Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 38
38
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Kvikmyndir
Bíóhúsið/Betty Blue:
Stórbrotin kvikmynd
Betty Blue
Frönsk, eftir sögu Philippe Dijan
Framleidd af Claudie Ossard
Leikstjóri: Jean Jacques Beineix
Myndatökustjóri: Jean Francois Robin
Tónlist Gabriel Yared
Aðalhlutverk: Beatrice Dalle, Jean Hugues
Anglade, Consuelo de Haviland, Gerard
Darmon
Franski leikstjórinn Jean Jacques
Beineix er flestum kvikmyndaunn-
endum að góðu kunnur. Tvær fyrri
myndir hans. „Diva“ og „The Moon
in the Gutter" vöktu mikla athygli
á sínum tíma og menn væntu því
mikils þegar nýjasta mynd hans
„Betty Blue“, var frumsýnd á síðasta
ári.
Allsérstakt ástarsamband er við-
fangsefhi Beineix í Betty Blue.
Myndin segir frá Zorg, ungum
verkamanni sem lifir tilbreytinga-
snauðu lífi í þorpi við sjóinn. Hann
verður ástfanginn af Betty, ungri og
ástríðufullri stúlku með gerólíkan
hugsanagang og hún glæðir lif hans
tilgangf. Betty kemst að því að Zorg
er rithöfundur og er ákveðin í því
að verk hans vérði gefin út. Til þess
að slíta hann frá þessu -nöturlega
umhverfi, brennir hún ofan' af þeim
kofann og ævintýrið tekur við.
Það gagnar lítið að skýra út sögu-
þráð kvikmyndar eins og Betty Blue
því hann skiptir svo miklu máli,
raunar er eins og myndin heíjist í
miðri sögu því aðdragandann að
kynnum þeirra Zorg og Betty fær
áhorfandinn ekki að sjá. Myndin
fjallar um ástarsamband, í senn
skoplegt, fagurt og ástríðufullt, en
einhvem veginn hlýtur endirinn á
því að verða sorglegur og átakanleg-
ur.
Jafn fallegar og myndrænar kvik-
myndir eins og Betty Blue eru
fátíðar. Myndatakan og samspil ein-
stakra skota frá vissum sjónarhom-
um gera heildina einstaka. Það væri
hægt að horfa á þessa mynd og skilja
hana án þess að nokkurt orð væri
sagt í henni. Maður skeytir ekki um
skýringar á ýmsum atvikum, enda
er fáránleikinn alltaf innan seiling-
ar, eins og það þegar Zorg tekur að
sér að mála heilan bæ ljósbláan og
bleikan.
Aðalleikaramir Jean-Hugues
Anglade og Beatrice Dalle í hlut-
verkum Zorg og Betty leika þau á
einstaklega sannfærandi hátt og
eflaust hafa langar ástarsenur í
myndinni verið riijög krefjandi fyrir
þau.
Þetta er frumraun hinnar tvítugu
Beatrice Dalle á hvíta tjaldinu og
skyldi engan undra að hún hafi hlo-'
tið einróma lof kvikmyndagagnrýn-
enda fyrir hlutverkið. Hún hefur
jafnvel verið kölluð Brigitte Bardot
áttunda áratugsins. Ekki má gleyma
að minnast á vinina Eddy (Gerard
Darmon) og Bob (Jacques Mathaou)
sem fá áhorfendur til að veltast um
af hlátri.
Betty Blue er stórbrotin mynd.
Þeir sem njóta góðra kvikmynda
mega ekki fyrir nokkra muni missa
af henni.
-BTH
Beatrice Dalle í hlutverki hinnar óskiljanlegu og ástríðufullu Betty, heill-
ar.áhorfendur í Bíóhúsinu
Af Dyrhólaey og rifrildisgati
Dyrhólaey er, þrátt fyrir nafhið,
landfastur höfði i Vestur-Skaftafells-
sýslu. Til skamms tíma var Dyr-
hólaey talin syðsti höfði landsins en
ekki alls fyrir löngu þóttust menn
vita að Kötlutanga á Mýrdalssandi
bæri sá sess.
Dyrhólaey er er um 120 metrar að
hæð og að hluta til grasi vaxin. Af
höfðanum er útsýn góð. Suður úr
höfðanum er tangi sem heitir Tóin
með gati því sem höfðinn dregur
nafh sitt af.
Gatið, eða dymar, varð tilefni
einnar sérkennilegustu ritdeilu sem
háð hefur verið á Islandi og er þá
mikið sagt. Deilan snerist um það
hvort tiltekin mynd af klettagati
væri af Dyrhólaey eða hvort hún
væri af Gatkletti við Amarstapa á
Snæfellsnesi. Deilan stóð yfir megin-
hluta janúarmánaðar árið 1902 á
milli tveggja stærstu-blaða landsins,
ísafoldar og Þjóðólfe.
