Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. Útlönd Hálf milljón skotvopna hjá almenningi Talið er að um hálf milljón skotvopna sé nú í höndum almennra borgara á Fiiippæyjum og að um þriðjungur þesaara vopna aé í höndum uppreisnar- maima, glæpamanna og annarra þeirra sem ekki hafa heimild til vopnaburð- ar. Að sögn lögreglunnar í Manila munu um þrjú hundruð þúsund skotvopn vera í höndum aðila sem hafa heimild til þess að eiga þau. Nær hundrað og fimmtíu þúsund eru í höndum uppreisnarmanna í röðum múhameðstrúar- manna, kommúnista og glæpamanna. Olíuverð komið í 21 dollar á tunnuna Olíuverð hækkar nú að nýju og í gær komst verð á óhreinsaðri olíu í Bandaríkjunum upp í tuttugu og einn dollar á tunnuna. Þessi hækkun endur- speglar aukna trú þeirra sem versla með oh'u á að olíuframleiðsluríki grípi til ráðstafana sem geta gert markaðinn stöðugri en hann hefúr verið, þrátt fyrir fregnir af að framleiðslan sé nokkuð yfir þeim hámörkum sem ákveðin hafa verið. Mesti eíturlyQahringurlnn teklnn hendur Perons Stærsti kókafnsmyglhringur Evrópu hefúr nú komist undir manna hendur en í gær handtók lögreglan í Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjun- um þrettán manns sem talið er að hafi rekið umfangsmikið eiturlyfjasmygl árum saman. Lögreglan í London handtók forsprakka þesaa eiturlyfjahrings í síðasta mánuðl Síðan hefúr eiginkona hans verið handtekin. Fimm raanns til við- bótar, tveir Bandaríkjamenn og þrír Bretar, voru handteknir í Bretlandi. Fjórir V-Þjóðveijar voru handtelmir í Bavaríu og tveir Bandaríkjamenn á Flórída. Lögreglan gerði upptæk fimmtíu og þrjú kfló af kókaíni í London og talið er að það sé hluti mikillar sendingar frá Columbíu til Bretlands sem flutt var sjóleiðia um höfh í V-Þýskalandi. Lögreglan rannsakar nú einnig aðild smyglararma að öðrum glæpum, meðal annans morðum. Bob Hawke vinnur aftur á Bob Hawke, forsætisráðherra Ástrahu, og verkamannaflokkur hans síga nú aftur á í kosningabaráttunni þar í landi eftir að hafa látið undan síga og tapað nokkru fylgi í hendur íhaldsflokks landsins. Nú eru aðeins fiórir dagar til kosninga á Ástralíu. Skoðanakannanir hafa undanfarið sýnt að Verkamannaflokkurinn hefúr nú að nýju um fimm pró- sentustiga forskot á íhaldsmenn og frjálslynda til samans. Fyrir um viku var forskot Verkamannaflokksins komið niður í um eitt prósentustig og þá var talið að kosningamar gætu farið á hvom veg sem væri. Þúsundir Argentínumanna tóku í gær þátt í verkfalli og hh'ttu boði um þjóðareorg vegna þess að höndunum var nýlega stolið af líki Juans Peron, fyrrum forseta landsina, í líkhúsi hans. Um fiögur þúsund hafnarverkamenn tóku þátt í einnar mínútu þögn á vinnustað. Efha átti til mikillar messu utanhúss í Buenos Aires og svipaðar athafiiir vom skipulagðar víða umn landið. Fyrr í vikunni bárust argentískum stjómvöldum tilkynningar um að hönd- unum hefði verið stolið af liki Perons. Rannsókn leiddi í ljós að svo var og að auki hafði verið stolið húfú og sverði af líkkistu hans. Stjómvöld rannsaka nú hvort hugsanlegt sé að höndunum hafi verið stol- ið árið 1976 en Peron lést árið 1974. Flokkur hófsamra blökkumanna stofnaður Nokkur þúsund hófsamir blökkumenn í Suður-Afríku hafa stofnað nýjan stjómmálaflokk sem mun beita sér gegn kynþáttaaðskilnaðaretefiiu stjóm- valda en er reiðubúinn til þess að starfa með ríkisstjóm hvítra manna í landinu. Stofiifúndur flokksins, sem nefhist sjálfstæða lýðræðisbandalagið, var hald- inn í gær. Nýkjörinn foreeti flokksins, John Gogotya, sagði í gær að helsta hlutverk flokksins væri að berjast gegn