Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. 7 Bjargaði baðstofu „Áhugi minn fyTÍr söfnun og varð- veislu gamalla muna hófst á árunum 1965 til 1967 þegar ég var bamakenn- ari að Reykjumn í Hrútafirði. Þar var þá öðru hvom verið að vinna að því að koma upp byggðasafni og þar sem ég er lærður trésmiður var ég fenginn í ígripavinnu til að setja upp baðstofu inni í safnahúsinu. Við það starf og við að fylgjast með því sem fram fór í byggðasafninu vaknaði áhugi minn. Árið 1968 var ég orðinn sannfærður um að hægt væri að koma upp byggða- safni í Dalasýslu. Ég var þá bama- kennari í Strandasýslu en hafði samband við Magnús Rögnvaldsson vegaverkstjóra, sem ég vissi að var áhugamaður um þetta og hafði hirt ýmislegt til varðveislu sem á vegi hans varð. Ég bað hann að nefna þetta við sýslunefnd og skila því að ég væri til- búinn að fara um sýsluna og safna munum í sjálfboðavinnu næsta sumar á eftir. Og þetta varð. Síðan hef ég verið við þetta og vorið 1975 fékkst húsnæði í kjallara skólahússins að Laugum fyrir safnið og það var opnað almenningi 23. apríl 1977 en vígt við hátíðlega athöfri ári síðar.“ Það er höfundur, safnari og safn- vörður Byggðasafns Dalamanna að Laugum í Dalasýslu, Magnús Gests- son, sem þetta sagði þegar hann leiddi tíðindamenn DV um hið glæsilega byggðasafn þeirra Dalamanna og út- skýrði það sem fyrir augu bar. Hálft annað þúsund muna - Og hvað ertu kominn með marga muni á safiiið? „Þeir em orðnir nærri fimmtán hundruð og enn eru að berast að mun- ir, enda eru hvers konar tæknibreyt- ingar svo örar að tiltölulega ungir munir teljast orðið safhgripir. Það er útbreiddur misskilningur að byggða- söfn eða fomminjasöfn staðni á ákveðnum tímapunkti. Eftir að safni hefur verið komið upp heldur það áfram að safna að sér gripum sem sí- fellt verða yngri í tíðinni." - Hvað er merkasti gripur safnsins að þínu mati? „Ég held að það leiki ekki vafi á því að kirkjuhurð Staðarfellskirkju, sem reist var 1731, sé merkasti gripurinn. Hún er ein af 4 elstu kirkjuhurðum sem varðveittar eru í landinu. Hurðir í húsum hér fyrr á öldum voru heldur óvandaðar og hafa því ekki varðveist. En aftur á móti var mikið lagt í kirkju- hurðimar og það er ástæðan fyrir því hvað þær hafa enst vel. Þessi hurð úr Staðarfellskirkju er hin vandaðasta smíð eins og glöggt má sjá og mikið í hana lagt. Þá tel ég veggskáp úr kirkju frá 1765 merkan grip en slíkir skápar lögðust af við kirkjusmíð við siðbót. Loks er að nefna stól sem hér er en hann er frá árinu 1745.“ - Heldurðu að mikið af munum hafi glatast fyrir það hve seint var byrjað? „Sjálfsagt er eitthvað um það. Hitt er annað mál að þrátt fyrir að menn í Dalasýslu byggðu upp hjá sér tiltölu- lega snemma á öldinni héldust gamlir búskaparhættir áfram og þegar ég byrjaði að safna komu í ljós margir góðir munir, geymdir í gömlum húsum sem látin vom standa áfram þrátt fyr- ir uppbyggingu. Þannig tel ég mikið af sögulegum hlutum hafa varðveist.“ Baðstofan frá Leikskálum Það vekur athygli þegar safnið er skoðað að á einum stað er gömul bað- stofa með öllu tilheyrandi og er greinilega ekki eftirlíking. „Þetta er baðstofan á Leikskálum i Haukadal, sem smíðuð var 1887. Hún er eins og sjá má afar vegleg bæði að búnaði sem og breidd og lengd. f þess- ari baðstofu var búið til ársins 1973 og áttu þrír bræður og systir þeirra heima í bænum. Það hafði staðið autt í 5 ár þegar ég fékk levfi til að rífa innréttingar baðstofunnar niður en þá átti að jafna gamla torfbæinn við jörðu. Baðstofunni var því bjargað undan ýtunni. Þetta er önnur af tveim- ur ekta baðstofum sem til em á byggðasafni á íslandi." Kirkjuskápurinn frá 18. öld sem, Magnús segir vera sérstæðan. DV-mynd JAK Frítekjuhámark hækkar um 25% Frá og með síðustu mánaðarmót- um hækkaði svokallað frítekjuhám- ark elli- og örorkulífeyrisþega um 25% með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur. Þessi hækkun frítekjuhámarksins hefur það í för með sér að þeir ein- staklingar sem reglugerðin nær til geta haft 7.900 á mánuði eða 94.800 krónur á ári, meðan hjón geta haft 11.058 á mánuði eða 132.700 á ári án þess að bætur þeirra séu skertar. Það borgar sig þannig fjárhagslega, með tilliti til þessa, að búa saman í óvígð- ri sambúð. -JFJ ___Fréttir aldargamalli undan jarðýtu Á safninu em einnig margir sér- kennilegir munir úr landbúnaði sem maður sér ekki á öðrum byggðasöfn- um. Magnús var inntur eftir þessu. „Já, það er rétt. Þetta em tæki sem'' hinn merki maður Torfi Bjamason, skólastjóri bændaskólans í Ólafsdal, smíðaði eða vom smíðaðir eftir hans tilsögn. Torfi var sigldur maður og hafði margt séð og skoðað og hann notfærði sér ýmislegt sem hann sá er- lendis við búskap hér heima. Sjáðu þessa hestakerm. Hún er af enskri gerð. Maður sér hvergi þetta lag á hestakerrum nema frá Torfa,“ segir Magnús og bendir á mjög svo sérstæða og stílhreina hestakerm. Takmarkaður áhugi hjá unga fólkinu Magnús hefur sjálfur séð um alla uppsetningu safnsins og líka margan hlutinn lagað. „Eins og gefur að skilja em margir hlutir, sem safninu berast, nær ónýtir, jafnvel ósýningarhæfir og ég hef reynt að notfæra mér kunnáttu mína sem trésmiður til að laga það sem ég hef getað.“ - Finnst þér vera mikill áhugi fyrir byggðasafninu? „Það er alltaf hópur fólks sem hefur áhuga fyrir svona safni og hingað kemur slæðingur af fólki til að skoða safnið og fræðast um fortíðina. Ég verð hins vegar var við það að áhugi unga fólksins er ekki mikill og það þykir mér miður,“ sagði Magnús Gestsson, safnari og safiivörður að Laugum. -S.dór Þessari baðstofu bjargaði Magnús undan jarðýtutönn 1978 en baðstofan er aldargömul frá bænum Leikskálum í Haukadal. DV-mynd JAK Gömul áhöld úr búri. Trog, skilvinda, strokkar og fleira. Skeytin hringd heim ,4 stað þess að skeytin séu borin út þá verður nú hringt í fólk um leið og skeytin berast, þau lesin fyr- ir það í símann og síðan send til þess með almennum pósti. Ef fólk vill láta bera skeytin til sín strax þá þarf að greiða 90 krónur í gjald,“ sagði Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri um breytingar sem urðu frá og með l.júlí sl. á skeyta- þjónustu Pósts og sírna. Ólafúr sagði að breyting þessi ætti aðeins við um almenn hraðskeyti, heillaskeyti og samúðarskeyti yrðu áfram borin út til fólks, því að kostn- aðarlausu. „Breytingamar á meðferð al- mennu skeytanna fela ekki aðeins í sér spamað fyrir stofhunina heldur komast þau fyrr til skila þegar hringt er strax í móttakanda. Þetta leiðir til betri og hraðari upplýsingaflutn- ings,“ sagði Ólafur. -BTH Sigtufjórður: Sjómaður slasast Guðmundur Daviðsson, DV, Sigiufiröi; Það slys varð um borð í Skildi frá Siglufirði á föstudagsmorgun að skip- verji missti allar tær á hægri fæti þegar skutrennuloku var rennt niður. Farið var með sjómanninn til Gríms- eyjar þar sem flugvél sótti hann og fór með hann á sjúkrahúsið á Akureyri til aðgerðar. Er líðan hans sögð vera eftir atvikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.