Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. 19 Menning Tómas síungur Guöbergur Bergsson: Tómas Jónsson Metsölubók Forlagið 1987, 2. útgáfa, 355 bls. Loksins er þessi fræga saga endurút- gefin, eftir að hafa verið uppseld frá því að hún birtist, fyrir rúmum tuttugu árum. Hún vakti mikla athygli þá og hefur alla tíð síðan verið mjög um- töluð. Ég held að það sé ekki ofinælt, að flestir áhugamenn um bókmenntir sem voru ungir þegar sagan birtist hafi orðið gagnteknir af henni, og hafi ,verið það lengstum síðan. Þetta var fjórða bók Guðbergs, og sú sem gerði hann þjóðkunnan höfúnd._ Þó má vera að næstu bækur hans, Ástir samlyndra hjóna og Anna, hafi hlotið víðtækari vinsældir, en þær birtust 1967 og 1969. Þetta er fyrsta bók Guð- bergs sem er endurútgefin, enda gerist slíkt mjög sjaldan fyrir utan ritsöfn. Hún er ljósprentuð smækkuð eftir frumútgáfú og hafa prentvillur fengið að halda sér, raunar voru þær fáar. Hugarflaumur Hvað var þá svo merkilegt við þessa bók? Því er skemmst til að svara að hún var mikil nýjung á íslandi. I henni er ekki söguþráður, heldur er textinn sundurlausar minningar og hugsanir manns á ýmsum tímum. Látið er í veðri vaka að hann hafi skrifað þetta í stílabækur, orðinn hálfblindur og kalkaður, í súrefnisgrímu á banabeði. „Útgefandi" gerir síðan grein fyrir þessum handritum sem fundist hafi eftir Tómas (bls. 327). Hér ægir öllu saman í hugarflaumi Tómasar, og er oft stokkið fyrirvaralaust úr einu í annað. Slíkar hugarflaumsbækur voru nýlunda á íslensku, en af þvi tagi er eitt frægasta skáldverk 20. aldar, Ulys- ses eftir James Joyce (1916). Þessi bók minnir hins vegar meira á kunningja Joyce og landa, Samuel Beckett. Sögu- maður í einni skáldsögu hans, Molloy (1950), á margt sameiginlegt með per- sónunni Tómasi Jónssyni, hann er roskinn, einangraður og einmana, framúrskarandi nískur og smámuna- samur, upptekinn af lágkúru og kjaftæði. Svipuð eru líka hvörfin í lok- in, en þessi svipur er þó aðeins í stórum dráttum, TJM er fullkomlega sjálfstæð sköpun. Persónan Tómas rúmar miklar and- stæður. Hér er rækilega gerð grein fyrir útferð hans af hrákum, saur, þvagi og sæði, en þetta hefur nú yfir- leitt þótt heldur ógeðslegt og vakti mikla andúð þegar bókin birtist. Þessi karl montast af fallegri skrift sinni eins og hann væri á barnaskólastigi menntunar. En raunar hefur hann tekið stúdentspróf utanskóla, og er óvenjuvíðlesinn í heimsbókmenntun- um. Hann fer þar eigin leiðir, vitnar ekki aðeins í skáld frá fyrri hluta 19. aldar, t.d. Goethe, Stendal og Grím Thomsen, heldur lika í endurreisnar- skáld á frummálinu, Dante, Petrarca, og einhvem foman skáldskap á pró- Bókmeimtir Örn Ólafsson vensölsku og fomportúgölsku, að hætti Ezra Pound í Cantos. Þetta stangast á við nísku karlsins og fá- fengileg áhugamál, sem em einkum hversdagslegar kjaftasögur. En í heild miðla þessar andstæður okkur mynd af manni af holdi og blóði (því er talað um úrgangsefni), og anda; sem mótast af samtíma sínum innanlands og utan og af fortíðinni, menningararfleifð Vesturlanda. Þessar miklu andstæður samtengjast þó, á skoplegan hátt, vitni Tómas í Darwin, Freud og Marx (bls. 30), þá er það til