Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Utlönd
Stóru iðnríkin enn með mík-
ilvæg viðskipti víð S-Afríku
Þrátt fyrir háværar kröfur um
hömlur á viðskipti við Suður-Aíríku
hafa aðeins fáein af helstu iðnríkjum
veraldar dregið að marki úr umsvif-
um sínum með þarlendum aðilum.
Stjómvöld allra helstu iðnríkja
heims hafa lýst andúð sinni á kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnu s-afrísku
stjómarinnar og hafa vegna hennar
markað í orði kveðnu þá stefnu að
draga úr efnahagslegum, stjóm-
málalegum og menningarlegum
samskiptum við landið. Hjá flestum
er þessi stefna þó einvörðungu í orði,
hennar verður ekki hið minnsta vart
á borði.
Lagt hefur verið bann við auknum
fjárfestingum í S-Afríku en í rarrn
halda einstök fyrirtæki áfram allri
þeirri útþenslu sem starfsemi þeirra
og markaður kallar á.
Lagt hefur verið bann við sölu á
vopnum og vigbúnaði til S-Afrí'ku
en flestar aðrar vörur, þar á meðal
vélar og tæki sem her og lögregla
landsins getur nýtt sér, em seldar
óheft þangað.
Bannað er að kaupa gullmynt, það
er Krugerand, frá S-Afríku en flest
ríki flytja óheft inn allt það hráefni
og unna vöm sem þau telja sig þurfa
frá landinu.
Meðal þeirra ríkja, sem þannig
ganga þvert á eigin fúllyrðingar, em
Bretland, Japan og Vestur-Þýska-
land. Öll þessi ríki eiga mikil við-
skipti við S-Afríku, viðskipti sem em
stjómvöldum þar í landi æ mikil-
vægari nú þegar sum af helstu
viðskiparíkjum þeirra em að draga
úr starfsemi sinni. Þessi viðskipti em
sérstaklega mikilvæg S-Afríkönum
þar sem Bandaríkin, sem hafa verið
stærsta viðskiptaland þeirra, hafa
dregið mjög úr umsvifúm sínum í
S-Afnku og sett stífar hömlur á bæðí
innflutning og útflutning milli ríkj-
Gömul tengsl
Það var ekki að ástæðulausu að
P.W. Botha, forseti S-Afríku, var
meðal þeirra fyrstu til þess að senda
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, heillaóskaskeyti
þegar ljóst var að hún hafði unnið
sigur í þingkosningunum í Bretlandi
í síðasta mánuði. Ljóst var að ynni
Verkamannaflokkurinn sigur í þeim
kosningum hefði hann lagt mikil
höft á viðskipti við S-Afríku. Sigur
íhaldsmanna var því mikill léttir fyr-
ir s-afrísk stjómvöld sem nú treysta
í sívaxandi mæli á Bretland.
Bretar em sú þjóð sem mest hefúr
fjárfest í Suður-Afrí'ku. Talið er að
heildargárfesting þeirra nemi þar
um hálfum fjórða milljarði Banda-
ríkjadala, eða um hundrað og fjöm-
tíu milljörðum íslenskra króna.
Bretar flytja inn vörur frá Suður-
Airíku fyrir um 511 milljónir dollara
á ári og flytja út þangað fyrir um
525 milljónir dollara. Þessi viðskipti
em S-Afrí'kumönnum þeim mun mik-
ilvægari að viðskiptahalli þeirra við
Bretland er mjög lítill.
Bretar segjast ekki geta skorið á
viðskiptatengsl við Suður-Afríku af
mörgum orsökum. í fyrsta lagi sé
landið fyrrverandi nýlenda og því
eigi Bretland ýmsum skyldum þar
að gegna. í öðm lagi búi enn um
átta hundmð þúsund breskir þegnar
í S-Afríku og hagsmuni þeirra þurfi
að verja. í þriðja lagi telja stjómvöld
að viðskipti við S-Afríku liggi til
grundvallar störfúm um 120 þúsund
manna á Bretlandi sjálfú.
Hagstætt bílaframleiðendum
Af v-þýskum fyrirtækjum í Suður-
Afríku em það bifreiðaframleiðend-
ur sem myndu verða tregastir til að
draga úr umsvifúm sínum. BMW,
Mercedes Benz og Volkswagen eiga
öll stórar verksmiðjur í landinu.
