Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
9
DV
Líbanska pundiö hefur aldrei veriö lægra en nú þannig að ofan á skortinn bætist að Libanir fá lítiö fyrir verð-
lausan gjaidmiðil sinn.
Símamynd Reuter
Líbanir biðja um aðstoð
til að forðast hungur
Líbönsk stjómvöld hafa beðið hjálp-
arstofhanir um aðstoð til að fæða
liðlega eina milljón líbanskra þegna,
sem nú búa á barmi hungurs.
Að sögn Selim Hoss, sem nú gegnir
embætti forsætisráðherra Líbanon, er
talið að um 1,25 milljón Líbana barfn-
ist aðstoðar. Mikil fátækt ríkir nú í
landinu. Einkum ríkir mikill skortur
meðal þess þriðjungs þjóðarinnar sem
hrakist hefur frá heimilum sínum
vegna átakanna í landinu undanfarin
tólf ár. Er talið að um ein milljón
manna sé nú heimilislaus í Líbanon.
Nýleg könnun sýndi að meðal-
mánaðarlaun í Líbanon, sem em um
4.300 líbönsk pund, dygðu ekki til
kaupa á nema um fimm dósum af þurr-
mjólk. Líbanska pundið hefur fallið
mikið undanfama mánuði. Fyrr í vik-
unni féll það enn meir og er nú
verðminna en nokkru sinni fyrr. Nú
er staða gjaldmiðilsins sú að Banda-
ríkjadollar stendur í liðlega 160
pundum. Meðal mánaðarlaun svara
því til um 27 dollara.
Þetta hrun pundsins hefúr einnig
valdið öldu af verðhækkunum þannig
að fæstir Líbanir geta nú framfleytt
sér eða fjölskyldum sínum með laun-
um sínum.
Talið er að til að forða Líbönum frá
hungri þurfi aðstoð sem nemur nær
eitt hundrað milljónum dollara. Hjálp-
arstofrianir reyna nú að ftnna leið til
að skipta þeim kostnaði niður á milli
sín.
Eftirvænting vegna
vitnisburðar Norths
Ólafur Amaisan, DV, New Yoric
Hér í Bandaríkjunum ríkir mikil eftir-
vænting vegna vitnisburðar Olivers
North sem hann flytur fyrir þingnefnd
í dag.
Margir hinna tuttugu og sex þing-
manna hafa fyrirfram gert upp hug
sinn. Þeir telja að North muni segja
ósatt. Margir segja að North hafi engu
að tapa, hann muni hvort eð er hljóta
fangelsisdóm.
Sumir telja að North muni njóta
góðs af því að segja ósatt, það er ef
forsetinn er sekur í málinu. Benda
þeir á að Reagan forseti hafi vald til
Spennuþmngið
ástand á Haiti
Á Haiti gæti dagurinn í dag orðið
örlagaríkur að sögn stjórnarerind-
reka. Þar hefur nú rikt lengsta
verkfall í sögu landsins en það var
boðað til þess að leggja áherslu á
kröfur um afsögn stjórnarinnar.
í síðastliðinni viku hótaði tuttugu
og einn stúdent að brenna sig til
dauða fyrir framan höll landsins,
sendiráð Bandaríkjanna og franska
sendiráðið ef stjórnin segði ekki af
sér. Ekki er þó búist við að þeir geri
alvöru úr hótun sinni. Orðrómur
hefur einnig gengið um að ráðast
eigi á höllina í dag.
Almenningur reiddist í síðustu
viku er stjómin gaf út tilskipun sem
veikti yfirumsjónarsvið kosninga-
nefnda í kosningum sem fram eiga
að fara í ágúst og nóvember næst-
komandi.
að náða North.
Talsmenn Hvíta hússins segjast ekki
eiga von á að neitt óvænt komi upp
við yfirheyrslur yfir North. Segjast
þeir vona að North segi sannleikann
því að þá muni forsetinn verða hreins-
aður af ásökunum um óheiðarleika í
þessu máli.
Samkvæmt ýmsum skoðanakönnun-
um hafa vinsældir Reagans forseta
aukist til muna á meðan á yfirheyrsl-
um í íransmálinu hefur staðið. í ljósi
þess segja margir fréttaskýrendur að
forsetinn þurfi ekki að hafa áhyggjur
þótt eitthvað nýtt komi fram sem tengi
hann málinu.
Oliver North ofursti ber vitni í Irans-
málinu fyrir þingnefnd i dag.