að varpa ljósi á þröng- an hring eigin lífs. Goðsögur Sagnir Tómasar Jónssonar, innlend- ar og erlendar, em yfirlit um bull og kjaftæði á íslandi, eða með öðrum orðum, sýna goðsögur fólksins, hugs- unarhátt þess. Þar kennir margra grasa, t.d. tal um frægð íslensks söngv- ara erlendis á ámnum milli stríða, en hér er Katrín í stað Stefáns íslandi eða Eggerts Stefánssonar. Hugmyndir ís- lendinga um útlönd koma annars einkum fram i hroðalegum sögnum frá Sovétríkjunum og Póllandi. Hér er tekið upp mgl úr almannarómi, svo bráðskemmtilegt getur verið (t.d. bls. 18). Skyldi þetta vera úr Tímanum fyrir stríð? „Hér birtist stutt skrá yfir helstu hættur sem steðjað hafa að hinni fámennu íslensku þjóð allt frá 1939 til Marshallhjálp- arinnar: [...] sérhver ný vöm- tegund í búðum vissi á heimsendi, plokkun og útrým- ingu íslenska kynstofnsins. Kaupmenn og prangarar íhaldsins stefhdu að því I) Með brillantíni, að gera alla íslend- inga sköllótta eins og útlend- inga; II) að brenna innan magann í fólki með sinnepi og tómatsósu; III) Að auka ropa og vindspenning í fólki með grænmeti; IV) Að drapa ferða- fólk í tjöldum með dósaeitri í dósamat; V) Skafa að innan hausinn á fólki með útvarpinu; VI) Flytja inn kynsjúkdóma og lauslæti með erlendum gopa- nærfotum [....] Auka botn- langaköst með innflutningi á rándýrum rúsínum með stein- um; Eyðileggja heilann í ís- lenskum konum með innflutn- ingi á háhæluðum skóm (200.000 högg skullu daglega á mænuna og litla heilann), sem gerir konuna sinnulausa fyrir húsverkum og bamauppeldi" Athyglisvert er að bemskuminning- ar Tómasar em ömurleikinn einn. Móðir hans vanfær af 12. bami, missir fóstrið, og er að ásaka drenginn um að þræla sér út. Hann neitar seinna að taka þátt í að annast jarðarför föð- ur sfns. Líkamlegt ofbeldi, kúgun og sóðaskapur er meginþáttur í reynslu hans á bamsaldri. Bóndinn á bænum, þar sem hann býr, getur ekki sofnað nema hafa nefið yfir koppinum, bónda- kona fióar drengnum nauðugum, en hann virtist látinn sofa hjá þeim hjón- um, svona er allt. Innan hringsins Heimur Tómasar er afar þröngur, hann hugsar mest um íbúð sína, leigj- endur, vinnufélaga og þá sem em með honum í mötuneyti, sér ekkert út fyrir þennan hring. Leigjendur og fremri stofan í mötuneytinu er alþýðufólk, sem hefur einkum áhuga á að fá sem mesta aukavinnu. Ekkert samband er á milli þessara vinnudýra og hins sam- félagshópsins; það em vinnufélagar Tómasar í bankanum og innri stofa mötuneytisins, sem em allt þröngsýnis smáborgarar. Verkfræðingar sem tala aldrei um annað en skólaárin, róttæk- ur alki í síendurteknu sama þrasinu við íhaldssaman félaga sinn, það er allt upp úr dagblöðunum; pjattrófur sem pískra um einkamál náungans. Lokin stinga gersamlega í stúf við alla bókina í því að þar verða sam- skipti fólks með hlýju, þar sem tveir karlmenn veltast um í sóðaskap og tungukossum, heita báðir Tómas. Annars ríkir tilgerð, heimska og frekja í samskiptum persónanna, þar er allt ömurlegt eða fáránlegt. Nauðgun kemur hvað eftir annað fyrir. Einnig er „Formúla fyrir heimsókn", en inn- tak hennar er bæði milli heimilis- manna innbyrðis og við gesti: „Vertu ævinlega á verði um að segja aldrei neitt.