Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. —r % Sviðsljós Ólyginn sagði... Rob Lowe, eftirsóttasti piparsveinninn um þessar mundir, er aö hugsa um aö hætta að vera piparsveinn og drífa sig í að giftast sinni heittelskuðu Melissu Gilbert. Það er víst ekki seinna vænna því nýjustu fréttir herma að barn sé á leiðinni. Melissa og Rob eru búin að vera lengi saman en eitthvað var sambandið stirt á tímabili. Frægðin steig Rob til höfuðs og hann fór að dúllast með hinum og þessum stúlkum, frægust þeirra var Stephanie prinsessa af Mónakó. Eftir það ævintýri sagði Melissa, hingað og ekki lengra, nú velur þú milli mín og Ijúfa lífsins. Rob valdi Melissu, hjónaband og barn og lái honum hver sem vill. Renée Toft Simonsen Það eru fleiri sem eru að fara að gifta sig. John Taylor úr Duran Duran er alveg harðá- kveðinn í að hneppa hina heimsfrægu dönsku fyrirsætu, Renée Toft Simonsen, í hjóna- bandið og það sem allra fyrst. Hann elti hana uppi hvert sem hún fór og fékk loks jáyrði. „Hún er jafnskemmtileg og hún er falleg og ekki er það verra að hún er listakokkur," segir John sem fyrir nokkrum árum hlaut titilinn „fallegasti karlmaður í heimi". Þau veröa því líklegast fallegasta par í heimi innan ör- fárra mánaða en brúðkaups- dagurinn er ekki endanlega ákveðinn. Michael Jackson Alltaf berast fleiri og fleiri fréttir af dýrahaldi Michaels Jackson. Nú er hann farinn að láta sér- sauma föt á simpansann sinn hjá einum af besta fatahönnuði heims. Um daginn sendi Micha- el þjónana sína í bæinn til að kaupa tvær flöskur af hinu rán- dýra Calvin Klein ilmvatni. Annað glasið var handa honum sjálfum en hitt var auðvitað handa simpansanum. Það er ekki nóg að apagreyið klæðist fínt frá toppi til táar, hann verð- ur líka að lykta vel! Þau neffegurstu. Ljótustu leikaranefin Nokkrir lýtaskurðlæknar í Hollywood tóku sig til fyrir skömmu og útnefndu bæði nefljótustu og neffegurstu leikara þar í bæ. Ekki er víst að allir séu sammála áliti þeirra, en fróðlegt er þó að sjá rökstuðinginn fyrir eftirfarandi niðurstöðum. Brooke Shields varð í fyrsta sæti yfir fegurstu leikaranefin. Hún hefur fullkomið nef, samkvæmt áliti þeirra, minnir mest á nef stjarnanna í hin- um þöglu kvikmyndum, og nefbroddurinn er sérlega fagur. I öðru sæti varð Don Johnson. Þeir segja að hann hafi mátulega mjótt nef, sem hæfi andlitinu sérlega vel. Broddurinn er dálítið hvass en alls ekki of oddhvass. Meredith Baxter Birney, leikkonan úr „Fjölskvlduböndum" hefur óvið- jafnanlegt nef og ekkert út á það að setja og Michael J. Fox, hefur sætt lítið nef sem getur alveg heillað mann upp úr skónum. Læknarnir telja nefið stærstu orsökina fyrir vinsældum Fox. Auk ofantaldra voru Paul Newman og Bob Hope á þessum sama lista. Leikarinn Karl Malden, var álitinn með langljótasta leikarnefið af öll- um sem komu til umræðu. Nefið á honum er hreinasti brandari segja þeir, það þyrfti sko að komast undir hnífinn í lagfæringu. Nef Farah Fawcett er sagt fara versnandi með aldrinum, miðsnesið farið að síga dálítið, hún þyrfti að láta laga það. Sissy Spacek segja lækn- arnir hafa alltof lítið nef miðað við andlitið. Þegar hún brosir hreyfist nefið á henni ekki einu sinni. Loks er leikkonan Meryl Streep talin með gríðarljótt nef, alltof stórt fyrir andlitið. Þau nefljótustu. Að komast í feitt! Það má með sanni segja að Dave Miller hafi komist í feitt er hann eign- aðist köttinn Ming. Ming, sem vegur heil 22 kg, er örugglega feitasti köttur í heimi. Hann getur ekki gengið en situr uppréttur í hægindastól sínum á milli máltíða sem eru ansi tíðar. Ming elskar húsbónda sinn, Dave, meira en nokkuð annað og líður þeim vel saman enda er þó- nokkur svipur með þeim þar sem þeir brosa ffaman í ljósmyndarann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.