Bretar telja sig ekki geta slitið við- Vestur-þýskir bifreíðaframleiðend- Yfir fimmtíu japönsk stórfyrirtæki
skiptaböndin við fyrrverandi ur njóta of hagstæðra kjara í hafa enn skrifstofur í Si iður-Afr-
nýlendu sína. Að auki segja bresk Suður-Afríku, meðal annars vegna íku. Þrátt fyrir viðskiptahöft
stjórnvöld að um 120 þúsund beinna styrkja frá þarlendum virðist Japan ætla að verða helsta
manns á Bretlandseyjum sjálfum stjórnvöldum, til þesa að íhuga viðskiptaland Suður-Afrí'kana,
myndu missa atvinnuna ef við- samdrátt í athöfnum sínum af nok- enda telja Japanir aðgerðir ann-
skiptum við S-Afríku yrði hætt. kurri alvöru. Mörg þýsk fyrirtæki arra ríkja svo götóttar að ekki taki
Um 800 þúsund Bretar búa enn í starfa þó í gégnum railíiliði í öðrum að þykjast hafa þær uppi.
S-Afríku. löndura.
\ \ L
^ Suður-Afríka:Japan Suður>Afnka:Bretiand S-Afííka:V-Þýskaland
Innflutningur frá Japan: 1,4 millj- fnnflutningur frá Bretlandi: 525 Innflutningur frá V-Þýskalandi:
arðar doilara Útflutningur til Japan: 2,2 millj- arðar dollara milljónir dollara Útflutningur til Bretlands: 511 milljónir dollara 1,9 milljarðar dollara Útflutningur til V-Þýskalands: 1,4 milljarðar dollara
Fjárfestingar Japana ekki umtals- verðar Fjárfestíngar Breta: 3,5 milljarðar dollara Fjárfestingar V-Þjóðverjæ allt að 2,4 milljarðar dollara
BMW hefur komið sér einna best
fyrir þar því verksmiðjur þess njóta
mikilla styrkja frá s-afrískum stjóm-
völdum vegna þess að þær em
staðsettar skammt frá einu af
heimalöndum þeldökkra, Bophut-
hatswana. Vegna sérstöðu sinnar
hefur BMW tekist að ná liðlega átta
prósent markaðshluta í S-Afríku en
fyrirtækið hefur ekki nema um eitt
prósent bifreiðamarkaðar í flestum
öðrum löndum.
Auk bifreiðaframleiðenda em
mörg önnur þýsk fyrirtæki áhrifarík
á sínum sviðum iðnaðar í S-Afríku.
Þeirra á meðal em Siemens, Hoechst
og Bayer.
Opinberlega segja stjómvöld í V-
Þýskalandi að fjárfestingar Þjóð-
verja í S-Afríku nemi aðeins um sex
hundmð milljónum dollara. Vitað
er þó að þýsk fyrirtæki nota milliliði
í öðrum löndum, svo sem Sviss og
Luxemburg, og talið er að heildar-
fjárfesting þeirra nemi um fjórfaldri
opinbem upphæðinni, eða nær hálf-
um þriðja milljarði Bandaríkjadala.
Útflutningur V-Þjóðveija til S-
Afríku nemur um 1,9 milljörðum
Bandaríkjadala á ári. Innflutningur
þeirra á vömm frá S-Afríku, aðallega
hráefrii og landbúnaðarafúrðum,
nemur um 1,4 milljörðum dala.
Þrýstingur á ákveðnar aðgerðir
gegn s-afrískum stjómvöldum hefur
farið mjög vaxandi í V-Þýskalandi
og búist er við að stjómvöld þar leggi
bann við auknum fjárfestingum j
S-Afríku innan tíðar. Hversu mikinn
tilgang það bann hefur er óvíst, eink-
um með tilliti til þess hversu mikið
V-Þjóðverjar fjárfesta gegnum aðila
í öðrum löndum.
Að verða stærstir
Svo virðist sem Japanir séu reiðu-
búnir að taka við sem stærsta
viðskiptaland S-Afríku þegar
Bandaríkjamenn hafa dregið nægi-
lega saman seglin til að hverfa úr
því sæti.
Japönsk stjómvöld hafa bannað
beinar fjárfestingar í Suður-Afríku.