“ (bls. 317). Þá sjáum við að Tóm- as Jónsson er svo sannarlega dæmi- gerður í einmana-leik sínum og innilokun. Stíllinn Sérkennilegt er, að frá og með 17. bók (síðustu 45 bls.) verður stíllinn tilfinningalegri, einsemd Tómasar og annarra þar með tilfinnanlegri, þetta er einskonar ályktun af því sem á undan fer, magnar það og undirbýr lokin sem áður var talað um. Annars ber stíllinn jafhan mikinn svip af talmáli, og sýnir mismunandi blæbrigði þess, einkum í þjóðsögum Tómasar Jónssonar. Einnig eru stæl- ingar á allskonar ritmáli, Gesti Páls- syni, Hómer, og stillinn lagar sig að kennslubókinni Gagn og gaman til að sýna tómleika fjölskyldulífsins (bls. 317): „Hvað er að frétta, segir Snorri. Ert þú ekki með fréttimar, seg- ir Sigga. Hvar er dagblaðið, segir Snorri. Dagblaðið er á borðinu, svarar Sigga. Förum þá að hátta, segir Snorri. Ég er þreytt, segir Sigga. Snorri opnar útvarp.“ O.s.frv. Miklar skopstælingar eru á hvers- kyns íslenskum bókmenntum. sveita- sögum, þroskasögum, þjóðlegum fróðleik. ævisögum. o.s.fiv. Það er í þessu öllu sem sagan verður altæk. ef svo mætti segja. Hún nær vfir mikil- væga þætti þjóðlifsins. daglegt líf í sveit og borg. ekki í teprulegri hreins- aðri mvnd, heldur dökkri heildarmynd með svita, skit og kjaftæði. Og við sjáum veruleik fólksins ekki í hlut- stæðri lýsingu, heldur speglast f huga þess, í goðsögum sem revna að koma andstæðufullu og tilgangslausu bjástri þess í samhengi með meiningu. ýmis- konar lífsskoðun. Því er bókin andrík. hversu mikið andlevsi og heimsku sem hún sýnir. og því er hún mögnuð mvnd Guðbergur Bergsson. af íslenskum veruleik, ég hika ekki við að segja sígild. Tilgangslaust bjástur Nú sögðu margir þegar bókin birt- ist, að hún væri of einhliða neikvæð, gæfi skekkta mynd af lífinu. af nútíma Islendingum, o.s.frv. Jú. auðvitaó er sagan einhliða neikvæð, sem betur fer, þess vegna er hún velheppnað skáldverk. Þar verða mismunandi hlutar að leita saman, vera samstilltir að einu marki. Þessi lífssýn bókarinn- ar er samt óumdeilanleg, hún sýnir mannlífið sem tilgangslaust bjástur með meiningarlausan dauða að loka- marki. Er það ekki rétt? Það hefur að minnsta kosti verið meginstefna bók- mennta 20. aldar alþjóðlega. Auðvitað má líta öðruvísi á málin. og það getur hver lesandi, hann getur sagt sér sjálf- ur að til séu tilkomumeiri persónur en þær sem í bókinni birtast. Vilji menn lesa þjóðfélagslýsingu sem er í jafnvægi, þá lesa þeir auðvitað þjóð- félagsfræði, en ekki skáldsögur. Það væri fásinna að ætlast til þess af skáld- um að þau geti gefið hlutlæga mvnd af þjóðinni eða samfélaginu, þau geta aðeins miðlað okkur lifandi mynd af þvi hvemig þau skynja þetta, eða hvemig hægt er að skynja þetta. Og það er lika eins og best vérður á ko- sið, lesendur em auðvitað ekki bundnir við þá mvnd, þeir ættu vfir- leitt að geta hugsað um það sem þeir lesa, og geta því fremur mvndað sér sjálfstæða skoðun. sem mvnd sögunn- ar er afdráttarlausari. í hvaða átt sem hún svo stefnir. Það er skemmst frá að segja að saga þessi hefur elst ákaflega vel. mér finnst hún betri nú en fyrir tuttugu árum. ef eitthvað er. Meðfærilegri íslendingasögur