Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. 15 Eflum „túrismann „Efna ætti hið allra fyrsta til verðlaunasamkeppni um tillögur sem laðað gætu hingað auðuga erlenda gesti á þeim árstíma sem minnst er um venjulega „túrista". Þegar maður á fögrum sumardegi bregður sér niður í miðbæ, einkenn- ist lífið þar æ meir af sívaxandi íjölda erlendra ferðamanna sem í vaxandi mæli leggja leið sína til landsins okkar fagra. Hér er án nokkurs vafa að opnast markaður sem mikilvægt er að hlúa sem mest og best að. Það hefir lengi verið vandi okkar að at- vinnulífið hefur verið og er raunar enn of einhæft, við höfum lengst af nær eingöngu verið háðir því sem hverju sinni fæst úr gjöfúlum fiski- miðum okkar. En hér er nauðsynlegt að á verði breyting. Það þarf að styrkja og efla alla þá atvinnuþætti sem líklegir eru til þess að skila arði í þjóðarbúið. Þeir sem með völdin fara hverju sinni verða að vera hér vel á verði og greiða af rausn fyrir þeim einstaklingum sem fitja vilja upp á viturlegum nýjungum og auka þannig fjölbreytni í einhæfú at- vinnulífi okkar, atvinnulífi sem krefet þess að við aðlögumst nýjum og breyttum tímum. Sú atvinnugrein sem ég er sannfærður um að á mikla og glæsta framtíð fyrir sér er án nokkurs vafa ferðamannaiðnaður- inn sem ef vel er á haldið getur fært okkur mikil og vaxandi verðmæti í þjóðarbúið. Ferðamannatímann þarf að lengja Margt hefur á síðustu árum verið vel gert í þessum málum og ber þá fyrst að nefria stóraukið gistiiými. En það sem að minni hyggju skortir verulega á er markvisst verði unnið að því að lengja ferðamannatímann þannig að þeir fjármunir, sem bundnir eru í hótelum og öðru því sem að ferðamönnum lýtur, skili sem mestum arði. í nær öllum nágranna- löndum okkar stríða stjómvöld og einstaklingar við himinhrópandi vandamál hvers kyns mengunar og ekki virðist í sjónmáli nein lausn er fært geti iðnaðarþjóðum megin- landsins aftur hreint og tært loft og enn síður ómegnaða náttúru. Hér eigum við Islendingar því ómældan auð, auð sem við verðum að nýta með því að laða hingað erlenda ferðamenn í miklu ríkari mæli en gert hefir verið til þessa. Hér má ekki undir neinum kringumstæðum standa í vegi fyrir þeim einstakling- um sem koma fram með .nýjar og djarfar hugmyndir, afekipti hins op- inbera i formi hverskyns nefiida og leyfa verður að taka til rækilegrar KjaUaiinn Þorvaldur Sigurðsson skrifstofumaður endurskoðunar svo ekki hljótist þar af meira tjón en þegar er orðið. Ég hitti nú á dögunum gamlan vin minn sem lagt hefir gjörva hönd á margt og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar um heillandi nýjungar er að ræða. Þessi ágæti vinur minn var um þessar mundir nýkominn heim frá Englandi og stoltur skýrði hann mér frá því að þar ytra hefði honum boðist til kaups, á einkar hagstæðu verði, bátur eða öllu held- ur flatbotna prammi sem hann taldi að henta mundi afar vel til þess að bjóða erlendum ferðamönnum á í stuttar veiði- og skoðunarferðir um sundin okkar fögru. Fullur bjartsýni og löngunar til þess að leggja sitt af mörkum í uppbyggingu ferða- mannaiðnaðarins hóf nú þessi vinur minn að kanna hvemig unnt yrði að nýta umræddan bát. Hann komst, sér til mikilla raunar, fljótlega að því að þessi hlægilega ódýra fleyta sem hann átti völ á var of stór til þess að hann fengi leyfi yfirvalda til þess að fara með ferðamenn í sjó- stangaveiði út á sundin. Báturinn hafði nefhilega sæti fyrir um 50 manns auk veitingaaðstöðu og snyrtinga. En hér var hindrunin hið umdeilda kvótakerfi okkar og sýnist mér að ekki sé allt með felldu þegar svo freklega er heft framtak ein- staklings sem af atorku og dugnaði vill fitja upp á nýjung sem biýnt er að við getum boðið ferðamönnum upp á. Láta ekki tækifærin ganga okkur úr greipum Þjóðir heims keppa nú hver við aðra þegar um er að ræða að laða til sín erlenda ferðamenn og hafa þannig fyrir löngu gert sér ljóst að í þjónustu