Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Nýja stjórnin er gömul Nýja ríkisstjórnin, sem tekur við á morgun, mun starfa nokkurn veginn í sama anda og hin fyrri. Helzta breytingin er, að nýir menn koma inn fyrir gamla. Að stefnu til felst veganesti nýju stjórnarinnar í að halda áfram í sama farvegi og gamla stjórnin. Eina umtalsverða frávikið í stjórnarstefnunni er, að nýja stjórnin hefur fyrirfram gefizt upp við tilraunir til að spara og skera niður í opinberum rekstri. Slík voða- mál voru alls ekki rædd í samningum um myndun stjórnarinnar. Aður gátu menn ekki, en reyndu þó. Úr því að hvorki má spara né skera niður, að mati nýju stjórnarinnar, er illskárra að hækka skatta en að halda áfram miklum halla á ríkisbúskapnum. Nýja stjórnin ætlar sem betur fer að hækka skatta í stað þess að hlýða skottulæknum, sem segja halla meinlítinn. Að mörgu leyti er hinn gamli farvegur ágætur. Raun- vextir hafa innleitt bætta notkun peninga og aukið framboð á lánsfé. Fiskmarkaður og frjálst fiskverð hafa ýtt sjávarútvegi á framtíðarbraut. Verðbólga hefur ver- ið mun minni en allar götur síðan í Viðreisn. Ef nýja stjórnin varðveitir þessa nýlegu hornsteina velmegunar, verður hægt að fyrirgefa henni margt ann- að. En í margorðum gögnum hennar bendir fátt til, að hún ætli að bæta við nýjum hornsteinum. Það er ekki kjarkmikil ríkisstjórn, sem tekur við á morgun. Stóri meginþröskuldurinn í vegi framfara verður lát- inn liggja óhreyfður. Fyrsta atriðið, sem flokkarnir þrír komu sér saman um, var, að ekki skyldi hreyfa við stefn- unni í hefðbundnum landbúnaði. Hún felst m.a. í ríkisábyrgð í nýlegum og umdeildum búvörusamningi. Ekki skiptir miklu, hver framkvæmir þessa maka- lausu verðmætabrennslu. Jón Helgason er að því leyti heppilegri en margir aðrir, að hann hefur ekkert sam- vizkubit. Önnur efni í öskuhaugaráðherra gætu farið á taugum, þegar gefur á bátinn. Sem verður oft. Hið eina, utan nýrra ráðherra, sem Alþýðuflokkurinn hefur í farteski sínu í flutningnum upp í stjórnarkerr- una, er óljóst og lítt áþreifanlegt tillit, sem á að taka til sérútgáfu Jóhönnu Sigurðardóttur af gömlu kerfi verkamannabústaða og af nýjum kenningum um búsetu. Líklega verður Jóhanna eini ráðherrann, sem ekki mum líða feiknarvel í sessi. Hætt er við, að áhugamál hennar hafi lítinn hljómgrunn í þessari ríkisstjórn. Því verður henni nánast ókleift að mæta kjósendum aftur í kosningum sem eins konar íslenzk Jóhanna af Örk. Atriðin, sem hér hafa verið nefnd, má lesa milli lína í annars marklitlum gögnum á borð við stefnuyfirlýs- ingu og verkefnaskrá. Sjálfur textinn er hins vegar meiningarlaust hjal um takmarkalaust góðan, 24 blað- síðna vilja hinnar nýju ríkisstjórnar á öllum sviðum. Auðvitað eru það svo mennirnir, en ekki málefnin, sem mestu skipta. Málefnin eru bara orð á pappír, en mennirnir hafa völd. íslenzka stjórnkerfið afhendir ráð- herrum mikil völd og því miður líka mikla möguleika á að misnota völdin og hundsa stjórnarskrá og lög. Sem betur fer bendir allt til, að Sverrir Hermannsson verði ekki aftur ráðherra. Ráðherraferill hans var með þeim hætti, að Bandaríkjamenn hefðu sagt, að hann sveipaði sig þjóðfánanum og hrækti á stjórnarskrána. Bezt væri að fá að líta á þetta sem afmarkað slys. Annars er nýja stjórnin framhald gömlu stjórnarinn- ar og markar engin sérstök tímamót. Hún flytur ekki með sér nýjar hættur og ekki heldur ný ævintýri. Jónas Kristjánsson „Þaö er lítið réttlæti í því að bera saman nokkurra mánaða útvarpsstöð í einkaeign og 57 ára gamalt Ríkisútvarpið til að benda á að Rikisútvarpið nái til allra landsmanna eða hafi bestu fréttastofuna. Þó það nú væri.