Islendingasögur Svart á hvitu Þrjú bindi, hálft þriðja þúsund bls. 10.782 kr. hjá forlagi Þessi útgáfa er endurprentun á tveggja binda útgáfu íslendingasagna sem birtist hjá Svart á hvítu í fyrra - að leiðréttum prentvillum sem ekki munu hafa verið margar. Þessi útgáfa er meðfærilegri en hin fyrri, hand- hægari, því nú er hvert bindi aðeins um 800 bls. Eins og áður er textinn með nútímastafsetningu en fornar orð- myndir látnar halda sér. Aðgengilegar skýringar em til hliðar við vísumar sem ella yrðu torskildar mjög. Sögum- ar em hér í stafrófsröð - og það er alveg út í hött. Ef það er til að auð- velda að finna þær, þá nægði efnisyfir- lit í stafrófsröð. Eðlilegri virðist hinn fyrri háttur að raða sögunum eftir helstu söguslóðum, hringinn í kring- um landið. Nýmæli I þessari útgáfu er formáli fyrir 2. bindi, rúmar 40 bls. um íslendingasög- ur, einkum þjóðfélag það og hug- myndaheim sem þær lýsa. Þessi formáli er afar greinargóður, einfalt og auðskilið yfirlit um meginatriði. Töflur um frændsemi, stjómkerfi og stéttir, svo og kort af sögustöðum hverrar sögu, auðvelda skilninginn. Stundum finnst mér að lengra hefði þurft að ganga, svo sem þegar gerð er grein fyrir gjaldmiðlunum silfri og vaðmáli og gengi þeirra, þá hefði þurft að nefna að meðalkýrverð var eitt hundrað, þ.e. stórt hundrað, 120 álnir vaðmáls, en meðaljörð var tuttugu hundmð, þ.e. tuttugu kýrverð. Einnig hefði þurft að segja hverjar vom með- alvígsbætur. Umfjöllunin um íslendingasögur sem bókmenntir er einföld og glögg, en hefði gjaman mátt vera ítarlegri, t.d. sakna ég þess að fjallað yrði um hlutverk fyrirboða og kaldhæðni í sög- unum og umfjöllun um stílinn er of stuttaraleg með því að benda bara á andstæður lærðs stíls við þjóðlegan stíl sem sé „talinn eiga rætur sínar að rekja til munnlegrar frásagnarlistar og er einfaldari en lærði stíllinn, að mestu laus við málskrúð og flúr, setn- ingaskipan einföld, málsgreinar stutt- ar og tengdar með aðaltengingum (og, en).“ (II. bindi, bls. xx). Þama hefði a.m.k. þurft: að vikja að því einkenni sagnanna að málsgrein byrjar oft á sögn eða atvikslið og ræða til hvers það sé gert. En vissulega varð form- álinn að vera stuttur og rými hans er mjög vel notað almennt talað. Annað nýmæli er 17 bls. atriðisorða- skrá og em þar talin helstu dæmi sagnanna um fyrirsát og víg, kuml og haugfé, aflraunir, leika, skemmtanir og ýmislegt fleira. Að þessu er mjög mikill fengur, bæði til að finna frásögn sem menn muna óljóst, til að gera samanburð og ýmislegt fleira. Loks fylgir þessari útgáfu stórt íslandskort þar sem helstu atburðir em teiknaðir inn á, virki, hafhir, þingstaðir o.fl., sýnt tímabil hverrar sögu og tengt atburðum þjóðarsögunnar. Hins sakna ég að ekki skuli vera nafhaskrá svo sem prýddi útgáfu Guðna Jónssonar á íslendingasögum í 13 bindum. 