við ferðamenn felast gíf- urleg verðmæti. Við megum ekki með neinu móti láta það tækifæri sem mengun á meginlandinu leggur upp í hendur okkar, ganga okkur úr greipum, hér verður að hyggja vel að því sem betur má fara og neyta allra krafta til þess að nýta til fulln- ustu þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi i landinu til móttöku á erlendu ferðafólki. Hér þarf á að halda at- orku og dugnaði framsýnna ein- staklinga. Efiia ætti hið allra fyrsta til verðlaunasamkeppni um tillögur sem laðað gætu hingað auðuga er- lenda gesti á þeim árstíma sem minnst er um venjulega „túrista". ís og eldur í iðrum jarðar eru verð- mæti sem gefa okkur ótæmandi möguleika til þess að verða stórveldi í ferðamannaiðnaði, en til þess að svo megi verða þá er brýnt að stjóm- völd í landinu komi af skilningi og rausn til móts við þá sem fóma vilja kröftum og tíma í að efla sameigin- lega velferð okkar sem byggjum þetta land. Þeim sem þreyttir eru á nefndafári og höftum hins opinbera vil ég að lokum benda á að nú gefet íslenskum atorku- og hugvitsmönn- um kostur á að efla og styrkja nýtt og ferskt stjómmálaafl sem af heil- indum vill vinna að úrbótum á ýmsu því sem gömlu flokkamir hafa látið undir höfuð leggjast að sinna. Égá hér við Borgaraflokkinn sem hvetja vill alla djarfhuga íslendinga til dáða og mun á ókomnum tímum beita sér af alefli í öllu því sem betur má fara í þjóðlífi okkar. Þorvaldur Sigurðsson. „Hér má ekki undir neinum kringumstæð- um standa í vegi fyrir þeim einstaklingum sem koma fram með nýjar og djarfar hug- myndir. Afskipti hins opinbera í formi hvers kyns nefnda og leyfa verður að taka til rækilegrar endurskoðunar... ‘ ‘ Eini kosturinn Þá er stjómin loksins tilbúin. Sjálfsagt eru hinir og þessir óánægð- ir og ekkert við því að gera. Jafn- framt hafa fylupúkar landsins magnað söng sinn um þetta og hitt varðandi stjómarmyndunina. Ég get í upphafi ekki orða bundist um viðtalsþátt, sem var á Bylgjunni sl. sunnudag, þar sem Kristín Ást- geirsdóttir bar enn fram sannanir þess, hversu utangátta Kvennalist- inn er í stjómmálum. En við hveiju er að búast af fólki sem telur stjóm- armyndanir fyrst og fremst tækifæri til þess að troða upp og sýna stáss- kjóla? Við hveiju er að búast af fólki sem sendir fulltrúa á morðvargasam- komu um frið í Moskvu, þar sem saman vom komnir kvenkynsfull- trúar frá öllum helstu ofbeldisríkjum heims, allt frá Kúbu til leppstjómar- innar í Afganista. íran er þó undanskilið, þótt núverandi vald- hafar hafi komist þar til valda við hávær fagnaðarlæti evrópskra fem- inista. Einhver Guðrún Jónsdóttir, þó ekki systir Páls Heiðars, fagnaði því alveg sérstaklega að tala við konur frá Kabúl, væntanlega þó ekki talað við þær konur um þau leikföng sem dreift er af Sovéthem- um handa bömum og springa til þess að rífa af hendur eða limlesta þau á annan hátt. Það sést enda eðli Kvennalistans að fulltrúar hans sækja fyrst og fremst flokkssamkom- ur kommúnískra eða fasísk-komm- únískra samtaka um heim allan. Er það áhyggjuefni stuðningsmönnum frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, að þessi exemplör af kven- fólki skuli nú fara í kjölfar forsetans Kjallariim Haraidur Blöndal lögfræðingur og eyðileggja ímynd landsins í þeim löndum, sem hún hefur heimsótt. Kosningum lýkur ekki fyrr en búið er að mynda stjórn Þráinn Hallgrímsson, forstöðu- maður Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu, setti fram einkenni- legar skoðanir um verkefni landsstjómarinnar. Mér skildist helst að stjómin ætti að setja fram málefnasamning um þjóðfélagsum- bætur í Afríku og Asíu. Verður að harma að enn skuli vera menn sem gera sér ekki grein fyrir því að yfir- ráðum Evrópumanna er löngu lokið í þessum heimshlutum. Að vísu vek- ur það nokkum ugg að Þráinn virðist í hópi þeirra manna sem telur blóðhundinn Kastró mannkynsfrels- ara, svo og sandinistastjómina í Nicaragua, en sú