Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Síða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Erlendir fréttaritarar
Alls munu nú vera um þrjár milljónir mótmælendatrúar í Kina og álíka margir kaþólskir.
DV-mynd Magnús Karel
Fjörutíu ára afmælis-
hátíð Lúterska
heimssambandsins
Námsstyrkir til íslendinga
í upphafi leitaðist Lúterska heims-
sambandið einkum við að hjálpa
flóttamönnum og taka þátt í upp-
byggingunni eftir stríðið en starfsemi
þess hefur sífellt orðið umfangsmeiri.
Til dæmis má nefha að allmargir ís-
lenskir guðfræðingar hafa notið
námsstyrkja frá Lúterska heimssam-
bandinu.
Doktor David Preus, biskup frá
Bandaríkjunum, benti í ræðu sinni á
að á stofnfúndinum hefðu ekki verið
margir fulltrúar þriðja heimsins og
fátt hefði verið um konur. Á þessu
hefúr orðið mikil breyting. Doktor
Káte Mahn frá Vestur-Þýskalandi, er
hélt eina aðalræðuna á afinælishátíð-
inni, sagði að enn væri þó langt í land
með að konur hefðu náð sömu hlut-
deild í samtökunum og karlar og
hvatti til þess að breytingu á því yrði
hraðað.
Þær lútersku kirkjur, sem aðild eiga
að sambandinu, eru fulltrúar sextíu
milljóna lúterstrúarmanna, það er
áttatíu prósent allra þeirra er játa lút-
erska trú.
GunrUaugur A Jánssan, DV, Lundi;
Þess var um helgina minnst í Lundi
að fjörutíu ár eru liðin frá því að Lút-
erska heimssambandið var stofhað.
Stofiifundurinn var einmitt haldinn í
Lundi.
Þá voru mættir hundrað og tuttugu
leiðtogar lúterskra kirkna víðs vegar
að úr heiminum. Fulltrúar íslands
voru þá Sigurgeir Sigurðsson biskup
og Sigurður Pálsson, síðar vígslubisk-
up á Selfossi.
Til fjörutíu ára afinælisins nú kom
enginn fulltrúi frá íslandi en þeir ís-
lensku guðfræðingar, sem búsettir eru
í Lundi, það er doktor Pétur Péturs-
son, séra Torfi Stefánsson og undirrit-
aður, tóku þátt í afmælishátíðinni sem
áheymarfulltrúar.
Stofiiun Lúterska heimssambands-
ins stóð í beinu sambandi við lok
styrjaldarinnar. „Lútersku kirkjumar
vildu hjálpa trúbræðrum sínum í
stríðshijáðu löndunum,“ segir C.G.
Hammar, dómprófastur í Lundi, sem
hafði veg og vanda af undirbúningi
afmælishátíðarinnar.
frá Kína. Hann segir að það sé auð-
veldara að vera kristinn í dag heldur
en áður var. Á tímum menningarbylt-
ingarinnar á sjöunda áratugnum var
kirkjunum lokað og hinir kristnu urðu
að hittast leynilega í heimahúsum.
Ting varð biskup 1955 og er nú rektor
við prestaskólann í Nanjing og forseti
kirknaráðsins í Kína. Alls munu vera
um þrjár milljónir mótmælendatrúar
í Kína og álíka margir kaþólskir.
Kirkjumar vom opnaðar aftur í bytj-
un þessa áratugar og hinum kristnu
fjölgar stöðugt.
„Mjög þýðingarmikil breyting hefur
átt sér stað. Við erum ekki lengur
bara trúboðsakur fyrir vesturlenska
trúboða. Nú erum við innlend kirkja
að öllu leyti og ekki lengur litið á
hina kristnu Kínveija sem útlend-
inga,“ segir Ting biskup sem sjálfur
fékk að kenna á menningarbylting-
unni á sínum tíma. Var honum
sparkað út úr prestaskólanum í Nanj-
ing er rauðliðar tóku yfir húsnæði
skólans þar sem hann er nú rektor.
Aðalstöðvar Lúterska heimssam-
bandsins em í Genf, aðalfundur
stofiiunarinnar er haldinn sjöunda
hvert ár. Síðast var hann haldinn í
Búdapest 1984 og vakti það talsverða
athygli þar sem það er ekki á hverjum
degi sem kirknasamtök halda fundi
sína austan jámtjalds. Framkvæmda-
nefiid sambandsins heldur fund sinn
árlega og var hann að þessu sinni
haldinn í Viborg í Danmörku strax
að lokinni afmælishátíðinni i Lundi.
Kristnum fjölgar í Kína
Meðal þeirra sem tóku þátt í af-
mælishátíðinni var K.H. Ting, biskup
Sigurður Pálsson vígslubiskup var annar Islendinganna er sótti stofnfund
Lúterska heimssambandsins fyrir fjörutíu árum.
