Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 16
Spumingin
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.•
Lesendur
Hefur veðurfar áhrif á
skaplyndi?
Aðalheiður HafIiðadóttir:Já, gott
skap í góðu veðri en ekki eins gott
í slæmu veðri.
Þorleifur Guðjónsson:Nei, ég er mjög
ánægður með þetta allt saman. Það
er líka fínt að hafa rigningu öðru
hverju.
Jóel Brynjólfsson:Ekki veit ég til
þess. Það breytir engu fyrir mig
hvernig veður er hverju sinni.
Sólrún Ósk Sigurðardóttir:
það ekki. Jú, ef það er gott veður þá
er maður léttari í skapi.
Valgerður Kristjánsdóttir:Já, já, það
hefur heilmikil áhrif. Maður er létt-
ari í skapi og hressari þegar sólin
skín. Þá verður allt jákvæðara.
Þórunn Ásgeirsdóttir: Stundum -
þegar gott er veður þá er maður í
góðu skapi en þó misjafnt. En ég er
ekki í vondu skapi þótt veður versni.
Tommamótið:
Til fyrirmyndar
Sveinsi skrifar:
Tommamótið í Vestrnannaeyjum
er viðburður sem ég vil gjarnan
beina sjónum landsmanna að.
Ég hef fylgst með því sem þama
hefur farið fram af miklum áhuga
enda þekki ég til nokkurra ungra
knattspymukappa sem sóttu mótið
og aðdáun mín er mikil. Dagskrá
' mótsins var fjölbreytt og boðið var
upp á margvíslega afþreýingu fyrir
knattspymumennina upprennandi!
Þá var skipulagning öll til fyrir-
myndar og fregnir bárust af því að
allt hefði staðið eins og stafur á bók.
Það hlýtur að hafa verið lífs-
reynsla sem piltamir ungu minnast
ævilangt - að hafa farið til Eyja,
spilað þar við góðar aðstæður við
keppinauta af öllu landinu. notið
margvíslegrar afþreyingar og gengið
fylktu liði um bæinn milli leikja.
Þetta er sú starfsemi sem ég myndi
vilja sjá stutt við bakið á, hvort sem
um er að ræða einstaklinga, fyrir-
tæki eða ríkissjóð. Þetta eru þau
tækifæri sem við viljum helst gefa
ungu fólki.
Því er fféttaflutningur af viðburð-
um sem þessum mjög mikilvægur.
Bæði til að þjóðin átti sig á þeim
þrekvirkjum sem Vestmannaeyingar
em að vinna þama úti og eins til
að knattspymusveinamir ungu geti
lesið af gangi mála og sýnt heima
við hvað þeir vom að gera.
Raunar hafa flölmiðlar sumir borið
okkur mjög vel fréttir af þessu móti
Ungir sem gamlir nutu sín vel á mótinu í Vestmannaeyjum.
en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þau hundmð ungra drengja sem
hafa drukkið í sig hvert orð sem um
mótið hefur verið skrifað verða ör-
ugglega okkur öllum til sóma í
ffamtíðinni.
Skilið
plotunum!
H.G.:
Ég auglýsti bakaraofn með hellum
í DV fyrir alinokkm. Það kom par og
keypti ofninn er eftir svolítinn tíma
höfðu þau samband og sögðu að ofninn
• sprengdi öryggin hjá sér. Þá sagði ég
þeim að koma bara með hann og borg-
aði þeim andvirðið til baka. Þau höfðu
gleymt ofhplötunum heima en ég sagði
þeim að kom með þær aftur sem fyrst.
Þegar ég fór að hita ofninn reyndist
hann í fullkomnu lagi og líklegasta
skýringin á öryggjamálinu sú að ég
hafi þrifið ofninn of rækilega fyrir
söluna og hann hafi hreinlega ekki
verið nægilega þurr til notkunar.
En nú get ég ekki notað ofninn nema
fá plöturnar mínar til baka. Og því
segi ég við parið sem ég held að hafi
verið úr Mosfellssveitinni hvers
vegna skilið þið ekki ofnplötunum eins
og þið lofuðuð? Þetta var í marsmán-
uði!
Ofriinn er mér ónýtur svona. Því
segi ég - ef þið getið ekki komið með
plötumar hringið þá í mig í síma 18614
og ég skal sækja plötumar sjálf.
Hjólið var
tekið í hjóla-
geymslunni
Sigriður Einarsdóttir hringdi:
Sonur minn missti hjólið sitt fyrir
þremur vikum þannig að farið var
héma í hjólageymsluna. Þar var það
tekið og við höfum ekkert til þess séð
síðan.
Þetta er frekar stórt blátt BMX hjól
með gulum sætum og dekkjum. Hafði
hann nýlega fengið það notað. Missir-
inn kemur sér mjög illa því hann lá í
lærbroti í allan vetur og notaði hjólið
til þess að æfa upp fótinn. Ég hef éng-
in efni á að kaupa nýtt hjól og vona
að foreldrar hafi auga með því hvort
bömin þeirra em með ókunnugt hjól
undir höndum. Þeir sem geta gefið
upplýsingar em beðnir að hafa sam-
band í síma 75094 eða koma í Jómfell
4 í Breiðholtinu.
Gleðileg veiðibjöllujól
Verkamaður í Dagsbrún hringdi:
í tilefni af ummælum Ólafs H.
Torfasonar á Stöð tvö um daginn
verð ég að segja að nú ofbýður mér
alveg. Það er hreint forkastanlegt
hvemig forráðamenn bændasamtak-
anna geta komið fram fyrir alþjóð
með svona vitleysu.
Hann sagði að ríkissjóður hefði
sparað sér ftmmtíu milljónir aðeins
með því að henda þessu á öskuhaug-
ana. Þetta hefði verið farsælasta
leiðin fyrir ríkið - það er að segja
fyrir okkur, því við erum að borga
þetta.
Ég held því enn fram að það hefði
mátt flytja þetta til hungraðra þjóða
eða gefa öldmðum hérlendis heldur
en að fara svona með matinn. Flytja
hefði mátt kjötið með stórum flutn-
ingaskipum því þetta er ekkert
ofsalegt magn á heimsmælikvarða
þótt þetta sé mikið fyrir okkur, þessa
kotþjóð.
Ég vil taka það fram að bændur
eiga líka að láta í sér heyra þegar
svona svínarí kemur upp.
Þeir em ekkert alveg stikkfrí held-
ur, að láta þessa blesa héma í
Bændahöllinni vera að stjóma á
þennan hátt.
Svo þykir manni að bera í bakka-
fullan lækinn að hafa sama land-
búnaðarráðherrann í næstu ríkis-
stjóm sem sér enga markaði betri
en öskuhaugana í Gufunesi. Bændur
verða að segja sína meiningu, hvort
þeim finnist þetta farsælasta leiðin.
Og eins mega neytendur láta í sér
heyra því kindakjöt er besti matur
sem til er í heimi. Ég á ekki við þeg-
ar þeir em búnir að skemma það -
það er herramannsmatur - óskemmt.
Þeir em að henda svona löguðu á
haugana alla daga - veiðibjallan
unir sér vel þama við haugana, er
eins og mý á mykjuskán. Það em
greinilega gleðileg jól hjá henni í
kindakjötinu og henni fjölgar dag
frá degi. Enda stanslaus veisla á
staðnum.
Það eru engir söfnunarbaukar heldur bara gleðileg jólin hjá veiðibjöllunni á öskuhaugunum í Gufunesi þessa
dagana að sögn Dagsbrúnarmannsins.
Haugakjötið: