Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLl 1987. Neytendur______________________ Nýtt fyrir sælkerana: Heitreyktur silungur „Þessi silungur væri kallaður „laxa foreller" í Þýskalandi, hann er svo vænn. En þetta er regnbogasilungur frá Laxalóni sem er sjóalinn í Hvamm- svík í Hvalftrðinum," sagði Haraldur V. Haraldsson arkitekt í samtali við DV. Hann er með framleiðslu á reykt- um silungi sem hann vinnur bæði i neytendapakkningar og einnig íyrir veitingahús. Silungurinn frá Haraldi, sem seldur er undir vörumerkinu Nordfisk, er heitreyktur. Er það ekki ósvipuð að- ferð og þegar fiskur er reyktur í Abo kassa. „Þetta er eins konar útfærsla á þvi. Fiskurinn er reyktur í heilu, þ.e. eftir að hann er slægður. Hann er svo flak- aður eftir að búið er að reykja hann. Þessi silungur hefur verið á forrétta- matseðli Amarhóls síðan um áramót og hefur líkað alveg sérstaklega vel,“ sagði Haraldur. „Silungurinn var á matseðlinum í þingmannaveislu fyrir áramótin og þótti mjög góður. Hann kom til tals sem forréttur í kóngaveislu um daginn en á síðustu stundu var skipt yfir í reyktan lax.“ Silungurinn fæst í ýmsum stórversl- unum eins og Hagkaupi og Mikla- garði. Hann kostar svipað og áleggsbréf, eða um 130 kr. eitt flak. Það vegur um 150-160 g. Það er talið hæfilegur skammtur í forrétt handa tveimur og þá borðað með ristuðu brauði og salati. Einnig er hann góður með harðsoðnu eggi. Ekki er ráðlagt að hafa sterka sósu út á silunginn því það spillir hinu fíngerða bragði hans. „Hugmyndin er að reyna að flytja þessa vöm út til Þýskalands. Þetta er unnið í samvinnu við þýskan vin minn. Hann er með silungseldi þar ytra og hefur hann þróað þessa reykingarað- ferð, sem ég nota, sl. 15 ár. Það tekur mun skemmri tíma að heitreykja fisk- inn, eða aðeins um sólarhring, og þannig heldur hann öllum safanum í sér,“ sagði Haraldur. -A.BJ. Hægt að IHa á fjjöl- breyttum tilboðsvönim notfærði mér voru fimm kjúklingar sagði viðmælandi okkar. á 80 kr. Hún sagðist hafa tekið eftir því Þetta varívenjulegumstórmark- að í vikunni áður en tómötunum aði en hjá kjötkaupmanninum var hefði verið hent á haugana hér hægt að gera mjög góð kaup á fjöl- hefði verið auglýst „sérstakt til- breyttum kjötvörum þannig að boðsverð" á tómötum í þeirri enginn vandi er að lifa ódýrt og verslun sem hún verslaði að jaíhaði það einungis á tilboðsvörum." í, 96 kr. kg (um 16 kr. danskar). Danska krónan er tæpar 6 kr. Þetta var auglýst á miðvikudegi þannig að verðið á grænmetistil- og átti tilboðið að standa út vik- boðinu var tæpar 60 kr. og kjúkl- una. Það þýddi í rauninni að ingarnir fimm kostuðu um 300 kr. tilboðið gilti aðeins á fimmtudag Þetta er óþekkt hér á landi. og föstudag. Lokað var á laugar- „Maturinn er miklu ódýrari er- deginum og á mánudegi var verðið lendis, eins og t.d. í Kaupmanna- komið í 104 kr., á þriðjudegi í 106 höfn, vegna þess að þar eru jafnan kr. og þá kom einmitt fréttin í DV i gangi alls konar fjölbreytileg til- um að tómötunum heföi veriðhent! boðsverð á öllum mögulegum mat -A.BJ. og hreinlega hægt að lifa á slíku,“ „Verð á ávöxtum og grænmeti var allhátt á mánudegi og þriðjudegi. Á miðvikudegi fór verðið niður og á fimmtudegi var allt komið á gott tilboðsverð og sömuleiðis á föstu- deginum. Á laugardeginum, en auðvitað er opið í matvöruverslun- um á laugardögum í Kaupmanna- höfn, var nú aldeilis hægt að gera góð kaup. Þá var allt komið á sérstakt til- boðsverð. Sem dæmi má nefha að hægt var að fá ýmsar grænmetis- tegundir í búntum fyrir 10 kr. (danskar) eða t.d. 6 agúrkur, 3 blómkálshöfuð, 3 bakka af svepp- um og fleira og fleira. Enn eitt tilboð sem boðið var upp á og ég Fyllling í rúllubrauð eða á ferðanestið Svona rúllubrauð er bæði gott og puntulegt á borði