stjóm hefur komið á ógnarstjóm í landi sinu, sem fá þekkjast dæmi, og stundar m.a. út- lýmingarmorð á stjómarandstæð- ingum. Þá kom hann með þá bábilju að það væm ekki sigurvegarar kosn- inganna sem væm að mynda stjóm. Það er mikill misskilningur. Raun- vemlega lýkur kosningum ekki fyrr en búið er að mynda stjóm. Og það skiptir engu máli hvort einhver flokkur vinnur sigur í kosningum, ef hann getur ekki fylgt honum eftir með þátttöku í stjóm. Norski verka- mannaflokkurinn tapaði síðustu kosningum en hann situr við stjóm- völinn og ræður. Hin nýja ríkisstjóm tryggir lýð- ræðisflokkunum sigur í kjölfar kosninganna. Stuðningsmenn þess- ara flokka verða nú að skekja sverðið hver framan í annan og standa saman. Og umfram allt verða ráðherrar flokksins að læra þá meg- inreglu í stjómmálum að ræða fyrst við samráðherra sína og þingflokka áður en yfirlýsingar em gefnar í blöð. Það má auðvitað deila um það fram og til baka hver sigrar og tapar í kosningum. Það er t.d. ljóst að til- koma Borgaraflokksins varð til þess að koma í veg fyrir myndun tveggja flokka stjómar og við það skerðast auðvitað áhrif Sjálfstæðisflokksins. Hafi það verið markmið þeirra mörgu sjálfetæðismanna, sem kusu Borgaraflokkinn, að hefta þannig framgang sjálfetæðisstefhunnar má út af fyrir sig segja að kosningamar hafi skilað þeim árangri. Hins vegar held ég að kosningamar hafi einung- is orðið til þess að einangra Albert Guðmundsson og muni þess sjást merki á næstu mánuðum. Fæ ég ekki séð að það geti verið sigur að einangrast. Það þótti mér athyglisvert að í greindum útvarpsþætti var það talið helsta hlutverk Sjálfetæðisflokksins við stjómarmyndunarviðræður að koma í veg fyrir skattahækkanir. Virtust viðmælendur telja slíkt aumt hlutskipti. Birtast þar eðlilega sjón- armið vinstri mannanna, - stað- reyndin er nefiiilega sú að vinstri stefria sækir í dag fyrst og fremst fylgi sitt til stétta sem lifa á al- mannafé. Alþýðubandalagið á orðið svo lítið fylgi meðal alþýðustéttanna að flokksmenn telja það hugsanlega skýringu á óförum flokksins að for- seti Alþýðusambandsins hafi verið í framboði fyrir flokkinn. Fylgið er fyrst og fremst sótt til kennara- og heilbrigðisstétta, svo og annarra opinberra starfsmanna. og auknir skattar em afkomu þessa fólks grundvöllur að kjarabótum, þótt það heiti á þeirra máli aukin samneysla. Með sama hætti em Kvennalista- samtökin samsafh óánægðs fólks úr hópi óánægðra opinberra starfe- manna og em til vinstri, en telja Alþýðubandalagið taka of mikið til- lit til alþýðufólks. Kvennalistinn er líklegast sá flokkur íslenskur sem leggur mesta áherslu á aukna skatt- heimtu, aukna miðstýringu og fámennisstjóm. Finnst mér þess vegna undarlegt hvað sjónarmið þessa flokks fá mikinn hljómgrunn í leiðaraskrifum DV. Það er á hinn bóginn ágæt ein- kurrn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera talinn eina „hindrunin gegn aukinni skattheimtu". Ég er ekki viss um að þessi ríkis- stjóm muni lifa lengi. Þriggja flokka stjómir hafa aldrei verið langlífar á íslandi og ég held j afiiframt að Stein- grími Hermannssyni muni þykja vistin aum í utanríkisráðuneytinu þótt hann fái að tala við erlenda fyrirmenn. Ég held einnig að' sjálf- stæðismenn muni óska eftir alþingis- kosningum áður en borgarstjómar- kosningar fara fram, m.a. til þess að sameina stuðningsmenn sjál&tæðis- stefhunnar. En hvað um það. Þessi ríkisstjóm var eini kosturinn. Mér er sagt að samstjóm Sjálfetæðisflokks og Framsóknarflokks ásamt Stefáni Valgeirssyni hafi verið útilokuð, því að Stefán heimtaði ekki aðeins ráð- herraembætti fyrir sig heldur einnig til fijálsrar ráðstöfunar hluta ríkis- teknanna. Haraldur Blöndal „Ég held einnig, að Sjálfstæðismenn muni óska eftir alþingiskosningum áður en borgarstjórnarkosningar fara fram, m.a. til þess að sameina stuðningsmenn Sj álfstæðisstefnunnar. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.