Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 23
ÞRIÐJVDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
23
Fréttir
Patreksfjörður er rólegur og vinalegur bær og lítið fer fyrir óbótamönnum.
Lögreglumenn á staðnum gátu þvi leyft sér að slappa af i góða veðrinu í
síðustu viku og sleikja sólskinið, án þess að hafa áhyggjur af gæslu laga
og réttar. ( DV-mynd KAE
Gvasvöllur á Siglufirði
Guðmundur Daviösson, DV, Sigiufiröi;
Er bæði fyrrverandi og núerandi
meirihlutri bæjarstjómar Sigluijarðar
höfðu samþykkt að fresta framkvæmd-
um við grasvöll í ár, tók íþróttabanda-
lagsstjóm undir dugmikilli forystu
Runólfs Birgissonar til sinna ráða.
Samið var við bæjarstjóm um lítils-
háttar hækkun á framlagi bæjarins til
IBS og að bærinn afsalaði sér öllum
greiðslum úr íþróttasjóði sem tengjast
framkvæmdinni til bandalagsins.
Þetta, ásamt öllu handbæru fé banda-
lagsins og einhverju lánsfé, átti að
nægja samkvæmt áætlun. I dag er
búið að tyrfa áhorfendastæðin og
svæðið í kringum völlinn og á þriðju-
dag er áætlað að byrja að tyrfa sjálfan
leikvanginn og á því að verða lokið
sunnudaginn 12. júlí. Tyrft verður í
sjálfboðavinnu og em allir sem vettl-
ingi geta valdið hvattir til að mæta
til starfa.
AðaHundur rafveitna haldinn á Höfh
Júlía btisland, DV, Hö&i;
Aðalfundur Sambands íslenskra raf-
veitna var haldinn á Höfh í Homafirði
nýlega og vom þátttakendur um 170
víðsvegar af landinu.
Veður var einstaklega gott og gafst
gestum kostur á að fara í skoðunar-
ferðir um nágrennið. Gengið var fyrir
Hom að Papósi, ekið um Lón og vest-
ur að Jökulsá og farið í siglingu um
lónið.
Armstrong
^ " 4ra metra breidd. Vandaður
gNfWa^Vrmstrong. Heimsþekkt gæðavara.
-v4
■* Járn oa skio.
PPARUDIN
■ ■ ■ KEA-byggingavörp
Suðuriandsbraut 26, simi 84850. Lónsbakka, Akur€>|É
m
FYRIR FRAMTlÐINA
íslandsmet í afmælisgjöf
Á fimmtugasta starfsári sínu styður KRON Einar
Vilhjálmsson í þrotlausum æfingum sínum og
kostnaðarfrekum keppnisferðum um allan heim.
Fyrsta uppskera þeirrar samvinnu hefur nú þegar
litið dagsins Ijós.
Áfram Einar!
Til hamingju
EinarVilhjálmsson!
Einar Vilhjálmsson færði þjóðinni nýtt íslandsmet um
helgina þegar hann kastaði spjótinu 82.10 metra,
-1.82 metrum lengra en eldra met hans var.
Framundan hjá Einari eru eru fjölmörg stórmót á frjáls-
íþróttasviðinu. (sumar stefnir hann að þátttöku í
Heimsmeistaramótinu, Evrópubikarkeppninni, Heims-
leikum stúdenta, og fjölmörgum Grand Prix mótum víða
um heim. Á meðal innlendra verkefna má nefna Landsmót
UMFÍ, afmælismót FRÍ, bikarkeppni FRÍ o.fl.
Á næsta ári eru svo sjálfir Olympíuleikarnir í Seoul,
en við þá miðar Einar nú þegar allar æfingar sínar og keppni.