hvort sem er með kokkteilum eða kaffibolla. Það er gaman að smyrja sér brauð- klemmur í nesti í sumarferðina. Þá er áríðandi að áleggið sé þjált svo auð- velt sé að stýfa úr hnefa. Það er ekki gott að hafa seigt kjöt sem álegg eða þunnt salat. Það hrynur yfir viðkom- andi um leið og hann bítur í brauðið. Hér á eftir eru uppskriftir að tveim- ur fyllingum sem henta vel á brauð- I klemmur og ekki síður í rúllubrauð. Rúllubrauð er gaman að bjóða upp á í kokkteilboðum eða á venjulegu kaffiborði. Gráðostafylling ca 300 gr gráðostur 'A bolli saxaðir valhnetukjamar '/< bolli söxuð steinselja l'Á msk. ferskur sítrónusafi hvítur pipar eftir smekk Hrærið ostinn þar til hann er mjúkur (gott gæti verið að hræra hann upp með svolitlum sýrðum rjóma). Bætið öllu út í ostinn og blandið vel saman. Notið þetta á milli samloka úr ein- hverju góðu brauði eða búið til rúllu- brauð. Það er best að gera með því að kaupa stór formfranskbrauð og skera þau að endilöngu. Það er hægt að láta gera í bakaríum sem skera brauð fyrir viðskiptavinina. Skerið svo skorpuna utan af sneiðunum og smyrj- ið fyllingunni á og rúllið sneiðunum saman á mjórri veginn. Þannig fást um það bil 6 rúllur úr hverju brauði. VeQið rúllunum saman með plast- filmu, lokið vel fyrir endana og geymið í kæli þar til nota á brauðið. Þá eru rúllumar skomar í sneiðar og raðað á fat. Einnig má nota skinkufyllingu, bæði á brauðklemmur og í rúllubrauð. Skinkufylling ca 200 gr 50 gr 1 msk. 2 msk. 3 msk. 'A bolli 3 msk. soðin skinka smjör hunang Dijon sinnep gróft sinnep söxuð steinselja smátt skorinn laukur Skerið skinkubitann í litla bita og malið í kjötkvöm. Bætið svo öllu sam- an við og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Smyrjið síðan á klemmur eða rúllubrauð eins og lýst er hér að framan. Það verður um það bil 1 'A bolli af fyllingu úr þessum uppskriftum. Hrá- efhisverð telst okkur geta verið um 260 kr. fyrir ostafyllinguna og 145 fyr- ir skinkufyllinguna. Þá reiknum við með því að nota skinku af stykki sem keypt er þar sem skinkuverð er hag- kvæmt og skinkan soðin heima. Við ráðleggjum eindregið frá því að nota áleggsskinku í svona fyllingu, hún er bæði dýrari og bragðminni en reykt skinka sem maður sýður sjálfur. -A.BJ. Svona skammtur er hæfilegur fyrir tvo í forrétt. Hann kostar um 130 kr. út úr búð. Obreytt heildsöluverð á tómötum Heildsöluverð á tómötum hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna hefur verið óbreytt frá síðustu hækkun sem var 22. júní sl. Verð á því ekki að hafa breyst neitt undanfamar tvær vikur. Sjá meðfylgj- andi töflu. -A.BJ. Mismunandi verð á kaffibrúsakaffi Ferðafólk kaupir sór gjaman kaffi á kostaði áfylling á kaffibrúsann 130 hitabrúsa til þess að njóta með eigin kr. Á Hótel Norðurljósum á Raufar- nestiáferðalögum. Einn aflesendum höfh kostaði áfyllingin 65 kr. neytendasíðunnar hringdi og sagði Á Hótel Húsavík kostaði þessi okkur frá mjög miklum verðmun á sama þjónusta 250 kr. Viðmælandi slfku brúsakaffi. okkar sagðist hafa hætt við þau Á hótelinu í Reynihlíð við Mývatn kaffikaup. -A.BJ. Heillaráð r>v Þvoið körfustólana Þvoið körfustólana ykkar úr saltvatni (ekki heitu). Það er nauðsynlegt að bleyta í bastinu af og til. T.d. er nauðsynlegt að bleyta upp í stólsetum sem flétt- aðar em úr basti. Það lengir lífdaga þeirra til muna, t.d. má bjarga setunum ef þær em famar að slakna. Þvoið þær úr saltvatnsupplausn og þær verða eins og nýjar. Blautt handklæði hreinsar loftið Allir kannast við viðurstyggilegt loft í íbúðinni daginn eftir að mikið hefur verið reykt þar. Á þessu má ráða bót, að einhverju leyti a.m.k., með því að vinda hreint handklæði upp úr köldu vatni og dusta það vel um alla íbúðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.