“
sagði Ágúst Már eftir leikinn. Aðspurður
um leikinn sagði hann að jafntefli hefði
verið sanngjörn úrslit og að leikurinn
hefði verið mjög fjörugur á köflum. Hilm-
161 cm og á leið í NBA
- útiendingum fjölgar stöðugt í bandaríska körfuknattleiknum
Nú nýlega er lokið hinu svokallaða vali
í bandaríska körfuboltanum en það felst
í því að NBA liðin velja sér leikmenn
úr háskólaboltanum. Val þetta vekur
ávallt mikla athygli og svo var einnig
núna enda margt forvitnilegt og nýstár-
legt við það að þessu sinni. Þrennt vakti
mesta athygli: Stærð eða réttara sagt
smæð eins leikmanns, fjöldi sá er kom
frá sama menntaskólaliðinu og geysileg
fiölgun útlendinga.
161 cm og á leið í NBA
12. maðurinn sem var valinn í fyrstu
valumferð er léikmaður sem kemur til
með að vekja mikla athygli þegar og ef
hann fer að leika í NBA. Hann heitir
Tyrone (Mugsy) Bogues og er aðeins 161
cm á hæð, minnsti leikmaður sem kom-
ist hefur á samning í NBA. Hann er t.d.
töluvert minni en Spud Webb hjá
Hawks. „Ég er mjög stoltur yfir Mugsy.
Hann hefúr nú í langan tíma þurft að
berjast við fordóma fólks sem telur hann
vera of lítinn fyrir körfuknattleik," sagði
Reggie Williams sem lék með Bogues í
menntaskóla en hann varð númer 4 í
valinu. Það bar síðan til tíðinda að
þriðji félagi þeirra, Reggie Lewis, var
valinn við 22. vai Aldrei áður hafa þrír
leikmenn úr sama menntaskólaliði kom-
ist í NBA. Þeir voru í Baltimore Dunbar
skólanum en Lewis fer til Boston Celtic,
Bogues til Washington Bullets og Will-
iams til Los Angelos Clippers.
Sá sem var valinn fyrstur er David
Robinson, 216 cm hár miðherji sem fór
til liðs við Pétur Guðmundsson og félaga
hjá San Antonio Spurs. Það kom engum
á óvart að Robinson var valinn fyrstur
en hann er geysilega sterkur miðherji.
Þykir líkamsstyrkur hans með ólíkind-
um. Hann heftu- leikið með liði flotans
í háskólaboltanum. Robinson mun ekki
ganga til liðs við Spurs fyrr en eftir tvö
ár vegna herskyldu svo að Pétur ætti
að fá frið til að byggja upp feril sinn
hjá liðinu.
Þriðja atriðið sem vakti mikla athygi
við valið að þessu sinni var hinn mikl
fjöldi útlendinga sem var valinn. 76erí
kusu Chris Welp frá V-Þýskalandi sen
16. val en Welp er 214 cm miðherji. Þé
völdu Atlanta Hawks Song Tau frá Kínt
en hann er 208 cm. Hawks virtust hrifn-
ir af útlendingum því þeir völdu einnif.
Theofanis Christodoulou (203 cm) fré
Grikklandi, Jose Antonio Montero (19f
cm) frá Spáni, Rieardo Morandoti (198
cm) frá Ítalíu og Frank Arapovic (21f
cm) frá Júgóslavíu. Allir þessir leikmenr
voru valdir í seinni umferðum og því ei
öruggt að einhveijir þeirra heltast úi
lestinni. Þessi innrás útlendinga verðui
eigi að síður að teljast athyglisverð. Þá
má geta þess að Golden State valdi
Cherunas Marchulemis frá Sovétiikjun-
um en talið er líklegt að Sovétmenn leyfi
leikmönnum sínum að leika í Bandaríkj-
unum eftir OL í Seoul.
/-SMJ