Símamynd Reuter
Ungir Haitibúar i mótmælagöngu með trjágreinar sem eru pólítískt tákn
stjórnarandstöðunnar. Á Haiti er nú allsherjarverkfall vegna óánægju með
tilskipun varðandi komandi kosningar. Óttast Haitibúar aö hún leiði til kosn-
ingasvika og einræöis. Slmamynd Reuter
Útlönd
Felldu níu skæmliða í Líbanon
Israelakir hermenn felldu í gær níu skæruliða í suðurhluta Líbanon,
skammt fyrir norðan það svæði sem ísraelsmenn haía lýst öryggisgæslu-
svæði. Talsmaður ísraelska hersins sagði að fimrn skæruliðar hefðu verið
felldir í bardaga við hermenn skammt frá þorpinu Yater, suð-austur af Tyre.
Hann sagði að ísraelsku hermennimir hefðu verið að leita að stöðum sem
eldflaugum hefði verið skotið af inn í IsraeL
Sjö manns létust og að minnsta kosti tíu er saknað eftir að á ein í vestan-
verðri Kolumbíu flæddi yfir bakka sína og kom af stað skriðufollum sem
gjöreyddu hundruðum íbúðarhúsa
Talsmaður Rauða krossins í Kolumbíu sagði í gær að björgunarmenn
ynnu enn að því að kanna rústir húsanna, í þeirri von að finna einhvem á lífi.
Skriðumar gjöreyddu þvi sem næst þorpi einu. Talið er að slys þetta hefði
getað haft mun víðtækari afleiðingar ef lögregla á svæðinu hefði ekki bmgð-
ist mjög hart við og forðað íbúum á brott.
Skriðuföllin urðu um sextíu kílómetra frá borginni Armero, sem fyrir tveim
árum grófst i ösku og leðju frá eldgosi með þeim afleiðingum að um 23
þúsund manns létu lífið.
Aðgerðir gegn unglingavændi
Lögreglan í Bangladesh skýrði frá þvi í gær að hún hefði handtekið tutt-
ugu og sjö vændiskonur á unglingsaldri, svo og um fjörutíu viðskiptavini
þeirra, í aðgerðum sem miðuðu að því að stöðva rekstur vændishúsa í íbúðar-
hverfum höíúðborgar landsins.
Að sögn lögreglunnar höfðu henni borist margar ábendingar frá fbúum
þessara hverfa þess efrús að íbúðir í dýrustu hveríúm boigarinnar væm
notaðar til vændisreksturs.
Flestar af stúlkunum skýrðu lögreglunni frá því að þær hefðu verið flutt-
ar til borgarinnar af fólki sem hafði lofað þeim atvinnu, en síðar hefðu þær
verið neyddar til vændis.
Fyrr í vikunni bjargaði lögreglan í Bangladesh þrjótíu stúlkum, á aldrin-
um tíu til fjórtán ára, sem höfðu verið seldar til vændishúss skammt frá
Dhaka.
Herrera reiðubúinn að bera vHni
Roberto Diaz Hcrrera, ofursti í
her Panama, kveðst reiðubúinn til
að bera vitni gegn Noriega, hers-
höfðingja, valdamesta manni
landsins að þ\n tilskildu að öryggi
sitt sé tryggt.
Herrera hefúr sakað Noriega um
spillingu, mútuþægni. beina aðild
að glæpastarísemi, kosningasvindl
og jafnvel morð. Herrera hefur
verið í felum á heimiii sínu allt frá
því hann gerði ásakanir sínar op-
inberar og hefúr hann ekki sinnt
kvaðningu saksóknara ríkisins í
Panama en hann hefur rannsókn
málsins með höndum.
Til mikilia mótmælaaðgerða hef-
ur komið í Panaina vegna áskana
þessara.
Þúsundir Panamabúa hafa undanfama daga lýst óánægju sinni með ríkis-
stjóm landsins sem er undir stjóm hersins.
Skemmdarvevk í kanadískri herstöð
Mikil sprenging varð í kanadískri herstöð í Vestur-Þýskalandi í gær og
leikur gmnur á að um skemmdarverk hafi verið að ræða.
Við sprenginguna kviknaði í þúsundum tonna af eldsneyti.
Spr^ngingin varð í höfuðstöðvum kanadísku Dragoons-hersveitarinnar í
Evrópu, skammt frá landamærum Frakklands, nálægt Strassburg. Spreng-
ingin varð um hálfsex í gærdag að staðartíma og talið er að henni hafi
verið komið af stað með fjarstýringu.
Engir hermenn vom á staðnum þegar sprengingin varð en þetta er í fyrsta
sinn sem hermdarverkamenn ráðast á kanadíska hermenn í Evrópu að því
er talið er.