Forsaga málsins er sú að í jóla-
blaði Sunnanfara 1901 birtist mynd
af klettagati með fyrirsöginni „Dyr-
hólar“. í textanum var stóra gatinu
í Dyrhólaey lýst og sagt að opið
væri svo vítt að róa mætti þar „sex
opnum skipum samsíða" og sigla í
gegn hafskipum ef vildi. Af myndinni
var ekki að ráða að gatið væri svo
stórt og sýndist fjörugrjótið nánast
vera í mynni gatsins.
Ritstjóri Sunnanfara var Bjöm
Jónsson en hann ritstýrði einnig ísa-
fold. Andstöðublað ísafoldar var
Þjóðólfur og þóttist ritstjóri hans
komast í feitt. Trúlega neri hann sér
um hendumar yfir jólin ánægður
með að komast í skotmál við and-
stæðinginn. Þann 10. janúar 1902
reið skotið af með þessu orðum.
„Sami vitringurinn, sem gefur út
hina sannorðu, óskeikulu (!) ísafold
hefur ekki gert sig ánægðan með að
„gatifísera" þar, heldur viljað miðla
nokkru til „Sunnanfara“ til hátíðar-
brigða um jólin, og honum hefur líka
tekist að gera þetta „ hátíðargat"
sitt einstaklega myndarlegt."
Eftir fáeinar fleiri háðsglósur full-
yrðir ritstjóri Þjóðólfs að myndin sé
að Gatkletti hjá Arnarstapa og aldr-
ei hafi skip siglt þar í gegn. Kom á
daginn að Þjóðólfsritstjórinn hafði
rétt fyrir sér.
Sem vonlegt er bar ritstjóri ísafold-
ar sig illa og sveið undan skömmun-
um og svaraði daginn eftir að víst
væri myndin af gatinu á Dyrhólaey,
kunnugir fullyrtu að svo væri. Hinir
„kunnugu“ vom þó ekki nafngreind-
ir.
Ritstjóri Þjóðólfs lagðist þá í rann-
sóknarblaðamennsku og sex dögum
seinna gat hann sýnt fram á að
myndin í Sunnanfara væri tekin úr
bókinni Nordiske Billeder þar sem
sagt var frá Gatkletti á Amarstapa
og tilgreindi bindi og blaðsíðutal.
Þar með vom öll vopn slegin úr
hendi ritstjóra Isafoldar. En eins og
Islendinga er siður lagði Isafoldarrit-
stjóri ekki niðm- vopn þrátt fyrir
tapaða stöðu og hélt skætingnum
áfram enn um stund.
Er þetta ábyggilega mynd af Dyrhólaey?
Kvikm.yndahús
Bíóborg
Arizona yngri
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Moskítóströndin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 11.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 7 og 9.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Leyniförin
Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11.
Með tvaer i takinu
Sýnd kl. 5 og 7.
Blátt flauel
Sýnd kl. 9.
Vitnin
Sýnd kl. 9 og 11.
Litla hryllingsbúðin
Sýnd kl. 5, 7 og 11.05.
Háskólabíó
Herdeiidin
Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15.
Bönnuð innan 16. ára.
Laugarásbíó
Djöfuloður kærasti
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Draumátök
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Hrun ameríska
heimsveldisins
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Regnboginn
Hættuástaa
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05
Á toppinn
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 9.10, og 11.10
Gullni drengurinn
Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Kvikmyndasjóður kynnir
Hrafninn flýgur
Sýnd kl. 7.
Húsið
Sýnd kl. 7
Stjörnubíó
Kraftaverk
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 14 ára
Útvarp - sjónvaxp
Sjónvarpið kl. 21.35:
Saga tískunnar
Hinn heimsþekkti tískuhönnuður Karl Lagerfield er faglegur ráðgjafi þáttanna
um sögu tískunnar.
Þegar litið er til baka sést hvemig
tískan hefur mótast af tíðaranda hvers
tíma. Hvemig fólk lítur út og klæðist
hverju sinni endurspeglar þjóðfélagið
og menningu hvers tíma.
Saga tískunnar nefnist þáttur sem
sýndur verður í þrem þáttum í sjón-
varpinu. Karl Lagerfield, hinn heims-
þekkti tískuhönnuður, er faglegur
ráðgjafi þeirra en fleiri frægir menn
koma þar við sögu. Farið er aftur í
aldir og skyggnst í bækur, gamlar
myndir og fleiri minjar allt frá 19. öld
af Elístabetu af Austurríki og Pálínu
Mettemich prinsessu. En þá var
kóngafólkið aðalímynd tísku hvers
tíma. I fyrsta þætti var uppmni París-
artískunnar meginefnið.
Rætt verður við tískuhönriuðina
Karl Lagerfield, Griorgio Armani og
Claude Montana. Einnig verður rætt
við Ralph Lauren sem nefndur hefur
verið stílisti og er þekktur fyrir að
skapa sérstakt útlit með því að blanda
saman gömlu og nýju.