Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
13
Neytendur
Hver er réttur okkar?
Örorkubætur
Allar greiðslur vegna örorku eru
ákveðnar eftir ' örorkumati sem
tryggingayfirlæknir annast.
Ororkubætur eru aðeins greiddar
fólki á aldrinum 16-67 ára og er skil-
yrði að viðkomandi hafi átt hér
lögheimili, a.m.k. þrjú síðustu árin,
áður en umsókn er lögð fram eða
haft óskerta starfsorku er hann flutt-
ist hingáð.
Umsókn þarf að fylgja örorkuvott-
orð frá þeim lækni sem kunnugastur
er heilsufari sjúklingsins. Einnig
þarf að skila inn ljósriti af skatt-
skýrslu.
Sé örorkan metin undir 50% er
ekki um neinar örorkubætur að
ræða. Ef örorkan dæmist 50-74% er
heimilt að greiða örorkustyrk sem
úrskurðaður er með tilliti til tekna
umsækjanda.
Aftur á móti ef matið er 75% eða
meira á umsækjandi rétt á fullum
örorkulifeyri sem er 7.581 kr. á mán-
uði (jafnhár ellilífeyri) og auk þess
á hann rétt á öllum sömu bótum og
ellilífeyrisþegar, svo sem tekjutrygg-
ingu, heimilisuppbót o.fl. en það
hefur verið rakið ítarlega i fyrri
pistlum.
Ef um örorkustyrk er að ræða
(50-74% mat) er greiddur ákveðinn
hluti af fullum örorkulífe^ri svo sem
hér segir:
75% af lífeyri, ef tekjur eru undir
kr. 350.000
40% af lífeyri, ef tekjur eru á bilinu
350.000-440.000
25% af lífeyri, ef tekjur eru á bilinu
440.000-530.000
Ef tekjumar eru hærri er ekki um
örorkustyrk að ræða. Taka skal fram
að síðan 1. jan. 1985 hefur eingöngu
verið miðað við tekjur hins tryggða.
Ef um éinhverja er að ræða sem
áður hefur verið synjað vegna sam-
eiginlegra tekna hjóna og ekki
fengið leiðréttirigu, er þeim bent á
að leita upplýsinga hjá lífeyrisdeild
Tryggingastofnunar ríkisins.
Örorkustyrkþegi sem náð hefur 62
ára aldri á rétt á fullum örorkulíf-
eyri en nýtur þó ekki tengdra bóta
fremur en aðrir örorkustyrkþegar.
Örorkustyrkþegar geta þó sótt um
bifreiðastyrk og bílalán ef þeir þurfa
nauðsynlega á bíl að halda vegna
fötlunar.
Barnaörorka
Sérstakan styrk er heimilt að
greiða vegna bæklunar eða van-
þroska bams, innan 16 ára aldurs,
sem hefur í för með sér tilfinnanleg
útgjöld eða mikla umönnun. Er um
3 mismunandi stig að ræða. Örork-
una má meta allt niður í 3 mánaða
aldur.
Bílalán hafa einnig verið veitt for-
eldrum fatlaðra bama.
Framfærslukostnaður fatl-
aðrabarna
Fatlað bam á aldrinuin 0-18 ára
sem dvelur í heimahúsi og þarfriast
sérstakrar umönnunar, á rétt á að-
stoð. Kjósi framfærendur að annast
þetta sjálfir geta þeir sótt um styrk
til viðkomandi svæðisstjómar sem
heyrir undir félagsmálaráðuneytið.
Tryggingarstofriunin innir síðan af
hendi greiðslumar skv. úrskurði.
Em greiðslur þessar nú á bilinu
4.644 kr. - 20.313 kr. eftir því hve
mikil umönnunin er.
Hjálpartæki
Tryggingastofriun greiðir eða tek-
ur þátt í kaupum á margs konar
Tiyggingamál:
Hverer
réttur okkar?
Greinar um tryggingamál birtast
að á neytendasíðunni á þriðjudög-
um. Það er Margrét Thoroddsen sem
sér um þennan þátt. Hún svarar
einnig fyrirspumum ef einhveijar
kynnu að berast. Utanáskriftin er
DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver-
holti 11, Reykjavík.
Skattar eru lækkaðir ef gjaldþol skerðist vegna ellihrumleika eða annarra
sjúkdóma.
hjálpartækjum eftir sérstökum regl- gerðum eyðublöðum skulu send
um. tryggingavfirlækni eða sjúkratrj'gg-
Umsókn og læknisvottorð á þar til ingadeild.
Heildsóluverð á
Rauð paprika lækkar
Vérðbreytingar á heildsöluverði á 110 kr. Heildsöluverð á eftirtöldum
grænmeti eru heilmiklar á þessum tegundum er eftirfarancii (síðasta
árstíma, það fer bæði upp og niður. verð í sviga):
Við fylgjumst með verðinu eftir. Kinakál 100 (150)
föngum. Rauð paprika 320 (400)
í gær var heildsöluverð á tómöt- Salat 45 (42)
um enn óbreytt, 110 kr. Gúrkur Radísur 125 g 40 (35)
höfðu lækkað um 20 kr., kosta nú Eggaldin 110 (90)
- radísur hækka
U pplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks_____
Kostnaður í júní 1987:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
ernú á fuilrí ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar 1 bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.