Fjögurra ára
í fangelsi
ítvöár
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfcu
Sabrina er fjögurra ára gömul dönsk
stúlka sem dvalið hefur í fangelsi
hálfa ævi sína.
Fór hún í fangelsið með móður
sinni sem var ásamt fóður stúlkunn-
ar dæmd fyrir sölu á hassi.
Fangelsisvist stúlkunnar stríðir
gegn dönskum og alþjóðlegum regl-
um þar að lútandi. 1973 skrifuðu
Danir undir samþykkt Evrópuráðs-
ins sem meðal annars fiallar um
aðbúnað fanga. Þar stendur skýrum
stöfum að svo fremi böm séu sett í
fangelsi með móður eða foður skulu
aðstæður innan fangelsismúranna
leyfa það svo bamið geti þrifist eðli-
lega.
Síðastliðin ár hafa dönsk yfirvöld
ekki tekið þessar reglur mjög alvar-
lega. Saklaus böm hafa lent í
fangelsi með foreldrum sínum við
algerlega óviðunandi aðstæður.
Ekkert er líkist bamaheimili né sér-
menntað starfsfólk hefúr verið til
staðar og dagskammtur bamsins
hefúr hljóðað upp á einn banana,
epli og lítra af mjólk.
Reyndar hafa foreldrar, oftast
mæðurnar, beðið um að hafa bömin
sín með í fangelsi og það verið leyft
þrátt fyrir ríkjandi aðstæður.
Tannlæknar
vilja tiyggja sig
gegn eyðni
Haukur L. ffeuksson, DV, Kaupmarmahö&i;
Margir tannlæknar krefjast þess nú
að sjúklingar þeirra skrifi undir að
þeir hafi ekki eyðni áður en meðferð
hefst.
Heilbrigðisyfirvöld segja tann-
læknana ekki hafa rétt til þessa en
vilja hvorki né geta gert neitt til að
hindra það. Formaður heilbrigðis-
stjómar Danmerkur segir að tann-
læknar starfi fullkomlega sjálfetætt
og óháð og því ekki fyrir heilbrigðis-
yfirvöld að blanda sér í þetta mál.
Fólk ráði því hvort það skrifi undir
eða ekki. Einnig sé hægt að skipta
um tannlækni. Hafi undirskrift
sjúklinganna ekkert lagalegt gildi.
Segir formaðurinn að margir tann-
læknar vilji alls ekki meðhöndla fólk
með eyðni en undirstrikar um leið
að hættan á smitun sé óendanlega
lítil og að eyðniskráning tannlækn-
anna hjálpi ekkert í baráttunni gegn
eyðni.
Formaður nýja danska tann-
læknafélagsins segir það óþarfa af
tannlæknunum að gera svo mikið
veður út af eyðni. Eyðnisjúklinga
eigi ekki meðhöndla eins og einhver
úrhrök. Nægilegt sé fyrir tannlækn-
ana að gera grundvallarráðstafanir
varðandi sótthreinsun og einangrun
í stað þess að halda skrá yfir eyðni-
sjúklinga.
200 milljónum
rænt úr
flutningabíl
Baldur Róbertssan, DV, Genúa;
Átta grímuklæddir menn rændu bíl
sem var að flytja peninga á hrað-
braut rétt fyrir utan Mílanó. Náðu
ræningjamir sem svarar andvirði
tvö hundruð milljóna íslenskra
króna
Vitni að ráninu segist svo frá að
verðimir í peningabílnum hafi læst
sig inni í bílnum en ræningjamir
hafi þá hafið skothríð á bílinn. Bíll-
inn, sem er sérsmíðaður fyrir pen-
ingaflutninga, lét ekki á sjá þrátt
fyrir að átta mismunandi byssur
væm notaðar.
Ræningjamir vom ekki ráðalausir
og notuðu þá sprengiefni sem þeir
settu í kringum hurðarlæsingar á
flutningabílnum. Við það gáfúst
verðimir upp og opnuðu bílinn.
Komust ræningjamir undan
fenginn.
Fannst látin á
þaki sjúkrahúss
Baldnr Róbeitsson, DV, Genúa;
Sjötíu og níu ára gömul kona, sem
hvarf af sjúkrahúsi í mars síðastliðn-
um, kom í leitimar nú í vikunni.
Leitað hafði verið að henni fyrstu
tvær vikumar eftir að hún hvárf en
án árangurs. Talið var að hún hefði
strokið af sjúkrahúsinu.
Það var svo í síðustu viku að hún
fannst mjög óvænt. Sjúkraliði einn
. á sjúkrahúsinu fann óþef leggja frá
þaki hússins en það er einnig notað
sem svalir. Þegar að var gáð fannst
konan þar látin og var líkið tekið
að rotna.