“ Kvartað undan frelsinu Stundum heyrast kvartamr undan því að nýju útvarpsstöðvamar í einkaeign séu eins. Þær útvarpi að- eins „síbyljutónlist", fréttum og auglýsingum. Til hvers er verið að fjölga útvarpsstöðvum ef þær eru hver annarri líkar, spyrja sumír. Þessu er til að svara að lítill mark- KjaHaiiim Ólafur Hauksson ritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni aður hér á landi setur útvarpsstöðv- unum takmörk. Þær láta undan markaðslögmálum til að eiga af- komumöguleika. Komið hefur í ljós (og eru svo sem engin ný sannindi) að mjög stór hluti hlustenda vill heyra dægurtónlist og helst lítið annað úr útvarpi. Útvarps- stöðvamar þurfa að ná sem stærst- um hópi hlustenda til að geta selt auglýsingar til að standa undir rekstrinum. Þess vegna er dægur tónlist svona mikið leikin í útvarps- stöðvunum. Leikrit og sögur? Hvers vegna nota þessar nýju út- varpsstöðvar ekki miðilinn til að flytja leikrit, sögur, skopþætti, fréttaskýringaþætti, viðtalsþætti, frásögur og svo framvegis? Þannig er oft spurt. Til að byrja með, þá er slíkt efhi yfirleitt dýrt í framleiðslu. Og reynsl- an, bæði hér og erlendis, sýnir að stór hluti hlustenda hefiir ekki áhuga á þessu efni. Það er tónlistin sem fólk vill hlusta á. Reyndar er til stór hópur, yfirleitt eldra fólk, sem vill ekki heyra „sí- byljuna", og hefúr meiri áhuga á mæltu máli, og efhisþáttum á borð við þá sem hér em taldir upp. Þetta fólk hlustar yfirleitt ekki á tónlistarstöðvamar. Það hlustar frekar á rás 1 Ríkisútvarpsins. Þar er efhi við þess hæfi. Ríkisútvarpið hefur efhi á að framleiða þetta efni, því það hefur einkarétt til að inn- heimta afiiotagjald. Sá stóri hópur, sem hlustar ókeypis á útvarpsstöðv- ar í einkaeign, þarf aftur á móti að greiða afnotagjald til Ríkisútvarps- ins. Úrval af útvarpsefni Fólk, sem kvartar undan tónlistar- stöðvunum, er bara vanþakklátt. Úrvalið af útvarpsefhi hefhr aldrei verið meira. Landsmenn geta nú all- ir hlustað á rás 1, sem heldur úti góðri fréttastofu og flytur blandað efni, þar á meðal ýmsa klassíska tón- list sem aðeins höfðar til fárra einstaklinga. Rás 2 Ríkisútvarpsins nær svo að segja um allt land og flytur dægur- tónlist. Á nóttunni er tónlistinni á rás 2 útvarpað um langbylgjusendi rásar 1, svo sjómenn á hafi úti geti líka hlustað. Bylgjan og Stjaman eru tónlistar- stöðvar sem útvarpa allan sólar- hringinn, flytja fréttir og fróðleik, og ná til 80 prósent landsmanna, með sendum í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. I vetur ráku framhaldsskólanemar sína eigin útvarpsstöð, Útrás, og væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur í haust. Kristileg útvarpsstöð, Alfa, er starfrækt í Kópavogi. Á Akureyri eru tvær staðbundnar útvarpsstöðvar og Ríkisútvarpið er einnig með sérstaka Akureyrardeild og svæðisútvarp. Gefum þeim tækifæri Það er ekki liðið ár frá því fyrsta fijálsa útvarpsstöðin tók til starfa. Það tekur stöðvamar nokkum tíma að ná sér á strik og greiða niður stofiikostnað. Það er lítið réttlæti í því að bera saman nokkurra mánaða útvarps- stöð í einkaeign og 57 ára gamalt Ríkisútvarpið til að benda á að Rík- isútvarpið nái til allra landsmanna eða hafi bestu fréttastofuna. Þó það nú væri. Útvarpsstöðvar í einkaeign em reknar á hagkvæmari hátt en Ríkis- útvarpið. Stjómkerfi þeirra er lipr- ara. Þær geta fyrr lagað sig að breyttum aðstæðum. Ríkisútvarpið hefúr þá yfirburði yfir þessar stöðvar að vera eldra, starfa í skjóli menntamálaráðuneyt- isins, og hafa einkarétt á innheimtu afhotagjalda. Réttlátt er að annaðhvort verði afiiotagjöld felld niður eða stöðvam- ar skipti því á milli sín. Þegar útvarpsstöðvamar hafa allar sömu samkeppnisaðstöðu þá fer ekkert á milli mála hver stendur sig best. Meðan útvarpshlustendur vilja fyrst og fremst hlusta á dægurtónlist í útvarpi þá verður dægurtónlist leikin þar. Það sem náðist með því að gefa útvarpsrekstur frjálsan er einmitt þetta, að hlustendur fá það sem þeir vilja. Þeim sem finnst „sí- byljan" þreytandi geta valið aðra stöð. Hér áður fyrr, meðan Ríkisút- varpið einokaði bylgjumar, þá var enginn valmöguleiki annar en sá að slökkva á tækinu. Ólafur Hauksson „Réttlátt er að annaðhvort verði aftiota- gjöld felld niður eða stöðvamar skipti þeim á milli sín.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.