Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 34
34
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Andlát
Kristín Þorgrímsdóttir lést 29. júní
sl. Hún fæddist í Ólafsvík 2. ágúst
1908 og bjó þar alla sína ævi. Foreldr-
ar hennar voru Sigrún Sigurðardótt-
ir og Þorgrímur Vigfússon. Kristín
giftist Ottó Á. Árnasyni, en hann
lést árið 1977. Þau hjónin eignuðust
sex börn en misstu einn dreng á unga
aldri. Útför Kristínar verður gerð frá
Ólafsvíkurkirkju í dag kl. 14.
LUKKUDAGAR
7. júlí
60098
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800.
Vinningshafar hringi i sima
91-82580.
BÍLASALAN
HLÍÐ
Borgartúni 25,
SÍMAR 17770 og 29977
Nissan Sunny coupé árg. 1985.
Verð 390.000.
Daihatsu Charade árg. 1986, ek.
aðeins 10 þ. km.
Range Rover árg. 1984, ek. 46
þ. km. Verð 1.150.000.
Sýnishorn úr söluskrá:
Toyota Carina II árg. 1986, ek. 20
þ. km. Verð 540.000.
Ford Escort 1300 árg. 1986, ek. 17
þ. km.
Mazda 323 1300 árg. 1985, ek. 26.
þ. km.
MMC Colt árg. 1985, ek. 35 þ. km.
Verð 370.000.
Honda Civic Sport árg. 1985, ek. 36
þ. km. Verð 425.000.
Honda Accord árg. 1985, ek. 37 þ.
km. Verð 590.000.
Plymouth Reliant árg. 1985, ek. 18
þ. km. Verð 550.000.
Toyota Hi Lux E.F.I. árg. 1985, ek.
57 þ. km. Verð 850.000.
Ford Escort 1300 árg. 1985, ek. 20
þ. km. Verð 350.000.
MMC Colt 1500 árg. 1984, ek. 42
þ. km. Verð 335.000.
Fiat Uno 60 árg. 1986, ek. 21 þ. km.
Verð 290.000.
Mazda 929 station árg. 1984, ek. 57
þ. km. Verð 470.000.
Höfum mikinn fjölda bíla á söluskrá
á alls konar kjörum.
Ath. Opið alla virka daga til kl. 22.00.
Sölumenn: Þorfinnur Finnlaugsson og
Helgi Aðalsteinsson.
Bertel Andrésson lést 24. júní sl.
Hann var fæddur í Reykjavík 29. maí
árið 1890. Foreldrar hans voru Þur-
íður Erlendsdóttir og Andrés
Andrésson. Bertel var komið í fóstur
til Ólafs Ingimundarsonar og konu
hans, Steinunnar Jónsdóttur. Hann
tók farmannapróf frá Stýrimanna-
skóla íslands 1919. Og var stýrimað-
ur á ýmsum skipum. Árið 1920 réðst
hann til Eimskipafélags íslands og
starfaði þar lengst af sem stýrimaður
og síðast var hann skipstjóri á Brú-
arfossi er hann hætti störíum vegna
aldurs. Hann kvæntist Ingibjörgu
Sæunni Jónsdóttur en hún lést árið
1980. Þeim hjónum varð fjögurra
sona auðið. Útför Bertels verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Sigurjón Magnússon. Laugavegi
158, lést 6. júlí sl.
Kristín Sigríður Einarsdóttir.
Öldugötu 26, Hafnarfirði, lést á Sól-
vangi sunnudaginn 5. júlí sl.
Sveinbjörn Magnússon frá Skuld,
Hringbraut 73, Hafnarfirði, lést í
Landakotsspítala að morgni 4. júlí.
Anna Jónsdóttir ljósmyndari,
Hafnarfirði, lést 4. júlí.
Árni Guðnason, Háholti 18, Akra-
nesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 4.
júlí.
Elín Magnúsdóttir, Dalbraut 27,
lést í Landakotsspítala 4. júlí.
Dr. Selma Jónsdóttir lést 5. júlí.
Gunnar Einar Jakobsson lést á
heimili sínu aðfaranótt 5. þessa mán-
aðar.
Jón Guðmundsson frá Vésteins-
holti, Öldugötu 44, Hafnarfirði,
andaðist í Landspítalanum að
morgni 5. júlí.
Útför Antons Nikulássonar, Lang-
holtsvegi 82, fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 8. júlí kl.