aðskilnaðaretefhunni og ná fram bótum vegna þess misjöfhúðaf sem blökkuménn hafi mátt þola í lándinu. DV 38 hindúar skotnir til bana í Punjab Fimm síkhar neyddu í gær strætis- vagnastjóra til þess að aka út af þjóðvegi í Punjab á Indlandi og hófu þeir síðan skothríð á farþegana sem voru hindúar. Þrjátíu og átta þeirra biðu bana við árásina, sem er sú versta þar um slóðir, að sögn lögreglunnar. Sextíu farþegar voru í vagninum. Meðal fómarlambanna vom ellefu konur og þrjú böm. Fréttir herma að lögreglan hafi sko- tið til bana einn hinna grunuðu byssumanna skammt frá árásarstaðn- um. Lögreglan fann einnig bíl byssu- mannanna. Er þetta í þriðja skipti á tæpu ári sem síkhar, er berjast fyrir sjálfstæðu ríki, ráðast á strætisvagn með mest- megnis hindúa innanborðs. Á þessu ári hafa rúmlega fimm hundmð manns látið lífið í átökum í Punjab þai- sem síkhar em í meirihluta. Punjab hefur verið undir beinni stjóm Nýju Delhi frá 11. maí síðastliðnum er Rajiv Gandhi forsætisráðherra rak stjóm síkha þar sem henni tókst ekki að haldi uppi lögum og reglu. Mikill viðbúnaður er nú við fylkis- mörk Punjabs og þeim lokað að skipan yfirvalda. Ferðir með almenningsvögnum að næturlagi hafa legið niðri að undan- fömu á þessum slóðum af ótta við hryðjuverk. Byssumennimir létu í veðri vaka í gærkvöldi að einn þeirra vildi fá far með strætisvagninum, sem var á leið frá Chandigarh til Rishikesh og óku fram úr honum. Aðeins einni konu tókst að yfirgefa vagninn áður en blóðbaðið hófst. Rúmlega fimm hundruð manns hafa nú látið lífið á þessu ári í átökum í Punjab á Norður-lndlandi. Aukin sókn gegn contraskæruliðum Vamarmálaráðuneytið í Nicaragua tilkynnti í gær að heiinn hefði fellt fiögur hundruð sjötíu og sjö skæruliða síðastliðinn mánuð. Hundrað þrjátíu og einn hermaður var tilkynntur fall- inn. Einnig var tilkynnt að þrjátíu og þrír óbreyttir borgarar hefðu fallið fyrir hendi skæruliða síðastliðinn mánuð, fiömtíu og fiórir særst og þrjá- tíu og níu verið rænt. Segjast ráðamenn verða varir við aukna tilburði Bandaríkjanna til þess að steypa stjóminni í Nicaragua. Síð- astliðið haust samþykkti Bandaríkja- þing að veita hundrað milljónir dollara til aðstoðar contraskæmliðum og féð er nú farið að streyma til þeirra. Samt sem áður fullyrðir stjóm sandínista að her hennar hafi yfirtök- in. Skæmliðar em sagðir halda áfram skemmdarverkum sínum til þess að grafa undan eíhahag landsins og síð- astliðinn mánuð sprengdu þeir átta háspennumastur. Hermaður i her sandínista sem sagð- ur er hafa aukiö sókn sína gegn contraskæruliðum. Símamynd Reuter Þrjú hundruð fórnst í ferjuslysi í Zambíu Talið er að allt að þrjú hundmð manns hafi farist þegar fljótsfeija fórst á ánni Luapula, á landamærum Zaire og Zambíu, í gær. Talið er að mannleg mistök hafi orsakað slysið. Áttatíu manns var bjargað af ferj- unni og í gær höíðu fúndist tuttugu og þrjú lík á slysstað en björgunar- menn gerðu sér litlar vonir um að finna á lífi nokkum af þeim tæplega þijú hundmð sem enn var saknað. Ferjan var mjög þunghlaðin af far- þegum og farangri. Að sögn lögregl- unnar í Zambíu virðist stýrimaður hennar hafa verið sofandi í brúnni þegar hún rakst á sandrif og sökk. Ferjan, sem var á leið frá þorpinu Moweto til Kasenga, sökk nálægt höfninni í Katabulwe, um sex hundmð kílómetra norður af Lusaka, höfúð- borg Zambíu. Talið er að um 470 farþegar hafi verið um borð. Stýrimaður ferjunnar lifði slysið af og er nú í gæslu lögreglunnar meðan rannsókn slyssins fer fram. að allt að þrjú hundruð manns hafi farist. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.