1946-9. Megum við kannski vonast eftir sameiginlegri nafnaskrá við alla fomritaútgáfu Svarthvítunga síðar? Textinn Það er mikið vandamál að finna texta fornra bókmennta. Þær em samdar löngu fynr prentöld, vom skrifaðar á handrit sem síðan var afrit- að af þeim sem vildu eignast ritið. Bækur vom því geysidýrar, bæði eíhið í þær, mörg kálfsskinn í hverja bók og líka þurfti margar vinnustundir til að gera hvert eintak. Þau urðu því aldrei mörg, miðað við það sem nú gerist og ýmis rit hafa alveg glatast. Það getur svo hver sannfært sig urn með tilraun, að engin leið er að skrifa heila bók upp villulaust. Flestir kæra sig ekki um mikla nákvæmni, þykjast geta orðað ýmislegt betur en forritið. Og þótt afritari reyni að hafa allt orð- rétt, þá koma alltaf inn frávik, stafa- villur, mislestur á misskýrri skrift, stokkið er yfir línur, o.s.frv. Engin fomrit em til í frumriti, flest em til í nokkrum handritum sem em afrit af- rita, stundum í marga liði, nokkrum öldum eftir frumrit. Og engum tveimur handritum ber saman um texta, stund- um er mikill munur. Hvaða texta á þá að prenta? Fræðilegar útgáfur em þannig unnar að sérfræðingur ber saman tiltæk handrit sögunnar og flokkar þau eftir því hve mikið eða lítið þau eiga sameiginlegt þar sem textamunur er. Úr þessu gerir hann Bókmenntir Örn Ólafsson ættartölu handritanna. leiðir rök að því hvernig þau hafi greinst frá sam- eiginlegu forriti, sem venjulega er löngu glatað, stundum sýnir hann fram á að sum tiltæk handrit séu afrit varðveittra handrita, þá þarf ekki að hugsa meira um þessi afrit. Sérfræð- ingurinn reynir að aldursetja handrit- in sem nákvæmast, m.a. með tilliti til stafsetningar sem var mjög á reiki og rithandar, stundum tekst jafnvel að eigna hana nafhgreindum persónum sem vitað er hvenær vom uppi. Þegar hér er komið velur sérfræðingurinn texta eins handrits til útgáfu en sýnir neðanmáls markverðustu frávik ann- arra handrita frá honum. Þetta þarf alls ekki að þýða að valinn texti sé í alla staði hinn uppmnalegasti. Stund- um er hann valinn af því að hann er ■heillegastur, það vantar í önnur hand- rit sem þykja þó betri það sem þau ná eða rök em leidd að því að stundum hafi önnur handrit upphaflegri texta en það sem valið var. Fræðileg útgáfa er til að sýna varðveislu textans og til að komast sem næst sameiginlegu forriti. Alþýðleg útgáfa byggir síðan á þessu. Þá em tvær leiðir færar. Önnur er sú að prenta bara aðaltexta fræðilegu útgáfunnar en leiðrétta þó augljósustu villur. Sú leið er farin í þessari útgáfu en stund- um greinist sagan í tvær eða fleiri gerðir með vemlegum mun, þá em báðar birtar. Hin leiðin er sú að velja úr þá les- hætti sem uppmnalegastir em samkvæmt fræðilegu útgáfunni.Þessi 'eið finnst mér réttari, þvi segja má að tíl litils sé að gera fræðilega útgáfu með textamun neðanmáls, ef hann er svo ekki einu sinni notaður til að koma sem upphaflegustum texta til almennings. En gegn þessari skoðun hafa komið þau rök, að val milli les- hátta verði oft matsatriði og viðbúið að úr þessu verði texti sem aldrei áður hafi verið til. Um þetta er deilt en mitt álit er að til lítils hafi menn mennt sína og rannsóknir ef þeir þori ekki að vega og meta vafaatriði og hafna því sem þeir þykjast vita að sé rangt en koma hinu að sem þeir vita réttara. Hvað sem þessu líður, þá verður að fagna þessari nýju útgáfu íslendinga- sagna sem gerir þessar merkustu fombókmenntir íslendinga einstak- lega aðgengilegar almenningi og í smekklegum búningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.