13.30.
Gunnlaugur Pétursson, fyrrver-
andi borgarritari, verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 10. júlí kl. 13.30.
Júlia Magnúsdóttir, Suðurgötu 49,
Hafnarfirði, er lést að St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði þann 26. júní,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju miðvikudaginn 8. júlí kl.
13.30.
Kristinn Sigurjónsson, fyrrum
bóndi, Brautarhóli, Biskupstungum,
verður jarðsunginn frá Skálholts-
kirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 14.
Jarðsett verður að Torfastöðum.
Guðmundur Sveinsson, sem lést á
Elliheimilinu Grund föstudaginn 26.
júní, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu miðvikudaginn 8. júlí
kl. 15.
Ferðalög
SÍBS og samtök gegn astma
og ofnæmi
Sumarferðin verður farin sunnudaginn 12.
júlí. Farið verður í Borgarfjörð um
Kaldadal. Látið skrá ykkur sem fyrst í
síma 42614 og á skrifstofu Sf BS, sími 22150,
ekki seinna en 9. júlí.
Útivistarferðir
Næstu sumarleyfisferðir.
1. Landmannalaugar - Þórsmörk, 5 dag-
ar, 8.-12. júlx. Gist í húsum.
2. Hornstrandir - Hornvik, 9 dagar,
9.-17. júlí. Tjaldbækistöð við Höfn og far-
ið þaðan í dagsferðir, m.a. á Hornbjarg.
3. Hesteyri - Aðalvík - Hornvík. 9 dag-
ar, 9.-17. júlí. 4 daga bakpokaferð og síðan
dvöl í Hornvík.
4. Strandir - Reykjafjörður, 8 dagar,
17.-24. júli. Tjaldbækistöð í Reykjafirði.
Rúta í Norðurfjörð. Siglt í Reykjafjörð.
Gönguferðir. Siglt til baka fyrir Hornbjarg
til ísaijarðar.
5. Hornvík-Reykjaíjörður 15.-24. júlí. 4
daga bakpokaferð og síðan dvöl í Reykja-
firði. Uppl. og farm. á skrifstofunni,
Grófmni 1, símar 14606 og 23732.
I gærkvöldi
Guðrún Jónsdóttir nemi:
Ég horfi yfirleitt á fréttimar og
það fer eftir því hvenær ég kem heim
á hvora stöðina ég horfi. Stundum
nær maður í lok fréttanna á Stöð 2
og horfir þá á fréttatíma Ríkissjón-
varpsins. Annars horfir heimilis-
fólkið lítið á Stöð 2 því við ernrn
„rugluð" og stendur ekki til að
kaupa afruglara.
I gærkvöldi sá ég, auk fréttanna,
leikritið um Alzheimersjúkdóminn,
Manstu liðnar stundir? Leikritið var
tímabært og gott að fá upplýsingar
um þennan sjúkdóm með þessu
formi. Það em ekki nema tvö ár sið-
an farið var að fjalla um Alzheimer-
sjúkdóminn og full ástæða að gera
honum skil. Umræðuþátturinn, und-
ir stjóm Ingimars Ingimarssonar,
sem kom eftir leikritið, fannst mér
góður.
Mér finnst sjónvarpið óttalegur
tímaþjófur og horfi lítið á það. Dag-
skráin er heldur ekki það spennandi.
Ég íylgist með hvað sjónvarpið hefur
upp á að bjóða og það er ekki að sjá
að það sé í samkeppni við aðra stöð,
að minnsta kosti er ekki hægt að sjá
það á dagskránni.
Þar sem sjónvarpið er staðsett í
nafla heimilisins kemur það fyrir að
maður gjóar augunum á það þótt
ekki standi til að horfa á. Og á end-
anum sest ég kannski niður og
fylgist með dagskránni.
Útvarp hlustaði ég ekkert á í gær,
ekki frekar en venjulega. Það er
helst að maður hlusti á útvarp þegar
skroppið eitthvað er í bíl.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 10.-12. júlí.
1. Lómagnúpur - Meðalland. Gist í svefn-
pokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Skoð-
unarferðir um Fljótshverfi og Meðalland.
2. Landmannalaugar - Veiðivötn. Gist í
sæluhúsi Fl í Laugum. Ekið til Veiðivatna
og gengið um svæðið.
3. Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála í
Langadal. Við bjóðum sumarleyfisgestum
ódýra dvöl í Skagfjörðsskála. Ferðir til
Þórsmerkur sunnudaga, miðvikudaga og
föstudaga.
Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins
10.-15. júli (6 dagar): Landmannalaugar
- Þórsmörk. Gengið með svefnpoka og
mat frá Landmannalaugxim til Þórsmerk-
ur. Gist í sæluhúsum FÍ á leiðinni.
15.-19. júli (5 dagar): Hvítárnes - Þver-
brekknamúli-Hveravellir. Gengið með
svefnpoka og mat milli sæluhúsa FÍ á
Kjalarsvæðinu. Skoðunarferðir frá áning-
arstöðum.
15.-19. júlí (5 dagar): Landmannalaugar
- Þórsmörk. Ekið á miðvikudegi til Land-
mannalauga og gengið samdægurs í
Hrafntinnusker. Gist í sæluhúsum FÍ.
17.-24. júlí (8dagar): Lónsöræfi. Flugeða
bíll til Hafnar í Hornafirði. Jeppar flytja
farþega inn á Illakamb. Gist í tjöldum.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu
FI, Öldugötu 3. ATH: Takmarkaður fjöldi
í Laugavegsferðimar.
Digranesprestakall
Árleg sumarferð Digranessafnaðar verður
farin um næstu helgi, 11. og 12. júlí. Leið-
in liggur um Vesturland með gistingu í
Laugaskóla. Þátttaka tilkynnist eigi síðar
en fimmtudagskvöld 9. júlí. Nánari upplýs-
ingar í s. 40436, Anna, eða 41845, Elín.
Tilkyimingar
Sjálfboðaliðasamtök
um náttúruvernd
Vikuna 11.-19. júlí munu Sjálfboðaliða-
samtök um náttúruvernd, í samráði við
Náttúruverndarráð, vinna við endurbætur
á göngustígum í þjóðgarðinum í Skafta-
felli. Til liðs við sig fá Sjálfboðaliðasam-
tökin fólk frá breskum og dönskum
sjálfboðaliðasamtökum. Allar nánari upp-
lýsingar og skráning þátttakenda á skrif-
stofu Náttúruverndarráðs í síma 91-27855
og 91-22520.
Tangarsókn gegn vímu
Tangarsókn gegn vímu heitir mikil söfn-
unar- og áróðursherferð sem Krýsuvíkur-
samtökin standa fyrir nú í júlímánuði.
Annars vegar ætlar hópur unglinga úr
félagsmiðstöðvunum Frostaskjóli og
Þróttheimum að hjóla umhverfis landið í
fylgd rútubíls og nokkurra leiðbeinenda
en hins vegar munu félagar úr Fornbíla-
klúbbi Islands aka hringinn á bílum
sínum. Unglingamir hjóla suður fyrir en
Fornbílaklúbburinn ekur norður um. Hóp-
arnir munu svo hittast á Egilsstöðum 14.
júlí og þar verður einhver uppákoma áður
en haldið verður áfram. Lagt verður af
stað frá Krísuvíkurskóla í dag kl. 13 þegar
unglingarnir hjóla út fyrir Reykjanes en
kl. 9 í fyrramálið leggja hóparnir svo af
stað frá bensínstöðinni á Ártúnshöfða. I
för með Fombílaklúbbnum verður Takk-
dúettinn sem mun syngja á ýmsum stöðum
á leiðinni. Ýmsir aðilar styrkja þetta fram-
Spakmælið
Það er auðvelt að hefja styrjöld, en erfitt að binda endi
á hana.
Sallúst.
tak. Kaupfélög um land allt munu gefa
unglingunum og fylgdarliði þeirra mat á
leiðinni, Heimilistæki hf. lána síma í bíl-
inn sem fylgir þeim og Fálkinn leggur til
reiðhjólin. Henson gefurþeim íþróttagalla
ásamt stuttbuxum og bol og Skeljungs-
búðin útvegar eldunaráhöld. Þá mun Esso
- Olíufélagið hf. gefa eldsneyti á forn-
bílana. Rás 2 mun fylgjast með ferðalaginu
og láta hlustendur vita hvað ferðalöngun-
um líður, einkum í þættinxxm Milli mála,
sem er á dagskrá alla virka daga frá kl.
12.45.
Breytingar á mælingar-
reglum fiskiskipa
Hinn 1. júlí 1987 tóku gildi hér á ’ xndi
nýjar reglur um mælingar fiskiskipa.
Ráðuneytið vill af því tilefni vekja at-
hygli á að öll skip, sem smíðar hefjast á
eftir 30. júní 1987, falla undir hinar nýju
mælingarreglur. Við ákvörðun á því hven-
ær smíðatími fiskiskips hefst, leggur
ráðuneytið til grundvallar tilkynningar til
Siglingarmálastofnunar ríkisins þar að
lútandi, sem stofnuninni hefur borist fyrir
1. júlí 1987. Munu þau fiskiskip, sem sam-
kvæmt þessum nýju mælingarreglum
mælast 10 tonn eða stærri, ekki fá leyfi
til botnfiskiveiða nema úr rekstri sé tekið
sambærilegt fiskiskip, sem hefur sérstakt
leyfi til botnfiskiveiða samkvæmt gildandi
reglum.
Tímarit
Teningur
Teningur er kominn út, fjórða hefti tíma-
ritsins sem er vettvangur fyrir bókmenntir
og listir. Að venju eru á Teningnum marg-
ar hliðar, efnið fjölbreytt og komið að
listunum úr ýmsum áttum. Af frumsömdu
bókmenntaefni sætir mestum tíðindum
ljóð eftir eitt fremsta Ijóðskáld Islendinga
á vorm dögum, Sigfús Daðason. Aðrir sem
eiga ljóð í Teningnum eru Margrét Lóa
Jónsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Sigrún
Björnsdóttir, Hreinn Guðlaugsson og
Gunnar Harðarson. Fimm smásögur eru
eftir þá Octavio Paz, Guðmund Andra
Thorsson, Þórð Kristinsson, Garðar Bald-
vinsson og Benedikt Gestsson. Viðtöl eru
við Olaf Gunnarsson og Gyrði Elíasson.
Af myndlistarefni tímaritsins fer mest fyr-
ir löngu viðtali við Kristján Guðmundsson
og með því eru birtar myndir af ýmsum
verka hans. Þá á Halldór Ásgeirsson einn-
ig myndir og ljóð í Teningi. Ennfremur
er vert að minna á ritgerð eftir hinn kunna
franska heimspeking, Paul Ricoeur.
Áskriftarsími Tenings er 18417 en hann
fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum
landsins.
Tapað - Fundið
Reiðhjól tapaðist úr
Mosfellssveit
Grátt BMX, púðalaust hjól hvarf frá Hlíð-
arási í Mosfellssveit. Ef einhver veit um
hjólið vinsamlegast hringið í s. 83957 eða
666197.
Labradortík í óskilum
á Dýraspítalanum
Á Dýraspxtalanum er í óskilum svört la-
bradortík sem fannst við Njálsgötu.
Síminn á Dýraspítalanum er 76620.
Afmæli
80 ára afmæli á í dag, 7. júlí, frú
Soffia Pálsdóttir, Stykkishólmi.
Hún var gift Sigurbirni Kristjáns-
syni sjómanni. Hann er látinn fyrir
nokkrum árum. Varð þeim 9 barna
auðið. Hún ætlar að taka á móti
gestum sínum nk. laugardag, 11. þ.
m., í Verkalýðshúsinu þar í bænum
eftir kl. 16.
Fiskverðsdeilan á Vestfjörðum
Árangurslaus næturfundur
Fiskkaupendur og -seljendur á Vest-
fjörðum hófu fund í gærdag um fis-
kverðsdeiluna og stóð hann fram á
morgun án árangurs. Reynir Trausta-
son, fréttaritari DV á Flateyri, sagði
í morgun, skömmu eftir að fundinum
lauk, að fiskkaupendur heföu boðið
13% verðhækkun í stað 10% sem
þeir ákváðu fyrst en sjómenn teldu það
fjarri raunveruleikanum.
Reynir sagði ennfremur að sjómenn
væru óánægðir með að fiskkaupendur
skyldu koma fram sem ein blokk í
þessu máli í stað þess að semja hver
fyrir sig við sína fiskseljendur fyrst
fiskverð hefur verið ákveðið frjálst.
Tveir togarar liggja bundnir vegna
deilunnar, Guðbjarturog Páll Pálsson.
Fyrirhugaður er annar fundur með
deiluaðilum í dag.
-S.dór