Þau hafa forboðið bankalán og
vopnasölu til landsins frá árinu 1965.
Fyrir tveim árum lögðu Japanir
bann við innflutningi á Kmgerand
gullmynt sem og útflutningi á tölvu-
búnaði til hers og lögreglu S-Afríku.
I september síðastliðnum var lagt
bann við innflutningi á jám- og stál-
vörum frá S-Afri'ku.
Þrátt fyrir þetta jukust viðskipti
Japana við S-Afríku um fjórðung á
síðasta ári. Innflutningur þeirra frá
landinu nemur um 2,2 milljörðum
dollara á ári. Útflutningur þeirra til
landsins nemur hins vegar um 1,4
milljörðum.
Helstu innflutningsvörumar em
kol og málmar. Útflutningsvörur em
mest varahlutir í bifreiðar, sjón-
varpstæki, videótæki og annar
rafeindabúnaður.
Fimmtíu og fimm af stærstu fyrir-
tækjum Japan hafa skrifstofur í
S-Afríku.
Viðskiptasambönd Japana í Suð-
ur-Afríku em nokkrum vandkvæð-
um bundin og japönsk stjómvöld
hafa litla löngun til að verða stærsta
viðskiptaríki landsins. Stafar þetta
meðal annars af því að til skamms
tíma vom Japanir skilgreindir sem
litaðir í Suður-Afríku og nutu því
ekki fúllra mannréttinda. Jafiivel í
dag hafa þeir aðeins hlotið skilgrein-
ingu sem „heiðurs-hvítir“ sem þeim
þykir litlu betra. Vegna þessa hafa
stjómvöld i Tokýó tvisvar hafiiað
tilboðum S-Afríkumanna um að rík-
in tvö skiptist á sendiherrum. Þá
reyna japönsk stjómvöld mjög að
takmarka straum ferðamanna til S-
Afríku sem og öll menningarsam-
skipti.
Ólíkar aðstæður
í umræðu um viðskipti þessara
ríkja við Suður-Afríkumenn er
gjaman bent á að fyrirtæki þeirra
búi við aðstæður sem em ólíkar þeim
sem búnar em bandarískum fyrir-
tækjum.
Þau bandarísk fyrirtæki, sem hætt
hafa starfsemi sinni í S-Afríku eða
hafa dregið hana vemlega saman,
hafi öll átt stóran heimamarkað og
hafi misst mjög takmarkað af sölu-
getu sinni við aðgerðimar. Mörg
þeirra hafi heldur ekki tapað neinum
markaði því þau hafi haldið áfram
að selja vöm sína til Suður-Afríku.
Þá er bent á að þau þýsk og bresk
fyrirtæki, sem reka starfsemi í S-
Afríku, séu yfirleitt mun stærri þar
en bandarísku fyrirtækin. Þau séu
vel rekin og arðbær en bandarísku
fyrirtækin hafi aldrei gert mikið bet-
ur en að standa á sléttu.
í raun hafi aðeins eitt bandarískt
fyrirtæki bæði hætt arðbærri starf-
semi í S-Afríku og hætt að selja vöm
sína þangað. Það er Eastman Kodak
sem nýlega rauf öll tengsl sín við
landið.
Loks er bent á að bandarísk fyrir-
tæki í S-Afríku hafi ekki átt sérstak-
lega góðan feril í samskiptum sínum
við aðra en hvíta íbúa landsins. Lit-
uðum, blökkumönnum og kynblend-
ingum, hafi þau greitt aðeins
lágmarkslaun og veitt þeim lítil fríð-
indi. Þýsk fyrirtæki, svo dæmi sé
nefnt, hafi aftur á móti gert mjög
vel við allt sitt starfsfólk, ekki síður
litaða en hvíta. Það væri því meira
áfall fyrir allan almenning í S-Afríku
ef þau hættu starfseminni heldur en
brottför bandarísku fyrirtækjanna.
Engu að síður er búist við auknum
þrýstingi á þessi fyrirtæki að draga
saman seglin í S-Afiíku. Sá þrýsting-
ur mun að líkindum koma einna
mest frá Bandaríkjunum, bæði frá
stjómvöldum þar svo og ffá einstök-
um fyrirtækjum sem talið er líklegt
að verði treg til viðskipta við erlend
fyrirtæki sem starfa í S-Afríku.