Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987. Fréttir Á föstudaginn voru þessi tvö fjórhjól, sem eru í eigu Höfðaleigunnar, tekin af notendunum. í málum sem þessum er það þó venjan að eigendurnir fái hjólin fljótlega aftur i sínar hendur eftir að lögreglan hefur tekið skýrslu. DV-mynd S Fjórhjólin tíl vandræða: Fjölmargar liggja nú Efnahagsaðgerðir nýnar ríkisstjórnar Gífurleg sala á tölvum Það er orðið nánast daglegt brauð lögreglunnar að skerast í leiki öku- manna á fjórhjólum. Mikill fjöldi Qórhjóla er nú til hér á landi eftir að innflutningur á þeim var leyfður. En það er orðið ansi oft sem lögregl- an þarf að taka þessi hjól í sína vörslu, annaðhvort vegna þess að ekið er .á þeim á ólöglegum stöðum eða þá að hjólin eru óskráð. Þó mun fyrmefhda Óvænt og sérkennilegt atvik varð nýlega hjá Afurðasölu Sambandsins á Kirkjusandi þegar starfsmenn þar unnu að því að búa haugakjötið undir flutning á áfangastað; ruslahaugana í Gufunesi. Samkvæmt heimildum DV bar þar að konu nokkra sem greip einn lambs- skrokkinn, kastaði honum yfir öxlina ástæðan vera langtum algengari. Ekki kemur það svo mjög á óvart þvi eftir að innflutningur var gefinn fijáls og notkun fjórhjóla hefur aukist eins mikið og raun ber vitni fjölgar sífellt þeim stöðum þar sem bannað er að aka þessum tækjum. í grennd höfuð- borgarinnar er tæpast hægt að iðka þessa íþrótt lengur á löglegan máta. Því er ekki skrýtið að fjórhjólaöku- og ætlaði að ganga í burtu. Stukku þá vaskir starfsmenn Afurðasölunnar að henni og spurðu hana hvað hún væri að gera. Sagðist konan þá hafa borgað fyrir þetta kjöt eins og aðrir landsmenn og ætlaði ekki að láta sinn hlut fara á haugana, heldur hirða hann sjálf. Þetta var nokkuð sem starfsmennimir höfðu ekki átt von á, kærur fyrir menn spyrji hvers vegna leyfður hafi verið innflutningur á gripunum ef fyrr eða síðar megi kannski hvergi nota þá nema að eiga yfir höfði sér ákæm. Lögreglan hefur að undanfömu sent frá sér fjölda kæra vegna ólöglegrar notkunar hjólanna og verður athygli- svert að fylgjast með því hvemig dómsvaldið mun taka á þessum mál- um. -Ró.G. en ekki létu þeir þessa röksemdafærslu hindra sig í því að hrifsa kjötskrokk konunnar til baka og sögðu þeir henni að snauta burt og lauk þar þeirra við- skiptum. Konan fór kjötlaus heim en kjötið á haugana. ój Gífurleg sala hefúr verið í tölvum undanfama daga vegna þeirrar á- kvörðunar væntanlegrar ríkisstjóm- ar að fella niður undanþágu á 25% söluskatti á tölvum. „Þetta er hamstur, það er alveg á hreinu," sagði Guðmundur H. Sig- marsson, framkvæmdastjóri hjá Bókabúð Braga. „Á síðustu dögum höfum við verið að selja birgðir sem við töldum að myndu duga okkur fram eftir sumrinu. Nú eigum við hins vegar ekkert eftir nema nokkur eintök af ódýrum heimilistölvum." Guðmundur gat þess að tölvur sem þeir hefðu til sölu myndu ekki hækka jafnmikið og söluskatturinn segði til um þar sem allt kapp yrði lagt á að mæta þessari hækkun með einhverri lækkun á innkaupsverði. Hinir erlendu söluaðilar munu þá taka tillit til þessarar breyttu stöðu með lægra verði. Páll S. Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Fjölkaupi, tók í sama streng; Farsímar hafa um nokkurt skeið verið undanþegnir söluskatti en eins og flestum er kunnugt var sú undan- þága afturkölluð með reglugerðar- breytingu nú um mánaðamótin. Söluskattur, sem nemur 25%, hef- ur því hækkað farsíma um 20-30 þúsund krónur en farsímar kostuðu um 100 þúsund krónur fyrir hækk- unina. Blaðamaður DV hafði samband við nokkra helstu söluaðila á farsím- um hér á landi og spurðist fyrir um það hvort enn væru til söluskatts- lausir farsímar. Því er skemmst frá að segja að allir þeir aðilar sem við höfðum samband við höfðu selt sínar birgðir fyrir helgi. „Hér var allt búið á föstudaginn. Við vorum með rúmlega mánaðar- „Fólk er tvímælalaust að hamstra tölvur enda erum við búnir að selja hálfs árs birgðir á hálfum mánuði. Við höfum varla undan að afgreiða pantanir. Við fáum t.d. sendingu í dag og við erum þegar búnir að selja megnið af henni. Þetta er eins og fyrir gengisfellingamar í gamla daga,“ sagði Páll. Guðjón Guðjónsson hjá Einari J. Skúlasyni hf. sagðist búast við því að þeirra birgðir yrðu á þrotum á næstu dögum. Tölvusalan undanfama daga fer nokkuð eftir því hvemig tölvur er um að ræða. Mest hefur verið keypt af ódýrari tölvum sem mikið em notaðar af námsfólki. Hjá Skrifstofuvélum veitti Sigurð- ur Pálsson okkur þær upplýsingar að salan hefði aukist nokkuð en hann taldi jafnframt að menn væm þá fyrst og fremst að flýta ákvörðun sem þeir hefðu ella tekið seinna. KGK birgðir og þær fóm á 2-3 dögum,“ sagði Óli Laxdal hjá Radíóbúðinni. Hjá Hátækni hf. fór allt á sömu leið. „Við vorum nýbúnir að fá stóra sendingu og við unnum hér dag og nótt til að koma þessu út,“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri. Hjá Radíómiðun hf. var „ofsaleg sala“ að sögn Gests Ásólfssonar sölumanns. „Við vorum búnir með símana áður en hækkunin reið yfir enda seldum við áttatíu síma síðasta sólarhringinn," sagði Gestur. Þeir sölumenn sem DV hafði sam- band við vom hins vegar sammála um það að töluvert væri enn um símapantanir og þeir vom bjartsýnir um að salan minnkaði ekki svo neinu.næmi þrátt fyrir hækkunina. KGK Hrrfsuðu kjöt af konu Farsímar án sölu- skatts uppseldir r I dag mælir Dagfari Bokhlöðusýki Vestur á Melum er verið að reisa Þjóðarbókhlöðu. Þetta kemur fæst- um á óvart enda hefur mannvirkið verið í smíðum i heilan áratug eða lengur, flestum vesturbæingum og vegfarendum til skelfingar. Eftir því sem þessari byggingu hefúr miðað áfram kemur betur í ljós hvílík storkun hún er almennum fegurðar- smekk. Bókhlaðan líkist mest rammgerðu virki frá miðöldum, með skotraufum og óklífandi múrum í bak og fyrir. Er þetta talið hið merk- asta menningarframlag af þeim sem hafa vit á menningu og er eitt af afrekum Sverris Hermannssonar, fráfarandi menntamálaráðherra, að leggja sérstakan skatt á þjóðina til að fjármagna bygginguna. Kapp ráð- herrans var svo mikið að skatturinn reyndist helmingi hærri heldur en bókhlaðan þurfti samkvæmt ein- hverri fimm ára áætlun og hefúr ríkissjóður því notið góðs af hlöðu- gjaldinu upp á nokkra milljónatugi á hverju ári. Dagfari væri ekki að hefja máls á þessari afekræmdu hlöðubyggingu nema vegna þess að nú fyrir helgina mátti lesa um það frétt að næsti áfangi í byggingarframkvæmdum væri að grafa sýki umhverfis þjóðar- bókhlöðuna sem kostaði litlar fjörutíu og fimm milljónir króna. I sjálfu sér skal játað að það fer vel á því að grafa sýki kringum þetta mannvirki því öll einkenni þess benda til að koma eigi í veg fyrir það með öllum ráðum að nokkur lif- andi maður komist þangað inn. Sýkisvirkin voru einmitt til þess gerð til foma að verjast utanaðkom- andi fólki og sjálfeagt býr sama hugsun að baki sýkinu vestur á Melum. Sýki í kringum þjóðarbók- hlöðuna er í stíl við útlit hennar og hefur sennilega gert útslagið þegar verðlaunum var úthlutað fyrir teikn- inguna. Þeim er ekki fisjað saman, arkitektunum okkar. Nú er ekki nóg að grafa sýki held- ur verður að fylla það með vatni og verður það áreiðanlega gleðiefni fyr- ir bamsmæðumar á Melunum að fá i hverfið sýki upp á punt þar sem blessuð bömin geta leikið sér að því að drekkja sér eða drukknir vegfar- endur frá Sögu geta tekið sér sundsprett eftir næturrallið í forar- vilpunni. Dugar náttúrlega ekki minna en svona dauðagildra þegar bókaþjóðin vill reisa sér minni- svarða sem ekki er ætlast til að lifandi fólk hafi aðgang að. Fyrr skal sökkva þeim i sýki en hleypa þeim inn. Um þessar mundir er ný ríkisstjóm að taka við stjóm landsins. Hún hefur áhyggjur af hallarekstri ríkis- sjóðs og hefúr strax í upphafi til- kynnt nýja skattheimtu vegna þess að ekki má fyrir nokkum mun skera niður framkvæmdir á vegum hins opinbera. Það er auðvitað lífsnauð- syn að grafa sýkið í kringum Þjóðarbókhlöðuna og þótt áður sé búið að leggja sérstakan séreigna- skatt á þjóðina til að borga þetta sýki verður núna að bæta við nýjum skatti til að koma því í höfh. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar ætlar að leggja söluskatt á matvöm. Sá skattur getur farið í sýkið. Eins ætlar stjómin að bjarga við þjóðar- hagnum með því að leggja söluskatt á sólbaðsstofur. Sá skattur getur líka farið í Þjóðarbókhlöðusýkið. Aðal- atriðið er að skattleggja þjóðina nógu myndarlega svo ömggt sé að ríkissjóður eigi fyrir sýkinu sem hef- ur forgang. Menningin verður að hafa forgang, sérstaklega þegar ve- rið er að byggja mannvirki sem koma í veg fyrir að fólk hafi aðgang að menningunni. Ekki kemur til greina að vígja Þjóðarbókhlöðuna eða flytja bækur inn í safriið eða hleypa fólki þangað inn fyrr en búið er að umkringja hlöðuna með sýki sem byggt er fyrir nýja skattpeninga. Það verður yndisleg tilfinning sem líður um skrokkinn á þeim sem leggjast í ljósalampa á næstunni að mega njóta brúnkunnar í trausti þess að peningamir renni óskiptir í sýkið vestur á Melum sem grafið er í þágu menningarinnar. Þannig geta líka menningaryfirvöld haldið því fram með réttu að menningaráhug- inn sé brennandi meðal þjóðarinnar eftir því sem fleiri sólbaðsdýrkendur brenna sig í lömpunum af einskærri hollustu við Þjóðarbókhlöðuna og þá menningararfleifð sem þar verður varðveitt og varin fyrir óviðkom- andi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.